Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
Flokksþing Framsóknarí'lokksins um helgina:
Hart deilt á ríkisstjórnina:
Viðskilnaður hennar verð-
ur að allt riðar til falls
— var innihald einnar ræðunnar. „Gamla haftastefnan
gæti átt rétt á sér,“ sagði einn þingfulltrúa
HART VAK deilt á ríkisstjórnina og stóðu efnahagsmála á 18. flokksþingi
Framsóknarflokksins um helgina. Menn töluóu um svikin loforð, spurt var
hvaó ráöherrar Framsóknarflokksins hefðu verið að gcra í ríkisstjórninni og
því lýst yfir að viðskilnaður ríkisstjórnarinnar vrði sá að allt riðaði til falls.
Lýst var eftir niðurtalningarstefnunni. Þá var áberandi í málflutningi manna
sú krafa framsóknarmanna að gripið verði til innflutningshafta. „Gamla
haftastefnan gæti átt rétt á sér,“ sagði einn ræðumanna í umræöunum.
Helgi H. Jónsson, varaþingmað-
ur í Reykjaneskjördæmi, varð
fyrstur til að hefja umræðu um
slælega frammistöðu ríkisstjórn-
arinnar, en margir fundarmenn
tóku undir orð Helga og hann fékk
þakkir fyrir að hafa sýnt þann
kjark að segja meiningu sína. Ei-
ríkur Tómasson var einn þeirra
sem tóku undir orð Helga og sagði
hann m.a. að framsóknarmenn
mættu ekki gefa svona eftir. Þeir
hefðu heitið því að beita sér fyrir
niðurtalningu, en á efndirnar
Helgi H. Jónsson:
Vildi láta vísa
fréttamönnum út
HELGI H. Jónsson, varaþing-
maður Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi og frétta-
maður útvarps, lagði til í upphafi
almennra umræðna á 18. flokks-
þingi Framsóknarflokksins um
helgina að þingið yrði lokað
fréttamönnum, öðrum en frétta-
mönnum Tímans. Sagði Helgi að
ástæða þess að hann bæri þessa
tillögu fram væri sú, að þingið
ætti að vera vettvangur hins al-
menna flokksmanns. Hann sagð-
ist ekki geta leynt óánægju sinni
með ríkisstjórnina og vildi geta
rætt það opið án þess að þurfa að
horfa framan í blaðamenn stjórn-
arandstöðublaðanna skrifa það
allt niður.
Tómas Árnason tók til máls
og lýsti sig andvígan tillögu
Helga, sagði slíkt þing ekki
verða rekið nema fyrir opnum
tjöldum. Hann benti á að
nefndarstörf færu fram fyrir
luktum dyrum og menn gætu
tjáð sig þar opinskátt. Valur
Árnþórsson, sem var fundar-
stjóri þegar þetta gerðist, sagði
tillögu Helga vart vera dag-
skrártillögu, en þar sem hún
væri fram komin yrði að fá
niðurstöðu í málið. Þá var og
bent á að blaðamönnum hefði
verið boðið sérstaklega til
þingsins og varla hægt að
ákveða á þessum punkti að vísa
þeim út.
Rétt áður en fundarstjórar
ætluðu að láta þingheim greiða
atkvæði um tillögu Helga
kvaddi Ólafur Þórðarson al-
þingismaður sér hljóðs og bar
fram dagskrártillögu þess efnis
að þinghaldi yrði fram haldið
og öllum atkvæðagreiðslum um
önnur mál vísað frá. Tillaga
Ólafs var samþykkt.
hefði skort. Þá kom einnig fram í
ræðu Ólafs Jóhannessonar utan-
ríkisráðherra hörð ádeila á ríkis-
stjórnina, en ræðu hans eru gerð
sérstök skil í blaðinu.
Fátt var um svör af hálfu for-
ystumannanna, en Steingrímur
Hermannsson, formaður flokks-
ins, sagði, í lok almennu umræðn-
anna á sunnudag, heilbrigða gagn-
rýni af hinu góða. Vegna umræðu
um stöðu efnahagsmála sagði
flokksformaðurinn sína skoðun að
lögbinda þyrfti efnahagsaðgerðir
eins og þær sem ríkisstjórnin væri
nú að fást við til að minnsta kosti
eins árs. Þá sagði hann að sér
fyndist athyglisvert að í máli
manna væri sem rauður þráður
krafan um takmörkun á innflutn-
ingi. „Við þolum þetta ekki leng-
ur,“ sagði hann og sagði sitt álit
að taka þyrfti upp ýmsar hömlur,
þó ekki með því að hverfa til
gömlu haftanna.
