Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 37 af miklum fjölda Hafnfirðinga um langt skeið. Áttu hinir miklu kost- ir Helga drýgstan þáttinn í því að sjálfstæðismenn leituðu til hans um það, að vera í framboði fyrir flokkinn við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 1950. Helgi hafði ekki gefið sig að sjórnmálastarfi áður. Hann tók sér því umhugsunar- frest en gaf síðan jáyrði sitt. Var mikill fengur að því að fá hann til framboðs og starfa að bæjarmál- efnum. í bæjarstjórn sat hann tvö kjörtímabil, frá 1950 til 1958. Og í bæjarráði átti hann sæti allan tímann nema fyrsta árið. Helgi naut mikils trausts í bæj- arstjórninni. Tilgangslaust var að bregða honum um hlutdrægni eða óheilindi, þá vissu allir að um ósannindi væri að ræða. Hann lagði mikla vinnu í að kynna mál- in og hikaði ekki við að óska eftir umhugsunarfresti ef hann taldi sig þurfa á frekari upplýsingum að halda en fyrir lágu. Síðan gekk hann strax í að afla upplýsinga og kanna málin frá öllum hliðum. Sjálfstæðismenn voru í minni- hluta allan tímann, sem Helgi var í bæjarstjórn. En það var hlustað á Helga og oft tekið tillit til þess sem hann hafði fram að færa. Hann gætti þess ávallt að vera vel undirbúinn og fara rétt með í málflutningi. Helgi átti sæti í íþróttanefnd 1950—54, í Krísuvíkurnefnd 1954—60, í atvinnumálanefnd 1950—52 og stjórn Rafveitu Hafn- arfjarðar 1957—74, formaður hennar 1962—70. ÖIl þessi marg- þættu störf í þágu bæjarfélagsins vann Helgi af því að til hans var leitað en sjálfum sér ýtti hann ekki fram. Ég átti mikil samskipti við Helga, einkum á meðan hann var í bæjarstjórn. Til hans sótti ég upp- lýsingar um fjölmörg mál. Þær voru ávallt öruggar og réttar. Hann var sem klettur se.ií hagg- aðist ekki og óhætt var að byggja á. Ég er því einn af þeim, sem á Helga mikið að þakka. Helgi var mjög hógvær maður. Hann var nægjusamur og barst ekki á. Margir sóttu til hans stuðning og hann var traustur vinur. Helgi kvongaðist ekki en var fjölskyldu sinni mikill og sannur vinur og bar hag hennar fyrir brjósti. Helgi var mikill trúmaður og las og hugsaði mikið um þau mál. Við, sem trúum því að annað og meira taki við að jarðlífi loknu, erum þess fuilviss að Helgi eigi góða heimkomu handan móðunnar miklu og við biðjum honum Guðs blessunar á nýjum vegum. Fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Páll V. Daníelsson Kær vinur og starfsfélagi, Helgi S. Guðmundsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, er borinn til graf- ar í dag. Andlát hans bar brátt að, en hann var viðbúinn kallinu. Á þessari stundu er okkur, sam- starfsfólki hans á bæjarfógeta- skrifstofunni í Kópavogi, efst í huga þakklæti og virðing fyrir samfylgdina undanfarin ár og áratugi og söknuð setur að nú í samferðarlokin. í hugum okkar flestra er ævistarf Helga bundið skrifstofustjórastarfinu. Þá gleymum við reyndar, að hann átti að baki merkilegt starf á ýmsum vettvangi, m.a. sem einn af frum- herjum bílaaldar á íslandi, er hann réðst til starfa við embættið nýstofnað, þá tæplega fimmtugur að aldri. Það sem einkenndi Helga í starfi öðru fremur var trúmennska, samviskusemi og góðvilji. Hann var hjálpsamur og hlýr í viðmóti gagnvart sam- starfsmönnum jafnt sem við- skiptamönnum og vildi hvers manns vanda leysa. Hann hafði sterka og einlæga trúarsannfær- ingu, en flíkaði því ekki. Trúin var veigamesti þáttur lífs hans síðari hluta ævinnar. Yfir Helga var hæglát reisn og höfðingsbragur. Það duldist engum sem þekkti hann, að þar fór góður maður. Mörgum verður hann minnisstæð- ur. Samferð með slíkum manni er ein af góðum gjöfum lífsins, göfg- andi og þroskandi. Fyrir hana vilj- um við nú þakka að leiðarlokum. Blessuð veri minning Helga S. Guðmundssonar. Samstarfsfólk Helgi S. Guðmundsson lést á sjúkrahúsi í Reykjavík, 8. þ.m., eftir stutta legu. Heilsu hans hafði hrakað hin síðari árin en