Morgunblaðið - 12.11.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.11.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 ilfaKgtiitlrlftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakið. Leonid Brezhnev Forsetaskipli á sögulegu FIDE-þingi í Luzern í Sviss Taldi mig vinna með meiri mun — sagði Florencio Campomanes, eftir sigur sinn gegn Friðriki Ólafssyni 118 ár fór Leonid Brezhnev með forystu í Kommún- istaflokki Sovétríkjanna og hin síðustu ár var hann jafn- framt forseti Sovétríkjanna. Við fráfall Brezhnevs ríkir efnahagsleg stöðnun í Sovét- ríkjunum, lífskjörum almenn- ings hrakar. Herinn hefur eflst á þessum 18 árum, vígtólum hefur fjölgað, Sovétmenn státa sig af því að hernaðarlegt jafn- ræði sé milli þeirra og Bandaríkjamanna. Með slökun milli austurs og vesturs að yf- irvarpi hafa Sovétmenn í stjórnartíð Brezhnevs notað hvert tækifæri sem þeim hefur gefist til útþenslu og íhlutun- ar. Sovétmenn þola ekki hið minnsta frávik frá þeim regl- um sem þeir sjálfir setja um þróun innanlandsmála í lepp- ríkjunum. Ein kommúnísk kennisetn- ing ber nafn hins látna for- ingja Sovétríkjanna, Brezhn- ev-kenningin. Þessi kenning varð til í þann mund, sem Varsjárbandalagslönd réðust inn í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968. Samkvæmt henni hafa Kremlverjar „rétt“ til að hlut- ast til um málefni „sósíal- ískra" landa, ef þeim finnst „sósíalisminn" vera tekinn að þróast inn á hættulegar braut- ir. Síðan þessi kenning var mótuð getur það ekki verið keppikefli neinnar þjóðar að rúmast innan hennar. Víet- namar hafa þó bæst í hinn ógæfusama hóp síðan en Afg- anir berjast enn fyrir frelsi sínu og lífi. Síðustu ræður Leonid Brezhnevs snerust um það, hve brýnt væri að efla og styrkja sovéska herinn, hann mætti ekki og ætti ekki að skorta neitt. I ávarpi sem Brezhnev flutti á byltingar- daginn 7. nóvember hafði hann í heitingum við hvern þann sem ætlaði að gerast svo djarf- ur að ráðast inn í Sovétríkin. Þeim sem eru utan Kremlar- múra koma slík ummæli sov- éskra ráðamanna alltaf jafn mikið á óvart. Hver hyggur á innrás í Sovétríkin? Eina öfl- uga herveldið sem háð hefur árásarstríð undanfarna ára- tugi er Sovétríkin — sovéskir hermenn berjast í Afganistan og kúbanskir hermenn berjast fyrir Kremlverja í Afríku. Leonid Brezhnev hófst til valda úr hinum sviplausa hópi handlangara flokksins sem unnu óhæfuverkin í nafni Stal- íns. Brezhnev ýtti Krútsjoff eftirmanni Stalíns úr sessi 1964 og hóf leiðtogastörf sín sem einn af hópnum en tók síð- an ótvíræða forystu. Á síðari árum var ástunduð dýrkun á persónu hans í sovéska heim- sveldinu, eins og sannaðist best við hátíðahöldin á 75 ára afmæli hans 19. desember 1981. Myndir sýndu hann goð- um líkan og ásýnd hans var böðuð í „sól frelsisins", en svo hét heiðursmerkið sem Babrak Karmal, yfirleppur í Afg- anistan, sæmdi Brezhnev 75 ára. Stærstu stundir Leonid Brezhnevs á alþjóðavettvangi voru gerð SALT 1-samkomu- lagsins við Bandaríkin 1972, undirritun SALT 2-samkomu- lagsins 1979 og undirritun lokasamþykktarinnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu í Helsinki 1975. Eini samning- urinn sem hefur haft þýðingu er SALT 1-samkomulagið, SALT 2 var aldrei staðfest af Bandaríkjamönnum meðal annars vegna innrásarinnar í Afganistan, og engir hafa lagt sig meira fram um að gera Helsinki-samþykktina að engu en Kremlverjar. Eftir að hún var undirrituð hefur verið unnið að því skipulegar en áð- ur að uppræta í Sovétríkjunum og lepplöndunum allt sem minnir á mannréttindakafla samþykktarinnar. Pólverjar eru sú þjóð sem mest finnur fyrir miskunnarleysinu þessa stundina. Á undan Brezhnev hafa að- eins tveir leiðtogar sovéskra kommúnista dáið í embætti í þau 65 ár sem liðin eru frá byltingunni miklu, þeir Vlad- imir Lenín og Jósep Stalín. Á sínum tíma var Stalín lagður til hinstu hvílu í grafhýsi Len- íns undir Kremlarmúrum á Rauða torginu. Þar hvíldi Stal- ín þangað til eftirmenn hans höfðu treyst sig ,í valdasessi með því að afhjúpa grimmd og kúgun hins fallna foringja. Skyldu Leonid Brezhnevs bíða sömu örlög? Útfarir og hersýningar eru taldar veita besta innsýn inn í valdaröðina í hinu lokaða Kremlarkerfi. Yuri Andropov, fyrrum yfirmaður KGB, Konstantín Chernenko, hand- genginn