Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 17 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Eftir því sem yfirheyrslimum miðar fram koma fram æ fleiri missagnir og undanfærslur ísrael KFTIR ÞVÍ sem rannsóknarntTndin, sem ísraelsstjórn skipaói til að kanna fjöldamoróin í flóttamannabúðunum i Shatilla og Shabra í Beirút, starfar lengur virðist æ Ijósara að forystumenn ísraels hafa á einn eða annan hátt vitað um, hvað til stóð, eða að minnsta kosti grunað hvernig gæti farið, eftir að liðsmönnum falangista hafði verið leyft að fara inn í búðirnar. Misræmis gætir einnig í frásögnum þeirra, þar á meðal Begins forsætisráöherra, Shar- ons landvarnarráöherra og Rafaels Eitans, yfirmanns herráðs landsins og fram hefur komiö við yfirheyrslurnar, að leyniþjónusta ísraels vissi um atburðina örfáum klukkustundum eftir að drápin hófust. Hins vegar vilja allir þvo hendur sínar af þessu atburðum, en eru mismunandi sannfærandi í þeirri viðleitni. Það sýnist vera nokkurn veginn á hreinu, aö Begin forsætis- ráðherra vissi ekki fyrir víst, hvað hafði gerzt fyrr en um það bil tveir sólarhringar voru liðnir. Það er í sjálfu sér rannsóknarefni ef rétt er, að forsætisráðherranum sjálfum, sem hingað til hefur viljað halda öllum þráðum í hendi sér, skyldi vera haldið svo lengi utan við þetta. Á því gætu þó meðal annars verið persónulcgar skýringar, þar sem eru veikindi og vaxandi hrum- leiki ráðherrans sjálfs, svo og sjúkleiki eiginkonu hans, Alizu, sem lézt nú um helgina eftir erfið veikindi. að stendur samt óbreytt að hermönnum falangista var leyft að fara inn í búðirnar og verður það að teljast ákaflega hæpið, að hlusta á þær fullyrð- ingar forsvarsmanna ísraels, að þeir hafi ekki getað gert sér í hug- arlund, að hermennirnir myndu gera annað en hafa uppi á skæru- liðum PLO, sem var álitið að væru enn í búðunum. Flóttamannabúðirnar eru ekki umkringdar hljóðeinangruðum veggjum og það er ekki líklegt að óhæfuverkin hafi farið svo hljóð- lega fram að enginn hafi heyrt neitt. Engu að síður hefur verið hamrað á því — einkum í fyrstu — að ísraelsku hermennirnir sem voru á verði skammt frá hafi ekk- ert vitað hvað var að gerast inni í búðunum. Framburður Ara Grabovsky skriðdrekaforingja á dögunum vakti því bæði undrun og reiði. Hann hefur tjáð rannsóknar- nefndinni að hann hafi séð her- menn falangista drepa fimm kon- ur og börn í Shatilla-búðunum, að morgni föstudagsins 17. septem- ber. Sagðist hann hafa verið í um 500 metra fjarlægð og nokkrir aðrir ísraelskir hermenn hefðu verið hjá honum og séð hvað gerð- ist. Grabovsky segist hafa tilkynnt yfirmanni sinum um atburðinn og fengið svarið: „Við vitum það, okkur er það ekki að skapi." Og gaf þeim síðan fyrirmæli um að hlanda sér ekki í málið. Grabovsky sagði, að skömmu síðar hafi hann orðið vitni að því að falangistaher- maður skaut mann sem reyndi að veita viðnám. Um hádegið á föstu- deginum, sagði Grabovsky að nokkrir falangistar hefðu komið til ísraelanna, örþreyttir eftir átökin og Israelarnir þá spurt, hvers vegna þeir væru að myrða óbreytta borgara. Grabovsky segir að þeir hafi svarað: „Óléttar konur munu fæða af sér börn, sem verða hryðjuverkamenn þegar þau vaxa úr grasi." Eins og áður er að vikið er það furðulegur barnaskapur og ein- feldni — sem ekki hefur hingað til verið talið einkenni Israela — að halda að falangistarnir myndu ekki reyna að hefna sín eftir að þeir fengu að leika lausum hala í búðunum. Forseti þeirra, Bashir Gemeyel, hafði verið myrtur tveimur dögum