Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
31
Óskarsverðlaunaveitingin í Hollywood:
Kvikmynd Hrafns Gunn-
laugssonar, „Okkar á milli“
framlag Islendinga
Vesturlandskjördæmi:
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins 15. og 16. janúar
Borgarnesi, 15. nóvember.
KVIKMYND Hrafns Gunnlaugsson-
ar „Okkur á milli í hita og þunga
dagsins" hefur verið valin sem fram-
lag íslendinga til Óskarsverdlauna-
keppninnar í Hollywood á þessu ári.
Myndin nefnist á erlendu máli
„Inter Nos“, sem er latneska yfir
„Okkar á milli". Óskarsverðlauna-
nefndin útnefnir árlega bestu er-
lendu mynd ársins, og keppir um
þann heiður ein mynd frá hvcrju
þjóðlandi, sem þátt tekur í keppn-
inni.
Val myndanna fer þannig fram,
að samtök kvikmyndagerðar-
manna í hverju landi skipa nefnd í
samvinnu við kvikmyndayfirvöld,
og útnefnir síðan nefndin bestu
mynd ársins, og er hún síðan send
sem fulltrúi viðkomandi lands.
í nefndinni, sem tilnefnd er af
Félagi íslenskra kvikmyndagerð-
armanna, sitja þeir Eiður Guðna-
son, alþingismaður, Magnús Jó-
hannsson og Knútur Hallsson
skrifstofustjóri. í bréfi frá nefnd-
inni segir:
INTER NOS
HHAFN QUNNLAUOBfiON
*IK1 -M « fc*~t-l -fc*. .* fci»
nVið undirritaðir, sem tilnefndir
höfum verið af hálfu Félags ís-
lenskra kvikmyndagerðarmanna
til að útnefna bestu íslensku
myndina, sem framleidd hefur
verið á þessu ári, eða fram til 11.
október sl., höfum orðið sammála
um að þennan heiður verðskuldi
kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson-
ar „Okkar á milli í hita og þunga
dagsins". I tilefni þess að myndin
hefur verið valin sem framlag ís-
lands til Óskarsverðlaunakeppn-
innar, verður hún endursýnd kl.
7.00 og 9.00 í Háskólabíói, í kvöld,
þriðjudag.
Kvikmyndin hefur að undan-
förnu verið sýnd á Film Forum í
New York, vegna hátíðarinnar
Scandinavia Today, ásamt átta
öðrum myndum frá hinum Norð-
urlöndunum. Þessar myndir verða
síðan sendar til Chicago og sýndar
á Chicago Art Institute í byrjun
desember. Þaðan halda myndirnar
svo til Baltimore, Cleveland,
Denver, Minneapolis, Portland,
San Francisco og Seattle. Leik-
stjóra myndarinnar, Hrafni
Gunnlaugssyni, hefur verið boðið
að vera viðstaddur frumsýningu
myndarinnar í Minneapolis, Den-
ver og Los Angeles.
Þá hefur „Okkar á milli" verið
valin sem framlag íslands til
Óskarsverðlaunakeppninnar í
Hollywood á þessu ári. Myndin
nefnist á útlensku „Inter Nos“,
sem er latneska yfir „Okkar á
milli“. Óskarsverðlaunanefndin
útnefnir á hverju ári bestu er-
lendu mynd ársins, og keppir um
þann heiður ein mynd frá hverju
þjóðlandi, sem þátt tekur í keppn-
inni.
Stykkishólmur:
Staur flytur
StykkLshólmi, 10. nóvemher.
ÞESSI mynd, sem staurinn er af, var
tekin í dag, þegar stór krani var að
lyfta honum frá jörðu. Hann hefir nú
þjónað sínu hlutverki hér við sím-
stöðvarhúsið i Stykkishólmi og er að
honum mikill sjónarsviptir.
