Morgunblaðið - 16.11.1982, Side 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
\Jer \Jor þa& sem ba& um gcifftilb'ita?
Ast er...
... að sækja hitapoka
fyrir hana.
TM Reg US Pat Off — all rights reserved
• 1979 Los Ar>ge*es Times Syndicate
Lilli likist þér meira og meira með
hverjum degi. Mann sest á allt sem
ég fæ honum!
Hefur þú haft vín um hönd?
HÖGNI HREKKVÍSI
Hvað finnst
ykkur
um þetta?
GD skrifar:
„Velvakandi.
Ég er í ákveðnum hópi starfs-
manna sem vinnur fyrir Reykjavík-
urborg og gerði bílasamning við
borgina. Miðað við 30 km akstur á
dag (6—10 viðkomustaðir á 8 klat.)
er greiðslan um 110 kr. á dag, þ.e.
a.s. 2.690 kr. á mán. nú.
Ég hef, eins og margir aðrir í
sömu starfsgrein, sagt samningun-
um upp frá 1. desember, og mun þá
fá til afnota bílaleigubíl sem kostar
Keykjavíkurborg 395 kr. á dag +
km.-gjald 3,95 kr. + bensin. Lesandi
góður, reiknaðu nú út, hvaða mán-
aðarupphæð þetta verður. Mér
reiknast að það verði um 550 kr. á
dag, eða 12.675 kr. á mán. Hvers
vegna sagði ég upp samningnum?
Vegna þess að ég taldi mig ekki
geta rekið bíl minn fyrir 110 kr. á
dag þegar tillit er tekið til eftirfar-
andi:
1. Mikið slit er á bílnum við akstur
í þéttbýli, þar sem stansað er í
'h — V/i klst. á hverjum við-
komustað. Bíllinn er þá alltaf
kaldur, þegar starta skal aftur.
Jafnan er keyrt í lággír og bens-
íneyðsla því mikil.
2. Kostnaður er mikill við að kom-
ast milli viðkomustaða, þegar
bíllinn bilar og er á verkstæði.
Það þýðir oftast dýra leigubíla
sem starfsmaður sjálfur verður
að borga.
3. Bílinn verður að tryggja vel
vegna hættu á „nuddi" og
skemmdarstarfsemi þegar sífellt
verður að leggja honum og yfir-
gefa á misjafnlega góðum stæð-
um. Þetta eykur kostnað.
4. Þótt fyllsta aðgæsla sé sýnd í
akstri verða einhver okkar ár-
lega fyrir því, að keyrt er á bíl
þeirra. Meðan á viðgerð bifreiðar
stendur greiðir tryggingarfélag
aðeins daggjöld fyrir bílaleigu-
bíl, en starfsmaður verður sjálf-
ur að greiða bæði km-gjald og
bensínkostnað og fær sjaldnast
bíl sinn jafn góðan aftur.
Hvaða ofsafjárhæð er þá farið
fram á að Reykjavíkurborg greiði
fyrir slíkan akstur? Aðeins helm-
inginn af því sem bílaleigubíll
mundi kosta — það er nú allt og
sumt. En það þykir óhófleg heimtu-
frekja. Hvað finnst ykkur um
þetta?
Til glöggvunar eru nýjustu tölur
FÍB um aksturskostnað: 5,44
kr./km, að vísu miðað við 10.000 km
akstur á ári.
Hvernig væri að þú leitaðir uppi
kvittun frá einhverjum viðgerðar-
manni sem hefur komið heim til þín
og athugaðir liðinn sem heitir
„aksturskostnaður"?
Ekkí get ég ferðast með strætis-
vagni. Nauðsynlegur farangur til
þess að vera „við öllu búinn“ er 15
kg og mundi rétt rúmast í 2 ferða-
töskum, en fyllir nú aflursætið í
bílnum mínum. Þar að auki búa
sjúklingarnir ekki allir nálægt
biðstöðvum strætisvagna. Með
kveðju frá einni sem starfar við
heimahjúkrun."
Yrðu bless-
aðir í bak
og fyrir
Benný Baldursdóttir skrifar
11. nóvember.
„Agæti Velvakandi.
Þetta voru sannarlega orð í
tíma töluð hjá Ragnheiði í
Stífluseli, varðandi umferðar-
eyjuna í Stekkjarbakkabrekk-
unni. Ekki man ég betur en
beygja þessi hafi verið gerð að
umtalsefni í blöðum fyrir 1—2
árum eða svo og þá viðurkennt
að hún væri ranglega staðsett.
Því fannst manni furðuverk
að gera eyju þarna og langt
fyrir ofan skilning okkar íbú-
anna að bæta svo við strætis-
vagnabiðstöðvum báðum meg-
in við eyjuna. Vonandi verður
bætt úr þessu áður en slys
hlýst af.
Fyrir ári beindi ég fyrir-
spurn til gatnamálastjóra
varðandi krappa beygju frá
Ölduseli upp í Teigasel, en hef
ekki séð svar við þeirri fyrir-
spurn ennþá. Þarna upp er
smábrekka, sem veldur okkur
íbúum Teigasels miklum erf-
iðleikum í snjókomu og hálku.
