Morgunblaðið - 12.11.1982, Side 19

Morgunblaðið - 12.11.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 19 Nokkrar konur úr Kvenfélagi Karlakórs Reykjavíkur á meðal munanna, sem boónir verða á basar félagsins. Ljósm.: KÖE. Kvenfélag Karlakórs Rvíkur heldur basar i ** Bíóhöllin: Svörtu tígrisdýrin KVENFÉLAG Karlakórs Reykjavík- ur heldur bazar aö Hallveigarstöö- um laugardaginn 13. nóvember og hefst hann klukkan 14. í fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu hefur borizt, segir að á boðstólum verði fjölbreytt úrval handavinnumuna, prjónavara, föndurhlutir, og einnig ýmsir jóla- munir. Þá bjóða konur upp á hinar „heimsfrægu" söngkökur félags- ins. Basar Kven- félags Há- teigssóknar KVENFÉLAG Háteigssóknar heldur basar á morgun, laugardaginn 13. nóv- ember, í Tónabæ og hefst hann klukk- an 13.30. í ávarpi, sem prestar safnaö- arins hafa sent Morgunblaðinu, segir m.a.: „Kvenfélag Háteigssóknar hefur árum saman stutt af fórnfýsi að þörfum Háteigskirkju og haft for- göngu oftsinnis um fjáröflun til ým- islegra verkefna safnaðarins. Ágóð- anum af basarnum verður sem áður varið til þeirra þarfa sem bíða úr- lausnar og til starfsemi kvenfélags- ins. Margt er ógert og ýmsu er ólok- ið, sem þörf er á að þokist áfram. Á boðstólum verða margir ágætir og þarflegir handunnir munir. Einnig verða seldar kökur á basarn- um. Við, prestar Háteigskirkju, hvetj- um alla velunnara kirkjunnar til að fjölmenna á basarinn í Tónabæ á morgun. Þess skal og getið að tekið verður á móti gjöfum og munum á basarinn í kvöld (föstudag) 1 Háteigskirkju kl. 17—20 og á laugardagsmorgun frá kl. 10 árdegis." BÍÓHÖLLIN hefur frumsýnt bandarísku kvikmyndina „Svörtu tígrisdýrin“ með Chuck Norris í aðalhlutverki, en hann mun vera heims- meistari í karate. í myndinni leikur hann John T. Booker, leiðtoga Svörtu tígrisdýranna, bandarískrar herdeildar í Víetnam, sem er sérþjálfuð í að ná hermönnum úr klóm óvinanna. MORGUN'. L Fnr*lji*me»ii hóp. áhog.fóll.^ um frtðar og *f«opnun*rmál Á mymlinni <-m * (f.v.) Ilrlf* Jóhannradóllir. Ólin* N.r..,A„doll.r, (.uðmundur Oorgwon. Félnr Mallhíannoa o« Krialin iotgrinóMU, RáÖstefna um friðar- og afvopnunarmál HÓPIIR áhaf.fóika um frióar of « H !«• A róðatrfnunni verðn flutt f)ð« -ár' afiaaa.. atefnualjóri verftur Tryggvi Giala- aon akólameistari I tengslum við þraaa ráðatefnu •tendur aami hópur fyrlr kvlk- m> ndadagakrá I C-aal Regnhc dagana 10.—14. nóvemþi adi aai i Leiðrétting við frétt um ráð- stefnu um friðar- og afvopnunarmál NOKKIJRRA missagna gætti í frétt blaðsins í gær af ráðstefnu um frið- ar- og afvopnunarmál, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum næstkom- andi laugardag. I fyrsta lagi var ranglega skýrt frá tímasetningu, en rétt er að ráðstefnan hefst kl. 9.30 laugar- dagsmorguninn 13. nóv. Einnig er það misskilningur blaðsins að Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur sé enn blaðamaður Þjóðvilj- ans. í þriðja lagi er það ekki rétt sem blaðið segir um undirtekir fé- lagasamtaka við þessari ráð- stefnu. Þær voru ekki dræmar, heldur nær undantekningalaust góðar. í fjórða lagi er það ekki alls kostar rétt að einu stjórnmála- samtökin, sem leitað var til í sam- bandi við ráðstefnuna, hafi verið ungliðahreyfingar flokkanna, því kvenfélög stjórnmálaflokkanna fengu einnig bréf varðandi ráð- stefnuna og fleiri félög tengd flokkunum. Öll þessi félög stjórnmálaflokkanna, sem haft var samband við, tóku vel í ráð- stefnuhugmyndina nema SUS. Hins vegar tóku önnur félög sjálfstæðismanna ráðstefnu- hugmyndinni vinsamlega. Tekið skal fram að ráðstefnunni er ætl- að að vera vettvangur skoðana- skipta og hún er öllum opin. Hópur áhugamanna um friðar- og afvopnunarmál. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Leka-vandamál, sem má leys Lausar límfestingar V- Sérstaklega mjúkir jaðrar við teygjuna, vemda bamið frá því að teygjan þrengi að því. LOTUS fellur fullkomlega að líkama bamsins. LOTUSerþykkog rakaþolin. og þykkust þar sem mest mæðir á. LOTUS er mjúk og meðfærileg, og hetdur húðinni við bleyjuna nær alveg þurri, þó bleyjan blotni. Vegna mjúkrar teygju, sem heldur LOTUS bleyjunni þétt að, er nú ekki lengur hætta á leka niður með lærum bamsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.