Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 55 Mingað til hef ég alltaf verið að leika týpur og grínfigúr- ,J>egar um grínfíg- úrur er að rœða, þá veit ég nokkurn veg- inn hvernig ég kem öðrum fyrir sjónir, en i þessu tilfelli hef ég ekki hugmynd um það. “ ,Margir þurfa ekki annað en sjá glitta i mig til að skella upp ,J>egar tökum á at- riðinu var lokið, þá langaði mig mest til að gráta. “ Mllt í einu var ég núll og nix, sem ekkert gat. “ fólk fari fyrst að hlæja þegar það sér mig í þessu, en margir þurfa ekki annað en að sjá glitta í mig til að skella upp úr, en vonandi hættir það að hlæja þegar á líður og áttar sig á því að hér er alvara á ferðum. Það var reyndar stórfurðulegt fyrir mig sjálfan að leika atriði þegar Sveinn brotnar nær alveg niður. Það var skrýtið. Ég gróf upp hiuti innra með mér, sem ég vissi ekki um og þegar tökum á atriðinu var lokið, þá langaði mig mest til að gráta. í þessu tilfelli er ég í fyrsta sinn að fást við það að túlka heila manneskju. Hingað til hef ég allt- af verið að leika týpur og grínfíg- úrur. Það er gífurlegt djúp þarna á milli, en ég held að ég hafi kom- ist yfir. Ég vona það að minnsta kosti. Það er mikið í húfi bæði fyrir sjálfan mig og svo auðvitað fyrir leikritið, því það snýst allt í kringum þessa persónu. Mig var lengi búið dreyma um að leika al- varlegt hlutverk og sá draumur hefur nú ræst. Þá er að vona að eitthvert framhald verði á. Mér finnst að ég sé nú að leitast við að nýta hæfileika mína betur en ég hef gert áður og það er skylda hvers og eins gagnvart sjálfum sér.“ „Ég get helvíti margt, en ekki allt, og það fer í taugarn- ar á mér. “ Skólinn í Los Angeles — Hefurðu haft gagn af náms- dvölinni í Bandaríkjunum? „Já, það finnst mér, enda þótt ég hafi bara verið á skólanum i nokkra mánuði til að kynnast starfseminni, þá held ég að ég hafi lært mikið á því, en ég stefni að því að halda utan að nýju á næsta ári og vera þá í burtu í ár. Þessi skóli, sem ég hef verið í, er mjög stór og fjölbreytilegt starf sem þar fer fram. Það var Anna Björns sem benti mér á hann, en hann er í Los Angeles. Kennararnir eru góðir starfandi leikarar og bæði er kennd almenn leiklist og einnig tónleikhús, eða „Musical Theatre". Það sem ég kunni vel að meta við þennan skóla, var það, hve mikið ég gat sjálfur valið af námsefninu. Morgunblaðiö/ Kristján E. Einarsson Þannig gat ég sleppt ýmsu því sem ég taldi að ég hefði þegar kynnst og fengið reynslu í, en einbeitt mér að öðru, þar á meðal ýmsum grundvallaratriðum í sambandi við leiktúlkun og raddþjálfun og fleira, en við þennan skóla var kennt eftir svonefndu Stani- slavskí-kerfi. En ég hef ekki efni á að vera þarna lengi, þetta er rán- dýrt, ekki síst ferðirnar." — Var ekki strembið að eiga að fara að leika á ensku? „Jú, það var það. Ég stóð fyrst stjarfur á sviðinu og roðnaði bara, þegar ég átti að segja eitthvað. Mér fannst það allt koma svo kjánalega út úr mér. Ég fór illa út úr því, en hafði gott af öllu saman. Allt í einu var ég núll og nix, sem ekkert gat. Þá þýddi ekkert að heita Laddi. Hérna heima var maður kannski óvart farinn að sigla nokkuð langt á því einu og þess vegna var það líka að ég ákvað að fara í skóla og reyna að læra eitthvað, áður en ég festist endanlega í því sem ég hef mest verið að gera. Eitt, sem mig langar til að læra þarna úti, er að skrifa handrit. Ég sem allmikið, en það er allt fyrir sjálfan mig og ég kann ekkert til verka við það að gera það þannig úr garði að aðrir getí notað það.