Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Pólitískt spennufall að er söguleg ákvörðun hjá Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra, að lýsa því yfir í bréfi til Sjálfstæðis- flokksins, að hann vilji ekki taka þátt í prófkjöri sjálfstæð- ismanna um skipan framboðs- lista í komandi alþingiskosn- ingum. Um rökstuðning Gunn- ars fyrir ákvörðun sinni er óþarft að hafa mörg orð. Það stenst engan veginn að gefa til kynna eins og forsætisráðherra gerir, að ákvörðun sjálfstæð- ismanna um tilhögun prófkjörs vegna borgarstjórnarkosn- inganna í vor hafi haft slæmar afleiðingar. Þvert á móti hefur það verið mál manna hingað til, að vel hafi til tekist í hví- vetna við skipan þess fram- boðslista og Sjálfstæðisflokk- urinn endurheimti meirihluta sinn með glæsibrag eins og kunnugt er. Það fer síður en svo vel á því, að Gunnar Thor- oddsen hætti að vera í fram- boði fyrir sinn gamla flokk með hnútukasti um aukaatriði eins og þau sem hann tíundar í bréfi sínu. Umræður munu verða um það næstu daga og vikur, hvað forsætisráðherra taki sér fyrir hendur á hinum pólitíska vettvangi. Er ekki að efa að margar hugmyndir munu koma fram um það, enda þolir enginn forsætisráðherra í lýð- ræðislandi að um sig myndist pólitískt tómarúm. Eftir að Gunnar hefur lýst því yfir, að hann vilji ekki taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna, en ekki liggur fyrír frá honum yf- irlýsing um að hann ætli að draga síg í hlé í stjórnmálabar- áttunni, er sá kostur fyrir hendi, að Gunnar bjóði sig fram í nafni annars flokks en Sjálfstæðisflokksins, sem stangast myndi á við allar hans fyrri yfirlýsingar, eða hann fari í sérframboð, sem telja verður með ólíkindum miðað við allar aðstæður. Athygli vakti í síðustu viku þegar frétt um sérframboð Gunnars birt- ist á forsíðu Þjóðviljans. Lausafréttum um slíkt fram- boð mun skjóta upp af og til allt fram til þess, að forsætis- ráðherra tekur af skarið og til að komast hjá pólitísku spennufalli mun Gunnar Thor- oddsen sjálfur ekki segja af eða á um fyrirætlanir sínar fyrr en nær dregur kosningum. En fleiri sögulegar, pólitísk- ar yfirlýsingar voru gefnar um helgina og munu sumar þeirra vafalaust ráða miklu um það, hve lengi landsmenn þurfa að velkjast í vafa um lokaákvörð- un forsætisráðherra. Ólafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra, lýsti því yfir á flokks- þingi framsóknarmanna, að ríkisstjórnin hefði starfað und- ir kjörorðinu: Of lítið, of seint. Raunar sagði utanríkisráð- herra, að stjórnarsamstarfið hefði verið misheppnað frá upphafi og þess vegna hefði hann ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum. Nú er það að vísu svo að samhliða því sem gildi krónunnar hefur rýrnað hefur mönnum lærst, að gengi orða ýmissa stjórnmálamanna hef- ur einnig fallið. En þessum spurningum verða ráðherrar nú að svara: Ætlar utanríkis- ráðherra að sitja áfram í þess- ari lítilfjörlegu stjórn? Ætlar hann kannski að greiða at- kvæði með vantrauststillög- unni sem flutt hefur verið á ríkisstjórnina? Þolir forsætis- ráðherra að hafa ráðherra inn- anborðs á stjórnarskútunni sem viðhefur jafn óvirðuleg ummæli um ríkisstjórnina og störf hennar? Ríkisstjórnin samþykkti hinn 14. október að hefja við- ræður við stjórnarandstöðuna vegna þess, að Alþingi væri óstarfhæft og ríkisstjórnin hefði ekki afl