Nú fær hann öðru hlutverki að
gegna, en hann á að ferðast með
Baldri til Flateyjar, og þar á hann
að þjóna sjálfvirka sambandinu,
en nú eru væntanleg ný tæki til
Flateyjar og verður þessi staur
með loftnet þeirra. Þegar þessu er
lokið eiga eyjarnar að vera komn-
ar í ágætt símasamband og ef allt
gengur eftir áætlun má gera ráð
fyrir að allt verði komið í lag fyrir
áramót. Verður þetta stór og mikii
samgöngubót fyrir Flatey og
nærliggjandi eyjar.
KrélUriUri.
AÐALFUNDUR kjördsmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Vestur-
landskjördæmi var haldinn i Borg-
arnesi um helgina. Þar var ákveðið
að viðhafa opið prófkjör við val
frambjóðenda á framboðslista
flokksins fyrir næstu alþingiskosn-
ingar og að prófkjörið verði 15. og
16. janúar næstkomandi. Framboðs-
frestur vegna prófkjörsins rennur út
I. des. og framboðum á að skila til
Guðjóns Guðmundssonar á Akra-
nesi, formanns kjörnefndar, fyrir
þann tíma.
Jóhann Kjartansson, formaður
kjördæmisráðsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að kjördæmis-
þingið hefði verið mjög vel sótt.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa,
ákvörðunar um prófkjör og al-
mennra stjórnmálaumræðna hefði
stjórnarskrármálið verið rætt.
Gunnar G. Schram flutti um það
framsöguerindi og síðan voru tals-
verðar umræður um stjórnar-
skrána og sérstaklega kjördæma-
málið. Stjórn kjördæmisráðsins
var öll endurkosin en hana skipa:
Jóhann Kjartansson, Borgarnesi,
„Með allt
frumsýnd
NÝLEGA er lokið vinnslu kvik-
mvndarinnar „Með allt á hreinu" og
verður hún frumsýnd í litum um jól-
in.
Kvikmynd þessa hafa unnið
Ágúst Guðmundsson leikstjóri og
hljómsveitin og er þetta „fyrsta
formaður, Hörður Pálsson, Akra-
nesi, varaformaður, Davíð Pét-
ursson, Grund, Kristófer Þor-
leifsson, Ólafsvík, og Jóhann Sæ-
mundsson, Ási.
II.Bj.
Reykhólar:
Þurrka þara
til manneldis
Keykhólum, X. nóvember.
RKÝKHÓLASKIPIÐ Helgey kom i
síðustu viku í Reykhólahöfn og lest-
aði á sjötta hundrað tonn af þang-
mjöli, sem selt var til Skotlands.
Þörungaverksmiðjan þurrkar
nú þara, sem fara mun til mann-
eldis. Starfsfólk Þörungaverk-
smiðjunnar hélt nýverið sína ár-
legu „uppskeruhátíð" í samkomu-
húsinu í Reykhólum.
á hreinu“
um jólin
íslenzka dans-, söngva- og gleði-
myndin", eins og segir í frétt frá
aðstandendum hennar. Myndin
var tekin upp sl. suntar, en klipp-
ing og vinnsla fór að mestu fram í
Englandi. Samhliða frumsýningu
verður gefin út hljómplata með
lögum í myndinni.
— Kréllaritari.
Tilkyiiniiig:
L’ORÉAL tilkynnir hér meö aö frá 15.
nóvember 1982 hefur Rolf Johansen &
Company, Laugavegi 178, Reykjavík,
einkaumboö á Islandi fyrir allar vörur
frá L’ORÉAL
L'ORÉAL
PARIS
Elnett, Elect, El’Vital,
Ambre Solaire, Dulcia,
Crescendo, Color Jeunesse,
Variance, Infradoux
Laugaveg 178 — P.O. Box 338 — 105 Reykjavlk
L’oréal, Biotherm, Cacharel,
Lancöme, Curréges, Ted
Lapidus, Guy Laroche