Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 Ýmsir töldu að meint bandalag Paganinis við kölska væri eina skýringin á því, að þótt hann væri oft að dauða kominn gat hann safnað í sig gífurlegum kröftum, sem hann varð að hafa til að vinna þau tæknilegu snilldarafrek sem hann varð frægur fyrir. Það var talið eina skýringin á því að hann gat leikið á eins háum nótum og eins hratt og raun bar vitni, hlaupið með eins ótrúlegri leikni upp og niður tónstigann, leikið með eins mörgum og ótrú- Iegum blæbrigðum, allt án þess að missa nokkurn tíma tökin á leik sínum, og skipt svo allt í einu yfir í svo ljúft og upphafið lag, að engu var líkara en hann hefði fangað sálu hjákonunnar sem hann rak frá sér. Var þetta ekki eina skýringin á því hvernig þessi holdskarpi, kinnfiskasogni og náföli maður með tryllt augnaráðið; hann sem var eins og lík í framan, þessi klunnalegi náungi í afkáralega lafafrakkanum sem náði niður á ökkla, reyndist ómótstæðilegur í augum allra kvenna sem hann felldi hug til? Varla gat verið til önnur skýring en sú að kölski hefði gert hann töframeistara sinn. Átrúnaðargoð í Vínarborg gæddu aðdáendur Paganinis sér á marzipan eða rjómaís sem voru eftirlíkingar af átrúnaðargoði þeirra og klæddust höttum, hálsbindum og skóm sem hétu í höfuðið á honum. í Lundún- um elti múgurinn hann og reyndi að snerta hann til að athuga hvort hann væri af holdi og blóði. Kon- ungur Englands færði „konungi fiðlaranna“ demantshring að gjöf. Austurríkiskeisari sæmdi hann heiðurstitli og borgarstjórnin í Vín heiðraði hann. í Dyflinni komust áheyrendur í svo mikla leiðslu þegar þeir hlýddu á konzert hans í B-moll, „La Campanella", með kaflanum „Rondo de la Clochette" („Litlu bjöllunni") að maður í salnum hrópaði: „Húrra, Signor Paganini, fáðu þér viskísjúss og hringdu bjöllunni aftur!" Paganini hafði lagt langa leið að baki síðan hann fæddist í fátækt í Genúa 27. október 1782. Faðir hans, sem rak litla verzlun, var staðráðinn í að hagnast á undra- verðum hæfileikum sonar síns og Paganinis sem var talinn hafa selt kölska sálu sína Þegar Nicolo Paganini, sem fæddist fyrir 200 árum, var fimm ára segir móðir hans að engill hafi birzt henni og boðizt til að veita henni allt sem hún óskaði. Hún bað um að yngri sonur sinn yrði mesti fiðlu- snillingur heims- ins og ósk hennar rættist eins og í öllum góðum ævintýrum. En snilld hans var svo furðuleg og ævintýraleg að þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar sagði fólk að hann hefði selt sál sína kölska. Furðusögur um tækniafrek hans gerðu hann að þjóðsagnapersónu í lif- anda lífi og margir héldu að hann væri gæddur yfirnáttúrulegum hæfileikum. meðferðis í tónleikaferðum sínum, dreifði þeim fyrir hverja tónleika og hirti þær að þeim loknum. Margar hjónabandstilraunir hans fóru allar út um þúfur. Frægt var þegar hann hljópst á brott, fimmtugur að aldri, með Charlotte Watson, 16 ára. Hún var upprennandi sópransöngkona og dóttir mannsins sem skipulagði tónleikahald hans í Englandi. Paganini var mjög hændur að syni sínum, Achille, sem hann átti með fyrri ástkonu sinni, Antoniu Bianchi, og honum tókst að lokum að gera hann að lögmætum erf- ingja sínum. Hann fékk 80.000 pund í arf eftir hann, sem var mikið fé í þá daga. Ein vinsælasta þjóðsagan um hann var á þá leið, að hann hefði fullkomnað tækni sína og ótrúlega leikni á árum langrar fangelsis- vistar, sem hann hefði verið dæmdur í vegna ástarævintýris. I þessu leyndist sannleikskorn: hann hafði einu sinni verið settur í fangelsi í nokkra klukkutíma í heimaborg sinni, gefið að sök að hafa dregið skraddaradóttur á tál- ar og neitað að kvænast henni. Ævi hans lauk eins og harm- rænum skopleik þegar hann var 58 ára að aldri. Vinir hans í París fengu hann til að samþykkja að nýtt spilavíti yrði skírt „Casino Paganini" eftir honum. Yfirvöld lokuðu hins vegar spilavítinu og hótuðu að lýsa hann gjaldþrota og leggja hald á ómetanlegt safn hans af strengjahljóðfærum. Allt þetta mál olli Paganini miklu hugarangri og það lagðist þungt á hann. Hann missti rödd- ina þegar hann veiktist af ókenni- legum hálssjúkdómi, sem dró hann til dauða. Síðustu klukku- stundirnar sem hann lifði lék hann með miklum tilþrifum á Guarneriusar-fiðlu sína. Hann arfleiddi heimaborg sína, Genúa, að