Morgunblaðið - 26.01.1983, Side 13

Morgunblaðið - 26.01.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 53 52 Skíöatískan: Samfestingarnir vinsælastir ÞAÐ FYLGIR því mikil vellíöan og ánægja að fara á skíöi, láta sig renna mjúklega eftir fann- breiðunni eða fara á fullri ferð í hröðu svigi og að degi loknum leggjast til hvíldar, þreyttur eftir áreynslu dagsins. En það skipt- ír verulegu máli að vera rétt klæddur svo skíðaferðin heppn- ist sem best. Til er margvísleg- ur skíðafatnaður á markaðnum og fer þaö eftir þörfum og smekk hvers og eins, hverju hann klæöist. Sú skíðafiík, sem nú er mest í tísku og þykir hent- ug er samfestingurinn. Hann er skjólgóöur þar eö ekki næðir með samskeytunum. Það tekur aðeins örlítinn tíma aö klæða sig úr og í gallann — og renna einum rennilás. Ef fólk vill fækka fötum aö ofan þá er hægt að klæða sig úr efri hluta sam- festingsins og binda ermarnar um mittið. Samfestingana er hægt aö fá með og án fyllingar- efnis og í hinum ýmsu litum. bæði einlita og marglita, svo og meö vesti í stíl. Margir kjósa aö klæöast hin- um eiginlegu skíöabuxum, sem eru „strets“-buxur og sumar eru meö aukafóðri um hné og renni- lás aö neöan svo þær falli vel yfir skíðaskóna. Fara buxurnar vel og eru þægilegar. Við þær er gjarnan veriö í léttri skíðablússu. Enn aðrir kjósa tvískipta vatt- galla, þar sem buxur og jakki er í sama lit eöa mismunandi litum. Undirfatnaöinn ber líka að velja vel. Gott er aö klæöast ull- arfatnaöi undir skíðagallann, sem heldur vel hita á mönnum og hleypir út raka er fólk svitnar í hita leiksins. Þá er smekklegt aö klæöast rúllukragapeysu í stíl viö skíöagallann. Sokkarnir skipta líka máli, en þar eö skíöaskórnir ná nokkuð upp á fótlegginn er gott aö vera í sokkum sem ná upp aö hné. En svo er þaö mats- atriöi hvernig hanska fólk kaupir sér. Svo vilja sumir vera meö húfu á höföinu annaöhvort úr dún eða prjónahúfu einlita eöa meö mynstri og öörum finnst ómögulegt aö vera meö höfuöfat og skíöa berhöfðaðir. Þaö er meö skíöafatnaðinn eins og aðrar flíkur, aö ákveönar línur er markaöar í útliti hans fyrir hvert skíðaár. Þetta áriö ber mest á skíðasamfestingunum, eins og áöur segir, fyrir þá sem stunda svigskíði. Litirnir, sem nú eru í tísku á flíkunum er fjólu- blátt, grátt og rautt, litir eins og hvítt, dökkblátt og milliblátt eru alltaf sígildir og vinsælir. Þaö má geta þess aö á mark- aönum er svigskíðafatnaður, sem hægt er aö breyta i göngu- skíöafatnaö meö því aö fjarlægja legghlífar, sem eru á buxunum og þá eru komnar hnébuxur eins og gönguskíöafólkiö klæöist. Þetta er hentugt, því þaö eru allt- af einhverjir, sem stunda bæöi göngu og svig. Á skíðum í sumarleyfinu Grein Þórarinn Ragnarsson Á undanförnum árum hefur þeim fjölgað mjög sem fariö hafa til skíöa- svæöanna í Austurríki og Sviss. Þessu veldur aöallega hin almenna aukning sem orðið hefur á skíöaiökun lands- manna, og jafnframt gefst fólki nú kostur á mjög hagstæöum ferðum beint á skíöasvæöin meö íslenskum feröaskrifstofum. En þessar feröir eru eingöngu skipulagðar yfir vetrartím- ann. Og þeir eru sjálfsagt margir sem ekki hafa möguleika á aö taka sér vetrarfrí og bregða sér á skíöi til út- landa. En skyldi þá vera hægt að sam- eina sumarleyfi og skíöafrí? Já, svo sannarlega, þaö reyndi ég síöastliöiö sumar. í Austurríki og Sviss eru nokkrir skíöastaöir sem bjóöa uppá mjög góöa aöstööu árið um kring. Má til dæmis nefna jökulinn í Sölden, Kaprun-jökulinn í Zell am See og síö- ast en ekki síst Stubai-jökulinn sem er í botni Stubai-dals. Stubai-dalur er skammt frá Inns- bruck. Þaö tekur aöeins tuttugu mín- útur aö aka frá Innsbruck í dalinn. Eins og svo víöa í Austurríki er náttúrufufegurö þarna stórkostleg. Stórbrotnir fjallatindar gnæfa beggja vegna dalsins sem er meö skógi vöxn- um hlíöum. En það er fyrst og fremst hin stórbrotna náttúrufegurð sem ger- ir staðinn ógleymanlegan. Stubai-dalur er mjög vinsæll skíða- staöur á veturna. Fjögur þorp eru í dalnum, en ekkert þeirra er mjög stórt. Þau heita Felmes, Neustift, Mieders og Telfes. Á öllum þessum stööum eru einstaklega góöir gisti- staöir sem eru langt frá því aö vera dýrir. Þaö var í byrjun ágúst á síöastliönu ári sem ég var í sumarleyfi og meðal annarra staöa sem ég heimsótti var Stubai-dalur sem af mörgum er talinn annar af tveim fallegustu dölum í