Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 TJthlutunarreghir við alþingiskosningar eftir Halldór /. Eliasson prófessor Kf alþingiskosningar eiga að vera hreinar hlutfallskosningar, þá er markmiðið með reglum um úthlutun þingsæta, annars vegar til lista í hverju kjördæmi og hins vegar til kjördæma í landinu, að fjöldi þing- sæta sé í réttu hlutfalli við fjölda atkvæða. Við skulum brjóta þetta markmið niður í eftirfarandi þrjár kröfur: 1. í tilteknu kjördæmi skal þeim þingsætum, sem kjördæmið fær, þannig úthlutað til list- anna, að fjöldi atkvæða á bak- við hvern af þingmönnum hvers lista (þ.e. fjöldi atkvæða sem listinn fær deilt með fjölda þingmanna sem hann fær út- hlutað, sé því sem næst sá sami hjá öllum listum kjördæmisins, og þá jafn þeim fjölda greiddra atkvæða í kjördæminu, sem eru á bakvið hvern af þingmönnum þess. 2. Fjöldi þingsæta í hverju kjör- dæmi sé þannig, að fjöldi at- kvæða í kjördæmi á bakvið hvert þingsæti þess, sé því sem næst sá sami í öllum kjördæm- um, og þá jafn þeim fjölda at- kvæða af öllu landinu, sem er á bakvið hvert þingsæti á þingi. (Hér er álitamál hvort átt er við greidd atkvæði eða atkvæði á kjörskrá, við veljum fyrri kostinn.) 3. Fjöldi þingsæta hjá hverjum landslista (stjórnmálaflokki með framboðslista í fleiri en einu kjördæmi eða sérframboði með lista í einu kjördæmi) sé þannig, að fjöldi atkvæða til landslistans á bakvið hvert þingsæti hans, sé því sem næst sá sami hjá öllum landslistum, og þá jafn þeim fjölda greiddra atkvæða af öllu landinu, sem er á bakvið hvert þingsæti á þingi. Sem kunnugt er, þá er ekki unnt að uppfylla þessar kröfur nema „því sem næst“ eins og við höfum orðað það. í þessu er fólginn viss reikningslegur vandi, sem hefur verið leystur með ýmsum aðferð- um. Þorkell Helgason dósent hef- ur gert góða grein fyrir þessum aðferðum í nýlegri greinargerð. Meginvandi okkar er hinsvegar ekki fólginn í þessum reiknings- lega svokailaða „því sem næst“ vanda. Vandamálið er, að sjón- armiðið sem fólgið er í kröfu núm- er tvö, er ekki almennt viður- kennt. Fulltrúar fámennra kjör- dæma telja réttlátt, að geta haft færri atkvæði á bakvið hvern þingmann heldur en stærstu kjör- dæmin. Ennfremur hefur ekki náðst samstaða um neina þá skiptingu þingsæta milli kjör- dæma, sem gæti komið í stað kröfu 2. Hafi núgildandi tölur um fjölda kjördæmakjörinna þing- manna einhvern tímann verið taldar gefa sanngjarnt hlutfall þingmanna milli kjördæma, þá held ég að allir séu sammála um, að þær gera það ekki nú. Enn- fremur er ljóst, að með núgildandi reglum um uppbótarþingsæti, er erfitt eða jafnvel ómögulegt að ná bæði því hlutfalli milli kjördæma sem hæfilegt þykir og viðhalda einnig jöfnu hlutfalli milli flokka. Nú virðist ríkja sæmileg sam- staða um það, að stefna beri að skiptingu þingsæta milli stjórn- málaflokka eða lista þeirra í því sem næst sömu hlutföllum og at- kvæðin gefa, þ.e. að rétt sé að upp- fylla kröfu 1 og 3. Nú vill svo til, að með því að uppfylla kröfur 1 og 2, þá verður krafa 3 sjálfkrafa uppfyllt, (þetta er einfalt að sýna fram á). Hins vegar, ef ætlunin er að ná fram einhverjum