Morgunblaðið - 12.11.1982, Side 27

Morgunblaðið - 12.11.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 27 Gunnar Klemensson bóndi — Minning Margrét unni mjög æskustöðvum sínum í Hróarsholti, Hróars- holtshverfinu og fólkinu, sem þar bjó, og voru henni minningarnar þaðan hugljúfar og kærar. Þeirra minntist hún með sérstökum hugblæ. Henni var ferðalagið minnisstætt þegar hún fluttist að Hróarsholti aðeins fjögurra ára gömul og hafði gaman af að tala um það. Þá kom hún fyrst hér að Túni og var fólkið að borða. Mundi hún vel hvaða matur var á borð- um. n, Margrét var mjög fríð sýnum og myndarleg, ekki aðeins í sjón heldur á allan hatt, og frá henni stafaði ávallt hlýja og glaðvær þokki. Hún var létt í lund og hafði góða skapgerð. Oft var til þess vitnað af samtíðarfólki hennar í uppvextinum hvað glaðværð henn- ar og æskufjör var mikið, og vinnugleði átti hún í ríkum mæli. Það kom henni líka vel því stór barnahópur á þeim tíma krafðist mikilla afkasta, og oft þurfti að gera mikið úr litlu, bæði hvað snerti fæði og klæði. Við hennar stóra barnahóp bættist það, að gestakoma var mikil, var því oft þröngt í litlu húsplássi en hús hennar stóð ávallt opið gestum. Einkum voru vinir hennar að austan kærkomnir og var marga nóttina sofið á gólfum í hverju herbergi, en hjá henni sannaðist það að „þar sem hjartarúm er, er húsrúm". Við Margrét vorum skyld, faðir minn og hún voru systkinabörn, en ég kynntist frænku ekki fyrr en Tómas sonur hennar var snún- ingadrengur hjá okkur hjónunum. A þeim árum kom hún nokkrum sinnum og síðan héldust traust kynni hennar við okkur, en hún var afar trygg og vinaföst. Hún var mjög fróð og ræðin og oft gamansöm í viðræðum, og var því ávallt mjög kærkominn gestur. Hún dvaldi síðustu árin, eftir lát manns síns, að Ási í Hvera- gerði. Síðast heimsóttum við hana þangað í júní sl., var hún þá sem fyrr með handavinnu sína og sýndi hún okkur það, sem hún hafði unnið þá að undanförnu, og staðfesti handbragðið á því það sem áður var sagt um myndarskap hennar og var þó heilsa hennar orðin léleg, en um allmörg ár átti hún við vanheiisu að stríða. Þessa fallegu hluti, er hún vann þarna, gaf hún síðan börnum sínum og barnabörnum. Ekki fór hjá því að manni yrði hugsað til þess hvað orðið hefði, ef hún hefði fengið að njóta hæfileika sinna á borð við það, sem nútíma unglingar hafa tækifæri til. í júlílok í sumar kom Tómas sonur hennar og kona hans með hana heim til okkar, en okkur til mikilla leiðinda vorum við svo óheppin að vera ekki heima þenn- an dag. Það mun hafa verið henn- ar síðasta ferð austur í Flóa. Nú að leiðarlokum viljum við færa henni þakkir fyrir kynnin, sem lengi munu verða okkur hugstæð og jafnframt kveðju úr Flóanum, frá hennar kæru æsku- stöðvum. Ástvinum hennar öllum biðjum við blessunar. Með virðingu og þökk kveðjum við svo þessa elskulegu konu. Jórunn Jóhannsdóttir, Stefán Guðmundsson, Túni. Fæddur 9. júlí 1926 Dáinn 2. nóvember 1982 Það hefur líklega verið sumarið 1948 að ég sá Gunnar í Svínhaga fyrst. I þá daga var eilíft sumar. Mér finnst endilega að það hafi verið breiskjuhiti dag eftir dag. Við gátum verið berir að ofan og berfættir við heyskapinn. Þá var svo óendanlega gott að vera til. Það hjálpaðist allt að. Ljúft fólk, gott veður, lyktin af sveittum hestunum og töðunni, þegar verið var að reiða heim af gamla túninu. Þarna er fegurst sveit á Islandi, krókurinn efst í Rangárvalla- hreppi, þar sem Hekla gnæfir yfir tignarleg og ógnandi. Það var inn í þennan heim minn, sem Gunnar kom. Hann varð þegar ímynd alls þess, sem mér þótti glæsilegast og höfðing- legast. Hann