til að takast á við vandamálin, svo að vitnað sé til orða þeirra Steingríms Her- mannssonar og Svavars Gests- sonar. Nú hefur slitnað upp úr þessum viðræðum og með næsta einstæðum hætti að því er Alþýðuflokkinn varðar, sem fram á föstudag hafði þá stefnu að ræða við ríkisstjórn- ina og flytja á hana vantraust! Sögulega skyndiákvörðun um að rifta viðræðunum tók Kjart- an Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins, á þeirri for- sendu, að Gunnar Thoroddsen ræddi ósæmilega um skilyrði Alþýðuflokksins fyrir fram- haldi viðræðnanna. Það væri því forsætisráðherra sem í raun sliti viðræðunum. Og á laugardag lýsti formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins því yfir í Þjóðviljagrein, að Gunn- ar Thoroddsen hafi í águst- mánuði sl. ekki viljað „leita eftir stuðningi þjóðarinnar við eigin stjórn." Af öllu því sem gerðist á hin- um pólitíska vettvangi um síð- ustu helgi er augljóst, að Gunnar Thoroddsen má leggja sig allan fram, sé hann þeirrar skoðunar, að um sig megi ekki myndast pólitískt tómarúm. Hann hefur sagt skilið við prófkjör sjálfstæðismanna og talsmenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks keppast við að segja skilið við hann. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Vísar á bug fullyrðingum um að prófkjör sé gert að hindrunarhlaupi fyrir kjósendur MORGUNBLAÐINU barst í g*r eftirfarandi greinargerð frá stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, vegna ummæla dr. Gunn- ars Thoroddsen um tilhögun próf- kjörs vegna næstu kosninga til Al- þingis: „I tilefni af svari dr, Gunnars Thoroddsen, forsætisráðherra, við bréfi kjörnefndar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem greint hefur verið frá í fjöl- miðlum, vill fulltrúaráð sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík taka eftir- farandi fram. Við val frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins til Alþingis í Reykjavík hefur frá 1970 verið viðhaft prófkjör meðal flokks- bundinna manna og stuðnings- manna flokksins í borginni. Próf- kjör fór þó ekki fram 1974. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1979 var samþykkt að miðstjórn flokksins skyldi setja samræmdar reglur um prófkjör vegna alþing- iskosninga. Prófkjör sem fram fóru vegna alþingiskosninganna í desember 1979 voru haldin sam- kvæmt þessum reglum. Síðan 1979 hefur einu sinni verið efnt til prófkjörs í Reykjavík í maí 1982. Venju samkvæmt hefur reglusetn- ing vegna prófkjörs í tilefni af sveitarstjórnarkosningum ávallt verið í höndum fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna. Þegar fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík fjallaði um prófkjörsreglur vegna borgar- stjórnarprófkjörsins 1981, lá fyrir þeim fundi tillaga stjórnar full- trúaráðsins um að þátttaka í prófkjörinu yrði heimil öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík án tillits til þess hvort þeir væru flokksbundn- ir eða ekki. Þessi tillaga stjórnar fulltrúaráðsins náði ekki fram að ganga. Samkvæmt samþykkt al- menns fundar í fulltrúaráðinu skyldu einungis flokksbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík og þeir sem óskuðu eftir inngöngu í flokksfélag í Reykjavík hafa at- kvæðisrétt í þessu prófkjöri. Að afloknu þessu prófkjöri kom í ljós að nær 2.000 manns gengu í sjálfstæðisfélögin í Reykjavík prófkjörsdagana sjálfa og siðustu dagana fyrir þá. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins 1981 var samþykkt tillaga um að prófkjörsreglur vegna alþing- iskosninga skyldu endurskoðaðar og var miðstjórn flokksins falið að skipa nefnd í því skyni. Sú nefnd lauk störfum síðastliðið haust og voru prófkjörsreglurnar vegna al- þingiskosninganna eftir það til meðferðar á þremur fundum mið- stjórnar. Eitt þeirra atriða, sem hvað ítarlegast var fjallað um var, hverjir skyldu hafa kosningarétt í prófkjöri vegna alþingiskosninga. I miðstjórn Sjálfstæðisflokksins náðist fullkomin samstaða um að gefa kjördæmisráðum (í Reykja- vík fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík) kost á að velja um þrjár mismunandi reglur varðandi þátttökurétt í prófkjöri. Þessir þrír möguleikar eru: 1. Þáttaka er heimil öllum flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum í kjördæminu og þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðis- fiokksins sem eiga munu kosn- ingarétt í kjördæminu við kosn- ingarnar og undirritað inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í kjör- dæminu fyrir lok kjörfundar. 2. Þátttaka í prófkjöri er heimil öllum stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins sem búsettir eru í viðkomandi kjördæmi og kosningarétt myndu hafa i þeim kosningum til alþingis sem í hönd fara og auk þeirra þeir flokksbundnir sjálfstæð- ismenn er náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana og búsettir eru í kjördæminu. 3. Þátttaka í prófkjöri er heimil öllum meðlimum sjálfstæðisfé- laganna í kjördæminu sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana, svo og þeim stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við kosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæð- isfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar svo og þeim er skráð hafa sig til þátttöku í prófkjör- inu innan tveggja sólarhringa áður en kjörfundur hefst. Á grundvelli þessara reglna miðstjórnar tók síðan almennur fundur fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, sem hald- inn var 27. okt. sl. samhljóða þá ákvörðun að atkvæðisrétt i próf- kjöri vegna alþingiskosninga sem fram fer 28. og 29. þessa mánaðar skuli hafa: a) Allir flokksbundnir sjálfstæð- ismenn í Reykjavík ásamt þeim sem undirritað hafa inntöku- beiðni í flokksfélag fyrir lok kjörfundar. b) Allir stuðningsmenn flokksins sem þess óska og láta þá ósk í ljósi í skrifstofu fulltrúaráðs- ins méð 2ja sólarhringa fyrir- vara áður en kjörfundur hefst. Þessi ákvörðun var, eins og fyrr segir, tekin samhljóða á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en i því á sæti kjarn- inn í baráttusveit flokksins í Reykjavík, þar á meðal Gunnar Thoroddsen. í fundarboði nefnds fulltrúaráðs fundar kom skýrt fram að tekin yrði ákvörðun um prófkjör og prófkjörsreglur. Hvorki þá né á öðrum stigum málsins hefur Gunnar Thoroddsen gert athugasemd við framan- greindar prófkjörsreglur, sem að mati stjórnar fulltrúaráðsins eru í fullu samræmi við allar lýðræð- isvenjur. Að öllu framansögðu athuguðu er því afdráttarlaust vísað á bug að fyrirhugað prófkjör sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík í lok þessa mánaðar sé einhverskonar hindr- unarhlaup og torfærur og tálman- ir séu af „vissum öflum í flokkn- um“ lagðar fyrir þá sem áhuga hafa á þátttöku í prófkjörinu. Þvert á móti er óflokksbundnum stuðningsmönnum flokksins heim- il full þátttaka í prófkjörið vegna borgarstjórnarkosninganna í nóv- ember 1981 sem var undanfari einhvers mesta sigurs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík frá upphafi. Þá má og benda á að í Norður- landskjördæmi vestra fer fram prófkjör á sama tíma og í Reykja- vík og samkvæmt nákvæmlega sömu reglum. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík." Prófkjör Alþýðufiokksins í Reykjavík: Fimm manns gefa kost á sér — 3 í fyrsta sæti PRÓFKJÖR til undirbúnings fram- boðs Alþýðuflokksins í Reykjavík við næstu Alþingiskosningar fer fram dagana 27. og 28. nóvember nk. Kosið verður um röðun í fjögur efstu sæti listans og hefur kjör- stjórn borist eftirgreind framboð: í 1. til 4. sæti: Bjarni Guðnason, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bald- vin Hannibalsson. í 2. til 4. sæti: Ágúst Einarsson. í 4. sæti: Emanúel Morthens. Niðurstöður prófkjörs eru bind- andi, hljóti sá frambjóðandi, sem kjörinn er, minnst 20 af hundraði þess kjörfylgis, sem Alþýðuflokk- urinn hlaut við síðustu kosningar til Alþingis. Öllum þeim, sem orðnir eru 18 ára og eru ekki flokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum, er heimil þátttaka í prófkjöri Ál- þýðuflokksins. Tillaga barst til kjörstjórnar um að lengja frest til framboðs, en kjörstjórn tók ekki afstöðu til þeirrar tillögu áður en frestur rann út. Vilmundur Gylfason alþingismaðun „Sé fram á að verða tiltölulega einangraðuru VILMUNDUR Gylfason alþingis- maður gaf ekki kost á sér í prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar, en fram- boðsfrestur rann út um síðustu helgi. Mbl. spurði Vilmund um þessa ákvörðun hans. „Skýringin er sú, og hún er tekin að mjög yfirveguðu ráði eftir langa umhugsun og samskipti við margt fólk, að þau sjónarmið sem mínir samherjar - og ég stöndum fyrir, myndu ekki njóta sín. Margir af mínum viðmælendum lögðu að mér að halda áfram, en MORGUNBLAÐIÐ spurði Kjartan Jóhannsson, formann Alþýðuflokks- ins, að því í gær hvað hann vildi segja um þá ákvörðun Vilmundar hinir voru miklu fleiri sem töldu að miðað við allar aðstæður þá væri það ekki skynsamlegt og ég hef haft það fyrir reglu að fylgja kjósend- um,“ sagði Vilmundur. „Ég hygg að ef menn líta yfir málasviðið allt og skoði sögu næstgenginna ára, þá blasir við að þessi sjónarmið sem við stöndum fyrir, hafa átt erfitt uppdráttar á mínum slóðum og ég minni til dæmis á frumvarp til laga um breytingar á vinnustöðum. Ég viðurkenni að þetta eru mjög rót- tæk sjónarmið og ef til vill erfitt að reka þau á mjög íhaldssömum slóð- Gylfasonar að gefa ekki kost á sér í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykja- vík fyrir næstu Alþingiskosningar. „Sérhver einstaklingur hlýtur að um, ég nota þá orðin í bókstaflegum skilningi orðsins, en ekki flokks- blaðaskilningi. Ég vil ekki nefna fleiri atriði til að vera ekki að ýfa neitt upp, en ég rifja upp 1978. Þá slógumst við meðan annars undir slagorðinu — Alþýðuflokkurinn gegn Kröfluflokkunum —. Ég fyrir einn meinti þetta, en svo kom haustið 1978.