Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 14
02 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
SVIPMYND A SUNNUDE GI
Manuel Fraga Iribarne, leiötogi
flokks hægri manna á Spáni,
sem gengur undir nafninu .Al-
þýöubandalagiö" (Alianza Popul-
ar, AP), gat veriö næstum því
eins ánægöur meö úrslit þing-
kosninganna á dögunum og jafn-
aöarmenn, þótt þeir sigruöu.
Flokkur Fraga stórjók fylgi sitt
í kosningunum og hefur nú 106
þingsæti af 350, en hlaut aöeins
níu þingsæti kosningunum 1979.
Slik fylgisaukning er einstætt af-
rek. Alls fékk flokkurinn 4,5 millj.
nýrra stuöningsmanna og er nú
annar stærsti stjórnmálaflokkur-
inn á Spáni.
Fraga veröur leiötogi stjórnar-
andstöóunnar og mun reyna aö
hamla gegn nýmælum þeim, sem
jafnaðarmenn beita sér fyrir, en
viröa um leiö lýöræöisskipulagiö
er geröi jafnaðarmönnum kleift
að komast til valda. Hann treystir
þvi aö stjórn jafnaöarmanna
muni leióa til efnahagslegs
hruns. Von hans er sú, aö jafnaó-
armenn valdi þjóóinni vonbrigð-
um, aö AP sigri í næstu þing-
kosningum og hann veröi næsti
forsætisráöherra Spánar.
Hann veröur 63 ára gamall
þegar næstu kosningar fara
fram, en þaö veldur honum ekki
áhyggjum. Eins og hann sagói í
viötali í kosningabaráttunni: „Ég
verö samt yngri en Churchill var
1945 og hann komst aftur til
valda og varö merkur forsætis-
ráðherra."
Fraga þykir stjórnlyndur, en
hann er enginn fasisti þótt hann
væri upplýsinga- og feröamála-
ráöherra Francos á árunum 1962
til 1969. Hann heldur því fram, aö
francoisminn sé óafmáanlegur
kafli í sögu Spánar og fáir geta
víst boriö á móti því. Andstæö-
ingar hans segja, aö hann sé lýö-
ræöissinni í aöra röndina, en aö
hinu leytinu hlynntur einhvers
konar stjórnlyndisstefnu. Sjálfur
kallar hann sig „frjálslyndan
íhaldsmann".
Sendiherra
Hann var sendiherra í Lundún-
um 1973 til 1975 og hefur látiö í
Ijós mikla aódáun á brezkum
þingræöisstofnunum. Hann líkir
sér viö brezkan íhaldsleiötoga,
þótt sú samlíking sé hæpin
vegna ólíkra aöstæöna í Bret-
landi og á Spáni. En hann er ein-
dregið fylgjandi svokölluöu
tveggja flokka kerfi, eöa eins og
hann sagöi í kosningabaráttunni:
„Auóvitaö vil ég sigra í kosning-
unum, en ég hef jafnvel enn meiri
áhuga á þvi aó tveggja flokka
kerfi veröi komiö á fót hér á
Spáni eins og í Bretlandi.“ Hon-
um varö aö ósk sinni.
Fraga er frá héraöinu Galizíu á
Noröur-Spáni og flokkur hans
stendur óviöa eins vel aö vígi og
þar. Hann þreytist aldrei aö segja
frá því aö hann sé af fátæku fólki
kominn. Hann er fæddur í þorp-
inu Villalba í sveitinni Lugo og
foreldrar hans fluttust til Kúbu
þegar hann var ungur aö árum.
Aö loknu háskólanámi varö hann
prófessor í stjórnvísindum og
lögum í Valencia. Hann starfaöi
lengi í utanríkisþjónustunni áöur
enhann hóf afskipti af stjórnmál-
um.