ekki kom mér þó til hugar, er við áttum saman kvöldstund nú nýlega, að þá væru okkar síðustu samfundir. Fyrir tæpum 6 árum skrifaði undirritaður nokkrar línur í Morgunblaðið í tilefni af sjötugs- afmæli Helga. Við lestur þeirrar greinar sýnist mér ég ekki geta breytt miklu af því sem ég þá rit- aði og verða því þau minningar- orð, sem mig nú langar til að rita að þessum vini mínum gengnum, að einhverju, eða miklu leyti, endurtekning þess sem ég þá rit- aði. Helgi Soffonias Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 18. nóvem- ber 1906, sonur hjónanna Stefaníu Halldórsdóttur frá Ásum í Holt- um og Guðmundar Magnússonar í Hafnarfirði. Helgi ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum, Kjartani, Sólveigu og Víglundi, en þau eru öll látin. Fjórði bróðirinn var í fjölskyldunni, Guðmann Sigfús Émil, en hann dó tveggja ára gam- all. Guðmundur, faðir þeirra systkina, annaðist póstferðir og flutningastarfsemi, bæði milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, svo og innan Hafnarfjarðar. Bræðurnir urðu snemma virkir þátttakendur í atvinnurekstri föð- ur þeirra og annarri umsýslu heimilisins. Með breyttum tíma breyttust atvinnuhættir í þeirra starfrækslu, eins og í flestu öðru, og voru bifreiðir komnar í stað hestvagna áður eða um það leyti sem eldri bræðurnir höfðu náð aldri bifreiðastjóra. Flutninga- starfsemi varð síðan aðalstarf Helga fram um fertugsaldur svo sem síðar verður vikið að. Helgi stundaði nám í Flensborg og Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, sem síðar varð menntaskóli, undir stjórn Sigurðar Guð- mundssonar. Um miðjan fjórða áratuginn stofnaði Helgi fyrirtækið Áætlun- arbílar Hafnarfjarðar ásamt Kjartani bróður sínum og fjórðum mönnum öðrum. Var Helgi fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins alla tíð. Það fyrirtæki hafði á hendi áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, að hluta á móti öðrum aðilum. Ég tel mig hafa komist að því í samtölum við Helga, að ekki hafi forstjórastarf- ið í því fyrirtæki veitt hægan sess í fínni skrifstofu. Þar mun for- stjórinn eins og hinir eigendurnir hafa þurft að sinna hvaða verkefni sem leysa þurfti, og þá jafnvel að bæta á sig heilu vöktunum við akstur áætlunarbifreiðanna ef veikindi eða önnur atvik gerðu skörð.í bifreiðastjórahópinn. Þó að það eigi víst ekki vel við í minningargrein að blanda stjórn- málum þar saman við, þá tel ég að ekki sé hægt að rita sannleikanum samkvæmt um Helga S. Guð- mundsson án þess að það komi fram, að ég held að hann hafi aldrei skilið að þjóðfélagslega nauðsyn hafi borið til að leggja fyrirtæki þeirra félaga niður með valdboði og þjóðnýta þessa sam- gönguleið. Með þeirri ráðstöfun hinna æðstu valdhafa var kippt fótunum undan atvinnu Helga og félaga hans, er hann var um fer- tugsaldur. Hann starfaði síðan næstu árin við ýmislegt viðvíkj- andi slitum atvinnurekstrarins og einhvern hliðarrekstur, en gekk síðan í þjónustu ríkisins hinn 1. janúar 1956. Þá hófust okkar kynni, samstarf og — að ég leyfi mér að telja — vinátta. Þannig atvikaðist það, að Sólveig systir Helga hafði tekið við gjaldkera- starfi í bæjarfógetaskrifstofunni í Kópavogi, með því samkomulagi við mig að hún tæki við trygginga- umboðinu ef bæjarfógetaembætt- inu yrði falið það. Það skeði nokk- uð fyrirvaralítið og vantaði þá starfsmann, bókara og gjaldkera, án fyrirvara. Varð það úr að Helgi féllst á beiðni mína, fyrir milli- göngu systur sinnar, að koma og starfa á bæjarfógetaskrifstofunni í 3 mánuði á meðan ég leitaði eftir starfsmanni til frambúðar. Hann var þá bæjarfulltrúi og bæjar- ráðsmaður í Hafnarfirði, en því fylgdu talsverð störf, enda mun hann ekki hafa hugsað sér ríkið sem atvinnuveitanda til lengdar. Eftir að ég fór að kynnast Helga Guðmundssyni, bæði sem manni og starfsmanni, minnkaði áhugi minn á að leita eftir gjaldkera og bókara í hans