Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 47 Stuðmenn eru bezta dægur- hljómsveit landsins og það sanna þeir með þessari plötu, enda eru á ferðinni alvöru listamenn sem ganga fast og ákveðið til verks, en gleyma samt ekki að þeir eru mann- eskjur og hafa aðeins 200 ár framundan. Lögin á plötunni vinna hraðbyri á við nánari kynningu, öll nema eitt, það er seintuggið eins og gömul kleina. Stuðmenn hafa skap- að sér sérstæðan stíl í túlkun sinni á mannlífinu og maður þarf að venjast þeim eins og öllu sem stendur upp úr, vega það og meta. Einn textinn ber þó af öllum hinum í gaman- semi og góðum framburði, það er Maó Gling, bráðsmell- inn texti, sunginn með suð- ur-kínverskum hreim og brandarinn undir lokin er eins og óvænt rúsína áður en kemur að endanum. Nokkur laganna eru líkleg til þess að njóta mikillar lýðhylli og skal þar fyrst nefna Úti í Eyjum, sem er eins konar minningarljóð um Einsa kalda úr Eyjum. Lag þetta var hugsað sl. sumar sem Þjóðhátíðarlag í Vest- mannaeyjum þar sem Stuð- menn komu hressilega við sögu, en þar sem pósturinn er svo seinn, en Eyjamenn skjót- ir að taka ákvarðanir, voru þeir búnir að velja þjóðhá- tíðarlag þegar Stuðmanna- lagið barst. En það er önnur saga. Úti í Eyjum grípur svo fólk að ég hef heyrt vita lag- lausan mann syngja það há- stöfum og óaðfinnanlega. Stuðmenn taka upp á ýmsu óvæntu, það er þeirra líf og yndi, og í tónlistartilþrifum má nefna hin brasilísku nátt- úruhljóð, sem þeir túlka í upphafi Sigurjóns digra. Lög Stuðmanna eru Bee Bob-lög, í gamla rokkstílnum, enda er takturinn ekkert slor og laglínan gerð af fagmönn- um. Þeir kunna að gera grín að hlutunum án þess að vera með nokkra óvild eða lurðu- hátt og aðal þeirra félaga er vandvirkni. Plötuna hafa þeir tekið upp í eigin upptökusal, Grettisgati við Grettisgötu í Reykjavík, Hljóðrita og Stemmu og hefur sá þáttur heppnast ekki síður en annað á plötunni sem er sem sagt bæði vönduð og skemmtileg. Stuðmenn koma sífellt á óvart og það er auðvelt að skemmta sér með þeim og maður rekur ósjálfrátt upp rokur, til dæmis þegar Ást- ardúettinn dunar. Ef Stuðmenn tækju þátt í Evrópukeppni sjónvarps- stöðva, myndu þeir að sjálf- sögðu koma á óvart, og sigra. Stuðmenn eru Ásgeir Osk- arsson, Egill Ólafsson, Jakob Magnússon, Tómas M. Tóm- asson, Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason. Grýlurnar eru Herdís Hall- varðsdóttir, Inga Rún Pálma- dóttir, Linda Björk Hreiðars- dóttir og Ragnhildur Gísla- dóttir. Það er ástæða til að óska þessu fólki til hamingju með vel unnið verk. Mývatnssveit: Rysjótt tíð, en fært Björk, Mývalnssveit, 20. desember. HER HEFUR verið risjótt tíð að undanrdrnu. í síðustu viku gekk á með éljum flesta daga. Þó setti ekki niður verulegan snjó. Færð á vegum var nokkuð góð, t.d. komu bílar austur af Hólsfjöllum sl. föstudag og gekk sæmilega. Á laugardag komst frost í 22 stig hér. En á sunnudag og mánu- dag hefur verið