“ Ætlaði að gefa út plötu Það er bæði píanó og gítar í stofunni á Fornhaganum og ég spyr Ladda hvað sé títt úr plötu- heiminum. „Ég ætlaði að gefa út plötu á þessu ári, en það verður nú ekkert úr því. Ég hef bara alls ekki mátt vera að því. Þó fer það ekki svo að ég verði alls ekkert á plötu á ár- inu, því ég mun láta í mér heyra á ævintýraplötu frá Gylfa Ægissyni sem nú er væntanleg. En það verð- ur nú rólegt hjá mér þegar nær dregur áramótum og þá ætti ég að geta sest niður og komið einhverju frá mér. Ég er með nokkrar hug- myndir að textum og lögum, en það er allt óklárt enn.“ — Áttu þér einhver uppáhaldslög af þeim sem þú hefur samið? „Ég held ég haldi bara einna mest upp á lagið „Austurstræti", það er sennilega það skemmtileg- asta og textinn liklega líka, einna bestur af þeim sem ég hef sett saman. Annars finnst mér líka gaman að laginu „Gibbagibb“.“ — Ertu í leikarafélaginu? „Nei, ég hef einu sinni sótt formlega um og ég fékk neitun, þetta er eitthvert prinsípmál af því ég er ólærður, en hins vegar fæ ég greitt samkvæmt taxta félags- ins og ég greiði félagsgjöld og í lífeyrissjóð. Ég ætti að hafa meiri möguleika á að komast inn eftir námið úti og eins kannski eftir þetta leikrit. Annars er mikið at- vinnuleysi meðal leikara og enn meira erlendis. Alltaf eru að út- skrifast fleiri og fleiri, sem ekki fá vinnu við þetta og verða að fá sér vinnu í sjoppum eða við að skúra einhvers staðar. Það er dapurlegt. En ef svo er komið verður bara að búa sér eitthvað til að gera. Það hef ég alltaf gert, ef eitthvað hef- ur dofnað yfir vinnumöguleikum. Það þýðir auðvitað ekkert að sitja við símann og bíða eftir að Þjóð- leikhússtjóri hringi." Langar ekki oft í leikhús — Ferðu oft í leikhús? „Nei, sárasjaldan. Mig langar ekki oft. Þó er mig núna búið að langa lengi til að sjá Amadeus í Þjóðleikhúsinu. En ég er líka oft að vinna þegar leiksýningar eru og kemst ekki þess vegna. Mér finnst dauft yfir leikhúslífinu hér. Við eigum ógrynni af góðum leikurum og leikstjórum, en það gerist fremur lítið. Kannski er það verk- efnavalinu að kenna. Ég held að of lítið sé um fyndin og skemmtileg verk. Við erum að reyna að bjóða upp á slíkt í þessum kabarett og það hefur mælst mjög vel fyrir. Okkur virðist skorta fólk sem get- ur skrifað farsa." — Ertu mikið að skemmta inn á milli á samkomum? „Nei, það er mest lítið, þó kemur það fyrir annað slagið.“ — Er ekki strembið að halda uppi fjölsk yldulí fi þegar fólk stundar vinnu eins og þú gerit? „Jú, það er óhætt að segja það. Ég er eiginlega frekast í hlutverki fjölskylduvinar hérna á heimilinu. Strákarnir mínir spyrja mig stundum þegar ég kem heim: — Hvað ert þú að gera hér?“ — Stundarðu eitthvert tóm- stundagaman, eða áttu þér áhuga- mál utan starfssviðsins? „Ég er illa golf-sjúkur og er dá- lítið að ná mér á strik í þeirri íþrótt núna. Er farinn að hitta kúluna sæmilega, en það er bara svo lítið hægt að spila þetta hérna á veturna, það er svo kalt. Um áhugamálin er það að segja að ég hef áhuga á að gera kvikmyndir og sjónvarpsþætti og kannski reyni ég að fara eitthvað af stað með það, þegar ég kem aftur að utan. En næsta skrefið er að læra sem mest. Ég get helvíti margt, en ekki allt, og það fer i taugarnar á mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.