Morgunblaðið - 16.11.1982, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
Stutt kynning á
Jónasi Elíassyni
prófessor og fram-
boði hans
— eftir Ólaf Oddsson,
Jónas Elíasson prófessor er
fæddur 26. maí 1938 í Hnífsdal.
Foreldrar hans voru Elías Ingi-
marsson, kaupfélagsstjóri þar,
síðar verkstjóri í Reykjavík, og
kona hans, Guðný Jónasdóttir.
Jónas (Elíasson) lauk stúdents-
prófi 1956 frá MA og verkfræði-
prófi í Höfn 1962. Hann hefur
unnið hjá Vita- og hafnamála-
skrifstofunni og Raforkumála-
skrifstofunni. Jónas Elíasson hef-
ur í tæp tíu ár verið prófessor við
verkfræði- og raunvísindadeild
háskólans og jafnframt verið
starfandi forstöðumaður straum-
fræðistöðvar Orkustofnunar. Eftir
hann eru margvísleg rit í þeim
fræðum.
Kona Jónasar er Ásthildur,
lektor í Kennaraháskólanum, Erl-
ingsdóttir læknis Þorsteinssonar
og fyrri konu hans, Huldu Dav-
íðsson. Eiga þau tvö börn.
Jónas Elíasson prófessor hefur
starfað mikið í Sjálfstæðisflokkn-
um, og hafa honum verið falin
margvísleg trúnaðarstörf þar.
Hann var t.a.m. formaður Félags
sjálstæðismanna í Hlíða- og
Holtahverfi, er í stjórn fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna i
Reykjavík, og hann er formaður
orkunefndar Sjálfstæðisflokksins.
Hann hefur unnið hin fjölbreyti-
legustu störf á vegum flokksins.
Jónas Elíasson hefur nú ákveðið
að gefa kost á sér í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Við stuðningsmenn hans teljum
hann prýddan þeim mannkostum
og hæfileikum, er þingmenn þurfa
að hafa. Við vitum, að honum er
mjög umhugað um að vinna að
margvíslegum hagsmunamálum
Reykvíkinga og reyndar þjóðar-
innar allrar. Við erum sannfærð
menntaskólakennara
Jónas Klíasson
um, að hin umfangsmikla þekking
hans í vatna- og orkufræðum
mundi reynast afar mikilvæg á
hinu háa Alþingi, en þar er m.a.
fjallað um þessi þýðingarmiklu
mál.
Ekki má skilja fyrrgreind orð
svo, að hér sé óbeint gert lítið úr
öðrum frambjóðendum í prófkjör-
inu, því fer fjarri. Ég vil aðeins
biðja þá, sem taka þátt í prófkjör-
inu, að hugleiða, hvort það sé ekki
æskilegt, að Jóns Elíasson verði
einn af þeim 8—12 mönnum, sem
menn merkja við á kjörseðli. Ég er
sannfærður um, að þing og þjóð
þurfa á Jónasi Elíassyni að halda.
Ólafur Oddsson,
menntaskólakennari.
í Nonnahúsi. Frá v.: Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Stefanía Ármannsdóttir, safnvörður, Guðríður Eiríksdótt-
ir, formaður Nonnanefndar Zontaklúbbs Akureyrar, og Vigdís Bjarnadóttir, ritari forseta.
Nonnasafti 25 ára
Akureyri, 9. nóvember.
HINN 16. nóvember verða 25 ár
liðin frá því að Nonnahús á Akur-
eyri var opnað sem minningar-
safn um hinn kunna rithöfund
Jón Sveinsson, sem tók sér höf-
undarnafnið Nonni, en þennan
dag verða liðin 125 ár frá fæðingu
hans. Það er Zontaklúbbur Akur-
eyrar, sem kom safninu á fót og
hefir séð um rekstur þess frá
upphafi.
Zontaklúbbur Akureyrar var
stofnaður árið 1949, og var þá
strax ákveðið, að hann skyldi
vinna að því að halda í heiðri
minningu Jóns Sveinssonar. Full-
trúar klúbbsins fóru þess fljót-
lega á leit við þáverandi eigendur
Nonnahúss að fá húsið keypt, en
eigendurnir, hjónin Sigríður Dav-
íðsdóttir og Zóphonías Árnason,
gáfu þá Zontasystrum húsið í því
skyni, að þar yrði komið upp
safni.
