Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 63 / Dregið úr réttum lausnum I Kópavogi. Jólagetraun um umferð UM MIÐJAN desember tóku 1.740 skólabörn í Kópavogi (6—12 ára) þitt í hinni árlegu jólagetraun sem reynd- ar fer fram um allt land á vegum skólanna, lögreglu og Umferðarráðs. Getraunin felst í því að fyrir börnin eru lagðar 10 spurningar um ýmis atriði umferðar. — Til- gangur keppninnar er sem fyrr að vekja athygli barnanna og fjöl- skyldna þeirra á umferðarreglun- um og mikilvægi þess að hafa þær í heiðri f hvívetna. Gert var ráð fyrir að foreldrar veittu aðstoð við að svara spurningunum eftir því sem ástæða er til. Þannig er ætlast til að umræður á heimilunum geti haft jákvæð áhrif á þessum erfiða tíma ársins er umferð snertir. Dregið var úr réttum svörum fyrir skólanna í Kópavogi á skrif- stofu bæjarfógeta. réttum svörum. Sú venja hefur skapast um jóla- getraunina að félög eða stofnanir hafa gefið verðiaun og að þessu sinni sem oftar gaf Brunabótafélag íslands 28 bókaverðlaun sem börn- in fá send heim á aðfangadag. Lögreglan mun sjá um að koma verðlaunum heim til þeirra heppnu á aðfangadag, en þetta verkefni mun vera með því ánægjulegasta sem til fellur að sögn lögreglunnar. (FrétUtilkynning) Einar Már Guðmundsson hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins fyrir Riddara hringstigans. Dómar gagnrýnenda hafa verið eftir því: * „Styrkur hans sem rithöfundar liggur ef til vill fyrst og fremst í því hversu gott vald hann hefur á ólíkum stíltegundum. Frásögnin er blæbrigðarík og öguð.“ Sigurður Svavarsson, Helgarpóstinum 29.10.82. „Að þessu sinni held ég að fáir verði fyrir vonbrigðum því að skáldsaga Einars Más er allrar athygli verð og gleðilegur vottur þess að íslensk sagnagerð sé á uppleið úr þeim öldudal sem hún hefur verið í seinasta áratuginn eða svo“. Matthías Viðar Sæmundsson, DV 1.11.82. „Með þessari bók ... haslar hann sér völl á sviði skáldsagnagerðar. Það er óhætt að segja að hann fer vel af stað.“ „Riddarar hringstigans er ljómandi vel samin saga. Einar Már Guðmundsson er hugkvæmur og fyndinn. Stundum er texti hans eins og kvikmynd Valgerður Gunnarsdóittir, Víkurblaðinu. Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaðinu 13.11.82. GYLMIR ♦ G&H 6 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.