stað að liðnum 3 mánaða ráðningartímanum. Þögð- um við báðir um málið í nærfellt tvo áratugi eða allt til þess, er Helgi fór að ræða um að létta af sér störfum, sem leiddi til þess að hann lét af föstu starfi í árslok 1975, en hann vann áfram við embættið eftir því sem þörf var á og samrýmdist hans hentugleik- um. Það er skoðun mín, að í öllum tilviljunum lífsins komi sú tilvilj- un hvernig samstarfsmenn maður hefur, næst á eftir því að þýðingu hverskonar fjölskyldu maður á, foreldra, maka og börn. Sumu af þessu getur maður að einhverju leyti ráðið sjálfur svo sem maka- vali og vali samstarfsmanna ef maður hefur þá aðstöðu, sem ég hafði, er ég réði Helga til bráða- birgða, en í þessum efnum eins og svo mörgu er það hið stóra happ- drætti lífsins sem ræður. Fyrir mann, sem er að stíga fyrstu spor- in við stjórn fyrirtækis, í þessu tilviki opinberrar skrifstofu, sem ég gerði 1955, var það hreinn happdrættisvinningur að fá til starfa þau systkinin Sólveigu Guðmundsdóttur og Helga S. Guð- mundsson. Það hefur oft gefið á bátinn í þeirri siglingu, sem rekst- ur bæjarfógetaembættisins í Kópavogi hefur verið, en þeim hlutum sem Helgi Guðmundsson átti að sjá um eða tók að sér að sjá um, umfram skyldu, þurfti aldrei að hafa neinar áhyggjur af. I mín- um augum var Helgi S. Guð- mundsson ekki aðeins einn hinn skylduræknasti, færasti og vand- aðasti starfsmaður sem ég hef haft samstarf við, heldur var hann einnig hinn þægilegasti og hlýj- asti félagi sem hægt er að kjósa sér. Eftir því sem íbúum fjölgaði, og rekstur bæjarfógetaembættisins varð viðameiri, jókst ábyrgð Helga, enda varð hann fljótlega skrifstofustjóri og stjórnandi alls þess sem snerti bókhald og fjár- vörslu. Þó að samstarfi okkar Helga lyki að fullu fyrir rúmum 3 árum, er ég lét af störfum í bæjarfógeta- skrifstofunni í Kópavogi þá hitt- umst við stundum, að vísu alltof sjaldan, og var það okkur hjónun- um alltaf mikið fagnaðarefni, þeg- ar af þeim fundum varð. Við Helgi S. Guðmundsson vorum sam- starfsmenn í tæp 24 ár og er það lengsta samstarf utan heimilis, sem ég hef átt með nokkrum manni. Fyrir það er nú þakkað og alla vináttu Helga mér og mínum til handa. Ég veit að ég mun til hinstu stundar minnast hans með- al hins besta, sem ég hef kynnst í lífinu. Um það fóru aldrei orð á milli okkar en ég vona að hann hafi haft hugboð um skoðanir mínar að þessu leyti. Sigurgeir Jónsson Sæmundur Kristjánsson var einn þeirra manna sem héldu í heiðri þessi fleygu og spaklegu orð skáldsins: „Madurinn einn er ei nema hálfur mt'd öArum er hann meiri en hann sjálfur." (E.B.) Þannig mat þessi heiðursmaður sambúðina við eiginkonu sína. Heimili þeirra Sæmundar og Benediktu er fallegt og aðlaðandi, listrænt, enda hafa hjónin verið mjög samhent við að fegra það og prýða og gera það að þeim griða- stað, að þar líður manni vel. Við vottum Benediktu og fjöl- skyldu hennar innilegustu samúð okkar og biðjum þeim blessunar. Sólroðin birta umlykur Sæmund Kristjánsson, frá þakklátum, hlýj- um hugum vina hans, nú er hann siglir fleyi sínu í sólarátt. Drottinn vaki yfir Sæmundi. Hallur Hermannsson Fátt er okkur meira virði í henni veröld en að bera gæfu til að kynnast góðum manni og eiga með honum samleið svo lengi að kostir hans verða okkur ljósir, bæði hver og einn og hvernig þeir fléttast í heild. Slíkur maður er á vissan hátt förunautur æ síðan. Sæmundur Kristjánsson var einn þessara góðu samfylgdar- manna. Hann varð á vegi mínum fyrir hálfum öðrum áratug. Ég var þá að halda að heiman en hann átti að baki alllanga slóð úr föð- urhúsum, nær sextugur að aldri. Hann brosti hlýlega við mér, var glettinn í augum eins og tilefni var til, svona okkar á milli karl- anna, og tók mér eins og jafningja í hópi förumanna. Ég veitti því enga athygli þá og aldrei síðan að hann var búinn að slíta margfalt fleiri skóm en ég á þessari jarðn- esku