Morgunblaðið - 16.11.1982, Side 2

Morgunblaðið - 16.11.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: 28 manns í framboði KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik hefur birt framboðslista vegna prófkjörs flokksins sem fram fer dagana 28. og 29. nóvember næstkomandi, vegna vals á fram- boóslista Sjálfstæöisflokksins við næstu kosningar til Alþingis. Alls eru tuttugu og átta manns i fram- boði; sautján framboð bárust til kjörnefndar, sem síðan hefur bætt við ellefu nöfnum fólks sem sam- þykkt hefur að gefa kost á sér. Frambjóðendur i prófkjörinu eru eftirtalin: Albert Guðmundsson alþingis- maður, Ása S. Atladóttir hjúkrun- arfræðingur, Bessí Jóhannsdóttir Innbrot og skemmdar- verk í Vest- mannaeyjum Vestmannaevjum, 15. nóvember. UM HELGINA var brotist inn í íbúðarhús við Höfðaveg og miklar skemmdir unnar á innanstokks- munum. Húsráðendur voru ekki í bænum, og er ekki vitað hvenær „innrásin" var gerð. En á sunnudag- inn, þegar hugað var að íbúðinni af vandamönnum húsráðenda, blasti við ófögur sjón. Sófasett og stólar voru sund- urskornir, veggklæðning stór- skemmd, ljós og lampar mölbrotn- ir og einnig borðbúnaður og fleira. Þá hafði hveiti og sykri verið stráð um alla íbúðina. Enn er ekki fullkannað hvort einhverju hefur verið stolið úr húsinu, en Ijóst er að tjón eigend- anna er mikið. hkj. Laus prestaköll Þrjú prestaköll eru laus, samkvæmt upplýsingum Biskupsembættisins. Eru það Djúpivogur, Hólmavík og Sauðlauksdalur. Bæði Hólmavíkurprestakall og Djúpavogsprestakall losnuðu um síð- ustu mánaðamót, og verður ekki efnt til kosninga þar fyrr en á næsta ári. Djúpavogsprestakall hefur tvisvar verið auglýst laust en eng- in umsókn borist. Auglýsa verður Hólmavíkurprestakall aftur þar sem eini umsækjandin í fyrstu umferð hefur dregið umsókn sína til baka. Sauðlauksprestakall hefur verið laust í um tvo áratugi, eða frá því séra Grímur Grímsson fór þaðan. cand. mag., Birgir ísl. Gunnarsson alþingismaður, Björg Einarsdóttir skrifstofumaður, Elín Pálmadótt- ir blaðamaður, Ellert B. Schram ritstjóri, Esther Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræðingur, Finnbjörn Hjartarson prentari, Friðrik Sophusson alþingismaður, Geir H. Haarde hagfræðingur, Geir Hall- grímsson alþingismaður, Guð- björn Jensson iðnverkamaður, Guðjón Hansson ökukennari, Guð- mundur H. Garðarsson viðskipta- fræðingur, Guðmundur Hansson verslunarmaður, Halldór Einars- son iðnrekandi, Haukur Þ. Hauks- son kaupmaður, Hannes Garðars- son verkamaður, Hans Indriðason flugrekstrarstjóri, Jón Magnússon lögfræðingur, Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur, Jónas Elías- son prófessor, Pétur Sigurðsson alþingismaður, Ragnhildur Helga- dóttir lögfræðingur, Sigfús J. Johnsen kennari, Sólrún B. Jens- dóttir sagnfræðingur og Þórarinn E. Sveinsson læknir. MorKunblaðiö/Rax. í hvassviórinu í gær í Örfirisey. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd, er mikill stafli af isfiskkössum hafði fokið um koll. Kísilmálmverksmiðjan á Reyóarfirði: FuIIkomið ábyrgðarleysi að halda áfram að hraða málinu — segir Geir Haarde, einn stjórnarmanna verksmiðjunnar STJÓRN KÍSILMÁLMVERKSMIÐJUNNAR hf. á Reyðarfirði hefur sam þykkt að leggja til að framkvæmdum við fyrirhugaða verksmiöju verði frestað um eitt til þrjú ár. í stað þess að verksmiðjan taki til starfa árið 1985 eins og fyrirhugað var, hefjist starfsemin því í fyrsta lagi 1986, en í síðasta lagi 1988. Samþykkt þessi var gerð í stjórn Kísilmálmverksmiðjunnar með sex atkvæðum, en formaður nefndarinnar, lialldór Arnason, sat hjá. „Þessi ákvörðun stjórnarinnar kollvarpar áformum iðnaðarráð- herra