Morgunblaðið - 12.11.1982, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.11.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 5 Síldveiðar ganga vel Allharöur árekstur varð á horni Grensásvegar og Hæðargarös í gærmorgun. Atvik voru þau að Volvo-Lapplander var ekið norður Grensásveg, en Toyota-bifreið var í þann mund ekið yfir gatnamótin og hugðist ökumaðurinn aka inn Hæðargarð. Skullu bílarnir saman á gatnamótunum. Lítil meiösli urðu á fólki, en maður í Toyota-bílnum meiddist lítilsháttar. Við áreksturinn valt Volvo-bifreiðin og skemmdist talsvert, en hinn billinn er nánast ónýtur, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Ljósmynd: j.s. MORGIINBLAÐINU barst í gær svo- hljóðandi orðsending frá séra Jóni A. Baldvinssyni, öðrum umsækjanda um stöðu sóknarprests við Fríkirkjuna i Keykjavík. Er hún stíluð til safnaðar- ins: „Af persónulegum ástæðum hef ég ákveðið að draga umsókn mína um prestsembættið í söfnuði ykkar til baka. Um leið og ég þakka þeim, sem sýndu umsókn minni áhuga, bið ég söfnuðinn að taka myndarlega á móti sr. Gunnari Björnssyni og fjöl- menna á kjörstað. Megi blessun fylgja störfum hans. — Sr. Jón A. Baldvinsson." Veitt lausn 36.000 lestir komnar á land síðastliðinn þriðjudag SÍLDVEIÐAR ganga vel þessa dag- ana og á þriðjudagskvöld höfðu veiðzt 36.000 lestir, en á sama tima i fyrra nam veiðin 29.000 lestum. Nær öll síldin er nú söltuð, en smávegis á enn eftir að salta af sérverkuðum síldarflökum og einnig mun eitthvað saltaö fyrir innlendar niðursuðuverk- smiðjur. Veiðum í lagnet var hætt um síðustu mánaðamót, en þá höfðu veiðzt í þau um 2.000 lestir. í nót hafa veiðzt 23_.500 lestir og 10.500 í reknet. í gær var góð veiði í rek- netin og vitað er um tvo báta, sem fengu fullfermi út af Herdísarvík. Nokkuð hefur borið á því að halda hefur orðið aftur af skipum til þess að svigrúm vinnist til að vinna afl- ann í landi, en afkastageta í fryst- ingu er víða takmörkuð vegna þess að samhliða henni er unnið í öðr- um fiski. Síld er nú að mestu fryst á svæðinu frá Höfn í Hornafirði vestur á Akranes. Morgunblaðið spjallaði í gær við Guðjón Ólafsson, skrifstofustjóra Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum, og sagði hann, að mikið væri að gera í frystingunni og unnið nán- ast dag og nótt. Afkastagetan væri 85 til 100 lestir á sólarhring, en alls væri nú búið að taka á móti 730 lestum, sem skiptust á milli frystingar og flakasöltunar. Þá væri einnig unnið í öðrum fiski. Hann gat þess, að bæði Gullborgin og Ófeigur III væru að fá full- fermi, 80 til 90 lestir, út af Herdís- arvíkinni, en þeir væru báðir á reknetum. Sú síld kæmi til Eyja í dag og yrði þá meira en nóg að gera. Vegna þess hefði hann haft samband við báta, sem væru á veiðum til að fá þá til að doka við svo ekki kæmi til vandræða, ætl- unin væri að gefa starfsfólki frí á sunnudaginn. Enda borgaði sig ekki að frysta síld í næturvinnu. Dró umsókn sína til baka ormi i allegum ötum Fimm skip seldu erlendis í vikunni FIMM íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Englandi og I'ýzkalandi í þess- ari viku. I næstu viku eru fyrirhugaðar 10 sölur erlendis, en fiskmarkaðurinn i Fleetwood hefur enn ekki verið opnaður. Skipin selja því aðallega í Grimsby og Hull í Englandi og Brem- erhaven og ('uxhaven í Þýzkalandi. Eyjaflotinn stækkar Vestmannaeyjum 11. nóvember. NÚ í vikunni fjölgaði í skipastól Vestmanneyinga. Tveir ungir sjómenn, Guðjón Örn Aðal- steinsson og Bragi Júlíusson, hafa keypt hingað Haftind HF 123, 42ja lesta trébát frá Hafn- arfirði. Bátur þessi var smíðaður á Seyðisfirði árið 1946, búinn 350 ha. Cummins-vél, frá 1975. Hið þekkta aflaskip Guð- mundur RE 29 verður gert út frá Vestmannaeyjum í vetur. Það er Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja sem hefur tekið við útgerð skipsins. -hkj. Freyja RE seldi á mánudag 64,5 lest í Grimsby. Heildarverð var 1.053.700 krónur, meðalverð 16,33. Sama dag seldi Sunnutindur SU 92,1 lestir í Hull. Heildarverð var 1.549.000 krónur, meðalverð 16,81. Á þriðjudag seldi Ársæll HF 117,6 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.814.600 krónur, meðalverð 15,43. Sama dag seldi Hólmanes SU 143,1 lest í Bremerhaven. Heildarverð var 1.769.100, meðalverð 12,36. Viðey RE seldi á miðvikudag 202,2 lestir" í Bremerhaven. Heildarverð 2.667.100 krónur, meðalverð 13,19. Samúðarbók í sendi- ráði Sovétríkjanna MORGUNBLAÐINU barst í gær svo- hljóóandi fréttatilkynning frá sendi- ráði Sovétrikjanna á íslandi: „Sendiráð Sovétríkjanna á íslandi tilkynnir með djúpri hryggð, að þann 10. nóvember 1982 varð bráð- kvaddur Leoníd ílits Brésnjef, for- seti forsætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna og aðalritari mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. Samúðarbók mun liggja frammi í Túngötu 9, fimmtudaginn 11. nóv- ember frá klukkan 14 til 18, föstu- daginn 12. nóvember frá klukkan 11 til 13 og 15 til 18.“ frá embætti FORSETI íslands hefur hinn 8. þ.m., samkvæmt tillögu dómsmála- ráðherra, veitt Loga Einarssyni, hæstaréttardómara, lausn frá emb- ætti frá 1. janúar 1983 að telja, samkvæmt ósk hans, að því er fram kemur í frétt frá Dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT rCesar — Akureyri, Eplið — ísafirði, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavik, Alfhóll — Siglufirði, Nína — Akranesi, Ram ■ Húsavík, Bakhúsið — Hafnarfirði, Austurbær — Reyðarfirði, Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli, Sparta — Sauðárkróki, Skógar - Egilsstöðum, isbjörninn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi. Paloma — Vopnafiröi, Patróna — Patreksfirði, Báran - Grindavík, Þórshamar — Stykkishólmi, Inga — Hellissandi, Hornabær — Höfn Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.