Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
27
MJÖG hefur veriö rætt og ritaö
um minnkandi aösókn að knatt-
spyrnuleikjum hér á landi síöasta
sumar. Ekki eru menn á eitt sáttir
um hverju só að kenna, en flestir
hallast að því aö heimsmeistara-
keppnin í knattspyrnu eigi þar
stærstan þátt. Hvern leikínn af
öörum rak á skjáinn og menn
kusu frekar aö sitja heima og
horfa á leiki frá HM en aö fara á
völlinn. Vegna hinnar mjög svo
minnkandi aösóknar uröu félögin
fyrir mikilli tekjurýrnun, en fækk-
un milli ára var um 41%.
Þetta er mikil fækkun hér á
landi, og um leiö athyglisverö. En
við getum huggaö okkur viö þaö
að þaö er svo til alveg sama hvar
fæti er drepið niður í Evrópu hvaö
þetta varöar, alls staðar hefur
orðið fækkun á áhorfendum. Viö
skulum aöeins líta á aðsóknina
hjá frændum vorum Norðmönn-
um. Á síöasta keppnistímabili var
minnsta aðsókn í 1. deild síöan 12
liða keppni var tekin upp áriö
1972. Aö meðaltali komu aöeins
4.660 áhorfendur á hvern leik. 615
þúsund áhorfendur komu á alla
leiki sumarsins. En í gegn um ár-
in hafa flestir áhorfendur verið
975.208, þaö var áriö 1977. Hér að
neðan getum viö séð heildarað-
sóknina á hverju ári frá 1972 og
síöan meðaltalið í sviga fyrir aft-
an á hverjum leik.
1972: 722.465 (5.473)
1973: 728.849 (5.522)
1974: 739.816 (5.605)
1975: 894.331 (6.775)
1976: 861.057 (6.523)
1977: 975.208 (7.388)
1978: 732.479 (5.549)
1979: 828.884 (6.279)
1980: 677.824 (5.135)
1981: 775.345 (5.874)
Og hver er skýringin? Jú þaö
eru svo til allir á því aö þaö hafi
verið heimsmeistarakeppnin í
knattspyrnu sem dró úr aösókn.
Fólk kemur ekki á völlinn þegar
þaö getur setið heima í stofu og
valiö um fjöldann allan af lands-
leikjum í stærstu knattspyrnu-
keppni sem fram fer og séö alla
frægustu leikmenn í heimi leika
listir sínar. Þessu til staöfestingar
eru nefndar tölur. I níundu leikum-
ferö í Noregi eru áhorfendur aö-
eins 23.416 en voru 43.306 á sama
tíma áriö áöur. En einrfiitt á þess-
um tíma var HM-keppnin aö hefj-
ast.
Alls staöar í Evrópu kvarta
menn sáran undan lélegri aösókn,
jafnvel enn þann dag í dag þegar
■iTranMiM
j 094351
^861037
Í82S8W
4775X5
!173X79
«72^9
|72£*lfa5
1677879
6150O0
| 's jéP' w
W KÍr I
Réttir knattspyrnan úr kútnum?:
Aðsókn hefur svo til
alls staðar minnkað
• Tvær stjörnur saman. Knattspyrnustjarnan Maradona til vinstri tekur í hönd þjálfarastjörnunnar Udo
Latek til hægri. Á Spáni fyllast vellirnir þegar stjörnur á borö viö Maradona leika.
komiö er fram á haust vantar mik-
iö uppá aö aösóknin sé eðlileg.
V-Þýskaland
í „bundesligunnni" hafa komiö
þrjátíu þúsund færri áhorfendur á
fyrstu 13 umferöirnar en í fyrra. í 2.
deild í V-Þýskalandi hefur aösókn-
in minnkaö um 50%. Og þaö er
ekki aðeins aö deildarleikjum sem
aösóknin hefur minnkað. Aö Evr-
ópuleikjum félagsliöanna svo og
landsleikjum hefur aðsóknin
minnkaö all verulega. Þetta ástand
setur aö sjálfsögöu strik í fjármál
félaganna og þegar eru nokkur lið
í Þýskalandi sem berjast i bökkum.
