Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
Efldi áhrif Rússa
í heiminum og hélt Austur-
Evrópuþjóðum niðri
LEONID Brezhnev forseti, sem
var æðsti valdamaðurinn í Kreml
um 18 ára skeið, lengur en nokkur
annar æðsti leiðtogi Sovétríkj-
anna, reyndi að tengja nafn sitt
slökunarstefnunni, détente, en
hans verður e.t.v. fremur minnzt
fyrir kenningu þá, sem við hann er
kennd og valdamennirnir í Kreml
notuðu til þess að réttlæta innrás-
ina í Tékkóslóvakíu 1968 og íhlut-
un í öðrum kommúnistalöndum.
Þrátt fyrir stuðning sinn í orði við
détente stjórnaði hann þeirri við-
leitni Rússa að standa Banda-
ríkjamönnum á sporði á kjarn-
orkusviðinu og það gróf undan trú
vestrænna ríkja á fyrirætlunum
hans og þeirri friðsamlegu sam-
búð austurs og vesturs sem hann
hvatti til.
Brezhnev treysti stöðu Sovét-
ríkjanna sem heimsveldis í valda-
tíð sinni og Sovétríkin urðu risa-
veldi. A valdatíma hans gerðu
Bandaríkjamenn og Rússar tvo
meiriháttar samninga til að draga
úr kjarnorkuvígbúnaði og hætt-
unni á kjarnorkustyrjöld, Salt-1
1972 og Salt-2 1979. Bandarísku
forsetarnir Richard Nixon og Ger-
ald Ford ferðuðust til Sovétríkj-
anna, Brezhnev ferðaðist til
Bandaríkjanna og þetta voru
blómaár détente, en sú stefna var
fallvölt. Viðurkennt var að þar
sem détente ætti að tryggja frið-
samlega sambúð væri helzta for-
senda þessarar stefnu að tak-
marka vígbúnaðarkapphlaupið.
Sovézkir embættismenn sögðu
að Brezhnev vildi að sín yrði
minnzt fyrir að draga úr viðsjám í
sambúð austurs og vesturs, fyrst
og fremst með undirritun Saít-2,
og fyrir að setja nýja stjórn-
arskrá. En á sama tíma og
Brezhnev predikaði détente varð
ekkert lát á vígbúnaðarkapp-
hlaupinu. Undir forystu Brezhn-
evs náðu Rússar svokölluðu jafn-
ræði í kjarnorkumálum, sumir
sögðu yfirburðum, og venjulegur
herafli þeirra varð öflugri en
venjulegur herafli NATO. Efa-
semdir um fyrirætlanir Rússa
jukust og stuðningurinn við dé-
tente dvínaði. Á síðustu stjórnar-
árum Carters forseta og í tíð
Reagans forseta sakaði Banda-
ríkjastjórn Rússa um að tala um
frið, en byggja um leið upp hættu-
lega hernaðarvél og nota hana til
að að raska jafnvæginu í heimin-
um. Stjórn Reagans taldi eflingu
sovézka heraflans svo geigvæn-
lega að Bandaríkjunum stafaði
hætta af.
Á valdaárum sínum neitaði
Brezhnev að slaka á klónni í
Austur-Evrópu, hann stórefldi
heraflann og reyndi að auka áhrif
Rússa í heiminum, m.a. með stór-
efldum flota sem sigldi um öll
heimsins höf. Rússar komu í vax-
andi mæli fram í hlutverki heims-
veldis og höfðu síaukin afskipti af
málefnum Asíu, Afríku, Miðaust-
urlanda og Rómönsku Ameríku.
Rússar sendu herlið inn í Afgh-
anistan í desember 1979 til að
bæla niður baráttu landsmanna
gegn stjórn marxista, öldunga-
deiíd Bandaríkjaþings neitaði að
siaofesta Salt-2 og nú er svo kom-
ið að loknum 18 ára valdatíma
Brezhnevs að samskipti Banda-
ríkjamanna og Rússa hafa sjaldan
verið í eins miklum öldudal frá því
Taladi um frið og détente en fylgdi
herskárri stefnu heima og erlendis
á dögum kalda stríðsins. Gott
dæmi um andrúmsloftið var sú
viðvörun Brezhnevs á byltingar-
deginum, 7. nóvember, að Rússar
mundu svara öllum árásaraðilum
með hefndarárás sem mundi ríða
þeim að fullu.
Brezhnev hélt áfram hug-
myndafræðilegum deilum við
Kínverja á valdaárum sinum, en
eftir lát Mao Tse-tungs 1976 var
vonað að sambúðin við þá gæti
batnað. Innrásin í Afghanistan
virtist gera þær vonir að engu, en
á þessu ári leitaði Brezhnev hóf-
anna hjá Kínverjum á ný vegna
versnandi sambúðar við Banda-
ríkjamenn og hann hvatti oft til
þess í haust að samskipti hinna
tveggja stórvelda kommúnista
yrðu færð í eðlilegt horf. í síðasta
mánuði hófust viðræður milli
landanna í fyrsta skipti í þrjú ár,
en Kínverjar setja ýmis skilyrði
fyrir eðlilegri sambúð og bæði
löndin hafa enn fjölmennt herlið á
landamærunum.
