Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 14. nóvember. Bls. 49—80
Úr
æskuminningum
og
bersöglismáli
Flosa
Olafssonar
„... hvort mér tækist að gera
góðan hest úr göldum fola“
Þegar amma mín var á
miðjum aldri, mamma
tíu ára og ég minus tíu,
var gerð öreigabylting í
Rússlandi. Sagt er að
bylting þessi hafi markað tíma-
mót þar í landi, og hafa raunar
síðan setið þar á valdastóli „full-
trúar öreiganna".
Margur hyggur víst að þessi
umsvif í Rússíá austur hafi haft
gífurleg áhrif á heimsbyggðina og
er sú skoðun raunar svo útbreidd
núorðið að sumir hafa hana fyrir
satt.
Hinir snauðu fóru að láta sér
detta í hug að lífsins gæði gætu
varla verið aðeins fáum útvöldum
ætluð, heldur bæri valdhöfum að
hafa almenningsheil! að leiðar-
ljósi í athöfnum sínum.
Þar í sveit sem valdhafar og
málpípur þeirra voru í álnum,
fékk þessi skoðun ekki byr undir
báða vængi, og þurftu hinir snauð-
ari oft að sigla þéttan beitivind í
áttina að því takmarki að fá að
lifa mannsæmandi lífi.
Einhvern veginn svona var
þetta þegar ég fæddist. Mamma
var þá tvítug og farin að trúa á
réttlætið í heiminum, en amma
farin að reskjast og trúði á guð og
góða siði.
Ég var víst þriggja ára eða fjög-
urra, þegar pabba mínum og ;
mömmu sinnaðist eitthvað og
mamma fór með mig á skíðasleða
vestur á Vestugötu 15, þar sem afi
Væntanleg er á næstunni ný bók eftir Flosa Ólafsson,
„í Kvosinni, æskuminningar og bersöglismál“. í for-
mála höfundar segir m.a.:
„Þessi bók er hetjusaga úr sálarstríði manns, sem er
að reyna að sætta sig við að vera eins og hann er, en
ekki eins og hann á að vera. Hún er eins og höfundur-
inn og þess vegna lítið á henni að byggja.
Vangavelturnar eru mest hundalógik, órökstudd og
útí bláinn. Uppfull er bókin af lygi, hálfiygi, hálfsann-
leik, sannleik, tilfinningascmi, sjálfsánægju og aula-
fyndni.
I henni er líka hjartahlýja, sólskin, bjartsýni, ást á
umhverfinu og því sem gott er og fallegt.
Þetta er ekki bók í venjulegum skilningi, heldur
sálarástand, og vont að átta sig á því hvenær talaö er
hálfkæringi og hvenær í alvöru.“
Útgefandi bókarinnar er Iðunn.
Hér fer á eftir upphaf bókarinnar, birt með leyfi
höfundar og útgefanda.
minn skóaði, en amma bakaði
kleinur handa bæjarbúum með
kaffinu.
Afi minn var annálað góðmenni
og sagður öðrum mönnum hjarta-
hlýrri. Viðmót hans var slíkt að
harðsvíruðustu kellingar urðu
einsog eltiskinn þegar hann
ræskti sig og snauðir viðskiptavin-
ir fóru að líta lífið og tilveruna
bjartari augum eftir að hafa feng-
Afi fór víst vel af stað í verald-
legum skilningi. Hafði marga
menn í vinnu við að gera við skó.
Svo var farið að fjöldaframleiða
skótau í útlandinu og flytja inn
„danska skó“ og þá fór að halla
undan fæti hjá honum, og þegar
afi og amma skildu, eftir að hafa
komið fimm börnum á legg á tæp-
um mannsaldri, voru þessa heims
gæði víst gengin til þurrðar að
mestu þar á Vesturgötunni.
Ég held að afa mínum hafi
aldrei fundist það ná nokkurri átt,
að aukið væri á sálarangist
snauðra manna með því að láta þá
ganga á vondum skæðum.
, Skó sem búið var að ganga
niðurúr varð að sóla hvort sem
eigandinn var ríkur eða blankur.
— Ekkert er jafn aðkallandi í
lífinu, elskan mín, einsog að vera á
heilum og góðum skóm.
Hitt varð svo að ráðast, hvort
menn gátu borgað fyrir skóvið-
gerðir eða ekki.
ið hjá honum skó úr viðgerð u
krít.
— Þangað til betur stendur á,
elskan mín.
Oft var gestkvæmt á verkstæð-
inu hjá honum. Ég held að daprir
vegfarendur hafi gert sér far um
að líta inn til hans til að komast í
jákvætt sálarástand.
Hann hafði „góða návist" eins
og það var kallað.