Þetta var árið 1952. Davíð Sig-
urðsson, faðir Sigríðar, hafði átt
húsið og haft trésmíðaverkstæði
sitt og geymslur í suðurenda þess,
en leigt húsið að öðru leyti. Siðast
var búið í því 1942 og eftir það
stóð það ónotað. Ekki er vitað um
aldur þess, nema hvað það er
Nonnahús
eldra en frá árinu 1859. Nonni
átti þar heima í bernsku, þegar
hann var 7—12 ára gamall, en þá
sigldi hann af landi brott.
Zontasystur hófust strax
handa um fjáröflun og viðgerðir
á húsinu. Stefán Jónsson arkitekt
var helst til ráðuneytis um til-
högun viðgerðarinnar, sem var
vandaverk, en einnig lagði dr.
Kristján Eldjárn nokkuð til
þeirra mála. Stefán Reykjalín
byggingameistari og Jón Pálsson
smiður unnu manna mest að
verkinu. Jafnframt var byrjað að
safna munum og þá haft sam-
band við Harald Hannesson hag-
fræðing, sem gaf mikið af mynd-
um, bókum og hlutum, en hann
hafði þá án þess að Zontasystur
vissu byrjað söfnun muna, sem
tengdir voru Nonna. Hann hefir
síðan hlynnt mjög að safninu
með gjöfum og góðum ráðum og
yfirgripsmikilli þekkingu sinni á
ævi Nonna. Stefnt var að því að
Rasmus Kristján Rask 150. ártíð
14. nóv. voru liðin 150 ár frá
dauða Rasmusar Kristjáns
Rasks, aðalhvatamanns að
stofnun Hins íslenzka bók-
menntafélags og fyrsta forseta
þess.
Rask var fæddur 22. nóvember
1787 af fátækum foreldrum. Þeg-
ar á unga aldri vann hann sér
nafn og álit fyrir einstakar gáfur
til tungumálanáms og lærði
snemma íslenzku. Náði hann svo
góðum tökum á málinu að naum-
ast mátti heyra að þar færi út-
lendur maður.
Um tilgang sinn með íslenzku-
náminu sagði hann meðal ann-
ars:
„Það skal vera mín huggun og
gleði að læra þetta mál, og sjá af
ritum þess, hversu menn hafa
fyrrum þolað andstreymi og með
hreysti klofið það. Ég læri ekki
íslenzku til þess að nema af
henni stjórnfræði eða her-
mennsku, eða þesskonar, en eg
læri hana til þess að geta hugsað
eins og maður, til þess að út-
rýma þeim kotungs og kúgunar
anda sem mér hefur verið inn-
rættur með uppeldinu frá blautu
barnsbeini, til þess að stæla hug
og sál ..."
Rask nam máífræði við Há-
skóiann í Kaupmannahöfn og
gaf árið 1811 út íslenzka mál-
fræði; dvaldist hann á íslandi
1813—1815 meðal annars í því
skyni að heyra hvernig málið
hljómaði af vörum þjóðarinnar.
Á ferðum sínum um landið
varð hann margs vísari um
ástand íslenzkunnar og komst að
þeirri niðurstöðu að málið væri í
svo bráðri hættu að ekki yrði
talað íslenzkt orð í Reykjavík að
hundrað árum liðnum og tungan
með öllu útdauð eftir svo sem
tvö hundruð ár, ef því færi fram
sem horfði. Taldi hann vænleg-
ast til viðspyrnu að efna til fé-
lags meðal Islendinga, sem
skyldi efla og styðja bókmenntir
þeirra, vera til varnar og við-
halds íslenzkri tungu og styrkja
almenna menntun.
Þegar Rask hvarf frá íslandi
síðsumars 1815 hafði hann geng-
ið frá stofnun félagsins, en það
var formlega sett á fót fyrri
hluta árs 1816, og hlaut nafnið
Hið íslenzka bókmenntafélag.
Starfaði það í tveimur deildum, í
Kaupmannahöfn og Reykjavík.