göngu; stundum mátti ég hafa mig allan við að fylgja hon- um eftir. Loks skildi svo með okkur. Við höfðum alltaf gert ráð fyrir að svo færi á endum en von- að innst inni að til þess drægi ekki svona fljótt. Það var ekki sjaldan að við sát- um undir grábláum pípustrókum báðir tveir og ræddum þarfa og óþarfa hluti, stundum með dálitla brjóstbirtu í glasi, og ýmist var myrkur á gluggum í stofunni heima eða móska yfir borginni en alltaf jafnhlýtt og bjart í návist hans, þessa hógláta, þýðlynda manns. Og margir urðu dagarnir á Stokkseyri. Við dyttuðum að litlu húsi, oftast nær kappklæddir í nepjunni á Bakkanum, ekki veislu- búnir en í veisluskapi ævinlega nema þegar við gátum með engu móti fengið staur til að tolla eða skrúfu að halda. Sæmundur sá alltaf ráð við slíku, sneri sér und- an veðrinu, kveikti í pípu sinni og fann lausnina í þann mund sem glóðin var að festa rætur í tóbak- inu. Hann var verklaginn maður. Ég kunni í fyrstunni ekkert á staura og skrúfur en lærði af hon- um flest sem mönnum er þarft að vita um þessa hluti. Að loknu dagsverki var svo sest fyrir innan suðurgluggann og kvöldsólin látin skína á órökuð andlit og úfið hár og alltaf haft við orð hvað manni liði ósköp vel á þessum stað. Sæ- mundur átti drjúgan þátt í hvað þetta litla hús var mörgum kær- komið, ungum og öldnum. Hann var einn af þeim mönnum sem fara á fætur á undan hinum á köldum morgni og færa konum og börnum rjúkandi bolla í rúmið og segja körlunum að það sé nýlagað kaffi á brúsanum frammi. Síðan var hann farinn út að vinna og unni sér aldrei hvíldar meðan bjart var af degi. Hann var góður drengur. Þeir sem kynntust honum geta nefnt um það ótal dæmi en ég læt nægja hér að minna á hversu annt hon- um var um gamalmenni. Ég varð nokkrum sinnum vitni að því þeg- ar hann tók á móti gömlum og dauðlúnum körlum í litla húsinu á Stokkseyri og dáðist að því ævin- lega hvað hann sýndi þeim mikla umhyggju og alúð. Það var sama hvernig á stóð, þó að hann væri á kafi í verkum, þá gaf hann sér alltaf tóm til að ræða við þá um heima og geima, sötraði með þeim úr bolla og hressti þá við með gamanyrðum og þéttu handtaki í útidyrum að lokinni oft langri setu. Tengdaföður sínum háöldr- uðum, sem dó fyrir nokkrum ár- um, sýndi hann svo mikla vináttu, þolinmæði og ástúð að þess eru eflaust ekki mörg dæmi. Sæmund- ur hafði vegna þessa og alls ann- ars reyndar unnið til þess að eiga fögur og friðsæl elliár en ferð hans lauk áður en hann náði svo langt. Við stöndum nú ein eftir á veg- inum, nánir samfylgdarmenn hans. Sumir eiga langa leið fyrir höndum, aðrir aðeins stuttan spöl. Minning hans er gott veganesti. Hann sagði mér einhverju sinni, þegar við námum staðar á braut- arbrún, að hann vissi ekki hvert ferðinni væri heitið. Núna veit hann það. Við vitum einungis að fótatak hans hefur hljóðnað við hlið okkar og berst ekki að eyrum annað en gnauð í vindum þar sem þeir slást fyrir húshorn, vetrar- kaldir. Enginn treystist til að leggja réttan dóm á gildi einnar mannsævi fyrir þann sem er geng- inn á vit feðra sinna og verður ekki framar inntur svars. Þeim sem standa utan við ævi hins hógláta alþýðumanns og allfjarri þykir hún vonlega tíðindasnauð, en þeir sem urðu nánir förunautar hans meta ævi hans næst sinni eigin; hann sem átti þessa ævi fórnaði henni lífi sínu og kröftum. Til handa honum á ég enga ósk heitari en þá að hann hafi, þegar á reyndi, fært þessa fórn sáttur við hlut sinn, vegferð og samfylgd- armenn. Jón Örn Marinósson Nýlega hefur Eyjólfur Kúld gullsmiður opnað vinnustofu og skartgripa- verzlun á Hjallavegi 25 í Reykjavík. Eyjólfur nam iðn sína hjá Jóni Dalmannssyni gullsmíðameisTara. Meist- arabréfið hlaut hann árið 1975. Auk venjulegrar gullsmíði hefur Eyjólfur lagt sérstaka stund á handsmíðað víravirki, upp á gamla mátann, á ís- lenzku þjóðbúningana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.