Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
23
Haustið 1979 gerði sovézka sjón-
varpið mikið veður út af ferð sem
Brezhnev tók sér á hendur til
heimabæjarins, Dneprdzerzhinsk í
Úkraínu, til að minnast æskuár-
anna. A fimmtán ára afmæli
valdatöku hans, í október það ár,
var birt mikið af heimildaefni um
ævi hans og m.a. sýndur þáttur
þar sem gamlir vinir hans röbb-
uðu um frábæra forystuhæfileika
hans. Tilgangurinn með þessu var
að lýsa Brezhnev sem mikilhæfum
landsföður, sem væri hátt yfir
aðra hafinn, en ekki sá að vekja
áhuga almennings á honum.
Stjórnmálin virtust eiga" hug
Brezhnevs allan og hann var mik-
ill meistari í þeim áhættusömu
loftfimleikum sem valdamenn
verða að stunda í Kreml ef þeir
ætla að halda völdunum og þar
sem eitt víxlspor getur þýtt póli-
tískan dauða og útskúfun. Hann
gætti þess vandlega að hafa sam-
starfsmenn sína með í ráðum þeg-
ar taka þurfti mikilvægar ákvarð-
anir, svo að tryggt yrði að þeir
bæru einnig sökina ef illa færi. Á
sama hátt gætti hann þess vel
þegar hann reyndi að komast til
valda að viðhalda sambandi við
andstæðinga Krúsjeffs og trúlega
hefur það átt þátt í því að hann
sigraði í baráttunni um stöðu leið-
toga kommúnistaflokksins. Hann
gegndi þeirri stöðu æ síðan og
grundvallaði völd sín á henni og
það var ekki fyrr en í júní 1977 að
hann bætti við sig embætti forseta
Sovétríkjanna.
Brezhnev tók þá virðingarstöðu
frá Nikolai Podgorny, sem hafði
farið með stjórnina ásamt
Brezhnev og Alexei Kosygin for-
sætisráðherra frá því Krúsjeff var
sviptur völdum 1964, en sú stjórn
gekk undir heitinu „þríeykið".
Raunar hafði Brezhnev greinilega
verið „fremstur meðal jafningja"
síðan 1974. Kosygin sagði af sér af
heilsufarsástæðum í október 1980
og þar með gafst Brezhnev færi á
að treysta völd sín enn frekar. Það
gerði hann með því að tilkynna að
skjólstæðingur sinn, Nikolai Tik-
onov yrði forsætisráðherra.
Brezhnev var fæddur 19. des-
ember 1906 og var því tíu ára gam-
all þegar bylting bolsévika var
gerð. Faðir hans var stálverka-
maður og Brezhnev lagði það starf
einnig fyrir sig 15 ára að aldri.
Hann notaði frítíma sinn til þess
að kynna sér framræslu óræktaðs
lands og landmælingar í Kursk,
nágrannaborg Dneprdzerzhinsk,
þar sem Krúsjeff stundaði einnig
nám. Hann gekk fljótlega í æsku-
lýðshreyfingu kommúnista-
flokksins og varð fullgildur félagi
í flokknum 23 ára gamall.
Árið 1935 útskrifaðist Brezhnev
frá málmfræðistofnuninni í
Dneprodzerzhinsk og tveimur ár-
um síðar varð hann varaborgar-
stjóri. Síðan varð Brezhnev einn
af umdæmisleiðtogum úkraínska
kommúnistaflokksins undir for-
ystu Krúsjeffs. í stríðinu var
Brezhnev stjórnmálaliðsforingi og
varð hershöfðingi 1943 eins og
Krúsjeff sem stundaði svipuð
stjórnmálastörf. Sigurdaginn 1945
var Brezhnev í fararbroddi her-
manna sinna á gífurlega mikilli
hersýningu á Rauða torginu í
Moskvu.