áður en fjölda- morðin hófust og það sýnir trú á mannlegt eðli, sem ekki kemur heim við skaphöfn ísraela og hefnigirni þeirra, að gera því ekki skóna að falangistarnir myndu ganga berserksgang. Ekki sízt vegna þess að það bendir óneitan- lega margt til þess að ísraelar hafi hugsað sér að leiða málið hjá sér. Og það er líka undarleg einfeldni eða dómgreindarskortur að búast við að enginn kæmist að þessu. Af framburði manna í yfir- heyrslunum kemur fram að líb- önsku falangistarnir kröfðust þess mjög eindregið, að ísraelar leyfðu þeim að fara inn í búðirnar, og það er ekkert sem gefur neina vísbend- ingu um, að Israelar hafi átt að því frumkvæði. En israelsku her- mennirnir virðast hafa orðið mjög undrandi, þegar atburðirnir fóru að spyrjast út og fréttamenn komu að búðunum og heimtuðu að fá að vita sönnur á því hvað gerzt hefði. ísraelsku hermönnunum var bannað að fara með þeim inn í búðirnar. Aluf Drori.yfirmaður norðursveita ísraela sagði að hann hefði lagt bann við því vegna þess að hann hefði verið sannfærður um, að þá yrði skuldinni skellt ein- hliða á ísraela. Drori kveðst sjálf- ur hafa gert sér grein fyrir því daginn áður hvað var að gerast. Hafi hann þá haft samband við Eitan yfirmann herráðsins og sagt honum allt af létta. Fékk hann þá fyrirskipun um að láta falangist- ana hverfa tafarlaust á brott. Annaðhvort hlýddu þeir ekki skip- uninni eða Israelar reyndu ekki af neinni alvöru að framfylgja henni. Það er mál manna í ísrael, að þó svo að Ariel Sharon varnarmála- ráðherra hafi verið mjög ósveigj- anlegur og staðið fast á framburði sínum í yfirheyrslunum, verði hann óhjákvæmilega að segja af sér. Svo margt sé misræmið og missagnir, sem fram hafi komið, og það geti ekki farið framhjá neinum heilvita manni, að ein- hverra hluta vegna hafi Ariel Sharon látið gott heita. Svo ráð- ríkur maður og afskiptasamur sem hann er, hlýtur að vera frá- leitt að ætla að hann hafi í fávísi ekki fylgzt með framvindu mála. Það væri að minnsta kosti alveg á skakk við gerðir hans og hugsanir fram til þessa. Hvað Begin varðar greinir menn á; flestir álíta að hann muni hvort eð er draga sig í hlé fyrr en síðar vegna veikinda og svo kunni þá að fara að Likud- -handalagið standi andspænis ámóta vandamáli og Verkamanna- flokkurinn nú — að vantá for- ingja. (Ilc'imildir Jcrusalnn Posl, NYT, Al*.) Innilegt þakklæti til barna minna og bama- barnafyrir gjafir og samverustundir á 70 ára afmæli mínu og vina minna er glöddu mig meö heimsóknum, blómum og skeytum. LifiÖ heil. Alfred W. Þórðarson, frá Vesturhúsum, Vestmannaerjum. Polaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid660 myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir ■ Rafeindastýrt leifurljós gefur rétta blöndu af dagsbirtu og „Polaroid“-ljósi hverju sinni, úti sem inni. ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. ■ Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. ■ Notar nýju Polaroid 600 ASA litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! ■ Algjörlega sjálfvirk. ■ Á augabragði framkallast glæsilegar Polaroid litmyndir sem eru varanleg minning líðandi stundar. ■ Polaroid 660 augnabliksmyndavélin er metsölu augnabliksmyndavélin í heiminum í ár! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar. Kynntu þér kjörin! Polaroid filmur og vélar fást í helstu verslunum um land allt. Polaroid Einkaumboð: Ljósmyndaþjónustan hf., Reykjavík. ptérpimMíiíi ifr Áskriftarshuim er <830S3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.