fiðlunni, sem hefur verið varð- veitt þar síðan á safni sem ómet- anlegur, sögulegur dýrgripur. Paganini tapaði 50.000 pundum á þessum ráðagerðum. Þótt hann væri geysivel launaður var hann ekki rausnarlegur. Þó átti hann það til. Hann gaf Berlioz 4.000 dali í viðurkenningarskyni fyrir „Symphonie Fantastique". Berlioz hafði samið „Harald á Ítalíu" fyrir Stradivariusar-víólu Paganinis. Líkið falið Þegar Paganini lézt í Nizza (Nice), 27. maí 1840, vildi erkibisk- upinn ekki leyfa að hann fengi að hvíla í vígðri mold þar sem honum hafði láðst að skrá hinztu játningu sína. Smurt lík hans var falið í fimm ár unz páfinn gaf honum upp sakir og tók hann í sátt. Hann var lagður til hinztu hvíldar í kirkjugarði í þorpi á landareign hans á Ítalíu og á minnisvarða hans stendur: „Nicolo Paganini, sem laðaði fram guðlega tónlist með fiðlunni." Þjóðsagan um snillinginn fjöl- kunnuga og djöfulóða, eins og menn hafa kallað hann, lifir enn. Paganini er söguhetjan í óperettu eftir Franz Lehar. Hann kom við sögu í útþynntri kvikmyndaútgáfu á ástarævintýrum hans, þar sem Stewart Granger var í aðalhlut- verki („The Magic Bow“, 1946). Hann kom einnig við sögu í kvikmyndinni „Rhythm on the Range (1936) þar sem Martha neyddi hann til að æfa frá morgni til kvölds og gaf honum ekki að borða ef hann sló slöku-við. ' Hann kenndi honum á mandólin og Paganini hafði alla ævi mikinn áhuga á strengjahljóðfærum (hann var ekki síður snjall á gítar en fiðlu). Faðir hans sendi hann til hæfra kennara (Servetto, Dosta, Ghiretti og Alessandro Rollo í Parma) og átta ára gamall samdi hann fiðlusónötu. Níu ára gamall lék hann í fyrsta skipti opinber- lega, við geysigóðar undirtektir. Hann var sjálfstæður og þrjózk- ur og þoldi illa strangan aga föður síns. Þegar hann var 18 ára tókst honum að flýja til Lucca, þar sem hann hreifst seinna af systur Nap- oleons, Elisu Bacciocchi prinsessu. Hann samdi fantasíu, sem átti að lýsa leynilegri ást þeirra, fyrir að- eins tvo strengi. Síðan bætti hann um betur með „Napoleons-sónöt- unni“ fyrir einn G-streng, sem hann samdi á fæðingardegi keis- arans og til heiðurs keisaranum. Hann hlaut gífurlegar vinsældir fyrir leik sinn á G-strenginn og lék á hann við geysimikla hrifn- ingu um alla Ítalíu. Fljótlega varð Paganini al- ræmdur fyrir furðulega hæfileika sína og óreglusamt líferni. Aðeins 15 ára gamall var hann orðinn for- fallinn fjárhættuspilari og sjúk- lega svallsamur. Aður en hann varð 18 ára hafði hann meira að segja veðsett fiðlu sína fyrir spila- skuldum (seinna var honum gefin Guarneriusar-fiðla frá 1742 sem enn er varðveitt). Hjá honum skiptust á langar stundir við spilaborðið og strang- ar æfingar í einrúmi, allt að tiu tíma á dag, og afleiðingin varð sú að hann missti heilsuna. Hann gegndi opinberri stöðu í þrjú ár, en sagði henni lausri 1805 og eftir það ferðaðist hann eirðarlaus um alla Evrópu, að heita má til dauðadags. Allan þennan tíma þróaði Pag- anini fiðlutæknina af mikilli seiglu og list og hann varð vellauð- ugur. Um hann spunnust fjöl- margar þjóðsögur, hann lenti í ítalski fiðluleikarinn Salvatore Acc- ardo með fiölu Paganinis. mörgum ástarævintýrum og sí- fellt kom hann áheyrendum á óvart með framúrskarandi tækni og hugkvæmni. Draugslegur Tækni hans var svo fullkomin að mönnum þótti ekki einleikið að venjulegur maður gæti leikið svona vel á fiðlu og hann olli hjá- trúarkenndum ótta meðal áheyr- enda með göldrum sínum. Draugs- legt útlit mannsins magnaði þenn- an ótta og þjóðsögur sköpuðust. Stundum hafði hann brögð í frammi í leik sínum, þótt þess þyrfti ekki, og sum þau áhrif, sem hann laðaði fram með fiðlunni, áttu rætur að rekja til þess hvern- ig hann stillti hljóðfærið (með stillingum sem kallast scoradatur- es). En enginn stóð honum á sporði — keppinautar hans kom- ust ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Hann gætti þess vandlega að varðveita leyndarmál seiðmagn- aðrar fjölkynngi sinnar. Aðeins örfá verk eftir hann voru birt um hans daga. Hann hafði hljóm- sveitarútsetningar konzerta sinna á afmæli tónskáldsins. leikni fiðluleikara. Bandaríski fiðluleikarinn Ruggiero Ricci, sem lék capricur Paganinis í breska sjónvarpinu Carpricurnar eru taldar einn helsti prófsteinn á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.