Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 33 Ingunn Hildur Unn- steinsdóttir - Minning Fædd 14. október 1967 Dáin 5. nóvember 1982 Sú harmafregn, að Ingunn Hild- ur Unnsteinsdóttir, nemandi í 9. bekk Austurbæjarskólans, hefði látist í umferðarslysi að kvöldi föstudagsins 5. nóvember, lagðist eins og myrkt ský yfir skólann. Skólasystkinin og kennararnir standa felmtri slegin og örðugt reynist að festa hönd á verki. Það var hljóður hópur nemenda og kennara elstu bekkjanna sem minntist kærrar skólasystur með stuttri athöfn í Hallgrímskirkju sl. mánudagsmorgun. Séra Karl Sigurbjörnsson las huggunarorð úr Biblíunni og flutti bæn sem náði til hjartnanna. Ingunn Hild- ur var fædd 14. október 1967. Hún var einkabarn hjónanna Lilju Kristiansen og Unnsteins Guðna Jóhannssonar. Ingunn heitin hóf skólagöngu sína í Austurbæjar- skólanum og kaus að halda þar áfram er fjölskyldan fluttist að Dalseli 33. Eflaust hafa vináttu- bönd átt þar stærstan þáttinn. Ég minnist hennar sem ljúfrar, dag- farsprúðrar stúlku sem bauð ávallt af sér góðan þokka. Það leyndi sér ekki að með geðprýði og ljúfmennsku ávann hún sér traust og vináttu skólasystkinanna. Við söknum hennar sárt úr hópnum og það hvílir skuggi sorgar yfir skól- anum. Sárastur harmur er kveðinn að eftirlifandi foreldrum og þeim votta ég mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að styrkja þau og aðra aðstandendur á stund sorgar- innar. Hafi hún þökk fyrir sam- fylgdina. Fari hún í friði. Alfreð Kyjólfsson Á dimmum nóvembermorgni berst okkur harmafregn. — Hún Inga er dáin. Ingunn Hildur Unnsteinsdóttir var einkabarn hjónanna Lilju Kristensen og Unnsteins Jó- hannssonar. Hún var aðeins 15 ára gömul og hverfur því héðan í æskublóma lífsins. Við höfðum á undanförnum ár- um fylgst með hvernig Inga þrosk- aðist úr indælu barni í góðan og geðþekkan ungling. Hvern hefði órað fyrir að þroskaskeið hennar og lífsferill endaði svo snöggt? , I slíkum tilfellum verður til- gangur lífsins óskiljanlegur og huggunarorð fátækleg. Börnin hér í húsinu sakna Ingu sárt. Hún var þeirra elst og hafði af hjálpfýsi sinni gætt þeirra meira og minna. Þau trúa og vita að henni líður vel þar sem hún er núna. Elsku Lilja og Unnsteinn. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og viljum gera orð skáldsins í ljóð- inu hér á eftir að okkar: Kjí vildi óg gæli andaÁ yl inn í þig, vinur minn. Kg vildi ég gæli klappaó og kysNt kjark í svipinn þinn. Kg vildi ég gæti sungid sól í særda hjarlaé þitt, sem aft gæti gefié þér guédómsaflié sitt. Kg vildi ég gæti vakið upp vonir í þinni sál, og látió óma, enn á ný, allt þitt hjartans mál. Kg vildi ég gæti gert þig barn, sem gréti brot sín lágt, og vaggad þér í væran svefn, — ég veit, hvað þú átt bágt. Á meðan gæti ég sagt sér sögu, — en sagan er á þá leið, að til er sá guð, sem gleymir engum, en gætir vor best í neyð. (Jóh. úr Kötlum). Guð gefi ykkur styrk. Fyrrverandi og núverandi íbúar Dalseli 33. Enn er komið skammdegi og sumarblómin orðin hélu að bráð. Á þessu hausti, eins og svo oft áð- ur með sól lágt á lofti og langan tíma myrkurs, höfum við orðið að umbera að missa hvert ungmennið á fætur öðru í umferðarslysum. Ungt