Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.11.1982, Qupperneq 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 Minning: Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri Fæddur 12. janúar 1945 Dáinn 26. október 1982 Það var „þrútið loft og þungur sjór“ og stormur í lofti yfir Vest- fjörðum þriðjudaginn 26. október. Þann dag stýrði Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri á ísafirði flugvél sinni hinsta sinn á loft — i ferð sem lokið hefur í hafinu úti fyrir sunnanverðum Vestfjarðarkjálk- anum. Þannig er lífið — menn vita aldrei fyrirfram hvenær skyndi- lega kann að verða klippt fyrir- varalaust á lífsþráðinn. En sárt er þó alltaf þegar ungum og hraust- um mönnum, í blóma lífsins og með fulla starfsorku, er kippt burtu jafn snögglega og hér gerð- ist. Hafþór Helgason fæddist í Reykjavík 12. janúar 1945, sonur Helga J. Hafliðasonar bifvéla- virkja og Sigurbjargar Jónsdóttur. Hann lauk gagnfræðaprófi úr verknámsdeild 1962 og hlaut skip- stjórnarréttindi á 30 tonna bát sama ár. Árið 1965 lauk hann einkaflugprófi, og atvinnuflug- prófi með blindflugsréttindum á árunum 1975—1976. Hann vann ýmis störf framan af, en var fram- kvæmdastjóri og einn eigenda flugfélagsins Vængja hf. árin 1973—1976. Af persónulegum ástæðum seldi hann hluta sinn í því fyrirtæki og lét af störfum fyrir það. í framhaldi af því réðist svo að hann fluttist vestur í Saurbæ í Dölum og tók þar árið 1977 við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Saurbæinga. Við erum margir sem minnumst þess að þegar í byrjun vakti þessi nýi kaupfélagsstjóri á sér tals- verða athygli innan Samvinnu- hreyfingarinnar. Það var ekki að- eins sú sérstaða hans að vera lærður atvinnuflugmaður og fara allra sinna ferða milli landshluta um loftsins vegi. Það kom fljótt í ljós að hann var hörkuduglegur til vinnu, ákveðinn og atorkusamur, en kom sér jafnframt vel við menn, svo að hann ávann sér snemma virðingu félagsmanna og viðskiptavina Kaupfélags Saurbæ- inga. Það fór heldur ekki á milli mála að hann var góður leiðtogi og einlægur samvinnumaður, sem vel kom fram í þátttöku hans í um- ræðum á fundum hreyfingarinnar. Þessir eiginleikar réðu því svo að árið 19$0 var leitað til Hafþórs um að taka við kaupfélagsstjóra- starfi hjá Kaupfélagi Isfirðinga, sem þá hafði átt við erfiðleika að etja um nokkurt skeið. Það vill svo til að ekki eru nema örfáar vikur síðan rækilegt viðtal við hann birtist í einu af dagblöðunum (Dagblaðið og Vísir 12. október), og þar segir hann nokkuð frá þessu máli og verkefnum sínum vestra. Eg má kannski leyfa mér að taka hér upp lýsingu hans sjálfs á eigin viðþrögðum við beiðninni og afstöðu sinni til starfsins, en þessu lýsti hann þannig: „Snemma árs 1980 er leitað til mín að koma til ísafjarðar og tók ég því fálega í fyrstu. Ég vissi vel að það yrði erfitt enda búinn að vera lognmolla yfir þessu lengi. Það voru búin að vera tíð kaupfé- lagsstjóraskiti sem segir sína sögu. Aftur á móti hefur alltaf heillað mig að takast á við hlutina og helst reyna eitthvað sem hefur gengið skrykkjótt. Ég sló því til og lít á það sem verkefni mitt að koma fyrirtækinu á toppinn. Ég er einlægur samvinnumaður og trúi því að fólkið eigi að hafa hönd í bagga með verslunarrekstri og ekki sé vænlegri leið en að kaup- félögin reki myndarlega verslun á öllu landinu. Ég ann þó öllum að reka verslun ef þeir vilja.