Fyrir tólf árum reistu ibúar Vill-
alba honum minnismerki í litlum
almenningsgaröi gegnt húsinu
þar sem hann fæddist, enda er
þorpið frægt fyrir þaö eitt aö
Fraga er fæddur þar. Minnis-
merkiö var reist löngu áöur en
flokkur hans var stofnaöur, en
hann varö til 1976 viö samruna
ólikra hópa, sem voru undir for-
ystu manna er höföu gegnt áber-
andi stöðu á Franco-tímanum.
Flokknum hefur vegnaó mis-
jafnlega vel. Hann varö fyrir áföll-
um í byrjun, þvi aö hann fékk
slæma útreiö í þingkosningunum
1977 og 1979. Síöan í kosning-
unum 1979 hefur flokkurinn hins
vegar sótt í sig veóriö og hann
náói góöum árangri í fylkisþing-
kosningunum í Galizíu og Andal-
úsíu. i Galizíu hlaut flokkurinn
31% atkvæða og 26 sæti af 71 á
fylkisþinginu í október í fyrra og
hefur síöan fariö meö stjórn fylk-
isins. I Andalúsíu hlaut flokkurinn
17% atkvæða í maí sl.
„Boli“
Fraga þykir mjög hæfur maö-
ur, en um hann hefur veriö sagt,
aö honum hætti til aó láta tilfinn-
ingarnar hlaupa meö sig i gönur.
Hann er baráttuglaöur og
þróttmikill og stundum hefur
honum veriö líkt viö bola. Honum
hefur einnig veriö líkt viö vestur-
þýzka stjórnmálaleiötogann
Franz-Josef Strauss, þykir minna
á hann og er sagður eins óút-
reiknanlegur og hann, hvaö sem
hæft er í því.
Athygli vakti í kosningabarátt-
unni, aö fundir Fraga voru mjög
fjölsóttir og aö hann höföaöi
mjög til ungs fólks, ekki síður en
eldri kynslóöarinnar. Öll umferð
stöövaöist hvert sem hann fór.
Hann virtist hafa gaman af þessu
og eiga auövelt meö aö umgang-
ast fólk, heilsaöi jafnan mann-
fjöldanum, dreiföi sælgæti meðal
barnanna og gaf fulloröna fólkinu
eiginhandaráritanir.
Viöeigandi var að kosninga-
baráttu Fraga lauk í Galizíu, þar
sem stuöningsmenn hans hylltu
hann ákaft þegar hann hvatti þá
lögeggjan á tungu Galizíumanna
meö oröunum „látum Galizíu
veröa í fararbroddi viöreisnar á
Spáni".
Fraga lagöi á þaö mikla
áherzlu í baráttunni fyrir þing-
kosningarnar aö þær væru bar-
átta milli sósíalista og íhalds-
manna, milli vinstri manna, sem
vildu koma á sósíalisma, og
hægri manna, sem vildu umbæt-
ur en aðhald. Vígorö AP var:
„Þaö er kominn tími til aö leysa
málin.“ Flokkurinn hét því aö
binda enda á hryöjuverkastarf-
semi. Einnig hét flokkurinn því
m.a. aö beita sér fyrir skatta-
lækkunum og auknu frelsi fyrir-
tækja, lýsti yfir stuöningi viö her-
inn og hvatti til þess aö haröar
yröi gengiö fram í því aö halda
uppi lögum og reglum.
Til hægri
Fraga viröist hafa færzt til
hægri í kosningabaráttunni og
þess varö vart aö afstaöa stuön-
ingsmanna hans harönaöi þegar
á hana leiö. Athugun, sem var
geró, virtist leiöa í Ijós, að af-
staöa jafnaöarmanna breyttist
lítiö i kosningabaráttunni, en
mikil fækkun varö á þeim stuön-
ingsmönnum AP, sem töldu í
upphafi kosningabaráttunnar aó
mikilvægasta takmark flokksins
væri aö tryggja réttlátara þjóö-
félag, og mikil fjölgun á þeim
stuöningsmönnum flokksins,
sem töldu mestu varöa að halda
uppi lögum og reglu.