Þessar elskur hjá borginni
yrðu blessaðir í bak og fyrir,
ef þeir vildu staðsetja fyrir
okkur saltkassa í litlu brekk-
una okkar, „Illfæru", til að við
gætum sjálf gert eitthvað í
málinu.
Með fyrirfram þakklæti."
„Ellilífeyrisþegi“:
Ber það með sér að viðkomandi
hafi verið ómagi á samfélaginu
J.G. skrifar:
„Velvakandi.
Nú er ár aldraðra brátt á enda
runnið og er vonandi að einhver
árangur hafi orðið af því — ekki
veitir af.
Ymislegt hefur komið fram, sem
óskað er eftir að gert sé fyrir
gamla fólkið, en það sem mér ligg-
ur þungt á hjarta hefur þann kost
fram yfir margt annað að það er
útgjaldalaust.
I skrám yfir dána, sem árlega
eru gefnar út, er m.a. tilgreind at-
vinna fólks. Margir fá þar starfs-
heitið „ellilífeyrisþegi". Þetta orð
er eflaust þangað komi úr skýrslum
lækna og presta, sem ætti þó að
vera innan handar að fá upplýs-
ingar um hvaða atvinnu fólkið
hafði stundað og skrifa þá e.t.v.
„fyrrverandi" fyrir framan.
Þetta ömurlega orð „ellilífeyris-
þegi“ ber það með sér, að viðkom-
andi hafi verið ómagi á samfélag-
inu (þetta er að mínu mati nútíma-
leg útsetning á gamla orðinu
„sveitarlimur").
Ég vil nú mælast til þess, að
hætt verði að nota þetta orð sem
starfsheiti og að fólki sé ekki núið
því um nasir eftir dauðann, að það
hafi þegið af samfélaginu,— og
þvílíku samfélagi — ,sem með verð-
bólgu og óheyrilegri dýrtíð gerir
fólki ókleift að leggja fyrir af laun-
um sínum til elliáranna.
Þessir hringdu . . .
Vörpum
bónusinum fyrir
róöa áöur en það
verdur um seinan
Oddný Stella Oskarsdóttir, Hafn-
arfirði, hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ég er verkakona
og vinn í fiskvinnu og hef þess
vegna fylgst vel með þeim umræð-
um sem nýlega hafa átt sér stað
um vinnubrögð í fiskiðnaði. Það er
mikið talað um lélega vöru í þessu
sambandi, og ekki bara skreið,
heldur virðist vandamálið ná til
flestra greina fiskvinnslunnar,
slæmt hráefni, slæm meðhöndlun
í vinnslu og verðfall. En samt er
haldið áfram bónusvinnu, allt þarf
að vinna í bónus. Verður ekki farið
að vinna skreiðina í bónus, svo að
við fáum hana eins og hún leggur
sig í hausinn aftur? Nei, mér
finnst það skjóta skökku við að
vinna við viðkvæma matvöru eftir
kerfi, sem fyrirfram er vitað að
leiðir til óvandaðra vinnubragða,
vegna þess að þar er aðalmarkmið
í sjálfu sér að afkasta sem mestu,
flýta sér, þó að það komi niður á
vinnubrögðunum. Þetta er inn-
byggt í kerfið eðli þess samkvæmt.
Og það er unnið eftir þessu af-
kastaaukandi kerfi, sem óhjákv-
æmilega leiðir til hroðvirkni, enda
þótt fyrstigeymslur séu flestar
fullar og skipin séu látin sigla með
aflann, af því að ekki er pláss fyrir
hann í landi. Það verður því hrá-
efnisþurrð hjá húsunum og segja
verður upp fólki hópum saman.
Væri ekki nær að varpa bónusin-
um fyrir róða og gefa fólkinu færi
á að vinna fyrir aðeins hærra
kaupi í tímavinnu, fá betri vöru,
sem ekki þyrfti að skammast sín
fyrir að senda á erlenda markaði.
Hvernig væri að hækka kaup
okkar fiskvinnslukvenna upp í svo
sem 65—70 krónur á tímann í stað
43—45 króna eins og nú er og gefa
okkur tækifæri til að vinna góða
vöru. Ég er þess fullviss, að marg-
ar okkar mundu taka því boði. Ég
held að rétt sé að snúa við af þess-
ari braut, áður en það verður um
seinan.
Bein lína til
þingmanna
Áií. hringdi og hafði eftirfarandi
að segja: — Það er frumvarp að
koma fyrir þing núna, í sambandi
við skemmtistaðina og unga fóikið.
I því er kveðið á um að þeir sem
fæddir eru sama ár fái að sækja
þessa staði, enda þótt fæddir séu
seinna á árinu en jafnaldrarnir.
Þetta er eðlileg ráðstöfun og ekkert
nema gott eitt um hana að segja.
Skólasystkini vilja gjarna fá að
fylgjast að, þegar þau eru að
.skemmta sér. Ég á mörg börn; þar
af eru nokkur fædd að haustinu.
Það hefur verið mjög mikil