Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
Minning:
Helgi S. Guðmundsson
fyrrv. bæjarfulltrúi
Fffddur 18. nóvember 1906
Dáinn 8. nóvember 1982
í dag er borinn til grafar einn
hinna traustu íslandssona. Af öll-
um einstökum hugtökum lýsir
hugtakið traustleiki honum hvað
réttlegast og bezt. Að ytri gerð var
hann sterklegur og rammger. Hið
innra bar hann sömu kosti. Hvar
sem hann kom að málum reyndist
hann jafnan glöggur, rökfastur,
yfirvegaður og sannfærandi.
Ráðhollur var hann og úrræðagóð-
ur, drenglundaður og hreinskipt-
inn. Aldrei lagði hann öðrum illt
til né mítti vamm í nokkru vita,
er hann snerti. Af vinnuveitend-
um og samstarfendum var hann
vel liði ín og dáður. Astvinum sín-
um og skyldmennum var hann
sem ættarhöfðingi. Til hans voru
ráðin sótt, einkum er miklu varð-
aði. Þó hann kvæntist aldrei sjálf-
ur, gegndi hann raunar víðfeðmu,
umhyggjusömu föðurhlutverki
meðal sinna. Vinfastur var Helgi
og enda vinmargur. Slíkt er jafn-
an einkenni valmenna. Umfram
það, sem ég áður vissi af honum,
staðfestist fyrir mér síðastliðin
tvö ár, er við sátum saman í safn-
aðarstjórn Aðventkirkjunnar í
Reykjavík, eftir að ég tók þar við
prestsstörfum. I þeirri stjórn var
hann búinn að þjóna um 20 ára
skeið sem ritari. Þar ríkir sár
söknuður um horfið kostamenni,
og veit ég, að með þeim orðum
mæli ég fyrir munn allrar safnað-
arstjórnarinnar — ennfremur
fyrir munn alls safnaðarins. í öllu
starfi hans fyrir söfnuðinn komu
fram ofan skráðir eiginleikar. I
slíku mann-samskipta-starfi eru
innviðir manns reyndir til þraut-
ar. En þar reyndist Helgi vandað-
ur, skyldurækinn, umgengnisgóð-
ur, jafnlundaður og glaðvær og
viðmótshlýr ... Hann virti mjög
aðra menn og sjónarmið þeirra, en
var svo markverður í málum sín-
um, að jafnvel þeir, sem ekki
deildu heils hugar sjónarmiðum
við hann, komust ekki hjá því að
hlusta,
Helgi fæddist í Hafnarfirði 18.
nóvember 1906. Foreldrar hans
voru Guðmundur Magnússon bif-
reiðastjóri og Stefánía Halldórs-
dóttir. Þau bjuggu í Hafnarfirði
og þar ólst Helgi upp.
Nám stundaði hann við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar og varð
gagnfræðingur frá Flensborgar-
skóla 1923.
Sem vænta mátti var Helgi mik-
ill athafnamaður. Upp úr póst-
flutningafyrirtæki föður síns milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur
stofnaði hann ásamt fimm öðrum
mönnum fyrirtækið Áætlunarbíl-
ar Hafnarfjarðar árið 1934 og var
framkvæmdastjóri þess til 1947,
er starfsemi þess hætti. Næstu ár
stundaði hann ýmis störf. Árin
1950—1958 var hann bæjarfulltrúi
Hafnarfjarðar og í bæjarráði sat
hann árin 1951—1958. í íþrótta-
nefnd átti hann sæti 1950—1954, í
Krísuvíkurnefnd 1954—1960, í
stjórn Rafveitu Hafnarfjarðar sat
hann 1957—1974 og var formaður
þeirrar stjórnar 1962—1963 og
1966—1970. í Atvinnumálanefnd
1950—1952. Þá var það 1. janúar
1956 að hann réðst sem bókari og
gjaldkeri við bæjarfógetaembætt-
ið í Kópavogi og síðar skrifstofu-
stjóri. Hélt hann því starfi til 1.
janúar 1976, er hann lét af föstu
starfi, en var þar iausráðinn við
störf upp frá því, unz hann lézt.