Austurríki. Það var nú ekki ætlunin upphaflega aö bregöa sér á skíöi, en þegar maöur sá hvern bílinn af öörum bruna inn dalinn meö skíöin á toppn- um fór um mann fiöringur. Ég brá mér því inn í eina af íþróttaverslunum staö- arins og leigði mér skíöaútbúnaö. Skíðastaðurinn í jöklinum opnar klukkan átta aö morgni en lokar klukkan þrjú og því er gott aö taka daginrr snemma. Þaö tók ekki nema 15 mínútur aö aka inn í botn dalsins og þrátt fyrir aö ég væri kominn fyrir allar aldir beiö stór hópur af fólki eftir því aö komast í kláfana sem fluttu fólkiö upp á jökulinn. Stubai-jökull er ægifagur og stend- ur í 2500 til 3500 metra hæö þar sem hann er hæstur. Það tók rúmar þrjátíu mínútur aö komast á jökulinn með kláfnum, og á leiöinni upp naut maöur fjölbreytilegt munsturs í náttúrunni. Og hvarvetna mátti sjá fólk í fjall- göngu, sem er mikiö iðkuö aö sumar- lagi bæði af ferðamönnum og heima- fólki. Útsýnið sem blasti viö manni þegar komiö var upp á sjálfan jökulinn er ógleymanlegt. Skíöasvæðiö sjálft er víðáttumikiö og viö allra hæfi. Skiöa- brautirnar eru bæöi langar og breiöar og aðstaöan öli eins og best veröur á kosiö. Þegar komiö er upp er fariö úr kláfnum og þá blasir við manni stórt Hiö glæsilegarfriöasvæöi Stubai-jökulsins aö sumarlagi. og nýtískulegt veitingahús, sem hefur uppá allt að bjóöa: skíðaverslanir og -leigu, barnagæslu fyrir minnstu börn- in og glæsilega veitingasali. Jafnframt er mikiö útsýnissvæöi á þaki veitinga- hússins og mjög góö sólbaðsaðstaöa. Þaö var dálítið erfitt aö gera sér í hugarlund þegar maöur renndi sér á jöklinum aö þetta væri um hásumar. Slík var skíðaaðstaðan. Þessi frábæri skíðastaður á miklum vinsældum aö fagna á sumrin. Þaö mátti best sjá á þeim fjölda skíöamanna sem þar voru. Jafnframt mátti sjá keppnismenn á skíöum vera aö æfa sig í brautum. Þegar búiö var að vera á skíöum allan daginn, var þægilegt að koma niöur af jöklinum í sólina og kyrröina í dalnum og sjá allan gróöurinn í blóma. Þá var hægt aö bregöa sér í tennis eöa fara í útisundlaug og ýmislegt fleira. Já, ég sannfæröist um það á þessum staö þá daga sem ég dvaldi þarna aö þaö er leikur einn af sameina sumarleyfi og sktöafrí. - ÞR. Skíðalyfta Fram í Eldborgargili. Skíðasvæði Fram er í Eldborgargili: Stórverkefni skíðadeildar Fram er bygging skíðaskála Skíöadeild Fram hefur eins og kunnugt er aðstöðu í Eld- borgargili í Bláfjöllum og er deildin um þessar mundir 10 ára þ.e. frá endurstofnun. Ekki er hægt að segja ann- að en að aðstaða öll fyrir skíðafólk sé orðin hin besta á svæöinu, t.d. eru tvær skíða- lyftur, önnur af Doppelmayr- gerð ca. 510 metra löng og flytur um 800 manns á klst., hin minni lyftan er hugsuð fyrir byrjendur. Undanfarin ár hefur veriö gert átak til aö bæta veg og bílastæöi aö svæðinu og hefur þaö tekist vel t.d. eru stæöi nú fyrir um 200 bíla. Nú í seinni tíö hefur veriö lögö meiri áhersla á félagslega þáttinn í starfinu og markvissari þjálfun unglinga tekin upp undir stjórn hins ágæta þjálfara, Guömundar Gunnlaugssonar, og væntir deildin góös árangurs af starfi hans, en einnig hafa veriö haldin byrjenda- námskeiö um helgar og páska og hefur verið mjög góö þátttaka. Starfsemi göngufólks í deildinni hefur einnig veriö meö miklum ágætum og góöur árangur náöst á undanförnum árum. Helstu væntanleg stórverkefni deildarinnar er bygging varanlegs skíðaskála, en teikningar eftir Guömund Kr. Guömundsson, arki- tekt, liggja fyrir og vonandi hefjast framkvæmdir hiö fyrsta, því meö tilkomu skálans mun aöstaöan batna til muna fyrir hinn almenna skíöaiökanda. I stjórn deildarinnar eru nú þessir: Formaöur, Erlendur Magn- ússon. Varaformaöur, Sveinn Sveinsson. Gjaldkeri, Baldur Jónssson. Ritari, Jón Ólafsson. Spjaldskrárritari, Haraldur Eiríks- son. Þjálfari, Guömundur Gunn- laugsson. Fjöldi félaga í deildinni um þess- ar mundir er um 300 manns og hefur fjölgaö vænlega aö undan- förnu. Áhugasamir um starf deildarinn- ar geta fengiö enn frekari upplýs- ingar sé þess óskaö: Erlendur, sími: 72509. Haraldur, stmi: 76126. Guömundur, sími: 44278. Svona kemur skíóaskáli Fram til með að líta út. Þaö er Guömundur Kr. Guömundsson arkitekt sem teiknar skálann. r- . '3 3 •»—---... Á góöviðrisdögum er mikil aösókn í skíðasvæði Framara og hér hefur myndast löng biðröö við lyftuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.