Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 51 nefndar meðal þátttökuþjóðanna, heldur var einum manni falið að velja í landsliðin. Þykir maðurinn ekki af verra taginu, því hann var Svíinn Pontus Hultén, sá hinn sami og ýtti menningarflaggskipi Frakka úr höfn árið 1977, nefni- lega Pompidou listamiðstöðinni rómuðu í París, og veitti því fyrir- tæki forstöðu fyrstu árin þar á eftir. Þungur dómur erlendis frá í sýningarskránni yfir þennan hluta af Scandinavia Today, sem Pontus Hultén ritstýrði, er að finna eftirfarandi dóm eftir Öyst- ein Hjort um stöðu nýlistar á Is- landi i dag: „Island liggur landfræðilega fjarri hinum Norðurlöndunum. Þessi einangrun hefur haft þau áhrif að það hefur þótt jafn eðli- legt fyrir Islendinga að leita uppi sambönd í Bandaríkjunum, Bret- landi og á meginlandi Evrópu eins og að leita fanga á hinum Norður- löndunum. Undanfarnar kynslóðir íslenskra listamanna hafa barist við ofurefli og tekist að skapa um- hverfi og ná miðborðsstöðu í evr- ópskri list á undanförnum áratug. Það er staðreynd að listamenn þessir hafa fengið meiri hljóm- grunn erlendis en á tslandi. Ung- um listamönnum finnst þeir vera að vinna í algjöru lofttómi heima fyrir, og hvernig sem horft er á málin þá er ekki hægt að segja að þeir mæti neinum raunhæfum skilningi á heimaslóðum. Þar er kynslóðabil og skiiningsleysi milli þeirra og eldri listamannanna, — og á milli þeirra og almennings. Þetta er furðulegt hirðuleysi þeg- ar við höfum í huga gróskuna, framboðið og gæði þeirrar vinnu sem þar fer fram. Þrátt fyrir erfitt efnahags- ástand, býður ísland upp á merki- legan listaheim. Aðalsteinn Ing- ólfsson, gagnrýnandi, hefur skrá- sett um 170 opinberar sýningar árlega undanfarin ár þarlendis. En framúrstefnulist á aðeins til- kall til brots af hinni opinberu stöðu. Vitaskuld er þetta þungvæg ástæða fyrir því að íslenskir lista- menn hafa sest að í öðrum lönd- um. Fyrr á tímum var Kaup- mannahöfn hinn eðlilegi áfanga- staður, þó nokkrir listamenn hafi einnig leitað til Frakklands og Þýskalands. Ákvörðun Guð- mundsson-bræðranna (Kristjáns og Sigurðar) að setjast að í Amst- erdam hafði afgerandi þýðingu fyrir nýlist á íslandi, — jafnmikla þýðingu og það sem hinn mikli ís- lenski rithöfundur Halldór Lax- ness nefndi „the Danish-Icelandic divan“ fyrir listamenn á 4. og 5. áratug þessarar aldar. Segja má að á undanförnum árum hafi listaakademían í Maastricht í Hollandi verið réttnefnd íslensk akademia. Eitthvað á milli 20 og 25 íslenskir listamenn hafa stund- að nám við skólann og sést ekkert lát þar á. Þeir yngstu meðal listamann- anna taka áhættu með því að dvelja áfram heima. Hópi áhuga- manna hefur þó tekist að skapa sér aðstöðu á heimavelli. Og lista- menn geta nú sameinast í barátt- unni við hið ríkjandi ástand sem hefur að flestu leyti brugðist þeim. Til vitnis um þetta er Nýlista- safnið sem sett var á stofn af nokkrum eldri listamönnum úr SÚM-hópnum ásamt með yngri listamönnum í þeim tilgangi að varðveita og skrá meginhluta ný- listar á Islandi, eða frá upphafi SÚM-hreyfingarinnar. Nýlistasafninu áskotnaðist höfðingleg gjöf frá Dieter Rot (sem bjó á íslandi meira eða minna á árunum frá 1957 til 1964), — auk verka eftir Daniel Spoerri, Richard Hamilton og Joseph Beuys, sem dvalið höfðu á íslandi og átt samvinnu við listamenn í SÚM. Nýlistasafnið reynir nú að verja þeim fáu aurum sem það hefur yf- ir að ráða til að skrásetja á kerf- isbundinn hátt það markverðasta sem gerðist í listgreininni á 7. ára- tugnum á íslandi. Nýlistasafnið ræður yfir góðri sýningaraðstöðu og býður upp á sýningar reglulega. SÚM spratt upp úr óánægju sem beindist gegn hinu ráðsetta, íhaldssama og útslitna listaum- hverfi (á íslandi). Guðbergur Bergsson hefur komist þannig að orði að listamennirnir sem mynd- uðu félagsskapinn „hafi haft það sameiginlegt að vera ósáttir við ríkjandi ástand og fyrirlitningu samfélagsins, en heldur ekki margt annað“. Og Guðbergur segir ennfremur: „Öll SÚM-list er gegn- umsíuð af íslenskri sérvisku, því eina persónueinkenni og einstakl- ingshyggju sem átt hefur upp á paílborðið á íslandi, nefnilega ein- kenni hins einangraða, einstakl- ingsins og útlagans." Þetta eru e.t.v. ekki merkjanleg einkenni í íslensku útgáfunni af konsept-list á áttunda áratugnum. Þessi sérstæði, látlausi, stuttorði, en einnig ljóðræni íslenski tján- ingarmáti, fékk byr undir báða vængi þegar kynni tókust með ákveðnum hollenskum lista- mönnum, sem höfðu í för með sér frjálsleg skoðanaskipti á hugmyndaheimum hvors annars (Sigurður Guðmundsson vinnur i Hollandi) og Douwe Jan Bakker vinnur