fólk, sem var að hefja sinn starfsdag þrungið áhuga og eftir- væntingu um hvað lífið hefur upp á að bjóða, hefur látist á sviplegan hátt. Eftir stöndurn við hnípin í skammdegishúminu með trega í hjarta og spyrjum vanrnáttug meðal svo margra annarra: því hefur farið sem fór? Það setti að mér myrkur, þegar ég frétti að Ingunn Hildur Unn- steinsdóttir hefði látist í enn einu umferðarslysinu sem yfir hefur dunið. Ég vissi svo vel að hún bjó yfir lífsfjöri og vilja til að lifa og starfa. Hún var einkabarn for- eldra sinna, sem kappkostuðu að gefa henni allt hið besta sem völ er á. Og hún var augasteinn ömmu sinnar, vinkonu minnar, falleg og gjörvileg, og seint fáum við sætt okkur við að henni skyldu búin þau forlög að hverfa frá okkur svo snemma á æviskeiði. Við unnum saman um tíu ára skeið, ég og amma hennar og nafna, Ingunn Kristensen, við barnagæslu á róluvelli í borginni. Um það leyti annaðist hún Ingu litlu og tók hana með sér á rólu- völlinn ásamt yngstu dóttur sinni, Hönnu Mörtu. Þar léku þær sér um árabil með syni mínum á sama reki og æ síðan hafa vinaböndin haldist fast hnýtt. Hanna Marta sem var eilítið yngri en frænka hennar verður nú á viðkvæmum aldri að horfast í augu við mikla sorg. Dýpstu samúðarkveðjur sendir mín fjölskylda öll Lilju, Unnsteini, Ingu og Friðrik og öllum þeim sem harma Ingunni Hildi. Við tökum djúpan þátt í sorg þeirra. Megi þeim verða til huggunar minning- in um ljúfa stúlku handan við þá bólstra sem byrgja alla útsýn við átakanlegan missi. Guð blessi minningu Ingu litlu. Hildur Olafsdóttir „lx*gg ég nú bæði líf og önd, Ijúfí Jcsú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji («uðs englar yfír mér.“ (H. Pétursson) Ung stúlka fer með skólafélög- um sínum í skólann, til að gleðjast saman, eiga þar ánægjukvöld- stund. Hvað er fegurra en æskan í dag, svo falleg, svo frjáls? Heim er snúið, heim var aldrei komið. Henni var ætluð önnur og lengri ferð, ferðin sem við öll för- um að lokum. Sumir fara ungir, aðrir fara aldnir. Hver skilur til- gang hans sem öllu ræður? Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, en minningin lifir að eilífu. Aðeins 15 ára er hún kölluð frá foreldrum sínum, einkabarn hjónanna Lilju Kristensen og Unnsteins Jó- hannssonar. Elskulegu hjón, engin orð megna að sefa harm ykkar, en góður Guð sem öllu ræður er nálægur, sefar og huggar. Einhver tilgangur er með för hennar héð- an, hann sem öllu ræður hefur þarfnast hennar til æðri starfa. Megi algóður Guð styrkja ungl- ingana sem með henni voru þetta örlagaríka kvöld, og veita þeim frið. Góði Guð, þú sem tókst hana til þín svo unga og ljúfa, gefðu þeim von sem eftir lifa, trú til að byggja á og ást til að græða þau sár sem í huga og hjarta þeirra búa. Innilega samúð til foreldra og annarra aðstandenda. Gefðu dán- um ró, hinum líkn sem lifa. „Láttu nú Ijósið þitt loga við rúmið mitt. Ilafðu þar sess oj» sæti sij»naði Jesú mæti.