reið greitt heim að bæ, upp traðirnar og stóð allt í einu á hlaðinu, ólgandi af lífsgleði og hélt í taum fagurrar skepnu, sem bruddi mélin. Gunnar var hár, óvenjulega myndarlegur og bros hans var engu öðru líkt. Hann var fulltrúi hins frjálsa manns. I honum bjó kraftur og kjarkur og um leið svo mikil mannleg hlýja að allir löð- uðust að honum, einkum börn. Þegar ég hugsa um þessi ár, þá finnst mér nánast dæmalaust að slíkur maður skuli hafa verið til. Hann var frjálsborinn í orðsins fyllstu merkingu. Landið og víð- átta þess veitti honum frelsi, hest- urinn var tákn frelsisins og ég held að hann hafi unnað þessu frelsi framar öllu öðru. Nú kann einhver að segja: Fæddur 20. maí 1901 Dáinn 5. nóvember 1982 Afi er dáinn. Þessi sorglega frétt barst mér í hádeginu þann 5.11. Andartak staldrar maður við í huganum og lítur til baka og rifjar upp allar þær góðu samverustundir sem maður átti með afa. Nei, þessu var erfitt að trúa, að afi sem alltaf var svo kátur og glaður væri farinn og mundi ekki koma aftur. Það verða margar góðar minn- ingar sem við höfum frá afa. Hve margar voru ekki ferðirnar sem afi fór með barnabörnin upp að Rauðavatni, alltaf hlakkaði maður til þeirra ferða, enda brugðust þær aldrei, alltaf var jafn gaman. Alltaf vildi afi að manni liði sem best og var alltaf allur af vilja gerður til að hjálpa manni, styrkja og gleðja ef eitthvað bját- aði á. Svo þegar maður gladdist og var ánægður, var afi alltaf með þeim fyrstu sem samglöddust manni og tók þátt í þeirri ánægju „Þetta er nú bara minningargrein. Þannig eru menn ekki.“ I mínum huga og minni veröld var þetta Gunnar Klemensson, bóndi í Svínhaga á Rangárvöllum. Og hann var annað og meira. Hann var umfram allt góður maður; fulltrúi lífs og gleði á góðum stundum, ljúfur og traustur hverju barni, sem við hann átti erindi eða hann átti erindi við. Það var lakast, að hvorki hann né aðrir fengu að njóta þessara eðliskosta nægilega lengi. Hann dó á besta aldri og var þá búinn að vera sjúkur í mörg ár. Án efa hef- ur dauðinn verið honum kærkom- inn og veitt honum það frelsi sem hinn sjúki líkami hafði fært í fjötra. Þó var sál hans óbuguð og brosið á sínum stað. Gunnar Klemensson fæddist að Görðum í Mýrdal. En líf hans og starf var innan þess ramma er Rangárvellir skópu. Hann kvænt- ist Elínu Björk Haraldsdóttur frá Hólum á Rangárvöllum og þau hófu búskap í Svínhaga á bökkum Ytri-Rangár, þaðan sem Hekla blasir við og Landréttir eru við árbakkann hinum megin. Þau eignuðust einn son, Rúnar, sem nú er bóndi í Svínhaga. Hjónin slitu samvistum en þeir feðgar ráku saman búið. Fyrir mörgum árum kenndi Gunnar veikinda í höfði, sem hann í fyrstunni gerði lítið úr og vildi sem minnst um tala. En þessi hrausti og tápmikli maður varð að lúta í lægra haldi fyrir ofurvaidi sjúkdóms, sem hann aldrei nefndi á nafn. Allir, sem hann þekktu, vita, að það hefur bara verið lík- aminn, er undan lét. Andinn var með manni. Já, afi gaf alltaf allt af sínum alhug og þeim innileik sem hann einn átti. Alltaf hlakkaði maður til að fara í heimsókn til afa og ömmu, því þar mætti maður ást og hlý- hug og voru þau öll af vilja gerð að veita og gefa hvað mest þau áttu. En nú er afi sofnaður svefninum langa. Við vitum öll, að honum líð- ur vel í því ríki sem hann dvelst nú í og við vitum ennfremur, að þar hefur honum verið vel tekið, því eins og Guð almáttugur sagði: „Þann sem til mín kemur, mun ég alls eigi reka á brott.