Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
1982 Umnrnl Pnn SiniliuH
9-i
„Sjabu tiL, þú eri orSinn to3 Cí'rn gama U,
þú verður ak -faret a2> hugsa betur
um sjalfan þic^''
HcaA/viin
ást er...
... að benda honum á
að eitthvað sé að kom-
ast upp á milli ykkar.
TM Rao U.S. Pat. Oft —aH rtghts rwervrt
® 1981 Lœ Angetes Tltnes Syndlcate
Vonandi mun ég geta notið þessa
þó ekki komi það strax.
Við eigum línð
Valtýr Guðmundsson, Sandi,
skrifar 3. nóvember:
„Vinsæli þáttur.
Ástæðan fyrir því að ég sting
niður penna í þetta skipti er sú að
mig langar til fundar við Guðrúnu
Kristínu Magnúsdóttur — og taka
i höndina á henni fyrir grein þá er
hún ritaði hér í Velvakanda nú
eigi alls fyrir löngu. Þessa er vit-
anlega engin kostur að svo komnu
máli; læt ég því pennann um það
að brúa bilið — að sinni.
Þessi umrædda grein bar heitið:
„Stelist ekki að fuglunum mínum
til að drepa þá“. Samt man eg nú
ekki orðalagið á fyrirsögn greinar-
innar með vissu, en meiningin var
örugglega á þessa leið. Það er líkt
og þessi orð séu töluð frá mínu
eigin hjarta, enda með ólíkindum
hve ein lítil grein, á stundum get-
ur falið í sér mikið sannleiksgildi,
ef vel er að gáð.
Ekki ætla eg samt að deila á þá
menn, sem krækja sér í einn og
einn fugl til matar, öðru hvoru, en
það er nú eitthvað annað en slíkt
sé látið nægja í mörgum tilfellum,
því drápsgirni ýmissa virðast lítil
takmörk sett, þegar blóð hinna
saklausu fórnardýra er tekið að
renna á annað borð, þótt frysti-
geymslur þessara sömu aðila séu
oftast nær fullar af mat árið út og
árið inn, svo þar er vissulega að
„bera í bakkafullan læk“ að mín-
um dómi.
En veiðináttúran er mörgum í
blóð borin og trúlega næsta erfitt
að kveða þann eiginleika niður
með einu pennastriki, eða iafnvel
heilli blaðagrein, en þeim hinum
mörgu, er hafa skotvopn undir
höndum þyrfti að vera það ljóst,
oftar en raun ber vitni, að þ.ið er
ekki sama hvernig þeim er leitt.
T.d. ætti hver maður að læra
skotfimi, og læra hana vel, áðui en
hann gefur sig að fuglaveiðum.
Allar lífverur jarðarinnar ei*a
sín heimkynni, og sýnast hin;r
litfögru hreiðurbúar okkar á vori 1
ekki vera þar nein undantekning
nema síður sé. Flestir sem um-
gangast þessa trygglyndu dýrk-
endur láðs og lagar hér á þessum
norðlægu slóðum, hlynna að þeim
eftir bestu getu, bæði ljóst og
leynt — og stuðla með því að við-
haldi tegundanna, sem eiga mjög í
vök að verjast, ekki síst þegar að
kreppir í ríki náttúrunnar og
hætturnar leynast alls staðar,
næstum hvert sem litið er.
Þess vegna finnst mér það ekk-
ert undarlegt þótt fleiri en Guð-
rún Kristín Magnúsdóttir taki sér
þau orð í munn að þetta séu fugl-
arnir okkar, vegna þeirrar ein-
földu ástæðu að við eigum lífið í
þeim — sumum hverjum a.m.k.
Drynjandi skothvellir á vorin, og
reyndar haustin líka, hafa mér
ætíð þótt ákaflega dapurlegar
hljómviður, þegar náttúran tjald-
ar sínu fegursta og blessaðir
sumargestirnir okkar njóta lífsins
í svo ríkum mæli að unun er á að
horfa, þar með talin „hvít með
loðnar tær“ — og fleiri tegundir
með svipaðar ættjarðarkenndir.
En það er satt að segja allt
fyrirgefanlegt, meðan lögum er
hlýtt og fullomnustu dýravernd-
unarsjónarmið í hávegum höfð.