“ (Höf. ók.) Sonja, Jón og börn. Ingunn Hildur Unnsteinsdóttir var fædd 14. október 1967 en lést í hörmulegu umferðarslysi, í Kópa- vogi, föstudagskvöldið 5. nóvem- ber. Hún var dóttir hjónanna Lilju Kristiansen og Unnsteins Guðna Jóhannssonar. Hún var einkabarn þeirra hjóna. Ingunn hóf skólanám sitt í Austurbæjarskóla og var þar nemandi, þar til hún lést. Haustið 1977 kenndi ég 4. bekk ÞP. í Aust- urbæjarskóla. Mér er enn þá minnisstæður morguninn 19. sept- ember 1977 er barið var létt á dyrnar í stofu 3 og við dyrnar stóð kona með litla, feimna en bros- hýra stúlku. Þar var móðir Ing- unnar með telpuna sína. Það kom þá í ljós, að ég hafði kennt móður Ingunnar fyrir mörgum árum. Ingunn var svo hjá mér í bekk næstu þrjú árin. Þetta var fjöl- mennur bekkur 27—28 nemendur og sömu börnin ár eftir ár. Börnin voru samhent og mifli þeirra tengdust vináttubönd, sem héldu áfram allt upp í 9. bekk og alltaf líkaði mér betur og betur við þessi ágætu börn. Ingunn var vinsæl í bekknum og allstaðar þar sem hún var stafaði frá henni hlýlegt við- mót, góðvild ásamt prúðri fram- komu. Ingunn flutti í Breiðholtið, en vildi aldrei fara í annan skóla. Hún hafði tekið tryggð við sinn gamla skóla og vini sína og félaga í bekknum. Þegar ég fletti upp í gömlum bekkjarbókum sé ég að Ingunn hefur mætt hvern einasta dag og aldrei komið of seint í þessa þrjá vetur sem ég kenndi henni, þrátt fyrir að hún þurfti að sækja skóla svo langa leið í mis- jöfnum vetrarveðrum. Þessi at- riði, sem ég hef nefnt, segja meira en mörg orð hvernig Ingunn var. Hún var trygg, samviskusöm og sérstaklega vinsæl af félögum sín- um og kennurum. Hún var skóla sínum til sóma. Við sem höfum kynnst Ingunni söknum hennar sárt, en sárastur er þó söknuður foreldra hennar og ástvina. Ég votta þeim dýpstu samúð mína. Þórður Pálsson Sigurbergur Hjalta- son - Minningarorö Fæddur 10. nóvember 1910 Dáinn 6. nóvember 1982 I gær, mánudaginn 15. nóvem- ber, var til moldar borinn Sigur- bergur Hjaltason. Hann var fædd- ur 10. nóvember 1910 á Folafæti í Súðavíkurhreppi, Norður-ísa- fjarðarsýslu, sonur hjónanna Sig- urborgar Þórðardóttur og Hjalta Einarssonar bónda þar. Hann var yngstur sex systkina, en móðir hans lést skömmu eftir fæðingu hans. í þá daga var ekki margt til ráða í tilvikum sem þessum. En eitthvað varð að gera og börnun- um sex var komið í fóstur á nær- liggjandi bæjum og ólust því ekki upp saman og þekktust þar af leið- andi lítið í bernsku. Fljótlega eftir fæðingu var hon- um komið í fóstur hjá föðurbróður sínum, Hálfdáni Einarssyni bónda, og konu hans, Daðey Daða- dóttur, á Hesti í Hestfirði. Þegar systkinin voru orðin fullorðin og samgöngur betri varð kunnings- skapurinn meiri og vinátta systk- inanna styrktist eftir því sem árin liðu. Hann fór ungur að vinna fyrir sér, fyrst við sveitastörf og síðan til sjós. Við sjómennsku var hann þar til framkvæmdir hófust við Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Þar réðst hann til vinnu, fyrst við bygginguna, síðan vann hann á vöktum í verksmiðj- unni til ársins 1981 að hann hætti vegna aldurs. Hann hafði alltaf tíma til alls, var boðinn og búinn ef rétta þurfti hjálparhönd, bæði vinum og skyldmennum. Þessu kynntist ég vel sem tengdadóttir og afa-börnin missa mikið því barngóður var hann og vildi alltaf hafa eitthvað af barnabörnum sínum með eða helst öll ef eitthvað var farið eða gert. Hann kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ingveldi