Morgunblaðið - 16.11.1982, Síða 39
Bæjarrústirnar í Herjólfsdal:
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982
47
Ætlunin var að vegg-
hleðslurnar stæðu
upp úr uppfyllingunni
„HÉR ER í rauninni ekki um að
ræða sjónarmið mitt eða bæjarráðs,
heldur það að farið var að ráðlegg-
ingum Margrétar Hermannsdóttur
og því hvernig hún teldi þessar forn-
minjar varðveitast best,“ sagði Arn-
ar Sigurmundsson, formaður bæjar-
ráðs Vestmannaeyja í samtali viö
blaðamann Morgunblaðsins, er Arn-
ar var spurður um ástæður þess, að
bæjarráð hefur ákveðið að fylla upp
og tyrfa yfir rústirnar í Herjólfsdal,
eins og áður hefur verið frá skýrt í
Morgunblaðinu.
Arnar sagði, að mikilvægt atriði
í þessu máli væri það, að ætlunin
hefði verið að fylla upp með gjalli
og mold, og tyrfa yfir, en þó á
þann hátt að hleðslur stæðu uppúr
og útlinur fornminjanna sæjust.
Þá hefði verið hugmyndin að
koma upp stöpli við rustirnar með
upplýsingum um uppgröftinn, auk
ljósmynda af vettvangi, áður en
fyllt yrði upp. „En eftir þessa
ákvörðun bæjarráðs gerðist það að
Guðlaugur Gíslason, ritaði blaða-
grein þar sem hann segir frá því
hvernig hann hafi séð farið að í
svona tilfellum erlendis,“ sagði
Arnar. „Málið hefur því verið rætt
aftur, en Margrét er erlendis, og
ekkert verður gert í málinu alveg
á næstunni. Þessar rústir hafa
verið opnar í nokkur ár, og ekki
stóð til að fylla þær upp nú þegar.
Málið verður rætt og kannað nán-
ar áður en nokkuð verður gert.“
Málverkasýning Karólínu Lárusdóttur:
Mesta sala á málverka-
sýningu hérlendis
KARÓLÍNA Lárusdóttir listmál-
ari, sem nú sýnir verk sín á Kjar-
valsstöðum, hefur selt fleiri mynd-
ir en dæm munu vera um á einni
málverkasýningu hér á landi. í
listgagnrýni i Morgunblaðinu í gær
segir Valtýr Pétursson meðal ann-
ars: „Þessari sýningu hefur verið
mjög vel tekið af almcnningi, og ef
ég veit rétt, er um algert sölumet
að ræða.“
Á sýningu Karólínu eru sam-
tals 176 verk. Fyrsta daginn
seldust 120 myndir, og nú er búið
að selja meira en 150. Það segir
þó ekki alla söguna, því sumar
myndanna eru grafíkmyndir, og
hafa selst 30 eintök af einni
þeirra, og á annan tug af öðrum
myndum. Samtals hefur Karól-
ína því selt á þriðja hundrað
verk á þessari fyrstu sýningu
sinni hér á landi síðan 1968, en
hún hefur um árabil búið í Eng-
landi.
sup^
I KJALLARA
KJÖRGARÐS
FATNAÐUR
Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA:
Úlpur, peysur, buxur, kjól-
ar, skyrtur og margt,
margt fleira.
\7J
•v
V-
<L-
JF?
Frá Fálkanum
Gífurlegt úrval af íslenskum og erlendum hljóm-
plötum og kassettum. Stórar plötur 50 kr. Litlar
plötur 10 kr. Barna-, kven- og karlmannaskór.
Gjafavörur í miklu úrvali. Handklæöi, sængurfatn-
aöur o.fl. þess háttar. Leikföng í stórkostlegu úr-
vali.
§UPERVERÐ
A SUPERVÖRUM