“ Gll vitum við að við munum hitta hann aftur, því öll hittumst við þar saman á ný og þangað til mun afi alltaf fylgja okkur og taka vel á móti okkur seinna meir. Elsku amma mín. Megi Guð al- máttugur gefa þér allan sinn styrk til þess að þú getir haldið lífinu áfram án afa. En eins og þú veist best, þá er oft mesta hjálpin í trúnni og eins og segir í Biblíunni: „Varpið áhyggjum yðar á Drottin, óbugaður og er enn. Það væri hægt að rekja út í hörgul æviferil Gunnars Klem- enssonar, en í mínum huga skiptir það engu höfuðmáli, hvað hann gerði þetta og þetta árið. Það var persónan, sem heillaði mig; útlitið, framgangan, brosið og dillandi hláturinn, ljúfmennskan og hið magnaða frelsi, sem kom fram í öllum hans athöfnum og orðum. Hann jók á fegurð allra sumra æsku minnar og tengist á vissan hátt meira minningu, sem er draumi lík, en vöku. Það voru margir fleiri, sem nutu lífs hans. Reykjavíkurbörnin, sem voru í sveit hjá honum í Svínhaga hafa án efa hlotið óborganlegt veganesti hjá honum og Lillu (El- ínu Björk, konu hans). Barnabörn- in fengu líka sinn skerf af ljúf- mennskunni og umhyggjunni. Þeir eru margir, sem geta sagt: „Ég er þakklátur fyrir það, að þú varst til og ég fékk að vera með þér nokkra stund." Þegar dauðinn minnir á sig vakna ávallt margar undarlegar spurningar. Við heyrðum talað um því hann mun bera umhyggju fyrir yður.“ hetjur hversdagslífsins, héraðs- höfðingja og allt hið víða verksvið mannsins hér á jörðu. Hverjum ber að þakka? Hver er verðugur? Þessum spurningum er vandsvar- að. Mælikvarðinn er mismunandi. Fyrir fáum vikum ók ég fram- hjá Svínhaga. Þá sá ég reyk stíga til himins frá bænum Koti, sem er þarna skammt frá. Það var verið að brenna gamalt bæjarhús, sem ekki gat lengur þjónað mönnum eða þörfum þeirra. Þegar Gunnar reið í hlað í Næfurholti, sumarið 1948, bjuggu í Koti þrjú systkini sem öll eru látin. Einnig þau unnu frelsinu, víðáttu Suðurlandsundir- lendis, fögrum fjallahring Búr- fells, Heklu, Selsundsfjajls og Þrí- hyrnings, og að skulda engum neitt. Þau og Gunnar eru horfin. Sviðið er fátæklegra. Öll voru þau höfðingjar og hetjur þess lífs, sem við vitum göfugast og best. Það, sem hlýtur að angra hvern mann á einhverri stundu er það, að hann hefur ekki gefið sér tíma til að njóta þeirra höfðingja frels- is og gleði, bjartsýni og landelsku, sem hann verður samstíga ein- hvern spöl. Þannig hlýtur að fara um þá, sem kynntust Gunnari og öllum hans líkum, hvort sem þeir bjuggu í Svínhaga, Koti eða ann- arsstaðar. Heill heimur er horf- inn. Þetta eiga að vera þakkarorð til góðs manns og allra góðra manna, sem hafa gert líf okkar betra og bærilegra. Og segir ekki Predikarinn: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma ...“ Þegar hann reið í hlað á fögrum sumardegi fyrir 34 árum, var hann ólgandi líf. Nú er hann lát- inn. Það hefur allt sinn tíma, hvort sem okkur þykir það réttlátt eða ranglátt. ÁG Við vitum að þetta er mikil sorg fyrir okkur öll, en við vitum að afa líður vel og hann mun alltaf vera hjá okkur. Elsku mamma, Valla, Hinni. Óli, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Við skulum geyma okkar góðu minningarnar um afa og muna að samverustund- irnar með honum eru gott vega- nesti um ókomin ár og tíma. Ég kveð elskulegan afa minn og þakka honum fyrir allt sem hann veitti okkur og allar góðu sam- verustundirnar þær munu aldrei gleymast. Ég þakka. „ilafðu þökk fvrir öll þín spor það besta, sem fellur öörum í arf, er endurminningar um göfugt starf D.S. Barnabarn + Þökkum auösynda samúö og hlýhug vlö andlát og útför GYOU GUDMUNDSDÓTTUR. Arnór Valgeirsson, Elísabet Hauksdóttir, Valur Arnórsson. Lárus Hinriksson Minningarorð *áVíIsJ4H VEGNAGÆMNNA AMPEX TMK! Drmfing HÍMi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.