Brezhnev, og Viktor Grishin, flokksstjóri í Moskvu, koma allir til álita sem eftir- menn hins látna leiðtoga. Að baki þeirra bíður svo hópur yngri manna eftir að fá hluta af arfinum og hirða hann allan síðar, meðal þeirra er til dæm- is G.V. Romanov, flokksstjóri í Leníngrad. Náið verður fylgst með öllum ytri búnaði útfarar Brezhnevs. Yuri Andropov hef- ur þegar notað athöfnina til að staðfesta áhrif sín, hann er formaður útfararnefndarinn- ar. Frá Halli Hallsiyni, bladamanni Mbl. í Luzern. „ÉG VAR viss um að sigra — kom vel undirbúinn til þingsins. Taldi að munurinn yrði meiri — að ég fengi meirihluta atkvæða í I. um- ferð. 1>Ó verð ég að játa, að ég svaf lítið í nótt,“ sagði Florencio ('ampomanes, hinn nýi forseti FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, við blaðamann Mbl. eftir sigur yfir Friðriki Ólafssyni. „Nú verðum við að bretta upp ermarnar og hefjast handa. Sigur minn og Ramon Toran, varafor- seta FIDE, sýnir styrk spænsku- mælandi þjóða og þjóða þriðja heimsins. Þessi þróun hófst á Kúbu 1966 þegar þjóðir þriðja heimsins fengu í fyrsta sinn kjörinn vara- forseta FIDE. Það var „mini- bylting" — nú hefur byltingin tekizt að fullu. Og við erum rétt að byrja. Framundan er geysimikil vinna. Það þarf að stórefla skák í þróunarlöndum — ég vil segja að það eina sem vel tókst til í forsetatíð Friðriks Ólafssonar hafi verið að efla skák í þróun- arlöndum. Sérstök nefnd var sett á laggirnar til þess að styrkja og efla skák í þessum löndum og þar vorum við Aver- bach frá Sovétríkjunum burðar- ásar. Friðrik Ólafsson er Evrópubúi og hann skilur ekki vandamál þriðja heimsins — hann horfir á viðburði frá sjónarhorni Evr- ópubúans. Við þurfum meiri víð- sýni — þar sem ekki miðast allt við Evrópu og hagsmuni sterk- ustu skákmanna heims. Með þessum kosningum innan FIDE hefur stórt skref verið stigið fram á við.“ — Á hvaða mál leggur þú mesta áherzlu? „Þróun — framfarir. Evrópa er í stakk búin til að sjá um sig sjálf. Því þarf nýja stefnu — ný markmið. Þróun skáklistarinnar um allan heim verður megin- blaóamanni Mbl. í Luzcrn: „PÓLITÍK var skákinni yfirsterk- ari hér í Luzern — baktjaldamakk og mútur réðu rikjum. Og svo virð- ist sem Sovétmcnn hafi ekki fyrir- gefið mér afstöðu mína í Korchnoi-málinu — ég sagði að ég stæði og félli með ákvörðun minni, að fjölskyldu Korchnoi yrði hleypt úr landi. Þegar að leikslokum er spurt, virðist sem ég hafi fallið vegna afstöðu minnar í Korchnoi- málinu sem forseti FIDE, en í sjálfu sér má scgja, að þegar ann- arleg sjónarmið ráða innan FIDE sé það ekki lengur eftirsóknarvert að vera forseti FIDE. Því verð ég að segja, að það er að vissu leyti markmið mitt. í fyrsta sinn í sögunni hefur Asíubúa tekizt að komast í áskorendaeinvígin, Eugune Torre frá Filippseyjum. Næsta Ólympíumót verður hald- ið í Asíu — þar eru þegar haldin sterk mót. Asía verður mikil- vægur öxull í skákheiminum. Þar á skáklistin upptök sín — segja má að skákin sé að koma Rætt við Friðrik Olafsson, fyrr- um forseta FIDE léttir að vera laus. Þó auðvitað hafi ég barist til síðustu stundar," sagði Friðrik Olafsson eftir að (’ampom- anes hafði velt honum úr sessi sem forseti FII)E, alþjóðaskáksam- handsins. „Það er í sjálfu sér í lagi að tapa í heiðarlegri baráttu, en hins vegar sárnar manni, þegar brögð eru höfð í tafli, þegar til- gangurinn helgar meðalið. heim með þessum breytingum." — Munt þú flytja höfuðstöð- var FIDE frá Evrópu? „Ég mun halda skrifstofunni í Amsterdam opinni en koma á fót skrifstofu á Filippseyjum.“ — Óttastu klofning innan FIDE nú þegar þú hefur verið kosinn? „Þetta er kjaftæði — fráleitt, Bókstaflega öllum brögðum var beitt í Luzern. Daginn fyrir kjör- ið skýrði fulltrúi Grikklands frá því hvernig reynt var að múta honum til þess að kjósa Campo- manes. Honum voru boðnir 6 þúsund dollarar fyrir atkvæðið, 2 þúsund dollarar fyrirfram og 4 þúsund dollarar ef Campomanes hlyti kosningu. Gjafir Campo- manesar og veislur sýna í sjálfu sér við hvað var að etja. Maður með milljónir á milljónir ofan er erfiður viðureignar en fleira kom til en peningar. Pólitík skipti miklu máli, mjög hart var sótt að Evrópu. Við sögðum Rússum að þeir léku sér að eldinum með því að styðja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.