Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 59 Raye segir við hann: „Herra Paga- nini, vertu ekki í fýlu, ef þú getur ekki sungið verðurðu að spila með sveiflu!" Paganini hefur verið kallaður mesti fiðluleikari sögunnar. Eng- inn maður, fyrr eða síðar, hefur náð eins mikilli tækni í fiðluleik. Enginn hefur komizt í hálfkvisti við hann. Merkasta framlag hans til tón- listarinnar var í því fólgið að hann víkkaði út þá tækni sem þarf til að leika á strengjahljóðfæri og jók möguleika þeirra. Hann var einnig allgóður tónsmiður, eitt frægasta tónskáld ítala á 19. öld, en ekki í fremstu röð. Alvarlegri tónskáld höfðu hins vegar mikið gagn af framlagi hans til tónlistarinnar. Týndi konsertinn ítalski fiðluleikarinn Salvatore Accardo, sem er kunnur fyrir túlk- un sína á verkum Paganini, sagði nýlega í blaðaviðtali: „Eftir daga Paganini var ekki hægt að laða fram nokkuð nýtt með fiðlunni, því að í raun og veru þróaði hann alla fiðlutæknina." Accardo lék í Genúa á afmæl- isdegi tónskáldsins í haust og hann hefur að undanförnu leikið verk eftir Paganini í Flórenz, Tor- ino, Róm, Amsterdam og Napoli í tilefni afmælisins. Hinn 4. nóv- ember lék hann á eftirlætisfiðlu Paganinis, Guarneriusar-fiðluna, í Carnegie Hall. Fá þurfti sérstakt leyfi til að flytja fiðluna vestur um haf frá Genúa, þar sem hún er varðveitt sem þjóðargersemi. Nýlega fannst sjötti og síðasti fiðlukonsert Paganinis og hann hefur talsvert verið leikinn í sam- bandi við afmæli hans. Verkið þekktist á stílnum og rithönd Pag- aninis. Paganini samdi konsertinn þegar hann var 17 ára gamall og hann er einn af mörgum verkum kunnra tónskálda, sem hafa gleymzt og verið týnd og tröllum gefin en fundizt aftur á síðari ár- um. Paganini samdi svo erfið verk að sagt var að hann einn gæti leik- ið þau. Caprice í A-moll fyrir fiðlu eftir Paganini, ein af 24 sem hann samdi, hefur verið mörgum tón- skáldum yrkisefni (Accardo lék þær allar á Edinborgarhátíðinni í sumar og þar voru líka allir sex konsertar Paganinis fluttir í einu, en það hefur ekki verið gert áður). Nokkur fiðluverk hans eru uppi- staðan í píanóverkum eftir Schumann, Liszt, Brahms og Rachmaninoff. Meðal annarra verka hans eru 12 sónötur fyrir fiðlu og gítar, þrír kvartettar og tilbrigði um mörg stef, m.a. „La Streghe", „God Save the King“ og „Karnival í Feneyjum". Vinsæl- asta verkið tengt honum er „Raps- ódía um stef eftir Paganini", sem Rachmaninoff samdi. j? I FRAM TÖLVUSKÓLI TÖLVUNÁMSKEIÐ Innritun stendur nú yfir í Basic I forritunarnám- skeið sem hefst 16. nóv. Nánari upplýsingar í síma 39566 milli kl. 13—18. Tölvunám er fjárfesting í framtíö þinni. TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍÐUMÚLA 27, PÓTSHÓLF 4390, 124 REYKJAVÍK, SÍMI: 39566. Viðskiptavinir athugið Lokaö vegna breytinga til miövikudagsins 17. nóv. Rakarastofan Fígaró Laugaveg 51. ÓDÝR JÓLAKORT í handhægum sölu- umbúðum. Tilvalið tækifæri fyrir félög og aðra þá, sem hyggja á fjáröflun. Eyðublaðatækni hf., Rauðarárstíg 1. Sími 20820. Bpriu WAR4R JÆKNIRINN ? CjÁLFSÖGÐ HEIMIUSHANDBÓK ■ Hvers vegna eiga margir karlmenn í vanda vegna blöðruhálskirtils? ■ Hvaða getnaðarvörn er öruggust og hættuminnst? ■ Getur mikil sykurneysla orsakað sykursýki? 1 Geta allir notað kontaktlinsur? ■ Hvað er skröpun? 1 Af hverju kemur flasa? ■ Afhverjustafarútferð? 1 Hvers vegna gránar hárið? ■ Hvernig verka megrunarlyf? ■ Af hverju stafar höfuðverkur? 1 íhverjuermænustungafólgin? M Er hægt að lækna heilablóðfall? Ollum þessum spurningum og á fjórða hundrað til viðbótar svafar þessi bók. Spurningum sem mörgum finnst e.t.v.erfitt að bera upp við heimilislækninn. G uðsteinn Þengilsson læknir þýddi og endur- sagði bókina. Hverju Svarar Læknirinn? 355 spurningar og svör um heilsufar, læknismeðferð, lyfjanotkun o.fl., með ýfir 200 skýringarmyndum, ásamt lista yfir læknisfræðileg heiti og hugtök. Hverju Svarar Læknirinn? er sjálfsögð handbók á hverju heimili. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923 - 19156

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.