Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
17
Florencio B. Campomanes, hinn nýkjörni forseti FIDE, veifar sigri
hrósandi eftir að úrslit höfðu verið tilkynnt í forsetakjörinu í gær-
morgun. Símamynd AP.
þessu hefur oft verið varpað
fram. Talað var um klofning
þegar Viktor Korchnoi gagn-
rýndi FIDE vegna heimsmeist-
araeinvígisins í Baguio á Fil-
ippseyjum. Þá sögðu allir að
Evrópa myndi kljúfa sig útúr —
fyrir Korchnoi var þessu varpað
fram, þegar Bobby Fischer setti
fram sínar kröfur, þá gekk FIDE
að þeim — og Rússar hótuðu að
kljúfa. Þetta kjaftæði hefur loð-
að við FIDE um langt skeið —
þetta er bara kjaftæði sem ekki
er mark á takandi."
„Ekki eru allir
viðhlæjendur vinir“
— Sovétmenn studdu Campo-
manes vegna Korchnoi-máls-
ins, segir Guðmundur G. Þór-
arinsson
„Ekki eru allir viðhlæjendur
vinir — flest ríki Araba brugð-
ust okkur. Það er greinilegt, að
fulltrúar margra ríkja stóðu
ekki við gefin loforð um að
styðja Friðrik Ólafsson. Það
virðist ljóst, að Sovétmenn og
Símamynd AP.
■ðli sambandsins í kjörkassann.
austurblokkin studdu Kazic í 1.
umferð og fóru yfir á Campo-
manes í 2. umferð. Rússar sögðu
það skýrum orðum, að þeir hefðu
verið óánægðir með frestun ein-
vígis Karpovs og Korchnois í
Merano. Sevasteianos, aðal-
fulltrúi Rússa sagðist hafa varað
Friðrik Ólafsson við frestun. Það
er ljóst, að Korchnoi-málið varð
Friðrik að falli.
Erfitt er að segja hvernig ein-
stök ríki hafa greitt í leynilegri
atkvæðagreiðslu, en ýmis lönd
sem við áttum að geta treyst
eins og Kanada, Wales — jafnvel
Bandaríkin, hafa brugðizt okkur
á siðustu stundu," sagði Guð-
mundur G. Þórarinsson í samtali
við blaðamann Mbl. í Luzern.
„Innan FIDE eru 120 ríki —
þriðji heimurinn hefur afl at-
kvæða á bak við sig og það ræður
úrslitum. Friðrik hefur staðið
sig mjög vel í starfi — hann hélt
góðar ræður, stjórnaði fundum
FIDE af röggsemi — þannig að
málefnalega stóð hann vel.
Campomanes háði sína kosn-
ingabaráttu með fjármagni
fremur en rökum. Mér finnst
þetta sorgardagur í sögu FIDE,
sérstaklega þegar haft er í huga
að FIDE mun í vaxandi mæli
vinna með alþjóðlegum stofnun-
um, eins og UNESCO. Það er
ekki heppilegt, að í forsetastóli
sitji maður sem náð hefur kosn-
ingu með fjárgjöfum.
Skáksamband íslands stóð sig
mjög vel hér í Luzern — þeir
Gunnar Gunnarsson, forseti
sambandsins, Þorsteinn Þor-
steinsson, varaforseti, og Frið-
þjófur M. Karlsson unnu gott
starf. En við máttum okkar lítils
gegn margnum — og fjármun-
um.
Júgóslavar segja, að Campo-
manes hafi borgað farseðla fyrir
fulltrúa ýmissa ríkja. Sagt er, að
hann hafi lagt allt upp í hálfa
milljón dala í kosningabaráttu
sína — hann ferðaðist vitt og
breitt um heiminn og bar gjafir
á menn. Þegar búið var að telja
atkvæði í fyrri umferð fórnaði
Moloerovic frá Júgóslavíu hönd-
um og sagði að þessar kosningar
hefðu unnizt með peningum,"
sagði Guðmundur G. Þórarins-
son.
Korchnoi-málið
felldi Friðrik
— segir Gunnar Gunnarsson,
forseti Skáksambands íslands
„Þessi úrslit eru mikil von-
brigði — okkur fannst liggja í
loftinu, að úrslitin yrðu á annan
veg og vorum bjartsýnir. En það
kom í ljós að of mörg ljón voru í
veginum — stórþjóðirnar vógu
þyngst á metunum. Hvorki Sov-
étmenn né Bandaríkjamenn
studdu við bakið á Friðriki. Sov-
étmenn eru Friðriki reiðir vegna
Korchnoi-málsins. Það ristir
dýpra en ég hélt — Korchnoi-
málið felldi Friðrik Ólafsson,"
sagði Gunnar Gunnarsson, for-
seti Skáksambands Islands, í
samtali við blaðamann Mbl. í
Luzern.
