Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Ast er ... ... að hugleiða saman. TM R*g. U.S. Pal Oft —all rtgfcts rtttrvtd •1M2 Lot Angtttt Tkntt Syndtcale Til hvers voru mýs áður en osturinn varð til? Með morgunkaffinu Það er með ólíkindum, að stóll- inn minn þurfi að vera 6 dapa í viðgerð? HÖGNI HREKKVÍSI „Jólin sjálf‘ „Lesandi" skrifar: Kæri Velvakandi. Bráðum koma blessuð jólin. Þetta er einhver mesta hátið fjöl- skyldunnar og við höfum öll verið að búa okkur undir hana á ein- hvern hátt. Ekki hef ég á móti jólaundir- búningnum. En skyldi ekki stund- um fara svo að kjarni jólanna vilji hverfa þrátt fyrir alla fyrirhöfn- ina? Orð frelsarans verða lifandi einmitt núna í ys og þys daganna: „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði heldur á sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni." Mig langar að benda á leið til hjálpar í þessu efni. Hún er sú að heimilisfaðirinn sjái til þess að jólahaldið byrji á því að jóla- guðspjallið verði lesið og fólkið biðji saman bæn. Þá þarf öll fjölskyldan að vera á einum stað. Agætt er að nota tækifærið þegar sest er við jóla- borðið (og áður en jólagjöfunum er útbýtt). Þá ætti húsbóndinn að taka fram Biblíuna eða Nýja testamentið og lesa jólaguðspjall- ið. Vel mættu börn lesa ef þau hafa æft sig áður. Þau sem eru orðin tíu ára eiga öll Nýja testa- menti, gjöf frá Gídeonmönnum. Jólafrásagan er í þriðja guðspjall- inu, þ.e. guðspjalli Lúkasar, 1. kapítula, versunum 1—20. Þegar allir hafa hlustað í kyrrð á hina helgu frásögu er beðin bæn, helst frá eigin brjósti eða að minnsta kosti Faðir vor, og þá taka allir undir. Ég er sannfærður um að „jólin sjálf“ koma nær fólki ef það lætur þannig „orðið frá Guðs munni" skipa sinn sess í hátíðahaldinu. Já, það stuðlar að því að frelsarinn sjálfur fái aðgang að hjörtum okkar og verði þar heimilisfastur. — Gaman væri að vita hvort ein- hverjir sem vildu reyna þetta létu svo í sér heyra um árangurinn. Annað er mér ofarlega í huga. Margir minnast látinna ástvina sinna um jólin, og má gera það með ýmsu móti. Sumir leggja blóm eða greinar á grafir þeirra. En er ekki of langt gengið þegar farið er að kveikja fjölmörg ljós á leiðum í kirkjugarðinum? Mér kemur í hug saga frá Kína. Islendingur gekk um grafreit í Peking. Þar sá hann kínverskan stúdent leggja brauð á gröf. Þetta er gamall siður og á rætur í for- feðradýrkun. Islendingurinn spurði: „Hver hvílir í þessari gröf?“ „Faðir minn,“ svaraði Kínverj- inn? „Hvenær kemur hann upp til að borða brauðið?" spurði íslending- urinn af mikilli smekkvísi. Kín- verjinn lét sér hvergi bregða og svaraði: „Um svipað leyti og faðir þinn kemur upp til að ylja sér við log- ann á leiðinu sínu.“ Ég sel söguna ekki dýrari en ég keypti hana. — Ég skal ekki full- yrða að við dýrkum forfeður okkar. (Óbein forfeðradýrkun kann að vera til hér.) En svo mikið er víst að við þóknumst ekki hin- um dauðu með því að kveikja á lampa eða kerti á gröfum þeirra. Þeir þurfa þess ekki með. Þeir eru á valdi Guðs. Setjum heldur myndina af ást- vini okkar á áberandi stað um jól- in, gjarnan með ofurlitlu jóla- skrauti. Sá sem vill lýsa þakklæti sínu getur líka gefið þurfandi stofnun minningargjöf. Það er miklu betri leið ... Gæti hresst verulega upp á viðskiptahallann J.E. skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Óhuggulegur viðskiptahalli hrellir hina vísu landsfeður og al- menningur veltir vöngum yfir hinni ósigrandi verðbólgu, sem allir segjast vilja feiga, hvort sem menn meina það eða ekki. Tvær lausnir hins alvarlega vanda eru nefndar: „Kjaraskerðing", sem veldur hinum almenna launþega óþæg- indum, áhyggjum og að sjálfsögðu aumari afkomu, og „sparnaður" á innfluttum vörum. Ráðherra, tengdur Framsóknar- flokknum, kom fram í sjónvarpi fyrir nokkru og svaraði þar spurn- ingu um leiðir til að minnka við- skiptahallann og svarið var: „Vid þurfum að kaupa inn ódýrara.