Morgunblaðið - 14.11.1982, Side 3

Morgunblaðið - 14.11.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 51 Nýjung í starfsemi Háskólabíós: Sigrún Jónsdóttir fyrst myndarlistarmanna með sýningu í GÆR var opnuð sýning á verkum Sigrúnar Jónsdóttur í anddyri Há- skólabíós í Reykjavík. Sigrún sýnir þarna 30 verk, og með þessari sýn- ingu hefst nýtt tímabil í sögu Há- skólabíós, en hugmynd forráða- manna þess er sú að gefa lista- mönnum tækifæri á að kynna verk sín í anddyrinu, að því er Friðbert I’álsson framkvæmdastjóri Háskóla- bíós sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gær. Sýning Sig- rúnar, sem er sölusýning, verður opin daglega frá klukkan 16 til 22, og er aðgangur ókeypis. Sigrún Jónsdóttir er fædd í Vík í Mýrdal, þar sem hún ólst upp til fermingaraldurs. Eftir nám hér heima, meðal annars í Kvennaskól- anum, Kennaraskóla íslands (handav.deild) lá leiðin til Svíþjóðar, þar stundaði hún nám í vefnaðarlist við „Svenska slöjdföreningens- skola“ í fimm ár. Á þessum árum fór í anddyrinu Sigrún námsferðir víða um Evrópu, m.a. til Austurríkis, Frakklands, ít- alíu og Spánar. Árið 1956 fluttist hún heim til ís- lands aftur. Síðastliðin 26 ár hefur Sigrún unnið verk, aðallcga hökla fyrir um 80 kirkjur bæði hér innan- lands og erlendis. Höklarnir hafa verið handofnir í íslenskri u11 og út- saumaðir. Má t.d. nefna hátíöar- hökla fyrir Skálholtskirkju, Akureyr- arkirkju, Siglufjarðarkirkju, Eski- fjarðarkirkju, Borgarneskirkju og Hallgrímskirkju. Hún hefur einnig gert fjölmargar skreytingar fyrir aðr- ar opinberar byggingar svo og heim- ili bæði innanlands og utan. Sigrún Jónsdóttir hefur haldið margar sýningar á verkum sínum bæði vestan hafs og austan. Fyrir þátttöku í sýningu á vegum IINESCO í Monaco árið 1973 hlaut hún heiðursviðurkenninm. Ljósm.: Kristján 0. Elíasson. Friðbert Pálsson framkvæmdastjóri Háskólabíós og Sigrún Jónsdóttir við eitt verka Sigrúnar á sýningunni í anddyri Háskólabíós. Akranes: Lionessur opna mál- verkasýningu SÚ MISRITUN varð í blaðinu sl. föstudag, þegar sagt var frá sýn- ingu á málverkum Kristjáns Hall á Akranesi, að sagt var að Lionsklúbbur Akraness opnaði sýninguna. Það er ekki rétt, því um er að raeða Lionessuklúbb Akraness. Aðeins tveir slíkir klúbbar munu vera á landinu, en sá þriðji verður stofnaður í Kefla- vík á næstunni. Július Vitni vantar ÁREKSTUR varð um klukkan 18.10, sl. þriðjudag á Nýbýlavegi í Kópavogi. Áreksturinn varð á móts við hús númer 76. Þar rákust saman fólksbílar af gerðunum Ford Mercury og Lada. Lögreglan í Kópavogi óskar eftir því við þá sem kynnu að hafa verið vitni að fyrrgreindum atburði, að gefa sig fram. Hitaveita Rang- æinga í gagniö fyrir mánaðamót HITAVEITA Rangæinga verður að öllum líkindum tekin í gagnið laust fyrir næstu mánaðamót og þá á Hellu og Hvolsvelli, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Jóni Þorgilssyni sveitarstjóra á Hellu. Jón sagði að vinnu við aðveitu- æð væri lokið og við dreifikerfi á Hellu og Hvolsvelli. Þá væri verið að setja upp dælubúnað og annan nauðsynlegan búnað á Laugalandi. Gerð skýlis og miðlunargeymis sagði Jón lokið, en líkur væru á að vinnunni á Laugalandi lyki fyrir mánaðamót og þá gæti vatnið far- ið að renna. Jón gat þess að hingað til hefðu allar áætlanir við verkið staðist og vonast væri til að lokaáætlanir stæðust einnig. NÝKOMNIR og ganga óöfluga út enda bestu fáanlegu RAFGEYMARNIR í öll hugsanleg taeki. "ZZt'rP'* ’i HEKLAHF CaterpiNar, Cot, og CB eru skrósett vorumerki Laugavegi 170-172, — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.