Eftir stríðið varð Brezhnev rit-
ari kommúnistaflokksins í Úkra-
ínu og Moldavíu og vakti brátt at-
hygli Stalíns sem gerði hann að
aukafulltrúa í stjórnmálaráðinu
1952. Krúsjeff fól honum yfir-
stjórn nýræktarsvæða í Kazakst-
an í Mið-Asíu 1954. Gott veður
tryggði metuppskeru tvö ár í röð
og að launum fékk Brezhnev stöðu
aðalfulltrúa í stjórnmálaráðinu
1957. Árið 1960 gerði Krúsjeff
hann að forseta, sem er fyrst og
fremst virðingarstaða, og menn
gerðu að því skóna að Krúsjeff
hefði talið að hann gæti fullnægt
stjórnmálametnaði Brezhnevs
með því og um leið tryggt völd sín.
Fjórum árum síðar glataði Krúsj-
eff völdunum og 18 ára valdaferill
Brezhnevs hófst.
tjó.sm. (M.K.M.
með lotningu og ótta í Sovétríkj-
unum og hefur að nokkru leyti
fengið uppreisn æru. Hann varð
valdamestur þeirra þriggja for-
ystumanna sem tóku við völdun-
um af Nikita Krúsjeff þegar hon-
um var steypt af stóli 1964.
Brezhnev kunni greinilega illa við
sig í margmenni, en naut sín oft
vel í hópi fárra manna, hvort held-
ur verkamanna eða erlendra
stjórnmálaleiðtoga.
Hann var oft alvörugefinn og
fálátur þegar hann kom fram
opinberlega og svo mikil leynd
hvíldi yfir athöfnum hans að hann
var býsna fjarlægur í augum sov-
ézks almennings sem vissi lítið um
hann, jafnvel ekki hvað hann átti
mörg börn. Stundum var hann
ekki eins formfastur í ferðalögum
erlendis og það var á slíkum ferða-
lögum sem Viktoria kona hans
sást helzt opinberlega. í ferðum
sínum skýrði hann jafnvel frá
nokkrum áhugamálum sínum, sem
voru einkum hraðskreiðir bílar,
veiðiferðir og ný rafeindartæki.
Fjölskylda Brezhnevs var sjald-
an í sviðsljósinu, en þó var dreift
nokkrum opinberum myndum af
Viktoriu konu hans í sambandi við
sjötugasafmæli hennar 1977. Sagt
var að frú Brezhnev hefði kynnzt
manni sínum þegar þau voru bæði
við nám í málmfræðistofnuninni í
Dneprsdzerzhinsk. Yuri sonur
þeirra varð aðstoðarutanríkis-
viðskiptaráðherra. Galina dóttir
þeirra fékk stöðu í Bandaríkja-
stofnuninni í Moskvu. Fréttir hafa
hermt að Brezhnev-hjónin ættu
annan son, Mikhail, sem væri við
nám í blaðamennsku.
í kringum sjötugsafmæli
Brezhnevs, og aftur á sjötíu og
fimm ára afmælinu, var svo mikil
dýrkun á persónu hans að haft var
á orði að hún slagaði upp í dýrk-
unina á Stalín. Afmælisins var
minnzt opinberlega með mikilli
viðhöfn um öll Sovétríkin. Hann
var gerður að forseta Sovétríkj-
anna, en sú staða bættist við störf
hans sem leiðtoga flokksins, hann
var gerður að marskálki Sovét-
ríkjanna, brjóstmynd af honum
var komið fyrir í heimaborg hans
og ný sovézk stjórnarskrá var lögð
fram nánast í hans nafni.
Minningarathöfn um Brezhnev í sovézkri verksmióju. Myndin kom fram á sjónvarpsskerminum í Hljómbæ.
víða verið pottur brotinn og það
hefur leitt til matvælaskorts.
Hergagnaiðnaðurinn hefur verið
látinn sitja í fyrirrúmi og það hef-
ur leitt til vöruskorts sem hefur
lýst sér í löngum biðröðum. Sam-
göngumál hafa verið í ólestri.
Brezhnev reyndi að tryggja hóf-
legan hagvöxt og lagði stórhuga
og vanhugsaðar áætlanir fyrir-
rennara síns, Nikita Krúsjeffs, á
hilluna.