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, setur flokksþing
Framsóknarflokksins. Morgunbiaðið/KÖE
Hart deilt um málefni Tímans:
Þórarinn Þórarinsson
hótaði að segja af sér
„EF ÞESSARI ályktun er beint gegn
leiöaraskrifum mínum, þá segi ég af
mér,“ sagði Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri Tímans, m.a. í ræðu á 18.
flokksþingi Framsóknarflokksins á
sunnudag, en í ályktun starfshóps,
sem fjailaði um málefni Tímans,
segir m.a.: „Pólitisk skrif blaðsins
hafa verið nokkuð gagnrýnd af
flokksmönnum. Þess vegna beinir
þingið því til blaöstjórnar að endur-
skoðað verði skipulag á pólitískum
skrifum blaðsins." Mjög harðar deil-
ur voru á þinginu bæði í opnum um-
ræðum og i starfshópnum um Tim-
ann, og lýstu margir sig mjög
óánægða með blaðið sem pólitískt
fréttablað. Kom einnig fram að Tim-
anum verður ekki haldið úti í núver-
andi mynd nema til komi mjög mikil
fjölgun áskrifenda, eða lagfæring á
fjárhagsstöðu þess.
Vegna ályktunar starfshópsins
og yfirlýsingar ritstjórans um að
Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra:
hann myndi segja af sér ef þessu
væri beint gegn leiðaraskrifum
hans stóðu fjölmargir úr forystu-
liði Framsóknarflokksins upp og
lýstu Þórarinn bezta leiðarahöf-
und landsins og komu menn með
breytingartillögur sem öllum var
vísað til starfshópsins. I máli
manna kom fram að þarna hlyti
að vera átt við að Tíminn stæði sig
slaklega hvað varðar pólitísk
fréttaskrif, blaðið skýrði seint og
illa frá því sem væri að gerast á
hinum pólitíska vettvangi. Þá
nýtti blaðið illa beztu síður blaðs-
ins, svo sem baksíðu og blaðsíðu
tvö.
Framsóknarflokkunnn á að
vera trúr sínu
„ÉG ÁLÍT að Framsóknarflokkurinn eigi að vera trúr sínu miðflokkseðli. Sem
miðflokkur hefur hann hlutverki að gegna í þessu þjóðfélagi. Hitt tel ég ekkert
sérstaklega eftirsóknarvert að setja hann sem þriðja flokkinn ávinstri vænginn. Ég
held að það hljóti aö fara svo að þá fari menn aö hugsa sig um, hvort það sé ekki
eins gott aö kjósa hina vinstri flokkana, ef dæminu er stillt upp þannig. Þetta er
min sannfæring að á miðflokksgrunni og miðflokkseðli eigum við að standa,“ sagði
Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra í ræðu sinni á 18. flokksþingi Framsóknar-
flokksins á sunnudag, en ræða Olafs fékk mjög góðar undirtektir þingfulltrúa.
miðflokkseðli
Ólafur deildi hart á ríkisstjórnina
og sagði hana hafa brugðist í ætlun-
arverki sínu að ná niður verðbólg-
unni, og sagðist ekki skorast undan
þeirri ábyrgð sem því fylgdi. Hann
sagði að „of lítið, of seint", yrðu því
miður einkunnarorðin sem þessi rík-
isstjórn fengi. Þá sagði hann, að þeir
sem gert hefðu sér miklar vonir um
árangur af starfi ríkisstjórnarinnar
hefðu orðið fyrir vonbrigðum. Því
væri þó ekki þannig varið með sig,
því hann hefði aldrei reiknað með
miklum árangri af störfum hennar.
Ólafur sagði í upphafi ræðu sinnar
að sér fyndist að Framsóknarflokkur-
inn ætti að vera flokkur atvinnulífs-
ins. Hann sagði grundvöll atvinnu-
veganna á brauðfótum og Framsókn-
arflokknum gagnaði ekki að leggja
áherslu á sömu atriði og fyrir síðustu
kosningar. Grunntónninn í stefnu
flokksins fyrir komandi kosningar
ætti að vera að koma atvinnuvegun-
um á traustan og heilbrigðan grund-
völl. Ólafur sagði að tekist hefði 1971
að byggja upp atvinnuvegina, þá
hefði Framkvæmdastofnun verið
komið á fót, fyrst og fremst til þess
að rétta fram örvandi hönd, sem hún
hefði þá gert. Nú væri því þannig
varið að alltof mikið af fjármagni
hennar færi til að bjarga atvinnufyr-
irtækjum í neyðartilfellum.
I umfjöllun um stjórnarsamstarfið
sagði utanríkisráðherra að sér fynd-
ist engin ástæða að lofa það og prísa.