“ Heyrst hefur um stofnun Banda- lags jafnaðarmanna og Vilmundur var spurður að því hvert stefndi og hvort hann hygðist bjóða sig fram til næstu Alþingiskosninga? ákveða sjálfur hvort hann gefur kost á sér í kosningum eða próf- kjöri, við því er ekkert að segja," sagði Kjartan. „Á þessu augnabliki veit ég ósköp lítið um það, kannski hefur þetta forstokkaða valdakerfi, sviðið allt, sigrað enn einn einstaklinginn til, kannski ekki. Ég veit það ekki, en ég hlusta vel. Það hefur engin ákvörð- un verið tekin um það hvort ég fer í framboð. Ég vona að enginn skilji orð mín svo að verið sé að kljúfa eitt eða annað, það yrði ekki um neitt slíkt að ræða, eitt er að kljúfa, annað er að byggja upp. Ég vil taka sérstak- lega fram að auðvitað er margt ákaflega fínt og gott um gamla AI- þýðuflokkinn að segja, það veit ég vel, en sem flokkur á móti flokkun- um hefur hann ekki dugað, kannski af ástæðum sem blasa við. Þegar ég lít yfir sviðið, þá út af fyrir sig, er mér sagt að ég hafi getað átt tiltölulega öruggt þing- sæti, en málið er ekki það og hefur aldrei snúist um það, ég horfi aðeins fram á að vera tiltölulega einangr- aður, en með fyllsta fyrirvara, í til- tölulega litlum þingflokki og í mjög gamaldags félagskerfi sem myndar eins konar stuðpúða gegn almenn- ingsálitinu. Það er hlutverk þessara þröngu hópa, sem stýra svokölluð- um stjórnmálaflokkum, að vera varðhundar gegn almenningsálitinu og þá er mér alveg sama hvort þeir skilgreini sig til hægri eða vinstri. Þessi hugsun, satt að segja, var mér og mörgum nánustu ráðgjöfum mínum nánast óbærileg að fenginni reynzlu liðinna ára. Menn tala um klofning, en ég skil ekki það orð í þessu sambandi. Það er einn þingmaður, sem setið hefur á þingi fyrir stjórnmálaflokk, sem gefur ekki kost á sér, ég bið ekki um neitt og er ekki að kljúfa eitt eða neitt og kann ákaflega illa við þessa orðnotkun af þeirri einföldu ástæðu að fylgi er ekki fasteign og hefur aldrei verið það, þótt þessir flokks- hestar skilji það ekki.“ „Hvenær er að vænta niðurstöðu í biðstöðu þinni?“ „Ég hreinlega veit það ekki, kannski er gamla flokkakerfið niðurnjörvað, en samt held ég ekki.“ Kjartan um ákvörðun Vilmundar: „Við því er ekkert að segja“ Opið prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi — fyrsta sameiginlega prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suöurlandskjördæmi um siðustu helgi var samþykkt að hafa opið prófkjör i Suðurlands- kjördæmi við val á fulltrúa flokksins í næstu Alþingiskosningum og er gert ráö fyrir að prófkjöriö fari fram í janúarlok. í prófkjörinu er tekið tillit til víðfeðmi kjördæmisins og svæðaskiptingu að nokkru leyti með því að skipta kjördæminu niður í 4 svæði og myndar hvert svæði próf- kjörsumdæmi: A) Árnessýsla og Sel- foss, B) Vestmannaeyjar, C) Rangár- vallasýsla, D) Vestur-Skaftafells- sýsla. Skylt er samkvæmt prófkjörs- reglum að kjósa fjóra menn í próf- kjörinu, einn úr hverju prófkjörs- umdæmi, þannig að tryggt sé að öll svæðin eigi fulitrúa i fjórum efstu sætum. í fyrsta sæti verður síðan sá sem fær flest atkvæði í 1. sæti og er svæði viðkomandi þá afgreitt í fyrstu 4 sætin, í 2. sætið fer sá sem hlýtur flest atkvæðin í 1., 2. og 3. sæti og i fjórða sæti kemur síðan sá fulltrúi fjórða prófkjörssvæðisins sem hefur flest atkvæði innan þess svæðis. Framboð í prófkjöri er frjálst öllum flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum er náð hafa 20 ára aldri er prófkjörið fer fram og kjör- gengi hafa til Alþingiskosninga. Framboðum skal skila til