Einn hinna mörgu, sem fékk
spænsku veikina, er hún gekk yfir
landið var Helgi. Varð hann aldrei
samur síðan. Samt kvartaði hann
aldrei, heldur bar lasleika sinn
með karlmennsku þeirri, sem hon-
um var la&in, og algeru æðruleysi
... að kveldi hins 8. nóvember sl.
var hann fluttur á Borgarsjúkra-
hús Reykjavíkur og fékk þar hægt
og friðsælt andlát.
Árið 1959, hinn 23. maí, samein-
aðist Helgi Aðventsöfnuðinum.
Þar var hann sami, heilsteypti,
trausti þegninn sem og á öllum
öðrum sviðum Iífsins. Aldrei var
sæti hans autt í kirkjunni. Þar er
nú stórt skarð fyrir skildi, og flyt
ég kveðjur og þakkir Aðventsafn-
aðarins í Reykjavík. Hans er sár-
an saknað. Syrgjandi ástvini, ætt-
ingja og kunningja bið ég Guð að
blessa.
Jón Hjörleifur Jónsson
Lengi hélt ég að hann væri
smiður.
Hann var í vinnuslopp, eins og
trésmiðir klæðast oft, með blýant
í brjóstvasa og derhúfu á höfði.
Hann var sivinnandi við hús-
byggingu. Húsið sem hann byggði
var næsta hús við nýbyggingu for-
eldra minna við Hrauntungu í
Kópavogi.
Það var ekki fyrr en eftir að
flutt var i húsið að mér varð ljóst
að þessi iðjusami maður var ekki
smiður og að iðjusemin var hjálp
hans við elskulega systur.
Margt annað um Helga Guð-
mundsson kom mér á óvart síðar.
Við unnum saman um nokkurra
ára skeið, og þá kynntist ég glettni
hans, hjálpsemi, nákvæmni og
heiðarleika.
Eg hafði gaman af bílnúmerum
og spurði hann einu sinni hvernig
hann hefði fengið lága númerið
sitt.
„Það myndir þú ekki vilja vinna
til,“ svaraði hann glettinn.
Ég var ekki reiðubúinn til að
samsinna því án frekari rök-
semda, og eftir að hafa þráspurt
sagði hann: „Þú myndir ekki vilja
vera svona gamall, eins og ég er —
en það er nú skýringin — númerið
var ekkert lágt þegar ég fékk það.“
Að fæðast og deyja og búa alla
ævi á sama stað er óvenjulegt í
þéttbýli.
Kannski er það besta einkunn
þessa góða manns, Helga Guð-
mundssonar. Hann undi glaður og
hógvær við sitt — hann fæddist og
bjó alla ævi á föðurleifð sinni í
miðbæ Hafnarfjarðar, þeim bæ
sem hann hafði unnið svo margt.
Við vinir hans eigum þá ósk
sjálfum okkur til handa, að Helgi
Guðmundsson hafi haft og muni
hafa þau áhrif á breytni okkar
sem hann sjálfur hefði viljað og
gaf til kynna með ljúfmennsku
sinni.
Leó E. Löve.
Fregnin um andlát Helga S.
Guðmundssonar kom mér mjög á
óvart. Aðeins fáum dögum áður sá
ég hann á ferli og kom það ekki i
hug minn að það mundi vera í síð-
asta sinn.
Þegar ég kynntist Helga fyrir
nær 40 árum bjó hann að Suður-
götu 45 ásamt móður sinni og
systkinum og alla tið síðan átti
hann heima á sama stað.
Helgi var fæddur í Hafnarfirði
18. nóvember 1906, sonur Guð-
mundar Magnússonar bifreiðar-
stjóra Auðunssonar í Hafnarfirði
og konu hans, Stefaníu Halldórs-
dóttur bónda í Norðurkoti í Holt-
um Stefánssonar. Börn þeirra
hjóna voru fimm, eitt lést í
bernsku. Helgi var næstelstur
þeirra er upp komust. Öll eru
systkinin nú látin.