á íslandi), — samband sem staðfestir svipuð viðhorf. Driffjöðrin í listum undanfarin ár er Magnús Pálsson. Það yrði erfitt verk að ofmeta mikilvægi hans sem listamanns og kennara nýju kynslóðarinnar. Sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands á 7. áratugnum, hafði hann forgöngu um að bjóða erlendum kennurum til Isiands, og eru nöfn þeirra Robert Filliou, Dieter Rot, Bakker og Dick Higgins, vísbend- ing um hvert stefndi, þrátt fyrir að fjármagna tókst aðeins stutta dvöl hvers og eins á Islandi. Nú eru hugmyndir uppi um að bjóða erlendum listamönnum að koma við á íslandi á ferðum þeirra milli Bandaríkjanna og Evrópu, og dvelja í stuttan tíma til að kynna sig og list sína. Það var einnig (Magnús) Páls- son sem átti frumkvæðið að stofn- un „Mobile Summer Workshop“, frjálslega skipulagðri sumar- vinnustofu listamanna í konsept- list.“ Fleira áhugavert er að finna á ofangreindu riti frá Scandinavia Today um myndlist á íslandi, en ég læt þetta nægja sem tilvitnun að sinni. Er lífið bara saltfiskur Minnst er á þetta hér vegna um- fjöllunar Gísla Sigurðssonar um Parísar-tvíæringinn og hvernig staðið var að vali íslensku þátt- takendanna. Gísli ræðir þar um hlutverk Sigurðar Guðmundsson- ar og Magnúsar Pálssonar í val- inu, og líkir Magnúsi við „einvald“ eins og tíðkast í knattspyrnunni. Gísli vitnar í grein sem Einar Há- konarson skrifaði í blaðið í októ- ber og gæti maður haldið að þeir teldu Magnús Pálsson vera Þránd í götu íslenskrar myndlistar. Slíkt er sjálfsagt á misskilningi byggt. Nær væri að viðurkenna það brautryðjandastarf sem Magnús hefur innt af hendi fyrir yngri listamenn á íslandi. Gísli klykkir svo út með því að segja: „Það er góðra gjalda vert, ef valið er í okkar höndum, hver sem um það sér. En það er hlálegt og vitnar aðeins um niðurlægingu okkar, þegar við höfum misst úr höndum okkar það sjálfstæði full- valda þjóðar að geta sjálfir valið framlag okkar á erlendar listsýn- ingar, samanber Scandinavia To- day.“ Undir þessi siðustu orð Gísla get ég að nokkru tekið. Það væri ánægjulegt ef við hefðum meira frumkvæði sjálfir. Hins vegar verðum við að gæta okkar, hér eins og annars staðar, og láta til- finningarnar ekki hlaupa með okkur í gönur (nægir að vitna til árangurslítilla söluherferða okkar á ýmsum matvæla- og iðnaðarvör- um fyrr á árum, þegar við ætluð- umst til að erlendir kaupendur gleyptu við okkar góða hráefni, eftir okkar eigin kokkabókum, al- veg án tillits til aðstæðna á hverj- um markaði fyrir sig!). Við viljum sjálfir hafa hönd í bagga með ýmsu því sem hingað berst, og telja verður á sama hátt ofur eðlilegt að aðrar þjóðir geri svipaðar kröfur til okkar. Þetta á við m.a. um Scandinavia Today, sem fjármagnað var að mestu af Bandaríkjamönnum sjálfum. Hins vegar má benda Gísla og öðrum góðum mönnum á að gert var ein- mitt ráð fyrir að íslendingar, sem hinar Norðurlandaþjóðirnar, leggðu gjálfir til sérsýningar, alls óháðar stjórn og stefnu Scandin- avia Today. Þarna kom í ljós hinn raunverulegi skilningur íslenskra stjórnvalda á þýðingu íslenskrar listar, því tækifæri þetta var not- að að óverulegu leyti, svo ekki sé meira sagt (sbr. þó handritasýn- inguna margfrægu). Þetta er að mínu viti vítavert sinnuleysi. Hin Norðurlöndin notfærðu sér þetta, sem önnur tækifæri, í miklu ríkari mæli, t.d. með eigin listsýningum í tengslum við Scandinavia Today. Þannig fara allar aðrar rr\enn- ingarþjóðir að, því þær vita af eig- in reynslu hvaða þýðingu kynning á hæfustu listamönnum hefur að segja fyrir land og þjóð. En meðan fulltrúar þjóðarinnar eru ekki meira með á nótunum en raun ber vitni er lítil von að ís- lensk stjórnvöld fái skárri útreið í erlendum fjölmiðlum en hér var áðan rakið í greininni frá Scand- inavia Today, og meðan svo er verður árangurinn eftir því. En lífið er víst ennþá mikið til bara saltfiskur á íslandi! Amsterdam, 10 desember, 1982. Hans Kristján Árnason Eitt það mikilsverðasta, sem ég hefi nokkurn tíma gert fyrir húðina var að velja Lux." | t1 f Allt frá því Ali MacGraw hóf leikferil sinn í kvikmyndum taldist hún til fámenns úrvalsliðs alþióðlegra kvikmyndast jarna. Og innan þess hóps hefur hún jafnan haldið eigin útliti;einstaklings- bundnum fegurðarstíl. Útlitið er mjög eðlilegt og Lux á þátt í að skapa það. Pað er vegna þess að hið ágæta löður Lux fer betur með húð hennár en nokkur önnur sápa, mýkir hana og sléttir á hinn fegursta hátt. Umönnun sést á andlitinu. Þess vegna velur Ali MacGrawLux. LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS. XPLTS 20-Dl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.