full- trúa í prófkjörsstjórn á viðkom- andi prófkjörsumdæmi. Fram- bjóðendur í prófkjörinu skulu vera a.m.k. 3 frá hverju hinna fjögurra prófkjörsumdæma, þó mega þeir ekki vera fleiri en fimm frá hverju svæði. Fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna á hverju svæði skulu ákveða fjölda frambjóðenda af svæðinu, og skal fara fram forval innan fulltrúaráða ef frambjóð- endur á svæðinu verða fleiri en fulltrúaráðið hefur samþykkt. Frambjóðendur geta eingöngu boðið sig fram til prófkjörs í einu prófkjörsumdæmi og skal það tek- ið fram er þeir skila inn framboð- um. Á prófkjörsseðli skal raðað á fjóra lista nöfnum frambjóðenda, eftir útdrætti og skal koma fram nafn frambjóðanda, starfsheiti og lögheimili. Skulu listanir merktir prófkjörsumdæmum og skal prófkjörsumdæmum raðað á prófkjörsseðil eftir útdrætti. Kosning fari þannig fram að kjós- andi merki tölustafinn 1 við þann frambjóðanda sem hann vill hafa í 1. sæti, 2 við þann frambjóðanda sem hann vill hafa í 2. sæti, 3 við þann sem hann vill hafa i 3. sæti og 4 við þann sem hann kýs í 4. sæti, þó þannig að einungis verði merkt við einn frambjóðanda af hverju prófkjörssumdæmi (lista). Kjörseðill er ekki gildur nema merkt sé við 4 menn. Kosning skal vera bindandi fyrir 4 efstu sætin á framboðslista flokksins, og skal efsti maður úr hverju prófkjörsumdæmi skipa 1.—4. sæti framboðslistans eftir atkvæðamagni úr profkjörinu. Fá þarf samþykkt miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum prófkjörsreglum þar sem þær eru á annan hátt að nokkru en al- mennar raglur flokksins. Allir starfsmenn FIDE hættir Frá llalli llallssyni. blaðamanni Mbl. í Luzern. ALLIR starfsmenn á skrifstofum mun lenda í verulegum vandræð- FIDE í Amsterdam hafa sagt upp um vegna þessa — þetta fólk störfum, vegna kosningar Florenc- þekkir starfsemi sambandsins út io ('ampomanesar í forsetastól. In- og inn og óttast menn að útreikn- eka Bakker, sem um langt skeið ingur ELO-stiga muni fara í handa- hefur verið afkastamikill starfs- skolum eftir að Winther fer. maður, hafnaði bón Campomanes- „Starfsfólk FIDE sagði upp ar um að starfa áfram. Þá hefur störfum einfaldlega vegna þess að Erik de Winther, sem séð hefur það treystir Campomanes ekki — um bókhald sambandsins og það sættir sig ekki við vinnubrögð reiknað út ELO-stigin, látið af hans,“ sagði Friðþjófur M. Karls- störfum. Ljóst er að Campomanes son í samtali við blaðamann Mbl. Campomanes vill fá Jóhann til að gefa út mótsblað í Indónesíu Frá llalli llallssyni, blaðmanni Mbl. í Luzern: „FLORENCIO Campomanes, hinn nýkjörni forseti FII)E, ræddi við mig um möguleika á að gefa út mótsblað ólympíuskákmótsins í Indónesíu eftir tvö ár. Hann sagði mótsblaðið hér einstakt verk í sögu FIDE. Ég sagðist taka þetta til vin- samlcgrar athugunar og skoða ofan í kjölinn, en þá ítrekaði hann bón sína enn frekar — sagðist biðja mig um að gefa mótsblaðið út og fulltrúi Indónesa hefur ítrekað þessa bón,“ sagði Jóhann Þórir Jónsson, útgef- andi tímaritsins Skákar og móts- blaðs ólympíumótsins en mótsblaðið hefur bakið mikla athygli þeirra sem standa nærri skák og hafa menn borið mikið lof á þetta framtak. „Þá hafa Svisslendingar komið að máli við mig því þeir hyggja á veglegt mót á tveggja ára fresti — milli ólympíuskákmóta. Hafa þeir raunar ákveðið að gera það en hver framvinda verð- ur er ómögulegt að spá um. Vinnsla blaðsins gengur mun betur en í upphafi. Eftir að ég ákvað að gefa keppendum blað fyrir að skila skákum hafa orðið straumhvörf í setningu, þannig að villur eru úr sögunni. Skipuleggj- endur mótsins hafa þó lítið komið til móts við mig, en hafa ákveðið að gefa út sérstakt blað þar sem villur í 3 fyrstu blöðunum eru leið- réttar. Þó hefur komið í ljós, að villurnar voru ekki eins margar og við óttuðumst — og má segja að ótrúlega vel hafi tekist til.