Hann sagði að um það mætti deila
hvort Alþýðubandalagið hefði ráðið
of miklu, en hitt væri víst að það
hefði ekki verið framsóknarstefnan,
niðurtalningarstefnan, sem boðuð
hefði verið í síðustu kosningum, sem
ríkisstjórnin hefði fylgt. Þá sagði
Ólafur alþýðubandalagsmenn býsna
ýtna við að koma sínum mönnum á
framfæri og að þeir nýttu hvert
tækifæri til þess og hefðu kannske
farið yfir mörkin þannig að það hefði
farið í taugarnar á ýmsum fram-
sóknarmönnum. Hann sagði Fram-
sóknarflokkinn og Alþýðubandalagið
gjörólíka flokka, en þrátt fyrir það
yrðu framsóknarmenn að starfa með
þeim þegar aðstæður krefðust þess.
„En það á ekki að telja það víst að við
viljum bara vinna með því,“ sagði
hann. „Það væri eins og að leggja
spilin á borðið áður en farið væri að
spila úr þeim,“ sagði hann um frek-
ara samstarf við Alþýðubandalagið.
Ólafur fjallaði nokkuð um utanrík-
ismál og sagði meginstefnu utanrík-
ismála óbreytta og að ekki stæði til
að breyta þar neinu. Þá fjallaði hann
nokkuð um stjórnarskrármálið og
sérstaklega um kjördæmamálið.
Hann sagði þar um tvær leiðir að
ræða, annars vegar að setja skýra
stefnu flokksþingsins á blað og víkja
síðan ekki fet frá henni. Hins vegar
mætti setja nokkuð sveigjanlega
stefnu á blað þannig að takast mætti
að ná samkomulagi við hina flokk-
ana. Hann sagðist fremur aðhyllast
þá aðferð. Með því væri tekin upp ný
stefna, því flokkurinn hefði ætíð ver-
ið einn í andstöðu hvað varðar kjör-
dæmamálið, en eins og nú væri kom-
ið væri Ijóst að hinir flokkarnir þrír
myndu ná saman hvað sem afstöðu
Framsóknarflokksins liði. Því væri
spurningin: „Hvort er betra að
standa einn eða leita lags og reyna að
ná fram samkomulagi."
Þá fjallaði Ólafur nokkuð um þá
andúð sem ríkir meðal almennings
þegar rætt væri um stjórnmál og
stjórnmálamenn. Hann sagði að
rekja mætti þessa andúð að nokkru
til stjórnmálamannanna sjálfra.
Stjórnmálamönnum væri hætt við að
níða skóinn niður af andstæðingun-
um. „En það er nú svo,“ sagði Ólafur,
„að það verður enginn stór á því að
fást við lítilsiglda menn. Það stækk-
ar menn að fást við mikilhæfa menn
og reynir þá á hvort þeir eru jafn-
okar þeirra."
í lok ræðu sinnar sagði Ólafur
m.a.: „Ég verð að segja að ég sé ekki í
dag hvernig núverandi stjórn á að
fara að, og hvað hennar bíður. Það
virðist nokkuð ljóst að það koma ekki
til þeir samningar við stjórnarand-
stöðuna að koma fram nauðsynlegum
málum. Ef ríkisstjórnin getur ekki
komið fram nauðsynlegum og alveg
óhjákvæmilegum lögum þá verður
erfitt fyrir hana að sitja til lengdar.
Það verða menn að horfast í augu
við.“
Á þinginu var sérstök herferð í
gangi þar sem þingfulltrúar voru
hvattir til að taka að sér að safna
3.000 nýjum áskrifendum fyrir
Tímann. Kristinn Finnbogason,
fyrrum framkvæmdastjóri Tím-
ans, sagði, að tap Tímans á síðasta
ári hefði numið 1,8 milljónum
króna og yrði það áreiðanlega enn
meira í ár. Þá sagði hann að menn
yrðu að gera sér grein fyrir stöðu
Tímans og upplýsti að áskrifenda-
herferð sú sem verið hefur í gangi
á Tímanum með áskrifendaget-
raun hefur aðeins skilað innan við
200 nýjum áskrifendum. Kristinn
sagði að sér fyndist þar.nig lítil
von til þess að takast mætti að
safna 3.000 nýjum áskrifendum.
Kristinn ræddi einnig ítarlega um
stöðu Mbl. á blaðamarkaðinum,
sagði það hafa „rutt sér inn á svo
til hvert heimili". Mbl. væri í stöð-
ugri sókn og væri nú að kaupa
prentvél sem gerði því kleift að
prenta 150 til 200 síður daglega,
þar af 40 í lit, á aðeins einni
klukkustund. Kristinn spurði síð-
an þingheim hvernig Tíminn ætl-
aði að bregðast við „þvílíkum risa“
sem Mbl. væri orðið.
Megnið af sunnudagskvöldinu
fór í umræður um Tímann og þeg-
ar þingstörfum lauk laust eftir
miðnættið voru enn háværar um-
ræður um málefni málgagns
Framsóknarflokksins í starfshópi
þeim er fjallaði um Tímann og
önnur flokksmál.