Morgunblaðið - 26.01.1983, Side 22

Morgunblaðið - 26.01.1983, Side 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 „Þeir sem eru í skíöa- ráði vita hvað þeir eiga að gera við sinn frítíma“ — segja formaöur og gjaldkeri Skíöaráös Húsavíkur Ljósm. Skapti IlallgrímsNon Árni Sigurðsson, formaður Skíðaráðs Húsavíkur, (t.v.) og Sigurgeir Aðalgeirsson, gjaldkeri við skíðaskálann, uppi á Stöllum. A milli stendur Regína, dóttir Sigurgeirs. í Reykjavík og nágrenni er tölu- verð vegalengd í skíöasvæði íbú- anna, en ekki er svo alls staðar á landinu. Að öllum líkindum er hvergi styttra á skíði en á Húsa- vík, en þar geta bæjarbúar hæg- lega gengið með skíöi sín eöa jafnvel rennt sár að heiman í neðstu brekkuna. Neðsta lyfta þeirra Húsvíkinga er aöeins um 200 metra frá hótelinu. Uppi á Stöllum hitti blm. að máli þá Arna Sigurðsson formann skíöaráös- ins og Sigurgeir Aðalgeirsson gjaldkera og sögöu þeir vissu- lega mikinn kost hve stutt væri í skíöalandið, en því fylgdi einnig ókostur. — Þetta er mjög nálægt sjó, og snýr einnig móti sól, þanníg aö maður bókstaflega sér snjóinn hverfa þegar tekur að hlýna. En helsti kosturinn viö þetta er að fólk losnar algerlega við mikinn tilkostnaö i sambandi viö ferðir, sögðu þeir félagar. Að sögn þeirra er mikill áhugi á skíöaíþróttum í bænum og er upp- vöxtur göngunnar mikill. — Hér er skíöalandið mikiö notaö af öllum aldurshópum, og er opiö fyrir al- menning fimm kvöld í viku. Þaö er mjög algengt aö fólk skelli sér á skíöi þegar vinnu er lokiö kl. 5, og er þaö nálægöin sem gerir það aö verkum. — Viö erum meö keppnisfólk í öllum flokkum alpagreina, og í unglingaliöinu eru um 15—20 manns sem æfa. Síöan er mikill fjöldi í yngri flokkunum, en há- punktur vetrarstarfsins hjá þeim er þátttaka í Andrésar andar-leikun- um á Akureyri. Viö sendum 55 krakka þangað í fyrra og þeir veröa örugglega ekki færri núna. Við höfum tvo þjálfara fyrir keppn- isfólkið, Ingþór Sveinsson og Björn Olgeirsson, en viö erum ekki meö keppendur í norrænu greinunum. „Troðum göngubrautir á hverjum degi“ — Meiningin er hjá okkur að troöa göngubrautir á hverjum degi þegar snjór og veöur bjóöa upp á slíkt, og er áhugi fólks á því mikill og almenningur notar aöstööuna vel. Þegar spurt er um aðkomufólk, segjast þeir veröa aö viöurkenna að undanfarin ár hafi eftirspurnin minnkaö nokkuö frá því sem áöur var. — Á síðustu árum hefur mis- tekist aö nokkru leyti aö laöa hingaö fólk á skíöi. Margir hafa veriö búnir að panta hér pláss, en síöan oröiö að hætta viö vegna snjóleysis. Á þaö aðallega viö um páska en undanfarin ár höfum viö einmitt veriö mjög óheppnir með hvaö lítill snjór hefur veriö hér á páskum. „Góð samvinna við bæjarfélagið“ Árni og Sigurgeir sögöu Skíöa- ráöið hafa átt mjög gott samstarf viö bæjarfélagiö. — Viö höfum fengiö mjög góöan stuöning frá bæjarfélaginu. Fyrir þremur árum keyptum viö tvær lyftur, og síöan keyptum viö troöara í fyrra. Þá hef- ur veriö byggt hér viö skíöaskál- Veitt í gegnum ís og ekiö á snjósleðum: „Held aö þetta geti orðið bráð- sniðug nýjung“ — segir Auöur Gunnarsdóttir hótelstjóri — Við munum aðallega leggja áherslu á heilsuvikurnar í vetur — en aftur á móti minni á skíöin en áður, en þegar góður snjór er, get- ur skíðaiðkun auðvitað orðið punkturinn yfir i-ið í heilsuvik- unni, sagði Auður Gunnarsdóttir, hótelstjóri Hótels Húsavíkur, í spjalli við Vlbl. Þessi orð Auðar má fólk þó ekki taka þannig að varla verði hægt að leggja leið sína til Húsavíkur til skiðaiðkunar, þvert á móti er það mjög heppilegt. Hér er hótelið allt- af troðfullt um páska, segir Auður, en á öðrum timum er það yfirleitt ekki fullt, þó alltaf sé hér eitthvaö af fólki. Reyndar finnst mér und- arlegt í hve litlum mæli fólk kemur hingað miðað við hve stutt er að fara i skíðabrekkurnar og þægilegt að athafna sig. — Fólk getur labbað í lyftuna og tekur það í mesta lagi fimm mínútur, og þegar það er búið að fá nóg rennir það sér einfaldlega aftur heim á hótel. Hér er fólk ékki háð rútuferðum eða bíla- leigubílum og minnkar það kostnaðinn auðvitað verulega, en ég held að fólk hafi ekki áttað sig almennilega á því hve hent- ugt er að vera hér. Hvenær hefst