Guðmunds- dóttur frá Vífilsmýrum í Önundarfirði, 17. október 1939. Þau eignuðust fjóra syni, Val, f. 5. maí ’40, kvæntur Hólmfríði Guð- jónsdóttur úr Reykjavík, Theódór, f. 19. maí ’43, hann var kvæntur Maritu Hansen frá Færeyjum, Hjalta, f. 21. nóvember ’44, unn- usta hans var Kristín Þórodds- dóttir frá Akureyri, tveir þeir síð- astnefndu eru iátnir. Yngstur er Örn, f. 13. desember ’50, kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Blöndu- ósi. Barnabörnin eru sjö. Þungur harmur mun þetta verða fyrir eftirlifandi eiginkonu. Hún hefir misst svo mikið, þau voru alltaf saman hvað sem gera þurfti eða fara. Hún hefur áður stigið þung spor, maðurinn með Ijáinn hefur gert vart við sig fyrr. Árið 1971, í febrúar, gerðist sá mikli harmleikur í okkar fjöl- skyldu að þau hjónin misstu tvo syni sína á sama sólarhringnum. Slíkt virðist manni þannig að eigi verði undir staðið. Þetta var þungbær raun fyrir hjónin og bræðurna tvo sem eftir voru. En tíminn læknar sár. Sigurbergur var mjög vinnu- samur og geymdi aldrei til morg- uns það sem hægt var að gera í dag. Það sannaðist best á því að hann ætlaði að Ijúka vinnu sinni þennan dag, þegar hann hneig niður og var fluttur á sjúkrahús, örendur var hann þegar þangað var komið. Já, skjótt breytist gleðistund í sorgarstund. Það var einmitt á þessu laugardagskvöldi 6. nóvember, þegar elsta barna- barnið hans, dóttir mín, átti af- mæli og fjölskyldan ætlaði að koma saman og gleðjast yfir kaffi- bolla á heimili okkar í tilefni af- mælisins, þegar síminn hringdi og okkur var tilkynnt að afi væri veikur. Skyndilega dró ský fyrir sólu. Hann afi er dáinn. Kaffið var ekki drukkið að þessu sinni. Ég rek hér ekki ítarlega ættar- tölu eða ævisögu, þetta eiga aðeins að vera nokkur kveðjuorð frá mér og börnum mínum í þakklætis- skyni fyrir það sem við áttum saman. Far þú í friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hólmfríður Guðjónsdóttir SVAR MITT eftir Billy Graham Súrdeigið Ég er kristinn maður og reyni að koma einhverju góðu til leiðar í kringum mig. En ég verð ekki var við nein súrdeigs- áhrif af starfi mínu. Jesús sagði: „Líkt erhimnaríki súrdeigi, er kona tók og faldi í þrem mælum mjöls, unz það sýrðist allt saman." (Matt. 13, 33.) „Súrdeigið" veit ekki af krafti sínum. Hann er hljóðlátur, hefur ekki hátt. Súrdeigið leggur ekkert á sig til þess að láta brauðið lyftast. í því er einhver leyndardómsfullur kraftur, sem verkar svo að um munar. Eins er um kristinn mann, sem gerir gagn. Hann tekur sig ekki á til að hafa góð áhrif á fólk í þágu Guðs. I honum er afl, sem gerir hann gagnlegan og áhrifamikinn. Þér segið: „Eg reyni að koma einhverju góðu til leiðar í kringum mig.“ Hættið að reyna og verjið lengri tíma í einrúmi með Guði, lengri tíma til að lesa ritningarnar, lengri tíma til íhugunar og bænar — og þér komizt að raun um, að fyrir áhrif yðar fer fólk að leita Guðs og vilja hans. Fólk hrífst ekki eins af orðum yðar og af atferli yðar og kristilegri helgun. Langar yður til, að „súrdeigskraftur" yðar aukist? Nálgizt þá hann — hann sem er uppspretta kraftar og máttar, sem kristnum mönnum fellur í skaut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.