Helgi stundaði nám í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar en gagn-
fræðingur varð hann frá Flens-
borgarskóla árið 1923. Helgi gerð-
ist bifreiðarstjóri er faðir hans
hafði með höndum vörubifreiða-
akstur. Vann Helgi við það starf
til ársins 1935 að hann stofnaði
ásamt öðrum Áætlunarbíla Hafn-
arfjarðar hf., sem annaðist akstur
á sérleyfisleiðinni Reykjavík-
Hafnarfjörður. Var hann fram-
kvæmdastjóri þess fyrirtækis en
jafnframt ók hann áætlunar-
bílunum í forföllum. Áætlunarbíl-
ar Hafnarfjarðar hf. var fyrir-
tæki, sem af áræði og bjartsýni
var stofnað á erfiðum tímum
kreppuáranna til að annast fólks-
flutninga á milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur en svo varð fyrirtæk-
ið að leggja þann rekstur niður
árið 1947 þar sem ríkið yfirtók
starfsemina og fór að reka hana á
eigin vegum. Breyttist sú þjónusta
m.a. þannig að ferðum fækkaði til
muna. Þótti mörgum það til hins
verra en vel hafði verið að ÁBH
staðið, bæði stjórnunarlega og góð
þjónusta veitt, enda traustir og
samhentir menn, sem stóðu þar að
verki.
Eftir að starfsemi Áætlunarbíla
Hafnarfjarðar lauk vann Helgi
ýmis störf en réðist 1. jaoúar 1956
sem bókari og gjaldkeri til Bæj-
arfógetaembættisins í Kópavogi
og síðar skrifstofustjóri. Gegndi
hann því starfi til 1. janúar 1976
er hann lét af föstu starfi fyrir
aldurs sakir en síðan vann hann
Sœmundur E. Kristjáns-
son — Minningarorð
Fæddur 2. september 1909
Dáinn 5. nóvember 1982
Sæmundur fæddist á Bíldudal 2.
september 1909, sonur hjónanna
Viktoríu Kristjánsdóttur og
Kristjáns Árnasonar, skipstjóra.
Hann var elstur þriggja systkina.
Ungur missti Sæmundur móður
sína og var honum þá komið í fóst-
ur til Jóns S. Bjarnasonar kaup-
manns og Dagbjartar Árnadóttur,
en Dagbjört var föðursystir Sæ-
mundar. Bjuggu þau fyrst í Otra-
dal og síðan á Bildudal. Að loknu
barnaskólanámi fór Sæmundur til
náms hjá séra Böðvari Bjarna-
syni, presti á Hrafnseyri við Arn-
arfjörð. Síðan fór hann til Reykja-
víkur og lauk gagnfræðaprófi
utanskóla við Menntaskólann í
Reykjavík. Að því loknu fór Sæ-
mundur í Vélskóla íslands og lauk
þar námi. Eftir það starfaði hann
sm vélstjóri bæði á sjó og landi,
var meðal annars lengi stöðvar-
stjóri á oliustöð Skeljungs hf. í
Skerjafirði og eftir það fram-
kvæmdastjóri bifreiðaverkstæðis-
ins Spindils. Seinustu starfsárin
vann Sæmundur hjá Eimskipafé-
lagi Islands.
Sæmundur starfaði að félags-
málum, var í Vélstjórafélagi Is-
lands, Vestfirðingafélaginu í
Reykjavík, og í stjórn þess nokkur
ár. í Stangaveiðifélagi Reykjavík-
ur og einn af stofnendum stanga-
veiðifélagsins Ugga 1950 og gjald-
keri þess félags frá 1955. Hann var
gætinn í öllu sem hann tók að sér
og félagarnir báru traust til hans.
I 25 ár hafði stangaveiðifélagið
Uggi laxveiðiána Grjótá í Hítar-
dal á leigu og kölluðu staðinn
Skógarsel. Sæmundur hafði eins
og við mikla ánægju af dvöl sinni
þar með fjölskyldu sinni og öðrum
félögum á hverju sumri. Hann
hafði mikinn áhuga á veiðiskap
enda það í blóð borið frá forfeðr-
um. Sótti snemma á sjóinn á ungl-
ingsárum sínum fyrir vestan.