Brezhnev og félagi hans Mikhail
Suslov, sem lézt fyrr á þessu ári,
komu á svokölluðum „ný-stalín-
isma“ heima fyrir til að binda
enda á svokallaða „þíðu“ sem
hófst í bókmenntum og stjórnmál-
um í tíð Krúsjeffs. Hörð stefna
var tekin upp gegn starfsemi póli-
tískra andófsmanna, sem ollu erf-
iðleikum, þrátt fyrir mótmæli frá
Vesturlöndum. Hundruð og e.t.v.
þúsundir andófsmanna hafa verið
dæmdir til langrar fanga- eða
vinnubúðavistar, sendir í geð-
sjúkrahús eða flæmdir í margra
ára útlegð á afskekktum stöðum í
Sovétríkjunum.
Kunnasti andófsmaðurinn,
Andrei Sakharov, sem vakti at-
hygli á mannréttindabrotum, var
handtekinn í janúar 1980, sviptur
öllum vegtyllum og sendur til
borgarinnar Gorky, sem er lokuð
útlendingum. Listamenn og rit-
höfundar eins og nóbelsskáldið
Alexander Solzhenitsyn nutu
nokkurs frelsis á fyrri valdaárum
Krúsjeffs, en bækur þeirra feng:
ust ekki birtar í tíð Brezhnevs. í
listum og bókmenntum var aftur
lögð áherzla á „sósíalrealisma" í
þjónustu ríkisins og því til dýrðar.
Solzhenitsyn var handtekinn og
rekinn úr landi og aðrir rithöfund-
ar voru neyddir til að fara. Rithöf-
undurinn Lev Kopelev fékk leyfi
til að dveljast erlendis í eitt ár, en
sviptur borgararétti eftir að hann
fór 1981. Alexander Ginzburg fékk
að fara til Vesturlanda 1979, en
ekki fyrr en skipt hafði verið á
fimm fangelsuðum andófs-
mönnum í Sovétríkjunum og
tveimur sovézkum njósnurum á
Vesturlöndum. Herferðin gegn
andófsmönnum átti þátt í að spilla
sambúð austurs og vesturs.
Stjórn Brezhnevs undirritaði
Helsinki-samninginn um öryggi
Evrópu og mannréttindamál og
Brezhnev og Viktoria kona hans sem lítið hefur borið á. Myndin var tekin á
kjörstað 1979.
leyfði að vísu rúmlega 200.000 sov-
ézkum Gyðingum að flytjast úr
landi, en síðan samskipti Banda-
rikjamanna og Rússa versnuðu
hefur sama sem engum Gyðingum
verið leyft að fara úr landi. Nær
allir félagar í nefnd þeirri sem
andófsmenn skipuðu til að fylgj-
ast með því hvernig Rússar stæðu
við Helsinki-samninginn hafa ver-
ið handteknir. Eðlisfræðingurinn
Yuri Orlov var dæmdur til sjö ára
vinnubúðavistar og fimm ára út-
legðar í Síberíu 1978. Félagar úr
annarri nefnd sem var skipuð til
að fylgjast með misnotkun Rússa
á geðlækningum, þeirra á meðal
Anatoly Shcharansky, hafa einnig
verið dæmdir, svo og baráttumenn
trúfrelsis.
Helsinki-ráðstefnan 1975 var
einn mesti sigur Brezhnevs í utan-
ríkismálum, en mannréttinda-
málin gerðu hann að Pyrrhusar-
sigri. Ráðstefnan viðurkenndi
raunverulega landamæri eins og
þau höfðu verið eftir heimsstyrj-
öldina og drottnunarstöðu Rússa í
Austur-Evrópu. Þar sem Vestur-
veldin gátu komið því til leiðar að
hvatt var til þess í lokayfirlýsing-
unni að mannréttindi yrðu í heiðri
höfð gátu þau notað mannrétt-
indaákvæðið til að gagnrýna
takmarkanir á málfrelsi, trúfrelsi
og prentfrelsi.
Brezhnev var einn þeirra svip-
lausu skrifstofuembættismanna
sem hófust til valda á síðari valda-
árum Stalíns, sem enn er litið til