Þá var á þaö bent, aö einn
allra flokka, aö flokki fasista und-
anskildum, auglýsti AP í blaöinu
El Alcazar, málpípu hægriöfga-
manna. Því var haldiö fram, aö
menn úr flokki fasista, Fuerza
Nueva, heföu laumazt til áhrifa í
AP og þótt Fraga fagnaöi þeim
ekki beinlínis var þeim ekki vísaö
á bug. Leiötogi Fuerza Nueva,
Blas Pinard, missti eina þingsæt-
iö sem flokkurinn haföi á fyrra
þingi í kosningunum.
Einn helzti aðstoöarmaöur
Fraga, Fernando Suarez (sem er
óskyldur hinum fyrrverandi for-
sætisráöherra miöjumanna), hef-
ur sagt: „Vió erum ósveigjanlegir
i afstöóu okkar til allra þeirra
sem reyna aö gera byltingu."
Þótt þetta viröist afdráttarlaus
stefna, hafa þessi ummæli veriö
gagnrýnd á þeirri forsendu aö
ósveigjanleiki komi aöeins aö
gagni þegar upp hafi komizt um
byltingartilraun og AP hafi ekki
tekið nógu skýra afstööu til þess
hvaó flokkurinn muni gera til aö
binda enda á samsæri þau sem
hafa veriö brugguð í heraflanum
á undanförnum mánuöum.
Á þaö er bent aö samkvæmt
stefnuskrá flokksins sé eitt af
markmióum hans aö „rækta var-
anleg verömæti þjóöarinnar og
dyggöir hennar, en heraflinn sé
fremsti fulltrúi þeirra". Þaö sé
einmitt vegna þess aö sumum
foringjum í hernum finnist þeir
standa vöró um þjóöarsálina, aö
þeim finnist þaö skylda sin aö
bjarga Spáni frá Spánverjum.
Ummælí
Fraga var í hópi þeirra stjórn-
málaleiötoga sem gengu fylktu
liöi um götur Madrid eftir bylt-
ingartilraunina í fyrra til aö leggja
áherzlu á stuöning sinn viö lýö-
ræöi á Spáni. Á sama hátt og
aörir spánskir stjórnmálaleiötog-
ar hefur Fraga einnig gagnrýnt
siöustu byltingartilraunina í
haust. En seinna virtist hann
draga nokkuö í land þegar hann
sagói á þingi: „Ég fordæmi þá, en
ég skil þá líka.“ Leiðtogar ann-
arra flokka flýttu sér aö gagnrýna
hann fyrir þessi ummæli.
I kosningabaráttunni tilkynnti
Fraga aö hann mundi aftur koma
á dauöarefsingu ef hann kæmist
til valda. Þegar hann var beðinn
um nánari útskýringar, gaf hann
ekki afdráttarlaus svör við því
hvort dauóarefsingin ætti aö ná
til þátttakendanna í byltingartil-
rauninni í fyrra. Seinna sagöi
hann, aö hann vildi aö dauöa-
refsingin næöi bæöi til hryöju-
verkamanna og uppreisnar-
manna í hernum. Nokkrum dög-
um síöar sagöi hann aö þaö sem
hann heföi haft í huga væri mál
undirforingja, sem myrti yfir-
mann sinn.
Þessi og fleiri ummæli Fraga
væru talin stafa af kæruleysi
undir venjulegum kringumstæö-
um og ekki er alltaf aö marka
þaö sem stjórnmálamenn segja í
hita baráttunnar. En ummælin
voru óheppileg á sama tíma og
uppi var orörómur um enn eitt
samsæri og altalaö var aö hern-
um óaöi viö horfunum á því aö
sósíalistar kæmust til valda. Þótt
Fraga hafi heitið því aö AP veröi
lýöræöinu trúr í stjórnarand-
stööu, óttast ýmsir aö sá litli min-
nihluti foringja í hernum, sem vill
skipta sér af stjórnmálum, kom-
ist á þá skoöun, þótt sú skoöun
væri röng, aö ef þeir hrifsuðu
völdin í sínar hendur, gætu þeir
treyst á nokkurt umburöarlyndi
hjá öörum stærsta stjórnmála-
flokki landsins.