„Þá má segja að það hafi verið
mistök hjá Friðriki að fara ekki
til Afríku og kynnast málefnum
Afríkuríkja af eigin raun —
kynnast forustumönnum Afríku-
ríkja. En fyrst og fremst var
vont að hafa hvoruga stórþjóð-
ina á bak við Friðrik. Það kom á
daginn að Campomanes hafði
tryggt sér stuðning Rússa fyrir-
fram. Bretar stóðu dyggilega við
bakið á Friðriki — Raymond
Keene er forseti Skáksambands
samveldisríkja og beitti áhrifum
sínum óspart. En það kom fram
hjá mörgum, að Campomanes
hafði farið nánast alls staðar —
og manni finnst lúalegt að kaupa
atkvæði — málefni eiga að
ráða.“
Sorgardagur
í sögu FIDE
— segir David Levy, fulltrúi
Skotlands
„Þetta er sorgardagur í sögu
FIDE — miðstöð alþjóðaskák-
sambandsins verður flutt frá
Evrópu — frá mestu skákþjóð-
um heims þar sem flestir bestu
skákmenn heims eru. Friðrik
Ólafsson hafði bryddað upp á
fjölmörgum nýjungum í starfi
FIDE — hann hefði getað gert
svo mikið fyrir FIDE, hefði hann
fengið að halda áfram starfi
sínu,“ sagði David Levy, fulltrúi
Skotlands á þingi FIDE í Luz-
ern, í samtali við blaðamann
Mbl.
„Það er ljóst, að úrslitin réðust
ekki af hag skákarinnar — skák-
in var sett til hliðar og persónu-
legur metnaður einstakra
manna réð ríkjum. Þetta er upp-
hafið að endalokum FIDE,“
sagði Levy.
Sprungur hafa mynd-
azt innan FIDE
— scgir Rolf Littorin, fulltrúi
Svíþjóðar
„Þetta er sorgardagur — skák-
in var látin víkja fyrir pólitík.
Þriðji heimurinn hefur yfirtekið
FIDE — sem hefur misst mik-
ilhæfan forseta. Þungamiðjan í
starfi FIDE mun færast frá Evr-
ópu til Asíu — frá helstu skák-
þjóðum heims,“ sagði Rolf Litt-
orin, fulltrúi Svíþjóðar, i samtali
við Mbl.
„Þetta hefur það í för með sér,
að Evrópa verður að taka ein-
dregnari afstöðu — sprungur
hafa myndazt innan FIDE. Það
skal ósagt látið hvort FIDE
klofnar — og það skiptir kannski
minnstu. Evrópa tekur héðan í
frá eindregna afstöðu — og Sov-
étmenn verða að fylgja V-Evr-
ópu því þar eru öll sterkustu
mótin, — þar eru bestu verð-
launin og þar tefla bestu skák-
mennirnir,“ sagði Rolf Litterin.
Eg mun hætta
hjá FIDE
— segir Bakker, ritari FIDE
„Þessi úrslit eru mér mikil
vonbrigði. Friðrik Ólafsson vann
að mörgum góðum málum, sem
hann því miður fær ekki að
ljúka. Allt starf hans hefur feng-
ið snöggan endi. Fulltrúar hér
hafa valið Campomanes sem
boðaði „breytta stefnu", og
breytta starfshætti. Ég tel að
Friðrik hafi verið á réttri braut
— að breytinga sé ekki þörf og
vil því ekki taka þátt í því að
breyta. Ég mun því hætta hjá
FIDE,“ sagði Ineke Bakker, rit-
ari FIDE, í samtali við Mbl.
„Skoðanir okkar Friðriks fóru
saman, ég hef átt gott samstarf
með honum í 4 ár. Ég er ekki
sammála skoðunum Campoman-
es — þess vegna hætti ég,“ sagði
Bakker.
k og
jum“
Campomanes. Hætt væri við að
FIDÉ klofnaði, Sevatianos, aðal-
fulltrúi Sovétmanna, kom til
mín eftir kosninguna og bauð
mér formennsku í nefnd FIDE
hjá UNESCO. Ég afþakkaði,
sagði að úr því þeir vildu mig
ekki sem forseta, þá þýddi ekki
að stinga dúsu upp í mig með
formennsku í nefnd. Það væri
ekki stórmannlegt.
Það er tvennt sem ég tel að
skipti meginmáli í hvernig end-
anleg úrslit urðu. Annars vegar
afstaða Sovétmanna og hinsveg-
ar Arabal.