í þessu máli, sem af full- komnu ábyrgðarleysi vildi keyra málið áfram þrátt fyrir að greini- lega stefni i mikinn hallarekstur fyrirtækisins miðað við núverandi rekstrarskilyrði," sagði Geir H. Haarde hagfræðingur, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn verk- smiðjunnar, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. „Hér er um gífurlega mikið fjármagn að ræða,“ sagði Geir, „eða milljarð nýkróna, og það væri óverjandi ábyrgðarleysi að ráðast í slíka fjárfestingu við núverandi að- stæður, eins og iðnaðarráðherra hefur þó lagt ofurkapp á. í áætl- unum hefur verið gert ráð fyrir að verksmiðjan keypti rafmagn á 17,5 mill, en við núverandi mark- aðsverð þyrfti hún að fá greitt sem svarar 24 mill á kílówatt- stund. Hvert mannsbarn hlýtur að sjá, að ófært er að leggja slíkar álögur á skattgreiðendur í land- inu, því auðvitað yrði þetta að greiðast af almannafé. Enn önnur ástæða fyrir frestun þess að verk- smiðjan taki til starfa, er svo sú, að ekki verður til rafmagn fyrir verksmiðjuna árið 1985 með nægi- legu öryggi. Allt mælir því með frestun þessa máls, þó stjórn verk- smiðjunnar telji að hagkvæmt geti orðið síðar að nýta innlenda orku með starfrækslu kísilmálm- verksmiðju." Halldór Árnason vildi í gær ekki tjá sig um málið, að öðru leyti en því, að hann teldi að nýgerðir arðsemisreikningar sýndu betri útkomu en þeir sem gerðir voru í vor. Skýrsla um þetta væri hins vegar á Ieið til iðnaðarráðherra, með samþykkt stjórnarinnar, og rétt væri að bíða með umræður um málið uns ráðherra hefði farið yfir málið. í samþykkt stjórnarinnar mun koma fram að undirbúningur skuli miða að því að hægt verði að taka fyrsta ofn verksmiðjunnar í notk- un 1986. Frekari tímasetningar verði hins vegar teknar af stjórn- inni í samræmi við stöðu mark- aðsmála og efnahagsmála í heim- inum. Enn er kveðið á um að tryggja verði rekstrargrundvöll verksmiðjunnar frekar en gert var í lögum um verksmiðjuna á sínum tíma, reynt verði að fá innlenda og erlenda aðila til samstarfs við ís- lenska ríkið sem eignaraðila og verksmiðjunni verði tryggt raforkuverð í samræmi við það sem Álverið við Straum og Járn- blendiverksmiðjan við Grundar- tanga greiða. B-álma Borgarspítalans ekki í gagnið á þessu ári: Ástæðan só að rík- ið hefur dregið úr fjárveitingum „Hörmum að ríkið standi ekki við sitt,“ segir IJavíð Oddsson Slit viðræðna Alþýðuflokks og ríkisstjórnar: Ekki fengið tilkynningu um að viðræðum sé slitið — segir Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra „ÉG HEF ekki fengið neina tilkynningu um það frá Alþýðuflokknum eða formanni hans um að viðræðum sé slitið og á meðan hún kemur ekki til mín, þá geng ég ekki út frá því sem vísu,“ sagði Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, í samtali við Mbl., þegar hann var spurður álits á þeirri yfirlýsingu Kjartans Jóhannssonar, formanns Alþýðuflokksins, að við- ræðum hans við ríkisstjórnina um afgreiðslu þingmála sé lokið, þar sem forsætisráðherra hafi slitið viðræðunum. „Það er enginn fótur fyrir því og haust og haldnir tíðir fundir að ég hafi slitið viðræðum við Alþýðuflokkinn. Gangur mála var sá að sl. þriðjudag kom Kjartan Jóhannsson til við- ræðna víð okkur ráðherrana þrjá til að skýra okkur frá samþykkt flokksþings Alþýðuflokksins um málið. Þar voru sett þrjú skilyrði fyrir því að fara í efnislegar við: ræður um afgreiðslu þingmála. í fyrsta lagi að bráðabirgðalögin yrðu strax lögð fyrir Alþingi. Það var gert strax á miðvikudag- inn í síðustu viku. I öðru lagi að störfum stjórnarskrárnefndar yrði hraðað, en þeim hefur verið hraðað eins og unnt er í sumar þar að undanförnu og stefnir