Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
Verð oft fyrir von-
brigðum en samt skín
ljós gegnum myrkrið
SAMVIZKA — SÁL MÍN HERÐIR SPJÓTALÖG Á SPEGIL
„Úr þessu ljóði er nafn bókarinnar fengið og má segja að það sé á
nokkurn hátt táknrænt fyrir innihald hennar og þema Ijóðanna. Þegar
maður stendur fyrir framan spegil og lítur ásjónu sina, hatar maður
sjálfan sig kannski af einhverjum orsökum. Því beinir maður spjótum
sínum að imynd sinni í speglinum, sem jafnframt er sálarspegill manns
sjálfs. Það er einnig tilfellið að margt, sem maður gerir og vandar sig við,
nærist meira og minna á sektarkennd eða samvizku," sagði Þorsteinn frá
Ilarari meðal annars um Ijóðabók sína „Spjótalög á spegil" í samtali við
Morgunblaðiö.
„Það er einnig mjög ríkt í mér
að nota líkingar úr vetrarnáttúr-
unni. Þær líkingar eru mjög
áleitnar, en ég hef enga sérstaka
skýringu á því hvers vegna svo
er. Eg minnist þó hve mikla at-
hygli ég veitti vetrarskáldinu
Grími Thomsen á mínum yngri
árum, en hann var þó mjög
hjartahlýr og heitur maður,
þrátt fyrir allan „kuldann".
Sumarið leitar ekki síður á mig
en aðra, en skýringin á vetrar-
áleitninni er kannski sú, að ég er
fremur lokaður í eðli mínu. Það
er kannski eins konar vetrar-
hjúpur, klaki, yfir kynlegum
lindum," sagði Þorsteinn enn-
fremur.
Nú hefur því verið veitt tals-
verð athygli hve mikið þú notar
þjóðlega þætti í ljóðagerð þinni.
Hvers vegna er það?
„Því er oft veitt of mikil at-
hygli þegar ég sæki eitthvað í
gamlan fróðleik. Það er mér
mjög eðlilegt að gera svo, því í
hinum þjóðlega fróðleik felst
bókmenntaarfleifð okkar og
hluti lífsreynslunnar. Menn
mega ekki einblína á hinn þjóð-
lega þátt vegna þess, að það get-
ur dvalið skilning þeirra á
raunverulegu innihaldi og
merkingu ljóðsins. Þjóðlegur
fróðleikur og fornar sögur eru
mikill hluti okkar, allir eiga því-
lík rit og þykjast Iesa þau, þann-
ig að þjóðlegt ívaf ætti ekki að
koma neinum á óvart. A hinn
bóginn verður því ekki neitað, að
kynslóðaskipti eru að koma fram
í þekkingu fólks á þjóðlegum
fræðum. Við erum að lifa það, að
ungt fólk þekkir ekki lengur
verkfærin, sem afar þeirra og
ömmur notuðu. Það þekkir
kannski orðin, sem notuð eru yf-
ir verkfærin, en skilur ekki
merkingu þeirra enda er mennt-
un nú nær engöngu bóklærð og
úr tengslum við gömlu sjávar- og
sveitamenninguna. Þetta er eng-
inn fortíðaráróður í mér, hér er
um vissa erfiðleika að ræða og
ekki óeðlilegt miðað við núver-
andi aðstæður, en hinar þjóðlegu
rætur eru fyrir hendi og verða
ekki frá okkur teknar."
Hver er staða Ijóðsafns nú að
þínu mati?
„Það skiptir í tvö horn skoðun-
um manna á því, hvort ljóð séu
eftirtektarverð fyrir skólabörn.
Þar eru að mínu mati vissar öfg-
ar á ferð, það veldur hver á held-
ur. Viðhorf kennarans og efn-
ismeðferð skiptir miklu máli. ís-
lenzk ljóðagerð er mjög samfelld
og mjög lítil skil eru á milli stór-
skálda síðustu aldar og þeirra,
sem nú eru að yrkja. Hið þjóð-
lega samhengi er auðséð. Á hinn
bóginn óttast ég þá staðreynd,
sem uppfræðendur hafa bent
mér á, að börn geti komið nánast
ólæs úr grunnskólanum. Meðan
svo er háttað lesa unglingar ekki
— segir
Ijóðskáldið
Þorsteinn
frá Hamri
ljóð og hafa ekki hæfileka til að
skynja þau og njóta, hversu vel-
viljaður, sem uppfræðarinn er.