öðrum hlutföllum milli kjördaema en krafa 2 gefur, þá verður jafnframt að passa upp á með úthlutunar- reglunum að bæði 1 og 3 verði einnig uppfyllt. Þetta er það flókið verkefni, að við getum ekki leyft okkur, að búa til einhverjar reiknireglur um úthlutun og von- ast eftir að út komi skipting þing- sæta milli kjördæma, sem menn gætu reynst sæmilega sáttir við, án þess að fyrirfram sé komist að samkomulagi um hver sé réttlát skipting þingsæta milli kjördæma. Umræða um þessi mál undanfarið hefur liðið nokkuð fyrir það, að menn hafa haft tilhneigingu til að fela hið raunverulega vandamál, skiptinguna milli kjördæma, til þess líklega að þurfa ekki að taka ákvörðun í því máli. Umræðan um nauðsyn á fjölgun þingsæta til að auðvelda sættir, er tilkomin vegna þess, að menn eru að forðast að horfast í augu við hið eiginlega vandamál. Við getum haldið nú- verandi skiptingu landsins í kjör- dæmi og búið til úthlutunarreglur, sem ná fram hverri þeirri skipt- ingu þingsæta milli kjördæma sem samkomulag næðist um, án þess að hlutföll milli þingflokka og lista fjarlægðust verulega at- kvæðahlutföll og án þess að fjölga þingmönnum. Það eina sem þarf, er ákvörðun alþingis um það, að hvaða hlutföllum þingsæta milli kjördæma skuli stefnt. Hér á eftir verður gengið út frá því að slík ákvörðun verði tekin og því lýst hvernig úthluta megi þingsætum þannig að markmiðum ákvörðunarinnar verði því sem næst náð, hver svo sem ákvörðun- in annars er. Aðferðinni verður lýst með hliðsjón af atkvæðatölum frá síðustu alþingiskosningum, sem sjá má í meðfylgjandi töflu. Fyrst verður þó farið í að lýsa ein- faldasta tilfellinu, þ.e. ef ákveðið væri að uppfylla kröfu 2, en þá er eins og áður segir fullnægjandi að uppfylla kröfu 1 einnig. Á eftir hverjum listabókstaf í töflunni koma þrjár línur, en tvær efri lín- urnar eiga við þetta einfalda til- felli. Fyrri talan í miðlínu gefur atkvæði listans í viðkomandi kjör- dæmi, en aftari talan í miðlínunni gefur fjölda óráðstafaðra at- kvæða, þegar búið er að ráðstafa meðalfjölda atkvæða á hvern þingmann miðað við allt landið, þ.e. 2.116 atkvæðum, eins oft og hægt er. Fyrri talan í efri línunni segir hve oft þetta er hægt og gef- ur þá viðkomandi lista jafnmörg þingsæti, sem kalla má kjördæma- kjörin. T.d. hjá A-listanum í Reykjavík er atkvæðum hans skipt með: 8.691 = 4 x 2.116 + 227 Með þessu fæst ákveðinn fjöldi kjördæmakjörinna þingsæta hjá hverjum lista í hverju kjördæmi og fjöldi óráðstafaðra atkvæða, sem er minni en sá atkvæðafjöldi, sem stefnt er að, að sé á bakvið hvern þingmann á þingi. Minnsta kjördæmið (Vestfirðir) fær engan kjördæmakjörinn, þar sem enginn listi nær því að fá 2.116 atkvæði. Nú hefur verið úthlutað samtals 43 þingsætum og þá er eftir að úthluta 17, sem við getum kallað uppbótarsæti. Eðlilegast er að fara þannig að, að leggja fyrst saman öll óráðstöfuð atkvæði hjá hverjum lista (sjá fyrstu tölu í miðlínu undir „Landið allt“) og nota það sem atkvæðatölur til að úthluta þessum 17 þingsætum til landslistanna eftir sömu reglu og nú er notuð í kjördæmum, þ.e. samkvæmt atkvæðum á bakvið sæti (deilt með 1,2,3 ...). Þá fæst talan aftan við plúsmerkið í efri línunni undir „Landið allt“ í töfl- unni, sem gefur þá fjölda uppbót- arsæta, en talan framan við plús- inn gefur samanlagðan fjölda kjördæmakjörinna úr kjördæm- unum. Þá er bara eftir að dreifa uppbótarsætunum af landslistun- um á kjördæmin, en það gerist einfaldlega með því að velja kjör- dæmin með hæstu tölur óráðstaf- aðra atkvæða. Hér er það þannig, að allar tölur óráðstafaðra at- kvæða eru lægri en talan 2.116, sem stefnt er að, að hvert þingsæti hafi á bak við sig. Ennfremur verður fjöldi uppbótarsæta hvers landslista minni en fjöldi kjör- dæma. Fræðilega getur fjöldi upp- bótarsæta mestur orðið 4x8 = 32 miðað við 4 lista og 8 kjördæmi, en sennileg útkoma er um helmingur þess, eða um 16. Ljóst er að þessi tala og þá um leið fjöldi kjör- dæmakjörinna er nokkurri tilvilj- un háð. Ef við skoðum niðurstöðuna, þá sést að listarnir hafa mjög áþekk- an atkvæðafjölda á bakvið hvert þingsæta sinna, eða 1.962, 2.058, 1.992, 2.033 sem er allt undir 2.116, en það er vegna þess að einhverj- um atkvæðum er óráðstafað, þar á meðal öllum atkvæðum sérfram- boða, sem eru öll færð undir X, enda þótt um ólíka lista sé að ræða. Við úthlutun uppbótarsæta fær 5. uppbótarmaður af D-lista lægstu tölu atkvæða á bakvið sig eða 1.575, en það er enn nokkuð yfir sérframboðinu af Suðurlandi, sem kemst hins vegar að við kosn- ingarnar 1979 á 1.484 atkvæðum. Ef við svo lítum á kjördæmin, þá sést að atkvæðatölur á bakvið hvern þingmann (undir skástrik- unum í „samtals" línunni) eru nokkuð jafnar. Austurland er óheppið með flest atkvæði á bak- við þingmenn sína og tapar naumt í baráttunni um uppbótarþingsæti á G-listanum fyrir Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Þessi tvö síðast- töldu kjördæmi hefðu jafnvel get- að orðið að láta sér tvo þingmenn nægja, þótt ekki sé það líklegt, at- kvæði á hvern þingmann á Vest- fjörðum færi við það upp i 2.744. Fjöldi þingmanna, reiknaður með hlutfallsreikningi útfrá atkvæða- tölum með einum aukastaf, er sýndur í línunni „þhl“. Fjöldi þingsæta sem fékkst við þessa út- hlutun okkar sést ofan við „sam- ta!s“ linuna. Þarna verður af- staða fámennu kjörædmanna til kröfu 2 kannski skiljanleg, þar sem þau fá einungis 3 þingmenn á móti 23 hjá Reykjavík og 12 hjá Reykjanesi. Allavega ættu þessi stóru frávik frá núverandi þing- mannatölu (í sviga í neðstu línu) að gera þéttbýlismönnum það auð- veldara að koma til móts við strjálbýlissjónarmiðin. Spurning- in er hve mikið, eða með raunhæf- ara orðavali, hve mikið hinir, sem völdin hafa, vilja koma mikið til móts við Suðvesturhornið. Til að nálgast skoðun á þessu er fjöldi þingmanna aftur reiknaður með hlutfallsreikningi og sýndur með einum aukastaf í neðri „þhl“ línunni, en nú með samtals 80 þingmönnum. Hugsanlegt er, að minnstu kjördæmin sætti sig illa við minna en 4 þingmenn og við skerum þá ofanaf þingmannatöl- unni hjá stærstu kjördæmunum tveim, þannig að þau komist í nauman minnihluta, en það skilst mér að sé mikilvægt. Uppástunga um „réttláta" skiptingu þingsæta, eða a.m.k. sanngjarna lausn deil- unnar, er birt í línunni „þms“ og er þá miðað við óbreytta þing- mannatölu, þ.e. 60, og fyrir neðan Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurl. v. Noröurl. e. Austurland Suðurland Landið allt 4 2+1 0+1 0+1 0 0+1 0 0+1 6+5=11 A 8.691 227 6.187 1.955 1.165 1.165 1.188 1.188 611 611 1.788 1.788 413 413 1.535 1.535 8.883 21.578/1.962 (3)3 330 (2)2+1 1.409 (1)0+1 1.165 (2) 0+1 1.188 (0) 0+1 611 (1)0+1 1.788 (0)0 413 (1)0+1 1.535 (10) 5+6=11 3+1 2 1 0+1 1 2+1 1 1+1 11+4=15 B 7.252 905 4.430 199 2.812 696 1.645 1.645 2.506 340 5.894 1.662 2.975 859 3.357 1.241 7.597 30.871/2.058 (2) 2 1.678 (1) 1+1 2.041 (2) 1+1 1.262 (2)1 273 (3)1 1.040 (3)3 11 (2)2 151 (2) 1+1 1.588 (17) 12+3=15 10 4+1 1 0+1 0+1 1+1 0+1 1 17+5=22 D 21.428 272 10.194 1.731 2.320 204 1.735 1.735 1.606 1.606 2.762 646 1.368 1.368 2.428 312 7.874 43.841/1.992 (6) 7+1 1.919 (3) 4+1 638 (2) 1+1 770 (2)1 363 (2)1 140 (2) 1+1 801 (2) 0+1 1.368 (2) 1+1 659 (21)16+6=22 5 2 0+1 0 0+1 1 1 0+1 9+3=12 G 10.888 309 4.679 448 1.203 1.203 808 808 984 984 2.131 15 2.153 37 1.544 1.544 5.348 24.390/2.033 (4) 3+1 2.527 (1)1+1 2.290 (1) 0+1 1.203 (0) 0+1 808 (1) 0+1 984 (1)1 170 (2)1 741 (1)0+1 1.544 (11)6+6=12 X 158 158 92 92 0 857 857 0 1.484 1.484 2.979 480 480 (1)0 1.484 (1) 0+0=0 Sam- 23 12 4 3 3 7 3 5 43+17=60 tals 50.159/2.180 26.275/2.189 7.752/1.938 5.488/1.829 5.863/1.954 13.728/1.961 7.058/2.353 10.615/2.123 30.834 126.938/2.116 Þhl. 23,7 12,4 3,6 2,6 2,7 6,5 3,3 5,0 60 Þhl. 31,6 16,5 4,9 3,4 3,7 8,6 4,5 6,7 80 þms. 18 11 5 4 4 7 5 6 60 atkv.hl. 2.787 2.389 1.550 1.372 1.466 1.961 1.412 1.769 2.116 (15)17 (7) 12 (6)6 (6)4 (6)4 (7)7 (6)4 (7)6 (60) 39+21=60 Um tilvist Guðs — Fimm rit- gerðir um trúarheimspeki ÚT ER komin lítil bók: Um til- vist Guðs, fimm ritgerðir um trúarheimspeki, dr. Arnór Hannibalsson hefur ritstýrt. í formála hans segir m.a.: Á vormisseri 1982 var haldið við Háskóla Islands námskeið í trúarheimspeki. Kennarar voru dr. Arnór Hannibalsson lektor og sr. Einar Sigur- björnsson prófessor. Að nám- skeiðinu loknu vaknaði sú hugmynd að prenta hina ann- áluðu kappræðu Bertrand Russels og F. Coplestons. Einn þátttakendanna, Haraldur S. Blöndal, þýddi kappræðuna, og er hún birt ásamt úrvali rit- gerða, sem samdar voru á nám- skeiðinu. Vali ritgerða var þannig hagað að þær brygðu ljósi á rökræðu um tilvist Guðs í verkum nokkurra sígildra heimspekinga. — Þeir sem um er rætt í bókinni eru Aristótel- es, Descartes og Kant, auk Russels og Coplestons. Við blasir skortur á umfjöllun um aðalmanninn í þessari um- ræðu,: heilagan Tómas af Akvínas, segir í formálsorðum og síðan: Til að bæta úr því að nokkru eru birtar hinar Fimm leiðir, svo sem heilagur Tómas gerir grein fyrir þeim í Summa Theologiae. Inngangsorð „Um trúar- heimspeki" skrifar dr. Arnór. Þá er ritgerð eftir Atla V. Harðarson, Frumspekilegar forsendur fyrir guðshugtaki Aristótelesar. — Og einnig á hann ritgerðina: Gagnrýni Kants á guðssannanirnar. Verufræðirökin fyrir tilvist guðs samkvæmt Descartes heitir ritgerð eftir Ásgeir Sverrisson. Hin siðferðilega röksemdafærsla Kants fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.