Sovétmenn höfðu gert það upp
við sig löngu fyrir þingið að
styðja við bakið á Campomanes.
Þar virðist Korchnoi-málið hafa
skipt meginmáli, þeir gerðu sér-
stakt samkomulag við Campo-
manes þess eðlis, að Krogius
verði kosinn í framkvæmda-
nefnd FIDE — mikilvæga nefnd
innan FIDE. Með þessu virðist
sem eigi að fórna Averbach, sem
er mikilsvirtur fyrir störf sín í
þágu skákarinnar, fyrir Krogius,
sem er lítt þekktur.
Hin meginástæðan er afstaða
Araba, þeir studdu mig alveg
undir það síðasta. Svo virðist
sem daginn fyrir þingið þá hafi
þeir breytt um afstöðu, af hverju
er erfitt að meta en engum vafa
er undirorpið að að einhverskon-
ar samkomulagi var komist við
Campomanes.
Menn vita sem er, að ekki þýð-
ir að múta Aröbum með dollur-
um — af þeim hafa þeir nóg en
hinsvegar er almannarómur hér,
að ísrael hafi að einhverju leyti
komið inn í þetta samkomulag.
Að ísrael muni á næstunni verða
fyrir barðinu á þessu samkomu-
lagi. En ljóst er, að púsluspil
Campomanesar gekk ekki upp
fyrr en daginn fyrir þingið þegar
Arabar ákváðu að ganga til liðs
við hann.
Hér í Luzern var mjög hörðum
áróðri beitt gegn Evrópu — og
úrslit kosninganna sýna að
þriðji heimurinn og flest sósíal-
istaríkin snerust gegn ríkjum
Evrópu. Sem dæmi um þessa af-
stöðu er Argentína: Fulltrúi
Argentínu sagðist að mörgu
leyti hlynntur framboði mínu, en
Falklandseyjastríðið kæmi í veg
fyrir að hægt væri að kjósa mig
— jú ég væri Evrópubúi og
V-Evrópa hefði stutt Bretland í
stríðinu. Þetta ásamt svo fjöl-
mörgu öðru sýnir að annarleg
sjónarmið réðu í kosningunum
til forseta FIDE — sjónarmið
sem koma skákinni í engu við.“
— Sérðu eftir að hafa tekist á
við forsetaembættið?
„Nei, alls ekki. Þetta hefur
verið mikil lífsreynsla. Ég kom
til FIDE sem nýgræðingur að
mörgu leyti — eins og sveita-
strákur til borgarlífsins. Þetta
er allt annar heimur — allt önn-
ur sjónarmið ráða en maður hef-
ur alist upp við. Ég hef alist upp
við að standa við orð mín —
heiðarleika. Því harðneitaði ég,
meðal annars að farið væri út á
sömu braut og Campomanes —
það kom til að mynda til álita
hjá stuðningsmönnum mínum,
að borga fargjaldið undir full-
trúa frá Bólivíu svo hann gæti
greitt atkvæði sitt — væntan-
lega til mín. Vitað er, að Campo-
manes greiddi fargjald fjöl-
margra fulltrúa hingað tij Luz-
ern — ég hafnaði því alfarið, að
farið væri út á þá braut að
greiða fargjaldið fyrir fulltrúa
Bólivíu.
Með því væri farið inn á sömu
braut og andstæðingurinn —
nota sömu meðul og hans og
slíkt kom ekki til greina.
Ég vildi heldur falla heiðar-
lega — með sjálfsvsirðingu en ná
kosningu með sömu meðulum og
andstæðingurinn.
— Hvað er framundan hjá þér
— nú þegar þér hefur verið ýtt til
hliðar sem forseti FIDE. Munt þú
byrja að tefla á ný?
„Um það er ómögulegt að spá
— ætli ég hafi ekki misst of mik-
ið úr til þess að ná toppnum í
skákinni — hef líklega gloprað
of miklu niður bæði hvað lær-
dóm snertir og ekki síður tilfinn-
ingunni — en hver veit — ef
árangur næðist þá væri það
freistandi — en kostaði gífurlegt
átak. Ýmsir hafa verið að gera
því skóna að ég byði mig fram á
ný 1986 — ég veit ekki hversu
fýsilegt það er. Það er ekki
freistandi að vera í forsvari fyrir
FIDE þegar skákin skiptir ekki
lengur höfuðmáli — þegar póli-
tík og baktjaldamakk ríkja. Því
auðvitað er ég fyrst og fremst
skákmaður — hef reynt að þjóna
FIDE sem slíkur," sagði Friðrik
Ólafsson.