fólksstraumur- inn hingað? — Hann byrjar aldrei fyrr en birta fer af degi. Janúar er t.d. alveg dauður þó nægur snjór sé fyrir hendi. Við höfum verið með þessar vikur í átta ár og hafa þær verið nokkuð vinsælar. Við höfum bæði boðið upp á „helg- arpakka" og „miðvikudags- pakka". Hér er um að ræða tveggja til þriggja nátta pakka og fórum við að bjóða fólki að koma hér í miðri viku þar sem þá er minni aðsókn í skíðalöndin og því meira næði, en helgarreis- urnar hafa samt sem áður verið vinsælli. Eruð þið með eitthvað nýtt á döfinni? — Já, reyndar. Nú í febrúar höfum við ákveðið að bjóða upp á svokallaðan „vetrarpakka" eða „vetraríþróttapakka" — sem stendur yfir í 2—3 daga. — Fólki verður boðið upp á snjósleðaakstur, að veiða í gegn- um ís á vatni og að sjálfsögðu geta þeir farið á skíði sem það vilja. Eg veit ekki til þess að upp á þetta hafi verið boðið annars staðar, en þetta er eitthvað nýtt fyrir fólk. Við verðum með góðan leiðsögumann í þessu og ég held að þetta gæti orðið bráðsniðugt. Það gæti farið svo að upp á eitthvað meira yrði boðið í þess- um pakka en það er ekki ákveðið ennþá, sagði Auður. — SH. -M m Ljósm. SH Auöur Gunnarsdóttir, hótelstjóri Hótels Húsavíkur. „Páskarnir eru aöal annatíminn hér eins og annars staðar," segir hún. ann og komið þar fyrir snyrtiaö- stööu sem tilfinnanlega hefur vant- aö hingað til. Húsvíkingar keyptu einnig í haust mjög vönduö tímatökutæki frá Austurríki, sem kostuöu 70.000 krónur, og segja þeir Árni og Sig- urgeir Húsvíkinga nú á góöri leiö meö aö vera mjög vel tæknilega stadda í sambandi viö mótahald. Afkastageta lyftanna er um 2.000 manns á klukkustund. Húsvíkingar hafa stundaö skíöa- íþróttina á sama staö í langan tíma, og kom fyrsta togbrautin 1963. — Síöan þá hafa engar stór- vægilegar breytingar oröiö á svæöinu, segir Árni. Svæöiö er opið alla virka daga frá kl. 10—22, og vel sótt. „Kom alltaf hláka er við auglýstum“ Þegar spurt er um skíöaskóla, segja þeir aö haldin hafi verið kvöldnámskeið, og hafi þau veriö ágætlega sótt. Ekki segir Árni þó aö vel hafi tekist til aö öllu leyti. — Við vorum orönir hvekktir á því, aö í hvert skipti sem viö auglýstum þá kom hláka. — Áhuginn hér er slíkur aö í fyrra héldum viö sex barnamót og keppendur voru aldrei undir 100, og mest voru 120 keppendur á einu mótinu. Þá hefur almenningur mikinn áhuga á því aö styöja viö bakiö á okkur, og gott dæmi um þaö er, aö fyrir eitt mótið í fyrra, hringdum viö í foreldra krakka 12 ára og yngri og báöum þá aö aö- stoöa okkur viö mótiö. Og á mót- inu áttum viö tvöfaldan fjöldá af portavöröum, þannig aö á þvi sést hve margir létu sjá sig. — Annaö dæmi um áhugann er góö sala okkar á kortum í lyfturn- ar. í fyrra seldum viö 400 árskort, og þar eru göngumenn og þeir sem kaupa dagskortin ekki taldir meö aö sjálfsögöu. Þetta verður aö teljast gott hlutfall í 2.500 manna bæ. I sambandi viö starfið í vetur kom fram aö ekki hefði verið hægt aö byrja fyrr en um jólin. — Viö byrjuöum á annan í jólum fyrir keppnisfólkiö, og er þaö þremur mánuöum seinna en i fyrra. Viö byrjuöum þá um mánaöamótin september-október. Ásóknin minnkaöi þá í skíðalöndin í febrú- ar, þannig aö almenningur hefur ekki lengra úthald í þetta. Þá var ásóknin að minnka þegar hún und- ir venjulegum kringumstæöum ætti aö vera aö aukast — þegar daginn tekur aö lengja á ný. Eins og annars staöar er starf skíöaráösmanna unniö í sjálfboöa- vinnu, og hafa þeir svo sannarlega nóg aö gera. — Þeir menn sem eru í skíöaráði vita hvað þeir eiga aö gera viö sinn frítíma, sagöi Árni. — Viö erum meö þrjá menn á launum hérna, tvo lyftuveröi og einn troöaramann, en síöan sjáum viö um vörslu á efra svæöinu og troöarann um helgar. Hér er eitthvað um aö vera um hverja helgi þannig aö í nógu er aö snú- ast. Uppi á Stöllum er fólki fariö aö fækka, enda nokkuö liöiö á dag- inn, þegar viö göngum út og spjall- inu er lokiö. En niöri á Skálamel og í Löngulaut er enn mikiö af fólki. Krakkar meö foreldrum sínum eöa einir sér njóta þess að renna sér niöur brekkurnar á fullri ferö og ekki viröist kuldinn bíta neitt á þau, þó hann sé töluveröur. — SH.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.