** Þá kom mér í hug að ég fyrir all- nokkru rakst inn í SÍS-búðina við Suðurlandsbraut og sá þar mjög fallegt blöndunartæki. Ég spurði um verðið, þar sem tækið var óvenjulegt, þó að mig vantaði ekk- ert slíkt. Verðið var svo ofboðslegt að ég hváði. „Þetta getur ekki staðist," sagði ég. „Jú, ekkert merkilegt við það,“ sagði af- greiðslumaðurinn. „Gyllingin er úr ekta gulli." Já, bara að kaupa ódýrara inn!! Ein af mörgum ástæðum fyrir miklum viðskiptahalla er óhófs- eyösla og hún er m.a. tilkomin vegna peningamála okkar. Myntbreytingln hefur opnað augu fjölda manns fyrir því að ekkert þýðir að geyma aurana, því þeir eru glataðir, brunnir upp í óða- verðbólgu. Þessi partur þjóðarinn- ar eyðir sínu fé jafnótt og aflast. Hinir, sem sjá hlut sem kostar t.d. 50 krónur, hugsa sem svo: Skolli er þetta ódýrt, og kaupa það þó þeir þurfi þess ekki endilega með. Þeir hafa glatað öllu verðskyni og gæta þess ekki að þarna er um 5000 gkr. að ræða. Menn geta haldið því fram að gkr. hafi verðfallið jafnt og nýkr. og það er auðvitað rétt, en það breytir ekki þeirri staðreynd að 1 nkr. er 100 gkr. þótt svo að nýkr. sé fallin úr 100 aurum í 48 aura, þá er þetta eðlileg viðmiðun til að átta sig á hlutunum. Þetta m.a. veldur eyðslu og þarafleiðandi á sína orsök í viðskiptahallanum. Að sjálfsögðu eru margar orsakir samverkandi. Eitt smá- dæmi: í október 1980 keypti ég eina 1000 g sírópsdós í Vörumark- aðinum á kr. 1650 (sennilega gam- alt verð). Samskonar dós kostaði þá í Hagkaup tæpar 4000 kr. í SS-búðinni í Hafnarstræti rúmar 4000 kr. í sama mánuði kostaði 907 g dós í smásölu i Englandi 58 pence. Innihald dósanna var allt samsonar, Lyle’s golden syrup. (Skolli hlýtur síróp að vera í háum tollflokki.) Fyrir um 4 mánuðum kom ég inn í búð í Reykjavík og spurði eftir svokölluðum laufsagarblöð- um (þau eru í 10 stk. búntum). Blöðin voru ekki til, en von á þeim. Skömmu síðar voru þau komin og búntið kostaði kr. 6.00. Um 1—2 mánuðum síðar varð mér gengið fram hjá sömu búð og datt í hug að bæta við mig blöðum, þar sem ég hafði brotið nokkur. Blöðin voru til, en nú kostaði búntið^kki kr. 6.00 heldur 35.00. Skolli hressi- leg hækkun það. Gæti átt sér stað að við fengjum óeðlilega dýra vöru? Það gæti hresst verulega upp á viðskiptahallann og verð- bólguna. Gæti hugsast að innflytj- endur hefðu misst verðskynið og keyptu inn of dýrt? Nú virðast vera miklir erfiðleik- ar í milliríkjaviðskiptum, mest vegna gjaldeyrisskorts, alhliða, flestra eða allra ríkja. Verið gæti að vígbúnaðarkapphlaup ríkja væri þar ein orsökin og hún ekki sú veigaminnsta. Þó svo að hinn vinnandi maður sem vinnur að smíði þessara drápstækja fái sín laun greidd og þau komi fram sem eyðslueyrir hjá viðkomandi þjóð, þ.e. sem peningar í umferð, þá •iggja gífurlegar fjárhæðir fast- bundnar í vopnabúrum þjóðanna. Þær fjárhæðir eru fastbundnar þar og koma milliríkjaverslun ekki til góða, en ef lausar, þá mundu þær bæta verulega úr milliríkjaviðskiptum og e.t.v. sölu- tregðu á okkar útflutningsvörum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.