nefndin að því að geta skilað greinargerðum og tillögum til þingflokkanna á næstunni. Þessu atriði er því í rauninni fullnægt. Þriðja skilyrðið var það að kjördagur yrði ákveðinn ekki síðar en í aprílmánuði. Þetta töldum við okkur þurfa að kanna nánar,“ sagði Gunnar. Gunnar gat þess að athuga þyrfti hvenær þingi yrði að ljúka, ef miða ætti við að kosið yrði í aprílmánuði, en það þyrfti að gerast a.m.k. einum og hálf- um til tveimur mánuðum fyrir kjördag. Einnig þyrfti að athuga hve langan tíma tæki að ljúka þeim málum á Alþingi sem af- greiða þyrfti fyrir þingrof. „Síðastliðinn miðvikudag hringdi ég í Kjartan Jóhannsson og skýrði honum frá því hvernig þessi mál stæðu og gerði ég ráð fyrir því að við héldum næsta viðræðufund eftir þessa helgi. Þannig standa málin og ég skýrði m.a. frá þessu í samtali við útvarpið á hádegi á föstudag. Það er ekki nokkurt minnsta til- efni, til að túlka það samtal eins og formaður Álþýðuflokksins hefur gert, að ég hafi þar með slitið viðræðum. Fyrir því er enginn fótur. Við höfum gengið út frá því að þessar viðræður haldi áfram, hitt er svo annað mál, hvort Kjartan Jóhannsson ákveður að draga sig til baka út úr þessum viðræðum, en þá liggja til þess allt aðrar ástæður en þessar," sagði Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra. „ÞAÐ er Ijóst að við getum ekki tekið B-álmu Borgarspítalans í notk- um um áramót, eins og til hefur staðið og er skýringin sú að ríkið hefur kippt að sér hendinni," sagði Davið Oddsson borgarstjóri Reykja- víkur í samtali við Mbl. í gær, en Davíð var spurður hvenær B-álma Borgarspítalans yrði tekin í notkun. Sú álma er ætluð öldruðum lang- legusjúklingum, og stefndu borgaryfirvöld að því að taka hana í notkun nú á ári aldraðra. „Ríkið hafði áður tilkynnt okkur að það myndi leggja 18 milljónir í þessa framkæmd á árinu, en síðar á þessu ári var okkur tilkynnt að framlagið færi niður í 15 milljónir og yrðum við að draga úr bygging- unni á móti. Nú höfum við síðast fengið að vita að við fáum ekki nema 13,6 milljónir, þannig að það er sýnt að við náum ekki að koma B-álmunni í gagnið fyrr en í fyrsta lagi í mars eða apríl,“ sagði Davíð. Við höfum reynt að skrifa fjár- málaráðuneytinu til að fá viðræð- ur um þetta atriði, en það er ljóst að svo liðið er á árið, að viðræður yrðu til lítils, en það verður reynt samt sem áður. Við hörmum það að ríkið standi ekki við sitt, þar sem tilkynnt hafði verið að þessi framkvæmd ætti að vera for- gangsverkefni," sagði Davíð. Davíð gat þess jafnframt að rík- ið skuldaði Reykjavíkurborg millj- ónatugi vegna bygginga á heil- brigðismannvirkjum og skóla- mannvirkjum og fleiri mannvirkj- um. Davíð sagði að á síðasta ári hefðu viðræður hafist vegna þessa, en þær hefðu legið niðri um hríð, en nauðsynlegt væri að fara í þær aftur og reyna að ganga frá málinu. Það væri óbærilegt fyrir borgina að sitja uppi með þessar skuldir ríkisins. Vestmanneyjar: Mikil atvinna Vestmannaeyjum 15. nóvember 1982. Mikil og góð atvinna hefur verið hér síðustu dagana. Mikið hefur borist hingað af síld og er hún flökuð og fryst eins og undan hefst. Togarar hafa landað hér ágætum afla, svo sem Vestmanna- ey, sem landaði hér 110 tonnum fyrir helgi og Sindri 130 tonnum á laugardag. Togararnir hafa aflað ágætlega á árinu, Breki hefur lagt á land 3857 tonn, en hann er nú á veiðum og mun sigla til Þýska- lands, var með 190 tonn. Klakkur hefur landað 3226 tonnum, Sindri 3255 tonnum og Vestmannaey 2885 tonnum. Nú er spáð fárviðri á miðunum, og eru togarar og bátar byrjaðir að leita hafnar á meðan versta veðrið gengur yfir. hkj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.