Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
45
„Og ekki má gleyma því í þeim þrengingum sem nú virðast blasa við Háskóla íslands, að vís maður og skólameistari
kallaði vínsöluhúsin drykkjuskóla forðum tíð. Kannski þeir geti bara komið í stað skólakerfisins eins og það leggur
sig. Við verðum nefnilega að gæta þess að verða ekki gamaldags, þó að háværir minnihlutahópar haldi því fram, að
það frelsi, sem börnum og unglingum er búið meðan foreldrarnir ryðjast á garðann í drykkjuskólunum, verði allaf
hallærisplansfrelsi.“
Dettur nokkrum 1 hug að þetta fólk
sé að skara eld að sinni köku?
Á.H. skrifar:
„Loksins hafa látið til sín heyra
samtök sem tala máli nútímans og
bera fyrir brjósti hag þjóðarinnar.
Þar er sosum engin eiginhags-
munastreita eða fégirni á ferðum.
Hreinar hvatir og þjónslund
(löngun til „að veita góða þjón-
ustu“ á fagmáli) ráða þar ríkjum.
Þessi hógværi og hlédrægi hóp-
ur kallar sig Samband veitinga- og
gistihúsa. Það sýnir skýrleikann
og lítillætið. Það eru sem sé húsin,
grunnmúruð og góð til fjárfest-
ingar, sem þenkja og álykta en
ekki skeikular persónur, kannski
langt á eftir tímatali þeirra vits-
munavera sem hér um ræðir.
Samband þetta er að sjálfsögðu á
móti reglum þeim sem hér gilda
um sölu og veitingar áfengis enda
segja mannvitsbrekkurnar þær
hálfrar aldar gamlar (settar 1969
og síðar).
Auðvitað eru það afspyrnu
vondir menn sem vilja ekki leyfa
þessum velgerðarmönnum lands-
lýðs að selja hollefnið alkóhól all-
an sólarhringinn alla daga ársins.
Og að sjálfsögðu hverjum sem
kaupa vill. Og helst af öllu hvar
sem er. Allt annað er gamaldags
frelsisskerðing. (Eina varan, sem
nóg er af í Póllandi, er áfengi).
Ef einhver er í vafa um að
hreinar hvatir búi hér undir fer
hann villur vegar. — Allt vilja
þeir gera fyrir almenning. Þeir
óánægja hjá þessum haustbörnum
mínum með það, að félagar þeirra,
sem fæddir eru fyrri part ársins, fá
hærri laun á sumrin en þau sem
fædd eru að haustinu. Þetta finnst
mér að mætti alveg eins leiðrétta,
þótt ekki sé þarna um háar upp-
hæðir að tefla, eins og hitt með
skemmtistaðina. Ég vona að þetta
komist á beinni línu til þingmanna
okkar.
Hvað er slysa-
varðstofa?
Öryrki hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ég varð fyrir
meiðslum fyrir nokkrum dögum, en
á þriðjudagskvöld (8. nóv.) gat ég
ekki þolað við fyrir kvölum, svo að
ég fór á Slysavarðstofuna. Þegar
þangað kom var ég spurð, hvað að
væri. Ég sagði sem var, en fékk það
svar, að ekki væri hægt að sinna
svo gömlum meiðslum; ég gæti
komið daginn eftir. Því spyr ég:
Hvað er slysavarðstofa? Hvað
mega meiðsl vera gömul til þess að
maður fái annast um þau þar?
eru nefnilega nútímamenn og hafa
meira að segja komið á staupasölu
við borð líkt og tíðkaðist á öldinni
sem leið. En menn, sem voru á
móti almenningi og frelsinu eins
og Jón skáld Olafsson og Björn
ritstjóri Jónsson, fengu slíkt
verslunarfrelsi afnumið með lög-
um. Nú kallast þessi borð ekki
lengur búðardiskar heldur barir,
— á íslensku máli garðar.
Og ekki má gleyma því í þeim
þrengingum sem nú virðast blasa
við Háskóla íslands að vís maður
og skólameistari kallaði vínsölu-
húsin drykkjuskóla forðum tíð.
Kannski þeir geti bara komið í
stað skólakerfisins eins og það
leggur sig. Við verðum nefnilega
að gæta þess að verða ekki gam-
aldags þó háværir minnihlutahóp-
ar haldi því fram að það frelsi,
sem börnum og unglingum er búið
meðan foreldrarnir ryðjast á
Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif-
ar:
„Velvakandi.