Þegar svona er komið, er verið
að taka það frá okkur, sem gerði
okkur að menningarþjóð, að vera
læs og geta dregið til stafs.
Þarna mun „myndbandamenn-
ingunni" miklu um að kenna. En
þverstæðurnar í viðhorfum
manna hvað þetta varðar eru
miklar. Eg hitti varla mann, sem
ekki er á móti myndböndum, en
það er eins og ekkert megi gera
til að sporna við þessu í alvöru.
Þarna er um blessað frelsið að
ræða. Það er allt í lagi að hafa
myndböndin, en aðrir verða að
hugsa um að varna því að skað-
semi þeirra hafi áhrif og taka
afleiðingum hennar. Meðal ann-
ars vegna þessa hefur verið sett
mikil pressa á uppalendur, komi
eitthvað fyrir börnin, er þeim
kennt um, en staðreyndin er sú,
að uppeldishlutverkið hefur um
of verið tekið frá foreldrunum,
og því ráða þeir ekki við það.
Ándrúmsloft ljóðagerðarinnar
var dálítið annað, þegar ég gaf
út mína fyrstu bók 1958. Þá
komu fáar ljóðabækur út og út-
gáfan var háð vissum skilyrðum.
Ári áður var ég með tilbúið
handrit, sem ég sýndi ýmsum
góðum mönnum og þeir höfðu vit
fyrir mér og sögðu mér að bíða.
Nú er minna aðhald og megnið,
sem maður sér af þessa tíma
ljóðagerð, hefur ekkert höfund-
armark, margt er eins og úr
sömu verksmiðjunni, en samt
logar þar undir mikill ótaminn
kraftur og það er góðs viti. Þá er
einn annmarki á ljóðum þessara
ára. í átað þess að hagnýta sér
betur það, sem við eigum sam-
eiginlegt, tungumálið, sem
grundvöll tjáningar reynslu og
viðhorfs, framleiða menn gjarn-
an orðaleiki og skrýtlur, sem nóg
er til af.
Maður verður oft fyrir von-
brigðum, en þó skín ljós í gegn-
um myrkrið, vísbending um enn
betra ástand," sagði Þorsteinn.
HG
Jólatréssala Ingólfs
HIN árlega jólatréssala Slysavarnadeildarinnar Ingólfs stendur nú yfir.
Líkt og undanfarin ár fer salan fram í Gróubúð, Grandagarði 1, og nú í
ár einnig í Mjóddinni, Breiðholti.
35 nemendur braut-
skráðir frá Flensborg
35 NEMENDUR voru brautskráðir
frá Flensborgarskólanum í Hafnar-
firði sl. laugardag, 18. desember. Af
þeim var 1 með próf af heilsugæslu-
braut, 1 með verslunarpróf, en 33
með stúdentspróf.
Stúdentarnir 33 skiptast þannig
á brautir, að 5 luku prófi af eðlis-
fræðibraut, 5 af félagsfræðibraut,
1 af heilsugæslubraut, 4 af mála-
braut, 5 af náttúrufræðibraut, 6 af
uppeldisbraut og 7 af viðskipta-
braut.
Bestum námsárangri náðu
Hrafnhildur Skúlasdóttir, við-
skiptabraut, Gunnar Viktorsson,
málabraut, og Bryndís Erlings-
dóttir, náttúrufræðibraut, en mik-
ill meirihluti allra þeirra ein-
kunna var A.
Við skólaslitaathöfnina, sem
fram fór í húsnæði skólans, af-
henti skólameistari, Kristján
Bersi Ólafsson, hinum nýju stúd-
entum prófskírteini og sumum
viðurkenningu fyrir góðan náms-
árangur. Þá söng þar kór skólans
undir stjórn Margrétar J. Pálma-
dóttur.
Nokkur inn-
brot um
helgina
BROTIST var inn í Nesco við Lauga-
veg aðfaranótt mánudags og þaðan
stolið hljómflutningstækjum. Hins
vegar náðist annar tveggja þjófanna
skömmu síðar í grennd við inn-
brotsstað, en hinn er ófundinn enn.
Þá var brotist inn í söluturn í
Síðumúla 17 um helgina og stolið
tóbaksvörum og fleiru og er málið
enn óupplýst.
Einnig var brotist inn í verslun
í Mosfellssveit og í söluturn við
Bústaðaveg, en talið er að þaðan
hafi 100 til 150 lengjum af sígar-
ettum verið stolið. Mál þessi eru í
rannsókn.