“ Það var burt frá þessu verkefni, sem hann tók svo alvarlegum tök- um, að honum var kippt fyrirvara- laust. Um störf Hafþórs fyrir Kaupfélag Isfirðinga, þann skamma tíma sem hann stýrði málum félagsins, er það annars í stuttu máli að segja að hann sýndi þar afburðahæfni og var stórvirk- ur í starfi jafnt sem framkvæmd- um. Framkvæmdasaga félagsins síðustu tvö árin skal ekki rakin hér, enda er hún alkunn þjóðinni úr fjölmiðlum. Umhverfis þá upp- byggingu hefur á stundum orðið stormasamt, eins og oft vill verða þar sem ráðist er af stórhug í miklar framkvæmdir. En í öllum þeim stormum lét Hafþór engan bilbug á sér finna. Hann var hvarvetna hinn öruggasti í öllu og stýrði uppbyggingunni með gætni og lagni hins fædda leiðtoga. Það fer ekki á milli mála að Hafþór var kominn vel á veg með að gera það sem hann kallaði sjálfur að koma fyrirtækinu á toppinn. Honum var að takast að leysa það verkefni, sem nú verður annarra að leiða til lykta. En samvinnumenn hafa misst úr röð- um sínum einn af bestu mönnum hreyfingar sinnar, og skaði þeirra er mikill. En þó er hann kannski lítill miðað við það skarð sem er fyrir skildi í fjölskyldu hans. Eiginkona hans, Guðný Kristjánsdóttir, og synir þeirra þrír hafa misst góðan eiginmann og föður. Hjá þeim hlýtur hugur okkar hinna að dvelja á þessum erfiða tíma í lífi þeirra mæðginanna. Megi það verða þeim nokkur huggun harmi gegn að í hópi okkar, sem kynnt- umst honum í starfi hjá sam- vinnuhreyfingunni, skilur Hafþór einungis eftir sig góðar minn- ingar. Eysteinn Sigurðsson „Skjótt hefir sól brugðið sumri.“ Hörmulegt slys hefir skeð í ofviðr- inu 26. október sl. Fórst þá Hafþór Helgason, kaupfélagsstjóri, með flugvél sinni í hafið úti fyrir Vest- fjörðum. Helfregnir þurfa ekki skýringa við. Hafþór var fæddur í Reykjavík, foreldrar hans voru Helgi Jóh. Hafliðason, bifvélavirki, dáinn fyrir mörgum árum, og Sigurbjörg Jónsdóttir, Halldórssonar, bónda í Framnesi, Rangárvallasýslu. Hafþór var maður fjölhæfur, hlaðinn orku, áhuga og bjartsýni og hlífðist hvergi við, enda var hann, af svo ungum manni að vera, búinn að kynnast mörgum greinum atvinnulífsins; var á bát- um unglingsárin svo og togurum. Hann tók próf úr Verknámsskól- anum í Reykjavík árið 1962 og sama ár skipstjórapróf með rétt- indum á 30 tonna bátum. Einka- flugmannspróf árið 1965. At- vinnuflugmannspróf með blind- flugsréttindum 1975 og ’76. Hann dvaldist í Þýskalandi árið 1967, við nám og störf í bílaverk- smiðju. Rak um tíma eigið bíla- verkstæði í Garðabæ. Hann vann á rannsóknarstofu ISALs 1969 og starfsmaður hjá Þórisósi frá 1970—’73. Framkvæmdastjóri og meðeigandi í Flugfélaginu Vængir hf. 1973—'76. Kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Saurbæinga í Dala- sýslu frá 1977 til vors 1980. í júní 1980 tók Hafþór við Kaup- félagi ísfirðinga. Hófust þá kynni okkar um haustið í gegnum störf við sláturhúsið, þar sem ég hafði í mörg ár verið réttarstjóri og gærumatsmaður, en bæði þessi störf leiddu af sér mikil kynni við kaupfélagsstjórann. Mér varð það fljótlega ljóst að þarna var enginn meðalmaður á ferð, kappið og ósérhlífnin var frábær. Haustið 1981 var eitt það erfið- asta, sökum fanna og illviðra, flutningur á búfé til slátrunar var mjög erfiður og það var ekki ósjaldan sem Hafþór gekk í þau verk sem þurfti að sinna, gerði við bíla í snatri og dreif allt í gang, en þessu hafði maður aldrei átt að venjast fyrr. Atorkan var svo frábær, bjartsýnin á meiri umsvif og allt virtist þetta vera honum svo létt og ljóst í framkvæmd, eins og kom svo skýrt fram á síðasta stjórnarfundi er við sátum með honum þann 21. október sl. Þar voru ræddar framtíðarhorfur fé- lagsins og fleira. Jafnframt horfði hann fram með næmum skilningi á raunveru- leika viðskiptalífsins í straum- kasti tímans. En svo er hann horf- inn, allt hrunið sem við treystum mest á, en svona er lífið hverfult. Sagt er að tíminn græði öll sár, en það var sárt að sjá af honum svona fljótt úr leiknum. Þau hjónin áttu 3 syni, 16 ára, 9 ára og 2 ára. Nú þegar Hafþór er allur þá er mér efst í huga þakk- læti fyrir að fá að kynnast slíkum ofurhuga og bjartsýnismanni. Þessu fylgja óskir um fararheill, honum til handa til þeirra fjar- lægu stranda, sem við eigum öil eftir að sigla til. Eiginkona Hafþórs, frú Guðný G. Kristjánsdóttir, stóð jafnan við hlið manns síns, trygg og styrk í öllum þessum miklu umsvifum. Hjá henni, sem mest hefir misst, og sonum þeirra dvelur nú hugur okkar hjóna, og á sárri skilnað- arstund vottum við þeim innilega samúð í hörmum þeirra. Megi þeim veitast Guðs styrkur. Fagrahvammi, 10/11 1982 Hjörtur Sturlaugsson deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér gódan getr.