Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 77 Kópavogur: Aldraðir hafa enga þörf fyrir afsláttarkort Ásgeir Guðmundsson, Kópavogi, skrifar: „Eg vil leiðrétta misskilning er kemur fram í grein í Morgunblaðinu 10. þ.m. Greinin heitir: „Þetta er reiðarslag fyrir strætisvagnana", og mun eiga við SVR. í lok greinarinnar eru fá orð um Strætisvagna Kópa- vogs. Ég hefi verið Kópavogsbúi í nær þrjá áratugi og vil ég leiðrétta misskilning, sem þarna kemur fram. Þar segir, að um langa hríð hafi ver- ið látið óátalið, að engin afsláttar- kort hafi verið seld í Strætisvögnum Kópavogs. Þegar ég varð 67 ára var mér af- hent í Félagsmálastofnun Kópavogs aðgangskort aldraðra. Veitir það ókeypis far með Strætisvögnum Kópavogs, svo og ókeypis aðgang að sundlaug sem hér er. Má því augljóst vera, að aldraðir hér í bæ hafa enga þörf fyrir afsláttarkort með því að þeir fá farið ókeypis. Á ári aldraðra finnst mér rétt að geta þess, að hér er mikill áhugi fyrir málefnum gamals fólks. Má þar nefna mikil frjáls framlög al- mennings til Hjúkrunarheimilis aldraðra, sem nú er risið og tekið til starfa. Vegna veikinda höfum við heimilishjálp frá Félagsmálastofn- un. Þá hefi ég fengið og fæ enn heim- ilishjúkrun frá heilsuverndarstöð- inni hér. Finnst mér þessi þjónusta öll þannig, að vart verði á betra kos- ið. Þá er félagsstarf aldraðra á veg- um Félagsmálastofnunar í Hamra- borg í föstum skorðum ár hvert, þar sem haldnar eru skemmtanir og námskeið og staðið fyrir ýmiss kon- ar fyrirgreiðslu fyrir aldrað fólk.“ V'i Vid Hjiikrui aldraðra í Kopavo»3 iU Er hægt að fá Lotus I Tónabæ? Tveir aðdáendur hljómsveitar- innar Lotusar skrifa: „Kæri Velvakandi. Hér erum við tvær af höfuð- borgarsvæðinu og okkur langar að koma þessu á framfæri: Væri nokkur leið að fá hingað hljóm- sveitina Lotus frá Selfossi, til að spila og syngja, t.d. í Tónabæ eða á öðrum stöðum hér? Þá verður þetta ekki lengra hjá okkur að sinni. Við bíðum bara eftir góðu svari." gamals fólks sem er nýbúið að fá lífeyrinn sinn. Meðan á þessu stendur verður þetta fólk að borga fullt gjald á við hina sem eru full- vinnandi. Mér finnst alveg ófært að láta þetta koma fyrir á ári aldr- aðra. * Abending til SVR Gunnar Sigurðsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eru það ekki þessir skiptimiðar sem e^i mesti dragbíturinn á strætis- vögnunum? Ég vildi benda bæði borgarstjóra og forstjóra SVR á það, hvort ekki væri bara ráð að leggja þessa miða niður, en halda fargjöldunum óbreyttum. Sendum um allan heim Sjónvarpið og Luzem: Stoðar ekki að bera við áhugaleysi fólks kominn í gluggann til að minna aað ... Nú er rétti tíminn til að láta Rammagerðina ganga Yfir 25 ára jólasendingunum til reynsla vina og ættingja erlendis Við göngum frá og sendum jólapakkana um allan helm. Allar sendlngar eru fulltryggflar yður afl kostnaðarlausu. RAHMAGERDIN HAFNARSTRÆTI 19 Ólafur Þorsteinsson skrifar 10. nóv.: „Góði Velvakandi. Nú stendur yfir í Luzern í Sviss Ólympíuskákmót sem 94 þjóðir taka þátt í, þar á meðal íslend- ingar. Ekki dettur dagskrárstjóra sjónvarpsins þó í hug að sýna okkur skákir frá þessu móti. Mig minnir að um 5000 manns hafi tekið þátt í skákkeppni sem fram fór um land allt í fyrra, svo að það stoðar ekki að bera því við, að ekki sé áhugi fyrir skákíþróttinni hér á landi. Eg er þess fullviss, að væri þarna í Sviss um einhverja stökk- keppni að ræða, áflog eða bolta- leiki, væri skilmerkilega greint frá því í sjónvarpinu. Þeir Bjarni Fel- ixson og Steingrímur Sigfússon fá ekki svo lítinn tíma til ráðstöfun- ar í hverri viku. En skák sést þar helst aldrei. Þó eigum við marga ágæta skákskýrendur. Þetta finnst mér ekki síst lítilsvirðing við hinn íslenska forseta FIDE, Alþjóða skáksambandsins, Friðrik Ólafsson. Ég skora á dagskrárstjóra sjón- varpsins að láta sýna og skýra a.m.k. eina valda skák í viku frá helstu mótum sem haldin eru. Mér finnst ég of lítið hafa orðið var við, að við styddum við bakið á Friðriki Ólafssyni til endurkjörs í forsetastól FIDE. Útvarpið er með skákþætti sem því miður eru lesnir svo hratt, að það er ókleift fyrir lítt æfða áhugamenn að fylgjast með þeirn." Fer Vilmundur ekki 1 prófkjör- ið í Reykjavík? VILMIINDIIR Gylfason alþing ismaAur mun nú ihuga aó taka ckki þáu í prófkjöri Alþýðu- sagði á flokksþinginu að hann ætiaði sér ekki að verða nein hornreka í Alþýðuflokknum. Vísa vikunnar Hannibal klauf í tvennt þá tré var rekið; nú tekur Vimmi þennan gamla sið og reiðir hátt til höggs á litla sprekið sem hann og fleiri kalla máttarvið. Hákur. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann fór frá Reykjavík og til Hafnarfjarðar. Betra þætti: Hann fór frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. G3? SlGGA WöGA fi ‘ÍiLVEHAN ALLTAP Á ÞRIÐJUDÖGUM SUPERSTJARNAN SHILTON ER VANDLÁTUR Á LÍFSSTÍL SINN BALLESTEROS ER HANN BESTI GOLFLEIKARI HEIMSINS? AÐSÓKNIN HEFUR ALLSSTAÐAR MINNKAÐ Ðl ítarlegar og spennandi íþróttafréttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.