Stundaði mikið lax- og silungs-
veiðar í ám og vötnum. Hafði
hann yndi af útiverunni í faðmi
fjallanna og að rölta eftir árbökk-
unum, og dokaði þá oft við í fögru
umhverfi og hlustaði á raddir
náttúrunnar, éins og sönnum
veiðimanni sæmir. Setti saman
veiðistöngina og lagði agnið fyrir
lónbúann. Var fengsæll eins og
faðirinn. Við áttum margar
ógleymanlegar stundir í ferðum
okkar við sportveiðina svo og öðr-
um ferðalögum er við fórum með
konum okkar út á landsbyggðina.
Þá eru og ógleymanlegar þær sjó-
ferðir er við fórum saman frá olíu-
stöð Skeljungs hf. í Skerjafirði. Þá
var aflinn oft góður á handfærið.
Þá minnist ég þess hve ánægjulegt
var að koma að landi og heim til
Benediktu, konu Sæmundar, sem
tók alltaf á móti fiskimönnunum
af sinni alkunnu umhyggju og
gestrisni, á því fallega heimili sem
þau bæði voru alla tíð svo samtaka
um að prýða. Þau gáfu börnum
sínum gott heimili og gestum var
ánægja að dvöl þar.
Sæmundur eignaðist 2 börn áð-
ur en hann kvæntist, Hafstein og
Jóhönnu. Árið 1942, þann 14.
marz, kvæntist hann eftirlifandi
konu sinni Benediktu Þorsteins-
dóttur, Þorsteins Einarssonar
byggingameistara hér í borg og
konu hans, Ragnhildar Bene-
diktsdóttur. Þau Benedikta og
Sæmundur eignuðust 4 börn:
Sigríður Dagbjört gift Jóni Erni
Márinóssyni lögfræðingi, Kristján
matreiðslumaður kvæntur Ernu
Vilbergsdóttur og Viktor Smári
kennari sem býr með heitkonu
sinni Ingibjörgu H. Hafstað.
Öll eru börn þeirra hjóna mesta
myndarfólk eins og þau eiga ættir
til að rekja. Barnabörn eru orðin
ellefu.
Að leiðarlokum þökkum við
Unnur kona mín tryggð og vináttu
Sæmundar alla tíð frá því að við
kynntumst, sem aldrei bar skugga
á. Guð geymi góðan vin.
Benediktu vinkonu okkar og
hennar fjölskýldu sendum við
innilegar samúðarkveðjur. Minn-
ingin um góðan dreng Iifir.
Guðm. J. Kristjánsson
Gangið hægt og hljótt um sali,
vinir mínir. Sæmundur hefur boð-
ið öllum góða nótt.
Genginn er góður maður, sem
gott var að kynnast og gott var að
eiga að vini. Hann er kvaddur með
söknuði, en í huga geymast hlýjar
minningar.
Þegar kveðjustundin er komin,
brestur orðgnótt og anda til að
móta kveðjuna á þann hátt sem
viljinn stendur til og verðugt væri.
Ég vildi geta kveðið Sæmundi
kvæði að skilnaði og lýst þeim
heilladísum er mættust við vöggu
hans í æsku og báru honum gull og
gæfu, gleði og þrótt. Þær kenndu
honum listina að teyga af lind lífs-
ins á þann hátt að manndómur og
þroski vaxi ævina út. Og heilladís-
irnar lögðu þá vizku í brjóst hans
að allt sem fyrir kemur á lífsleið-
inni á eitthvert erindi til manns
og þær gáfu Sæmundi skarp-
skyggni til að skynja það erindi
hverju sinni, og hæfileikann til að
læra af því að njóta þess.
Ég vildi einnig geta lýst hagleik
þeim og árvekni sem einkenndi
hvert það starf er hann annaðist
sitt æviskeið, því þar má kenna
undirstöðu gróandi mannlífs.
Sæmundur átti heilsteypta sál
og skýra hugsun, var bæði hjarta-
hlýr og glaður, frjáls í.fasi, góður
förunautur, þéttur á velli og þétt-
ur í lind. Manngildi hans var ekki
hvað sízt fólgið í jákvæðu hugar-
fari og kjarki til að Iifa lífinu í
sátt við samferðafólk og sjálfan
sig. Hann var nærgætinn við þá
sem bágt áttu, fastur fyrir gagn-
vart yfirgangi, en jafnan hófstillt-
ur, prúðmenni í hvívetna.