“ (t)r Hávamálum) I dag fer fram í Isafjarðarkirkju minningarathöfn um Hafþór Helgason kaupfélagsstjóra sem fórst af slysförum með einka- flugvél sinni, „TF-MAO", út af Bjargtöngum að morgni þriðju- dags 26. október sl. Með Hafþóri er góður drengur genginn, langt um aldur fram, að- eins 37 ára gamall, vinur og sam- herji, sem ég vildi minnast nokkr- um orðum. Hafþór var fæddur í Reykjavík þann 12. janúar árið 1945 og var næstyngstur sjö systkina. For- eldrar hans voru þau Helgi J. Haf- liðason bifvélavirki, sem látinn er fyrir allmörgum árum, og eftirlif- andi kona hans, Sigurbjörg Jóns- dóttir, Halldórssonar, bónda að Framnesi í Rangárvallasýslu. Hafþór lauk gagnfræðaprófi frá verknámsdeild í Reykjavík árið 1962, og það sama ár hlaut hann skipstjórnarréttindi til að fara með stjórn á allt að 30 tonna fiski- bátum. Þrem árum seinna, eða ár- ið 1965, lauk hann einkaflug- mannsprófi í Reykjavík, en atvinnuflugmannsprófi með biindflugsréttindum árið 1976. Átti flugið ávallt hug hans meira en hálfan, og skilaði það honum að síðustu á drottins fund. Árið 1963 steig Hafþór mikið gæfuspor og trúlofaðist þá eftirlif- andi eiginkonu sinni og jafnaldra, Guðnýju Kristjánsdóttur, en þau giftust 1968, og eignuðust þau þrjá syni, Alexander, 16 ára, fæddan á afmælisdag móður sinnar, 7. mars 1966, Erling Friðrik, 9 ára, fæddan 8. október 1973, og Véstein, fædd- an í Reykjavík þann 25. maí 1980. Sjá þau nú öll á bak elskuðum eig- inmanni og föður, stórvirkum ágætismanni, sem vænst var að ætti eftir að leggja áfram gjörva hönd á svo margt sem til framfara horfði. Hafþór dvaldist við nám og störf í bifvélavirkjun í Þýskalandi árið 1967, en fyrir vélum og vél- fræðslu stóð hugur hans löngum opinn. Árið 1969 starfaði Hafþór að gæðamati á rannsóknarstofu ISALs hf. og síðar við eignaum- sýslu hjá Þórisósi hf. á árunum 1970—1973, en á árinu 1973 tók + Elskuleg móöir mín AUDBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hjaröarhaga 56, er látin. Stella María Jónsdóttir Móöir okkar, ELKA JÓNSDÓTTIR, Eiríkagötu 13, lézt í Heilsuverndarstööinni viö Barónsstíg 14. þ.m. Guðrún Runólfsdóttir, Fanney R. Greene, Geír Runólfsson. + Eiginkona mín, móöir okkar og amma, HÓLMLAUG HALLDÓRSDÓTTIR, Goðheimum 21, Reykjavík, andaöist laugardaginn 13. nóvember 1982. Árni Stefánsson, Stefán Árnason, Guðný Árnadóttir, Árni Sæmundsson. + Fööursystir min, INGIBJÖRG MARÍA (BAUGGA) THOMPSON, áður til heimilis Vesturgötu 21, Reykjavík, lést í Honolulu, Hawaii, 6. nóvember sl. Bergljót Ingólfsdóttir. + Fósturbróðir minn, KETILL JÓNSSON frá Hausthúsum, Óöinsgötu 6, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 17. nóv- ember kl. 3 e.h. Þóra Árnadóttir. Systir okkar, + JÓNFRÍDUH GUDJÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Hóli i Svínadal, veröur jarösungin frá Akraneskirkju, miövikudaginn 17. november kl. 14.30. María Guöjónsdóttir, Þóra Guöjónsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát BJARNA G. BJARNASONAR. Sérstakar þakkir til fólksins á Grensásvegi 58. Erla V. Helgadóttir, börn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, JÓHÖNNU JÓSEFSDÓTTUR, Hólagötu 11, Vestmannaeyjum. HaukurHögnason, Pétur Haraldsson, Geirlaug Jónsdóttir, Svala Hauksdóttir, Jón Hauksson, Sigurður Hauksson, Fanney Jónsdóttir, Ölver Hauksson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.