Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 ítalska stjórn- in segir af sér Ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarp Kómaborg, 11. nóvember. Al\ GIOVANNI Spadolini, forsætisráíihcrra Ítalíu, ákvaö i dag aö segja af sér fyrir sig og ráöuneyti sitt. Astsöan er ósamkomulag milli kristilegra demókrata og sósíalista innan stjórnarinnar. Sandro Pertini, forseti landsins, neitaði að svo stóddu að taka lausnarbeiönina til greina og skoraði á stjórnarflokkana að jafna ágreininginn. Kkki er vitaö hvaða áhrif þessi afstaða forsetans kann að hafa en ekki talið útilokað, að Spadolini leiti til þjóöþingsins og fari fram á traustsyfirlýsingu þess. Fimm stjórnmálaflokkar eiga aðild að stjórn Italíu nú. Það eru kristilegir demókratar, sósíalistar, jafnaðarmenn, frjálslyndir og svo Lýðveldisflokkurinn, sem er flokk- ur Spadolinis sjálfs. Það eru efna- hagsmál, sem ágreiningi valda milli stjórnarflokkanna. Enn hefur ekki tekist samkomulag innan stjórnarinnar um fjárlagafrum- varp, sem lagt skal fyrir þjóðþingið eigi síðar en í lok þessa mánaðar. Kólumbía ögn á eftir áætlun ('ape ( anaveral, 11. nóvember. Al\ (■KIMSKl'TLAN Kólumhía lagði í sína fimmtu ferð út í geiminn i g«r og gekk allt að óskum. Fjórir geim- farar eru um horð og gervitungl sem koma á fyrir í geimnum. Foringi ferðarinnar er geimfarinn Vance llrand, sem kom meðvitundarlaus til jarðar eftir Apollo/Soyus geim- ferð Bandaríkjamanna og Sovét- manna árið 1975. Þetta er önnur ferð Kólumbíu í röð sem stenst algerlega tíma- áætlun, nokkuð sem starfsmenn Geimferðastofnunar Bandaríkj- anna eru afar ánægðir með til þess að laða að viðskiptavini. Um- sjónarmaður geimskotsins að þessu sinni, A1 O’Hara, baðst þó í gríni afsökunar á því að skutlan hafi lagt sex hundruðustu úr sek- úndu of seint af stað! Moskvubúar kaupa sér myndir at hinum látna forseta I dag. Mismunandi viðbrögð fólks við dauða Brezhnevs í Moskvu Mo.skvu, II. nóvember. AP. VIÐBRÖGÐ fólks í Moskvu við dauöa Leonid I. Brezhnevs voru á mismunandi vegu. í flestum tilvik- um voru þau afar látlaus og í mikilli mótsögn við hina skipulögðu aðdáun hvar sem hinn látni leiðtogi kom fram. Brezhnev kom síðast fram opinberlega á sunnudag. Hópar fólks fylltu Rauða torgið í miðborg Moskvu er dauði Brezhnevs var tilkynntur um kl. 11 að staðartíma. Fólk virtist undrandi á fregnunum og sumir sögðust ekki trúa því að leiðtoginn væri allur. Meirihluti alþýðunnar lét lát Brezhnevs ekki neitt á sig fá. í stórri verslunarmiðstöð í miðborginni fór allt fram með eðlilegum hætti og fólk ranglaði búð úr búð án þess að sýna svip- brigði af einu eða öðru tagi. Borgarar hristu almennt höfuð- ið við spurningum vestrænna fréttamanna er þeir reyndu að grafast fyrir um viðbrögð fólks og hvern það teldi mundu taka við embætti leiðtogans. Sumir höfðu heyrt tilkynninguna um dauða Brezhnevs í sjónvarpi, en aðrir að- eins af afspurn. Fyrstu merkin um viðbrögð i Moskvu komu í ljós þegar sovéskir fánar með svörtum sorgarborðum voru dregnir að húni skömmu eftir hádegið. Greinilegt var þó á mörgu fólki, að það gerði sér ekki grein fyrir hvern var verið að syrgja. Héldu margir að Kirilenko hefði látist. Dauði Brezhnevs var ekki til- kynntur opinberlega fyrr en rúm- um 26 stundum eftir dauða hans. Orðrómur hafði þó verið á kreiki í Moskvu frá því í gærkvöld. Margaret Thatcher um njósnamálið í Cheltenham: Brezhnevs minnst sem mikilhæfs leiðtoga Washington, Bonn, Tel Aviv, 11. nóvember AP. „Allt tjón er um leið tjón Atlantshafsbandalagsinsu l.undunum, II. nóvember. Al\ FJÖLDI þjóðarleiðtoga minntist Leonids Brezhnevs, forseta Sovétríkjanna í dag og margir þeirra lýstu honum sem einum áhrifaríkasta og mikilhæfasta stjórnmálaleiðtoga okkar tíma. Konald Reagan, forseti Bandaríkjanna sagði, að Brezhnev hefði verið mikilvægasti stjórnmálaleiðtogi heims í nær tvo áratugi og sendi fjölskyldu hans svo og sovézku stjórninni samúðarkveðjur. Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands lýsti Brezhnev sem einörð- um baráttumanni fyrir málsstað Sovétrikjanna, er lagt hefði sig fram við að koma samskiptum Sovétríkjanna og Vestur-Þýzkalands í eðlilegt horf. „ÞAÐ er ekki aðeins að uppljóstran- ir Geoffrey Primes hafi skaðað hags- muni Bretlands heldur og Banda- ríkjanna um leið. Allt það tjón sem okkur og Bandaríkjamönnum er unnið er um leið tjón Atlantshafs- bandalagsins," sagöi Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, um leið og hún tilkynnti neðri málstofu breska þingsins i dag, að - hafin yrði tæmandi rannsókn á njósnastarfsemi Primes. „Það eru á hinn bóginn engar sannanir fyrir því,“ sagði Thatch- er ennfremur, „að Prime hafi haft aðgang að upplýsingum um hern- aðaráætlanir okkar og banda- manna, né skjölum um kjarnorku- vopn.“ Fram hefur komið í breskum dagblöðum, að Bandaríkjamenn telja sig hafa vissu fyrir því, að Prime viti um nöfn þriggja ann- arra njósnara, sem starfa á vegum Sovétmanna, en ekki hafi verið skýrt frá því af pólitískum ástæð- um. Síðdegisblaðið The Sun hefur í dag eftir háttsettum embættis- manni innan Scotland Yard, að Bandaríkjamenn telji sig vita að Prime hafi fyrir rétti játað að vita um nöfn þriggja annarra njósn- ara, þó ekki nauðsynlega innan Cheltenham-stöðvarinnar. Fyrrum aðstoðaryfirmaður bandaríksu leyniþjónustunnar, CIA, Ray Cline, sagði að hann teldi augljóst, að uppljóstranir Primes hefðu veitt Sovétmönnum geysilega mikilvægar upplýsingar um starfsemi og vinnubrögð leyni- þjónustu Breta og Bandaríkja- manna, sem aftur yrði til þess að Sovétmenn myndu breyta öllum sínum dulmálslyklum og sending- um. ísraelska stjórnin gaf ekki út neina yfirlýsingu í tilefni fráfalls Brezhnevs, en í útvarpi þar í landi var sagt í dag, að stjórn landsins vonaðist til þess, að breytingar innan sovézku stjórnarinnar yrðu til þess að breyta stefnu Sovétríkj- anna gagnvart Israel, en stjórn Sovétríkjanna hefur þótt draga taum Araba í viðskiptum þeirra við ísraelsmenn. Ekkert var vitað um viðbrögð brezku stjórnarinnar í dag en gert ráð fyrir, að hún myndi senda samúðarkveðju til sovézkra stjórnvalda samkvæmt venju. Það voru Sovétmenn, sem fyrstir gáfu Margaret Thatcher forsætisráð- herra viðurnefnið „járnfrúin". Mauno Koivisto, forseti Finn- lands kom fram í útvarpi og sjón- varpi í dag og lýsti yfir „djúpum harmi sínum" vegna dauða Brezhnevs, sem Koivisto lýsti sem einum mesta stjórnmálaleiðtoga okkar tíma. Pierre Trudeau, forsætisráð- herra Kanada , sem nú er á ferða- lagi um Evrópu, lýsti í dag yfir samúð sinni vegna fráfalls Brezhnevs og lýsti honum sem virtum stjórnmálaleiðtoga, sem óskað hefði eftir friði fvrir þjóð sína. SINDRA STALHE Fyrirliggjandi í birgðastöð plötujárn Þykktir frá 2—50 mm ýmsar stæröir. m.a. 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm 1500x6000 mm 1800x6000 mm Borgartúni31 sími27222 m m Dauði Brezhnevs harm- aður í Austur-Evrópu VIÐBRÖGÐ við dauða Leonid Brezhnevs í Austur-Kvrópu voru flest á einn veg. Var dauöi hans harmaður víðast hvar, utan í Rúmeníu þar sem andláts hans var einungis getið i einni setningu innan um aðrar fréttir. Hér á eftir verður greint frá viðbrögðum í einstökum löndum. A-l>ýskaland: Boðað var til sér- staks fundar í miðstjórn austur- þýska kommúnistaflokksins þar sem dauði Brezhnevs var harmað- ur. Var honum á fundinum lýst, sem dyggum lærisveini Leníns. Ilngverjaland: Dagskrá útvarps var rofin til þess að skýra frá dauða Brezhnevs. Var fréttin margendurtekin. Þá var leikin sorgartónlist og m.a. „Vetur" úr verki Vivaldis „Árstíðirnar fjór- ar“.Á fundi, sem boðað var til í miðstjórn ungverska kommún- istaflokksins í tilefni fréttarinnar, stóðu meðlimirnir upp í virð- ingarskyni við hinn látna. Búlgaría: Útvarpið í Sofíu til- kynnti tíðindin og færði sovéskum ráðamönnum um leið samúðarósk- ir. Víða um Iandið var vinna stöðvuð í verksmiðjum. Júgóslavia: Um 1.600 fulltrúar á ársþingi verkalýðsfélaga risu úr sætum sínum í eina mínútu í virð- ingarskyni við hinn látna leiðtoga. Tékkóslóvakía: Brezhnev var enn í lifenda lífi í Tékkóslóvakíu í morgun. Dauði hans var tilkynnt- ur í 10-fréttum útvarpsins. Fánar blöktu í hálfa stöng. Pólland: Tíðindin um dauða Brezhnevs heyrðust fyrst kl. 10 í útvarpi. Voru leikin sorgarlög áð- ur en haldið var áfram með dagskrána. „Dauði eins manns breytir engu,“ er haft eftir pólsk- um verkamanni, en leiðtogar þjóð- arinnar orðuðu fráfall Brezhnevs sem „mikinn missi." I Kína var við því búist að dauði Brezhnevs myndi verða til þess að hægja á samningaviðræðum Sov- étmanna og Kínverja. Skýrt var frá dauða leiðtogans í stuttum til- kynningum, bæði í útvarpi og sjónvarpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.