Sæmundur Erlendur Kristjáns-
son hét hann fullu nafni og var
vélstjóri að mennt.
Foreldrar hans voru Kristján
Árnason skipstjóri og kona hans,
Viktoría Kristjánsdóttir, sem
bjuggu á Bíldudal, og þar ólst
Sæmundur upp fram til tvítugs,
en fór síðan til náms í Iðnskóla
Hafnarfjarðar og lærði þar
járnsmíði. Árið 1933 hafði hann
lokið vélstjóraprófi og gerðist þá
vélstjóri á ýmsum skipum til 1942.
Vann hann síðan hjá olíufélaginu
Skeljungi hf. til ársins 1955, þar af
tíu ár sem stöðvarstjóri í Skerja-
firðinum. Stofnaði hann þá bif-
reiðaverkstæðið Spindil og starf-
rækti það í nær tuttugu ár, eða
þangað til hann varð að hætta
erfiðisvinnu vegna hjartaáfalls.
Náði hann sér þó allvel aftur og
vann síðustu árin hjá Eimskipafé-
lagi Islands hf.
Sæmundur kvæntist 14. marz
1942 eftirlifandi konu sinni, Bene-
diktu Þorsteinsdóttur, en foreldr-
ar hennar voru Þorsteinn Fr. Ein-
arsson húsasmíðameistari í
lausráðinn við ýmis störf hjá emb-
ættinu.
Helgi var mjög traustur maður
og drengur hinn besti. Hann var
orðvar og orðheldinn og það sem
hann lofaði að gera var unnið.
Hann var gætinn og gjörhugull
enda greindur vel. E.t.v. var hægt
að láta sér detta í hug að hann
hafi verið fastur í gömlum siðum
og venjum en það var síður en svo.
Hann horfði fram á veginn og
gerði sér fulla grein fyrir nauð-
synlegum breytingum á hverjum
tíma, en hann gerði sér einnig
grein fyrir því að of mikill asi gat
valdið miklum áföllum og tafið
eðlilegar framfarir. Og tengslin
við hinar gömlu góðu dyggðir, trú-
mennsku, heiðarleika, reglusemi
og orðheldni vildi hann ekki rjúfa.
Þar var hann sannur og heill.
Margir munu þeir vera sem leit-
uðu til Helga, enda var hann bæði
hjálpsamur og ráðhollur. Fundu
menn til öryggis og að þeir stæðu
fastari fótum eftir að hafa rætt
við Helga. Mun það hafa verið svo
innan fjölskyldu hans að kapp-
kostað var að heyra álit Helga um
vandamál, sem leysa þurfti. Þótti
farsælt að fylgja ráðum hans.
Öllum, sem Helga þekktu, ber
saman um það að gott væri að
vinna með honum, hann var sam-
viskusamur, traustur og dag-
farsprúður.
Þannig var orðspor Helga.
Hann var þekktur öndvegismaður
Reykjavík og kona hans, Ragn-
hildur Benediktsdóttir.
Börn þeirra Sæmundar og Bene-
diktu eru fjögur: Kristján Sæ-
mundsson matreiðslumaður
kvæntur Vigdísi Aðalsteinsdóttur,
Sverrir Sæmundsson vélstjóri
kvæntur Ernu Vilbergsóttur, Sig-
ríður Dagbjört Sæmundsdóttir
gift Jóni Erni Marínóssyni, Viktor
Smári Sæmundsson kennari, unn-
usta hans er Ingibjörg Halldórs-
dóttir. Barnabörnin eru 11.
Við hjónin höfum þekkt Sæ-
mund og Benediktu alllengi og oft
verið gestir á heimili þeirra, og
mörg undanfarin ár höfum við all-
oft spilað saman á vetrum, á
heimilunum til skiptis, og átt
saman mjög ánægjulegar stundir.
Einnig höfum við, þessi fjögur,
ferðast saman innanlands á síðari
árum, kannað nýjar slóðir, og
jafnan haft mikla ánægju af, enda
hafa sum ferðalög okkar þegar
orðið að dýrmætum endurminn-
ingum, sem oft ber á góma.
j