Tekjurnar verður aö fá annars
staöar en hjá áhorfendum, þeir
einfaldlega mæta ekki nægilega
vel.
Mikil fækkun hefur oröið á
áhorfendum í Júgóslavíu en þar
hefur knattspyrnan alltaf veriö gíf-
urlega vinsæl. Þaö má aö mati
heimamanna rekja til þess aö
landsliöiö fékk mjög slæma útreiö
í heimsmeistarakeppninni. Ekki
bætir svo úr skák aö uppvíst hefur
orðið um skattsvik hjá ýmsum
stórum knattspyrnufélögum þar í
landi.
í Tékkóslóvakíu hefur fækkun
áhorfenda þaö sem af er tímabilinu
verið 15%. Og sömu sögu má
segja umfleiri lönd í Austur-
Evrópu.
i Frakklandi hefur lítil sem engin
breyting oröiö á. Aösóknin svipuö
og undanfarin ár. Góð frammi-
staöa landsliösins á Spáni spilar
þar inní.
Og þar er reiknað með að góö
aösókn veröi aö úrslitum í Evrópu-
keppni landsliða sem fer fram þar
í landi árið 1984.
Meira að segja í Englandi þar
sem svo til allt snýst nú um
knattspyrnu hefur dregiö mjög
verulega úr aösókn. Skuldir ensku
félaganna vaxa meö viku hverri.
Stórlið eins og Arsenal í London
tapa miklu fé og eru mörg lið
skuldum vafin. Uppi hafa verið töl-
ur um þaö aö samanlagt skuldi
ensku liöin um 2.000 milljónir ís-
lenskra króna.
Til eru þó undantekningar
Undantekning er þó frá þessu. i
Belgiu hefur aösókn aðeins aukist,
þrátt fyrir mikið atvinnuleysi þar í
landi. Guy Thys landsliösþjálfari
telur skýringuna vera góöa
frammistöðu landsliösins í síöustu
Evrópukeppni, en þá hlaut liöiö
annaö sætiö á eftir V-Þjóðverjum.
A Ítalíu varö gífurleg aukning á
fyrstu umferöunum en síöan hefur
aðsóknin minnkaö jafnt og þétt og
í tveimur síöustu umferöunum var
aösóknin undir meöallagi. Þaö
setti aö vísu strik í reikninginn aö
aögöngumiöaverö hækkaöi veru-
lega nú nýveriö. En mikla aösókn í
upphafi tímabils má rekja beint til
HM-keppninnar. Allir vildu sjá ít-
ölsku stjörnurnar í leik. En svo
kom reiðarslagið. Tap fyrir Sviss-
lendingum i landsleik og þaö á
heimavelli. Og siöan jafntefli, 2—2,
á móti Tékkum um siðustu helgi.
Maradona trekkir á Spáni
Þrátt fyrir slakan árangur
Spánverja á heimavelli i
HM-keppninni síðastliöið sumar
hefur aösókn ekki minnkað þar i
landi aö deildarleikjum. Udo Latek
þjálfari Barcelona telur skýringuna
vera þá að Spánverjar hafi meiri
áhuga á félagsliðum sínum en
landsliöi. Þá hefur knattspyrnu-
snillingurinn Armando Maradona
bæst i hóp Barcelona og hvar sem
liöiö leikur er fullur völlur. Þaö
koma allir til að sjá þennan marg-
umtalaða knattspyrnumann leika
listir sínar. Græöa liö á Spáni því
vel á því aö fá FC Barcelona í
heimsókn. Það gefur góöan pen-
ing í kassann. Já, þaö eru stjörn-
urnar sem trekkja mest í knatt-
spyrnunni eins og í kvikmyndum,
tónlistinni og víöar.
Samantekt: ÞR.