Morgunblaðið - 14.11.1982, Side 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
Kristniboðsdagurinn
Hvatning til starfs
Á kristniboðsdegi er kristniboðsskipun Jesú Krists íhugun-
arefni kristinnar kirkju. Sennilega er okkur öllum hollt að lesa
þessi fáu vers gaumgæfilega og íhuga merkingu þeirra, því
vera kynni, að við þekktum þau of vel til þess að taka til okkar
boðskap þeirra.
Af stöðu þessara versa í guðspjallinu er augljóst, að þau eru
töluð til lærisveina Jesú einna. Þeir höfðu verið með honum,
þeir þekktu hann að einhverju marki. Þess vegna gátu þeir
tekið við þessu hlutverki. Því hlýtur hver og einn að spyrja sig
í upphafi: Er ég lærisveinn Krists, þannig að kristniboðsskip-
unin sé töluð til mín? Þ.e.a.s., Jesú Kristur krefst þess ekki að
þú standist kröfur einhverra reglna til þess að geta vitnað um
hann. En þú þarft að þekkja hann, lifa nálægt honum, í
samfélagi við hann.
Og við förum ekki af stað vegna eigin hæfileika eða ágætis.
Mikið væri það ömurleg tilhugsun að eiga að sannfæra menn
með eigin speki, eða treysta einungis á eigið ágæti. Þá hlytum
við að gefast upp þegar illa gengi — brotna við minnsta
mótlæti. En Jesú Kristur hinn upprisni lofar: Ég er með yður!
Og sé hann með, sem allt vald er gefið á himni og á jörðu, er
ekkert að óttast! Hann vill einungis nota mig og þig sem
verkfæri sín, farveg fyrir blessun til allra manna.
En er hann með??? Fyrir því höfum við enga stærðfræði-
formúlu eða áþreifanlega sönnun. En reynsla kynslóða krist-
inna manna vitnar um nálægð Drottins, og sá, sem starfar að
málefni Drottins, á þá sömu reynslu.
Þess vegna förum við — á ábyrgð hans. Öll eigum við okkar
reit, okkar skika á öllum kristniboðsakrinum. Og öll hljótum
við að styðja við bak þeirra, sem boða Krist þeim, sem aldrei
hafa heyrt nafn hans nefnt og sitja í skugga myrkurs og
heiðni.
Við störfum fyrir hann, sem gaf líf sitt fyrir okkur.
A DROTTMMGI
UMSJÓN:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Gunnar Flaukur Ingimundarson
Séra Ólafur Jóhannsson
Starf íslensku kristniboðanna
Á kristniboðsdegi er sjálfgefið,
að mcnn vilji vita til hvers þeir
peningar eru notaðir, sem gefnir
eru til starfs Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga (SÍK). Eins og
og lesendum Morgunblaðsins er
væntanlega kunnugt, er SÍK
hreyfing innan íslensku þjóð-
kirkjunnar sem starfar einkum
að því að boða kristna trú þjóðum
sem eru án fagnaðarerindisins.
Kristniboðsdagurinn er einmitt
ætlaður til þess að vekja sérstaka
athygli á kristniboðsstarfinu.
luku starfstíma sínum úti og
komu hingað heim sl. sumar.
En aðrir koma í stað þeirra sem
ljúka starfstímanum. I sumar
voru tvenn hjón vígð til kristni-
boðsstarfa á vegum SÍK, þau
Hrönn Sigurðardóttir hjúkrun-
arfræðingur og Ragnar Gunn-
arsson kennari og Valgerður A.
Gísladóttir hjúkrunarfræðing-
ur og Guðlaugur Gunnarsson
guðfræðingur. Þau dveljast nú í
Englandi við málanám, en fara
væntanlega til starfa í Eþíópíu
og Kenýu í byrjun næsta árs.
Það er stórkostlegt að fá að
taka þátt í að flytja þeim fagn-
aðarerindi ljóssins sem sitja í
myrkri heiðninnar. Eins og áð-
ur er fjárhagsafkoma starfs
SÍK algerlega komin undir
velvilja Islendinga og skilningi
á kristniboðsstarfinu.
Hinir nývígðu kristniboðar Ragnar, Hrönn, Valgerður og Guðlaugur,
ásamt Ingibjörgu Iagvaradóttur og Jónasi Þóriuayai.
„Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir.“ Frá akri kirkjunnar fyrir
neðan íbúðarhús Valdísar og Kjartans í Chepareríu. Fremst á myndinni
er Pálína, einn af starfsmönnum kirkjunnar.
íslenskir kristniboðar hafa
nú starfað í Konsó í Eþíópíu í
nærri 30 ár. Þrátt fyrir and-
stöðu stjórnvalda landsins
gagnvart trúarlegri starfsemi
fá kristniboðar enn leyfi til að
starfa í Eþíópíu. Andstaðan er
misjöfn eftir landshlutum.