Þessu hvoru tveggja er þó varla
hlýtt í öllum tilfellum, það er vit-
að — og vantar mjög mikið á. T.d.
er morðvopnum beint að gæsunum
löngu eftir að friðunartími þeirra
er genginn í garð — jafnvel strá-
felldar ófleygar, meðan þær eru í
sárum, á hinn lúalegasta hátt, um
mánaðamót júlí/ágúst. Það eru
í þeim
bæði skammarvíg og lögleysur.
Þetta væri reyndar lítt ámæl-
isvert ef menn syltu heilu hungri,
en það er nú eitthvað annað en svo
sé, gott ef svona illa fengnar mat-
arbirgðir lenda ekki á ruslahaug-
unum að lokum. Því gæti ég trúað.
Þá vil ég loks nefna alla þá
mörgu einstaklinga, er særast til
ólífs í þessum hildarleik — bæði á
sjó og landi, en það er nú einmitt
það, sem olli því að ég rita þessar
línur. Oft hefur komið í minn hlut
að binda endi á dauðastríð þessara
langþreyttu veslinga, sem orðið
hafa á vegi mínum, ekki sist á
haustin, vængbrotnir, fótalausir
---og á annan hátt tíðum svo
illa farnir að hrein ömun hefur
verið á að horfa; síðast núna fyrir
hálfum mánuði eða svo fann ég
álft hér vestur í túninu með sund-
urskotna fætur og bilaðan væng.
Hún var svo upp tærð að varla
hangdi annað á beinunum en sin-
arnar einar — búin að lifa við
þessi örkuml sennilega einar þrjár
vikur eða meir, þessi leiksoppi ör-
laganna lagði höfuð sitt á öxl sér,
er ég skoðaði það, sem eg hefi þeg-
ar greint frá og vil ekki endur-
taka. Tvö raunamædd augu störðu
út í hinn víðbláa geim, og senni-
lega hefur þögul bæn fæðst undir
þessum drifhvíta barmi: Hjálpaðu
mér. En það gat ég ekki gert, því
miður — nema á einn veg ...
Þetta var „ungi“ frá í vor, bor-
inn og barnfæddur að ég hygg í
litlum hólma suðvestur í Fljóti —
og gekk til fæðuöflunar hér stutt
vestur í mýrinni í allt sumar
ásamt fjölskyldu sinni — öllum að
meinalausu, sem til þekkja, með
öðrum orðum vinurinn kæri sem
ég neyddist til að svipta lífi var
fuglinn minn og allra, sem búa hér
í nágrenninu, en ekki þess er veitti
honum banasárin, og kunni lítið
með byssu að fara, eins og dæmið
sannar.
Með fyrirfram þökk varðandi
birtingu."
Þessir hringdu . . .
Hver er réttur
farþega SVR?
Ásta Þorfinnsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar til að beina þeirri spurn-
ingu til Strætisvagna Reykjavík:
ur, hver sé réttur farþeganna. I
gær (miðvikudag) var ég farþegi í
leið 13 sem fór af Lækjartorgi kl
19.05 áleiðis upp í Breiðholt, og ég
hef aldrei á milli lífsfæddri ævi
þurft að þola annað eins og í þess-
ari ferð. j vagnjnurn voru tveir
ungligsstrákar veifandi Wám-
myndum framan í fólk, syngjandi
klámvísur hástöfum úr sæti sínu
og hrópuðu ókvæðisorð. Eg hefði
yfirgefið samkvæmið ef ég hefði
getað hreyft mig fyrir þrengslum í
vagninum, en þess var enginn
kostur fyrr en komið var upp í
Breiðholt. Þá fór ég út við fyrsta
tækifæri, löngu áður en komið var
á mína heimastöð. Sú spurning
hlýtur auðvitað að vakna í huga
manns, frá hvers konar heimilum
svona drengir séu, en þó liggur
beinna við að fá að vita hitt, sem
sé hvað SVR geti boðið farþegum
sínum upp á af þessu tagi. Eg er á
því, að í vissum ferðum verði
vagnstjórarnir að vera tveir; ann-
ar aki, en hinn sjái um, að farþeg-
ar fái að vera óáreittir, meðan á
ferðinni stendur, og víki þeim burt
sem eru með dólgslega framkomu.
Ófært á ári
aldraðra
Gerdur Kinarsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mér
finnst það fyrir neðan allar hellur,
að borgarfyrirtæki eins og Stræt-
isvagnar Reykjavíkur skuli geta
skrúfað fyrir að seija afsiáttar-
kort vegna fargjaldadeilna við hið
opinbera. Sérstaklega þykir mér
þetta slæmt vegna öryrkja og