norð-austan hvassviðri með snjókomu og mikl- um skafrenningi. Tafsamt hefur reynst að aka vegna dimmviðris. Það má vafalaust búast við að færð sé sums staðar farin að þyngjast. Veðrið er nú heldur far- ið að ganga niður. Kísilbílar komu ekki frá Húsavík í dag. Ekki hafa orðið verulegar rafmagnstruflanir í þessu óveðri hér. Við þurfum því ekkert að kvarta. Kristján Jólaóratoría eftir J.S. Bach í Langholts- kirkju JÓLAÓRATORÍA eftir J.S. Bach verður flutt í fyrsta skipti hér á landi óstytt í Langholtskirkju 28. og 29. desember. Vegna lengdar verksins er því skipt á þessa tvo daga. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Einsöngvarar eru Ólöf K. Harðardóttir, Solveig M. Björl- ing, Michael Goldthorpe og Halldór Vilhelmsson. Kamm- ersveit annast undirleik, kon- sertmeistari er Michael Shelt- on. Stjórnandi er Jón Stefáns- son. Sala aðgöngumiða er haf- in. Jólaóratorían verður flutt í hinu nýja kirkjuskipi Lang- holtskirkju. Þar hefur verið komið upp bráðabirgðahita- kerfi. Nýlega afhenti kórinn gjaldkera sóknarnefndar 210 þúsund krónur sem söfnuðust á „hitatónleikum". Kór Lang- holtskirkju stóð fyrir þeim í desemberbyrjun og var til- gangur þeirra að safna fé fyrir hitalögn í kirkjuna. (ílr (réUililkynniiiKu) VORUURVAL VÖRUGÆÐI VÖRUAFSLÁTTUR 20% afsláttur af flestum vörum INNKAUPAKARFA NONNA OG BUBBA, KEFLAVÍK NAUTAKJOT af nýslátruðu Nautasnitchel Nautagullasch Nauta-Roast Beef Nauta T-Bone Nautamörbrá Nautafillet Nautasteikur Nautahakk FUGLAR Unghænur Kjúklingar Rjúpur Hamflettar rjúpur LAMBAKJÚT 1/1 skrokkar 1/2 skrokkar Læri Hryggir Frampartar Útb. læri Okkar verð 220,00 147,00 190,00 119,00 256,00 256,00 79,00 105,00 58,00 120,00 85,00 95,00 57,35 57,35 72,90 72,90 51,65 139,00 Leyft verö 293,00 223,00 247,00 158,00 316,00 316,00 95,20 153,20 63,00 139,00 66,20 66,20 85,00 85,00 59,50 162,20 HANGIKJÖTIÐ VINSÆLA frá Búrfelli, SS, SÍS, Kjötveri og aö norðan Okkar Leyft verö verð Útb. hangikjötslæri 175,00 198,70 Útb. hangikj.frampartur 125,00 144,20 1/1 hangikjötslæri 99,50 114,20 1/1 hangikjötsframpartar 60,35 69,00 FOLALDAKJOT af nýslátruðu Folaldasnitchel 139,00 Folaldagullasch 123,00 JÓLASVÍNAKJÖTIÐ Útb. svínahnakki, reyktur Útb. svínahamborgarhryggur léttreyktur frá SS Útb. svinahamborgarhryggur, reyktur frá Ali Svínahamborgarhryggur m. beini frá SÍS Útb. svínahamborgarhryggur reyktur frá SiS Ný svinalæri Leyft verð 218,50 Awaiit á boöstólum um 60 Tdif’ Wölboröinu. Bjóöun, SSTm. .U heitt .lélu. og qrillaða kjúklinga. NÝR FISKUR Ýsuflök í raspi — Kryddlegin ýsuflök — Fisk- karbonaöi — Fiskfars — Höfum vel kæsta Þor- láksmessuskötu. ÞAÐ ERU 6 BAKARÍ sem koma daglega meö brauö og kökur i Nonna og Bubba. • Jólaölið með allt að 25% afslætti • Jólaávextir með allt að 20% afslætti • Mikid úrval af jólasælgæti • Jólaísinn frá MS og Kjörís • 130 tegundir af kexi. Verzlunin Nonni og Bubbi, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.