Sums staðar er kirkjum lokað
og leiðtogar fangelsaðir, en
annars staðar er ástandið
betra. Víða gætir fráhvarfs frá
trúnni, en einnig fréttist af
vakningum og endurnýjun.
í sumar fóru Jónas Þórisson
og fjölskylda á ný til starfa í
Konsó eftir leyfi hér heima.
Kristnum mönnum í Konsó
fjölgar stöðugt. Á síðasta ári
voru rúmlega 1.000 skírðir inn í
söfnuðinn og eru því u.þ.b
11.000 manns í honum nú. Auk
boðunarstarfsins, sem að hluta
hvílir á sjálfboðaliðum, er sem
fyrr um að ræða skólastarf,
sjúkraskýli og almennt hjálp-
arstarf í Konsó. T.d. sóttu alls
ería. Þar eru verkefnin ótelj-
andi enda starfið ungt. Nálægt
300 manns hafa verið skírðir,
og mikil þörf er á trúfræðslu
þessa fólks. íslenskir og norskir
kristniboðar áforma að koma á
fót Biblíuskóla til þess að sinna
þeirri þörf. Myndi það einnig
bæta úr skorti á innlendum
samverkamönnum kristniboð-
anna. I þessu sambandi má
einnig geta þess, að nýlega tók
til starfa prestaskóli lúthersku
kirkjunnar í Kenýu, en áður
voru prestsefnin menntuð í
Tansaníu.
Yfirvöld landsins vilja styðja
skólastarf kristniboðsins, ekki
síst í einangruðum héröðum
eins og Pókot. Og í Cheparería
hefur verið byggt skólahús á
vegum íslenska kristniboðsins,
fyrir fé frá Hjálparstofnun
þjóðkirkjunnar.
Nú eru sr. Kjartan Jónsson
og fjölskylda ein íslenskra
kristniboða í Kenúy, þar eð
Skúli Svavarsson og fjölskylda
BÖRN í AFRÍKU
53.426 manns hjálp til sjúkra-
skýlisins og í hjálparstarfinu er
m.a. leiðbeint um trjárækt,
kornrækt, söfnun vatns og
vegalagningu. Þannig helst í
hendur boðun kærleika Krists í
orði og verki, því orð Guðs er
boðað þeim sem njóta góðs af
öðru starfi á vegum kristni-
boðsstöðvarinnar.
í Kenýu starfa íslenskir
•kristniboðar meðal pókot-
manna, nánar tiltekið í Chepar-
Vissirðu, að íslenskir kristniboð-
ar eru að störfum suður í Afríku?
Ef ekki, þá veistu nú, að þeir búa
þar mcð fjölskyldum sínum, bæði í
Eþíópíu og Kenýa. Þeir eru þar á
vegum Sambands islenskra
kristniboðsfélaga.
komu til þess að leita sér lækn-
inga.
Á kristniboðsstöðvunum eru
einnig skólar og sífellt fleiri
börn og unglingar sækja þangað
menntun. Sumir nemendanna
hafa orðið starfsmenn í kristnu
söfnuðunum, nokkrir jafnvel
orðið prestar og predikarar.
Einn þeirra, Barrisja frá
Eþíópíu, hefur komið til íslands
til þess að geta þakkað kristni-
boðsvinum hér heima fyrir það
að hafa sent mann suður til Afr-
íku svo að hann sjálfur og marg-
ir aðrir fengju tækifæri til þess
að þekkja Jesúm Krist.
En það eru enn svo margir í
Afríku sem hafa ekki heyrt neitt
um Jesúm. Þess vegna er enn
verið að senda kristniboða út til
þess að gefa börnum og ungling-
um tækifæri á að eignast lifandi
samfélag við hann, sem sagði:
„Gerið allar þjóðir að lærisvein-
um mínum."
Kristniboðarnir eiga heima á
kristniboðsstöðvum og þaðan
ferðast þeir út á meðal fólksins í
næsta nágrenni og segja því sög-
una af Jesú. Haldnar eru guðs-
þjónustur, barnasamkomur og
biblíunámskeið. Það eru bæði
börn og fullorðnir sem þannig fá
að heyra fagnaðarerindið og
margir hafa eignast trú á Jesúm
Krist, frelsara allra manna.
Þar sem kristniboðarnir eru
að störfum er litla sem enga
læknishjálp að fá. Því kemur
margt sjúkt fólk á kristniboðs-
stöðina og þar er því veitt nauð-
synleg aðhlynning eftir því sem
tök leyfa. Á hverjum degi er orð
Guðs boðað meðal sjúklinganna
og margir eru þeir sem heyrðu í
fyrsta sinn um Jesúm, þegar þeir
i .
Börn I Pokol-héraði í Kenýa. Þar
verönr aukin þörf fyrir læknishjálp
á næstu árum.
Móðir með barn i Poko