í boðsbréfi að stofnun Kaup-
mannahafnardeildarinnar, sem
dagsett er 1. janúar 1816, er
stefna félagsins mörkuð með
þessum orðum meðal annars:
„Sérhver íslenzkur maður,
sem ekki er öldungis ókunnugur
í heiminum, mun viðurkenna, að
gamla Norrænan sé sú helzta
undirrít íslands sóma; því væri
ekki gamli skáldskapurinn, sög-
urnar og aðaltungan, móðir allra
tungumála á Norðurlöndum, þá
mundi varla nokkur maður í
framandi löndum þekkja þjóð
eða land, né heldur forvitnast
þar um, framar en um aðra villi-
þjóð eður eyðimörk ...
En hér er meiri brestur á en
vera skyldi, þar sem öll bóka-
skrifdt á íslenzku og prentun er
nærri undir lok liðin, og málið
víða farið að spiilast, en helzt
hjá lærðum mönnum, þó skömm
sé til að vita. Það er annars nógu
náttúrlegt, þar varla er nokkur
sú menntagrein, í hverri maður
af íslenzkum bókum geti lagt sér
góðan grundvöll, fengið góða al-
menna útsjón, auk heldur gengið
víðar; venjast því Frónskir frá
blautu barnsbeini við útlenzkt
mál, og íslenzkir týna niður Is-
lenzku, en almúginn, sem sjálfur
er útilokaður frá annarra þjóða
bókaskrift, fær litla uppbygg-
ingu af þessum lærdómi, sem
honum er óskiljanlegur. Ef þetta
viðgengst, mun þjóðin, þó hún sé
nógu lítil, óumflýjanlega tví-
skiptast, og mun annar partur-
inn taka upp smásaman annað
mál og aðra siðu, fyrirlíta alls-
kostar hinn og þykja hann klúr
og búralegur; þá mun líka út-
gjört um hennar framfarir í
andlegum efnum.
Til þess að reisa hér skorður
við, ef verða mætti, hafa nú fyrir
skömmu margir föðurlandsvinir
og sómamenn á Islandi gengið í
félag nokkurt, hvers tilgangur
er, með árlegum styrk, sem er
tekinn eftir hvers eins vilja og
efnum, að útgefa allskonar bæk-
ur á íslenzkri tungu ..."
Hér verður saga Bókmennta-
félagsins ekki rakin, en á það
minnt að stofnun þess var einn
mesti viðburður í sögu íslenzkra
mennta síðari alda.
Óvænlega horfði um íslenzkt
þjóðerni og íslenzka menntaiðju
um þær mundir sem félagið var
stofnað. Áhugi manna hafði ein-
göngu að heita má beinzt að
fornum fræðum, og svo virzt sem
jafnvel íslendingar sjálfir væru
farnir að líta á tungu sína sem
eitt hinna dauðu klassísku
tungumála. Hlutur Bókmennta-
félagsins var öðru fremur sá að
gerbreyta viðhorfi manna til ís-
lenzkrar tungu og bókmennta
síðari alda. Grundvallarstefna
þess var að reisa við þjóðlegt
mennta- og menningarlíf í land-
inu sjálfu undir forystu íslend-
inga — eða manna, er fullkom-
lega væru mælandi á íslenzka
tungu, þannig að íslenzk þjóð-
menning yrði virkt afl í lífsbar-
áttu landsmanna. Með þessu var
mörkuð sú stefna, sem Islend-
ingar hafa fylgt, þótt vandalaust
sé að benda á ýmislegt, sem úr-
skeiðis hefur farið um fram-
kvæmd hennar.
Rask er meðal kunnustu mál-
vísindamanna sem uppi hafa
verið og verður lengi minnzt
fyrir afrek í þeim fræðum, ein-
kum samanburðarmálfræði. Og
svo hafa íslendingar sérstaka
ástæðu til að geyma nafn hans
sér í minni fyrir forgönguna um
stofnun Hins íslenzka bók-
menntafélags.
Á aðalfundi félagsins 18. marz
1833 minntist forseti þess, séra
Þorgeir Guðmundsson, Rasks og
lauk máli sínu með þessum orð-
um:
„Hann hefir reist sér hjá oss
og löndum vorum óforgengilegan
heiðursvarða með ritum sínum
Islands bókmenntum og tungu
viðkomandi, og svo lengi Félag
þetta stendur, skal það bera
vitni um hans framkvæmdar-
sömu velvild til íslands, svo
lengi bókmenntir iðkast á Fróni
skal nafn hans nefnast með
þakklæti og virðingu af þess son-
um.“
Sigurður Líndal