“ — Hefur þú í hyggju að gefa blaðið út á íslenzku? „Því miður held ég að af því geti ekki orðið en allir íslendingar lesa ensku þannig að ekki er hundrað í hættunni. Þegar öll blöðin eru saman komin, þá jafnast þau á við 40 meðalskákbækur. Nú, hvað fjárhagsafkomu þessa fyrirtækis snertir, þá er bjartara yfir þeim málum en það leit út fyrir að vera. Blaðið hefur fengið frábæra dóma og öllum ber saman um, að um tímamótaverk í sögu skákarinnar sé að ræða. Þá hefur það mælst vel fyrir, hve skák í þróunarlöndunum eru gerð góð skil — fjöldi greina um skák í hin- um ýmsu ríkjum þriðja heimsins hafa birst. Þetta mótsblað er út komið fyrir tilstilli Friðriks Ólafssonar. Hann var sakaður um Frá llalli llallssyni, blaóamanni Mbl. í Luzérn: „FYRIR frumkvæði Júgóslava héldu Evrópuþjóðir og fsrael fund á sunnu- dag þar sem hugmyndir um stofnun Skáksambands Evrópu voru viðrað- ar. Samband þetta yrði innan FIDE en stofnun sambands er beinlínis svar Evrópuþjóða við kjöri Campo- manesar,“ sagði Friðþjófur M. Karlsson, gjaldkeri Skáksambands íslands, i samtali við blaðamann Mbl. í Luzern. „Portúgalar vildu gera fundinn að stofnfundi, en samþykkt var að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna að undirbúningi stofnfundar sem þá væntanlega verður um mitt næsta ár. í nefndina voru kosnir Littorin frá Svíþjóð, formaður, Levy frá Skotlandi og Molorevic frá Júgó- slavíu. Sovétmenn og austurblokkin voru að sinna ekki málefnum þriðja heimsins en sannleikurinn er sá, að aldrei í sögu FIDE hefur verið jafnvel unnið að þróun skáklistar og í forsetatíð Friðriks. Þar má benda á nefnd þá sem komið var á laggirnar, og Averbach vann mik- ið að í samvinnu við Friðrik og Campomanes. Með þessu blaði hafa þróunarríki getað komið á framfæri skoðunum sínum — skýrt frá stöðu skáklistarinnar og áfram mætti telja. Sannast því enn hið fornkveðna að sjaldan launar kálfur ofeldi," sagði Jóhann Þórir Jónsson. ekki á þessum fundi, aðeins Júgó- slavía, en þess er gætt að leiðum sé haldið opnum til þess að Sovétmenn gangi í sambandið þó síðar verði. Þetta er ekki klofningur FIDE, en Evrópuþjóðir vilja með þessu sýna að þær séu vakandi fyrir því, að á hlut þeirra verði ekki gengið í forsetatíð Campomanesar. Ekki voru allir jafn hrifnir af stofnun Evrópusambands. Nýkjörinn varaforseti FIDE, Ramon Toran frá Spáni, og ný- skipaður varaforseti „At Large", Jungwirth frá Austurríki, sögðu að hagsmunir Evrópu væru tryggðir innan FIDE með kjöri þeirra. Þessu eru menn ekki sammála og minnast þess, að þessir menn gerðu sam- komulag við Campomanes um að styðja hann í forsetakjörinu, og fengu sjálfir dúsur í staðinn," sagði Friðþjófur M. Karlsson. Evrópuþjóðir huga að stofnun sérsambands: Svar við kjöri Campomanesar — segir Friðþjófur Karlsson, gjaldkeri SÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.