Segja má, aö spænska þjóöin
hafi skipzt í tvær öndveröar fylk-
ingar i kosningunum, fylkingar
jafnaöarmanna og hægri manna.
Ýmsir óttast, og í þeim hópi er
Adolfo Suarez, fyrrverandi for-
sætisráöherra, aö slík skipting
geti oröió þjóöinni hættuleg.
Hættan felist ekki í tveggja
flokka kerfi sem slíku, heldur í
eðli þeirra flokka, sem hlut eiga
aö máli í Ijósi borgarastyrjaldar-
innar fyrir tæpri hálfri öld.
Leiötogar AP telja þetta frá-
leitt og Fernando Suarez segir,
aö því sé ekki til aö dreifa aó
Spánverjar skiptist í tvær önd-
veröar fylkingar, sem muni ber-
ast á banaspjótum. „Þaö sem um
er aö ræöa eru fylkingar vinstri
og hægri manna, sem líta ólikum
augum á hlutina, en eru reiöu-
búnir til þess aö heyja hófsama
baráttu."
Breyting
Ástandiö hefur breytzt síöan á
fjóröa áratugnum og klofningur
þjóöarinnar þá var meö nokkuö
öðrum hætti en nú. Á þeim tíma,
1936, mynduöu sósíalistar undir
forystu Manuel Azana „alþýöu-
fylkingu" meö kommúnistum og
stjórnleysingjum. Nú hefur Felipe
Gonzales, leiötogi jafnaöar-
manna, rúmlega 100 þingsæta
meirihluta og hann hefur ekki
þörf fyrir bandamenn.
Aöstæóur eru nú meö þeim
hætti, aö líklega mundi hernum
reynast ógerningur aö steypa
þjóökjörinni stjórn á ný. Þessi
hætta er þó fyrir hendi og einnig
óttast margir fjárflótta úr bönk-
um. Háttsettir menn í hernum og
bankastjórar hafa flýtt sér aö róa
fólk og á bak viö tjöldin hefur
Juan Carlos konungur útskýrt
fyrir herforingjum og bankastjór-
um aö þeir hafi enga ástæöu til
aö hafa áhyggjur.
Ef til vill felst mesta hættan i
því aö einhverjir ofurstar fái yfir-
menn einhverra hernaöarum-
dæma á sitt band og til blóðbaös
komi á einangruöu svæöi. Til
þess aö ná völdunum í landinu
öllu, yröi aö gera konunginn
áhrifalausan, en konungurinn
hefur sýnt aö þaö er ekki auövelt
verk og hann viröist vera öflug-
asta brjóstvörn lýöræöisins á
Spáni.
„Herinn veit aö jafnaöarmenn
njóta stuðnings meirihluta þjóö-
arinnar," sagöi Juan Luis Cebri-
an, aóalritstjóri blaösins El Pais í
Madrid, eftir kosningarnar.
Óánægöir samsærismenn í hern-
um hafa sáralitiö fylgi. Þaö sést
bezt á því, aö Tejero undirofursti
úr Þjóóvarólióinu, sem stjórnaöi
árásinni á þinghúsió i febrúar i
fyrra, beiö auömýkjandi ósigur í
kosningunum á dögunum. Hann
hlaut aöeins um 25.000 atkvæöi,
eöa 0,01 af hundraöi greiddra at-
kvæöa.
Fraga hefur heitiö aö leggja
sitt af mörkum til þess aö þróun-
in veröi friðsamleg. Flest bendir
til þess aö svo geti oröiö, þótt
einhver upphlaup kunni aö veröa
gerö í hernum. Hvaö Fraga
snertir, óttast menn helzt aö
hann kunni aö hlaupa á sig. Ef
þaö gerist, geta hlotizt af vand-
ræöi.