í ágúst 1968 gerði herlið frá
Sovétríkjunum og öðrum Varsjár-
bandalagslöndum innrás í Tékkó-
slóvakíu til að steypa stjórn Alex-
anders Dubceks, sem reyndi að
brjótast undan ofurvaldi Rússa og
koma á kommúnisma með
„mannlegu yfirbragði". Þar með
batt Brezhnev enda á hættu á
„endurskoðunarstefnu" og frá
þessum tíma er „Brezhnev-kenn-
ingin“, þess efnis að sósíalistaríki
geti gripið til íhlutunar í málefni
annarra sósíalistaríkja ef atburðir
í einu þeirra ógni öryggi annarra.
Opinber Ijósmynd af Brezhnev sem sýnd var í sovézka sjónvarpinu þegar
skýrt var frá andláti hans. Myndin kom fram á sjónvarpsskerminum í
Hljómbæ þar sem sendingar sovézka sjónvarpsins eru sýndar í beinni út-
sendingu. i.jósm. jvim. ÓI.K.M.
Brezhnev og .>vor>oda, i'orseti Tékkóslóvakíu, lyfta blómvendi til marks um vináttu í Bratislava skömmu lýrir
innrásina 1968. Dubcek til vinstri, Kosygin og Podgorny fyrir aftan Brezhnev og Svoboda.
Stjórnmálaráð Brezhnevs óttaðist
greinilega að tilraunir eins og þær
sem voru gerðar í Tékkóslóvakíu
gætu leitt til þess að Austur-
Evrópuríkin segðu skilið við aust-
urblokkina. Aðrar Austur-
Evrópuþjóðir létu sér innrásina að
kenningu verða og gættu þess að
styggja ekki risann í austri, þang-
að til verkamenn í Póllandi létu til
skarar skríða 1980.
Ókyrrðin sem hófst í Póllandi
sumarið 1980 var annað alvarlegt
áfall fyrir valdamennina í Kreml
og „Brezhnev-kenninguna" og
prófsteinn á stefnu þeirra. Stjórn
Brezhnevs skoraði á stjórnina í
Varsjá að halda verkamönnum í
skefjum og Jaruzelski hershöfð-
ingi varð við áskoruninni með
setningu herlaganna í desember
1980. Þar með komst á sæmileg
kyrrð í landinu eftir 16 mánaða
öngþveiti. Þessu tókst að koma til
leiðar án þess að grípa þyrfti til
nýrrar innrásar í líkingu við inn-
rásina í Tékkóslóvakíu 1968. Setn-
ing herlaganna spillti hins vegar
sambúð austurs og vesturs,
íþyngdi bágbornum efnahag
Rússa og sýndi glögglega hve
Rússum reynist erfitt að hafa eft-
irlit með þeim löndum sem kom-
ust undir áhrif þeirra eftir síðari
heimsstyrjöldina.
1 Afghanistan hefur sjálfhelda
skapazt í viðureign skæruliða og
sovézka herliðsins þar, þótt það sé
skipað tæplega 100.000 mönnum.
Klerkastjórnin í Iran er tortrygg-
in í garð Rússa þrátt fyrir hatur
sitt á Bandaríkjamönnum. Ind-
verjar hafa hins vegar færzt nær
Rússum á sama tíma og Banda-
ríkjamenn hafa komið til liðs við
helztu fjandmenn þeirra, Pakist-
ana. Stjórn kommúnista í Víet-
nam er sem fyrr traustur banda-
maður Rússa og fjandsamleg
Kínverjum. Bandalagið við Víet-
nama hefur leitt til aukinna um-
svifa sovézka Kyrrahafsflotans,
en þau hafa valdið nýjum efna-
hagsbyrðum.
Vestur-Þjóðverjar, Frakkar og
fleiri Vestur-Evrópuþjóðir hafa
haldið áfram umfangsmiklum við-
skiptum við Rússa, þótt þau hafi
tekið undir gagnrýni Bandaríkja-
stjórnar á íhlutun Rússa í Afgh-
anistan og ábyrgð þeirra á setn-
ingu herlaga í Póllandi.
Það hefur verið Bandaríkja-
mönnum áhyggjuefni að þeir telja
að Rússar hafi hafið nýjar til-
raunir til að auka áhrif sín i Róm-
önsku Ameríku með stuðningi við
stjórn Sandinista í Nicaragua og í
Afríku með stuðningi við Eþíópíu,
Mozambique og Angola, þar sem
þúsundir kúbanskra hermanna
hafa hreiðrað um sig og eru
raunverulegir staðgenglar Rússa.
í Miðausturlöndum hafa Rússar
haldið áfram að gegna hlutverki:
þeir senda hergögn til Líbýu og
Sýrlands og treysta samband sitt
við Frelsissamtök Palestínu, sem
þeir hafa veitt stjórnmálaviður-
kenningu. Bandaríkin, ísrael og
Egyptaland hafa hins vegar sýnt
lítinn áhuga á ítrekuðum tillögum
Brezhnevs um alþjóðaráðstefnu
um frið í Miðausturlöndum.
Heima fyrir átti Brezhnev við
sömu erfiðleika að stríða í efna-
hagsmálum og aðrir þeir sem hafa
farið með æðstu völd í Sovétríkj-
unum. I landbúnaðinum hefur