Viltu gera svo vel að birta eftir-
farandi:
Nú um þessar mundir eru út-
varp og sjónvarp notuð sem áróð-
urstæki til að níða karlmenn. í út-
varpi kemur það fram í þættinum
Á tali, og í sjónvarpi í auglýsing-
um. Þar eru karlar útfáerðir í
drekalíki, sem vill gína yfir öllu og
í annarri útfærslu er karlmaður í
útbíuðu eldhúsi, sem á enga stoð i
veruleikanum í vinnubrögðum
karlmanna.
í þættinum Á tali eru karlmenn
gerðir svo auðvirðilegir og vitlaus-
ir, að engu tali tekur. Þar eru
sjúkrabílar hvíandi út af meintum
slysum sem karlmenn eiga að hafa
leitt yfir sig; einnig uppspennt ær-
andi hljóð af hrynjandi leirtaui
með tilheyrandi brothljóðum og
eftir öllu að dæma er það ekkert
smáræðistjón sem orðið hefur á
því heimili. Það er ekki bara einn
diskur eða þá tveir. Og þarna er
karlmaðurinn að verki, eða látið
er líta út að svo sé.
garðann í drykkjuskólunum, verði
allaf hallærisplansfrelsi.
Nei, það er meðal annars hrein
umhyggja fyrir æskunni sem knýr
félagana í þessum göfugu samtök-
um til þess að vinna af fórnfýsi
þjóðhagslega nytsöm störf. Fórn-
arlund þeirra er einstök. Að vísu
hefur þeim verið leyft að Ieggja á
sig erfiði og vökur við að selja
áfengi langt fram yfir miðnætti.
En þeir vilja meira, því að þetta er
auðvitað ekki nóg. Það þarf líka að
fjölga á meðferðarstofnunum
fyrir drykkfellda menn svo að
starfsliðið hafi nóg að gera. Því er
þetta mesta þjóðþrifastarfsemi þó
fyrirmyndirnar séu meira en ald-
ar gamlar. — Eða dettur nokkrum
í hug að þetta fólk sé að skara eld
að sinni köku, hugsa um eigin-
hagsmuni, auka sölu, gróða, fjár-
muni — eða svoleiðis?"
Þessar aðferðir verða ekki til að
bæta hlut kvenna eða til heiðurs
þeim. Það skyldi þó aldrei vera svo
komið, að konur séu búnar að fá of
mikið frelsi nú þegar, og komið sé
að nýjum þætti í mannkynssög-
unni, að konur séu að ná völdum
til að kúga karlmenn. Mér finnst
greinileg merki þess, að þær séu
ekki að vinna að jafnrétti, heldur
séu þær í valdabaráttu. Og nái
þær þessum völdum, verður það
engum til góðs, því að konur eru á
margan hátt og á sumum sviðum
kvikindislegri en karlar. Má víst
deila endalaust um það, eins og
lítt er sparað.
Ég segi líka, að óteljandi til-
brigði eru í samskiptum karla og
kvenna, en konur ættu að vara sig;
þær ættu ekki að hætta á að missa
virðingu þá sem þær hafa notið
hjá meirihluta karlmanna. Það er
til að konur hafi karla sem þræla;
þeir leggja það mikið á sig margir
hverjir til að þóknast kröfum
kvennanna, að þeir bíða tjón á
heilsu sinni. Um það mætti margt
fleira segja."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hugsa þarf til nýtingu auðlinda.
Rétt væri: ... til nýtingar auðlinda.
Verða ekki til að
bæta hlut kvenna
Dýrakjötseyði Diana
Consomme de gibier Diana
★ ★ ★
Hreindýrabuffsteik Baden-Baden
Noisette de renne Baden-Baden
★ ★ ★
Rjúpur að hætti hússins
Perdrix blanche maison
★ ★ ★
Steikt villigæs Au Jus
Oie Sauvage Rotie Au Jus
★ ★ ★
Súkkulaðiskál með bláberjafyllingu
Timbale de chocolat aux mirtilles
Bang&Olufsen
Þegar gæöi, hönnun og verð
haldast jafn vei í hendur og í
Beocenter 7002 hljómtækja-
samstæðunni, þá er valið
auðvelt.
Komdu og leyfðu okkur aö
sýna þér þessi frábæru
hljómtæki, sem fá lof tónlist-
ar- og listunnenda.
Verð 39.980 — með hátölurum.
Greiðslukjör.
Beovox S 55