Morgunblaðið - 26.01.1983, Side 16
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983
„Þetta svæöi býð-
ur upp á óendan-
lega möguleika“
— segir Valur Pálsson, formaöur skíöadeildar
ÍR, um skíöasvæöi ÍR-inga á Hamragilssvæöinu
Á síðustu árum hafa ÍR-
ingar byggt upp hina ákjós-
anlegustu aðstöðu til skíða-
iðkana á landi sínu viö
Hamragil, örskammt frá Kol-
viðarhóli. Þar eiga þeir skíða-
skála með gistiaöstöðu fyrir
eitt hundrað manns og komn-
ar eru þar fjórar lyftur, sem
flutt geta 2.600 manns upp
brekkurnar á hverri klukku-
stund. Morgunblaöið tók
formann skíðadeildar ÍR, Val
Pálsson, tali til að fræöast um
skíðaaöstöðuna í Hamragili.
„Þarna eru brekkur allt aö tveir
kílómetrar á lengd, allar troönar.
Lytturnar flytja menn neöst neöan
úr Hamragilinu upp á tind
Skarösmýrarfjalls, 1250 metra
vegalengd, en þar stendur
mönnum opiö eitthvert skemmti-
legasta skíöasvæöi hér sunnan-
lands. Þaðan er hægt að ganga
um allt Hengilssvæöiö, allt inn í
Innstadal, og munum viö merkja
göngubrautir á svæöinu nú í vetur.
Þetta svæöi býöur upp á óendan-
lega möguleika," sagöi Valur,
„langar brekkur og flatar efra, en
svo er giliö brattara fyrir þá sem
vilja erfiöara land. Svæöið uppfyllir
því óskir flestra."
ÍR-svæöið er, eins og áður
sagöi, í nágrenni Kolviöarhóls. Ek-
iö er út af Suðurlandsvegi rétt áöur
en komiö er aö brekkunum fyrir
neöan Hveradali. Geröar voru
miklar endurbætur á veginum á
svæöinu á síöastliðnu sumri, þar
sem gamli vegurinn vildi lokast
fljótt, var mjór og lágur. Er þar nú
kominn sex metra breiöur upp-
hækkaöur vegur, sem Valur sagöi
vera mikla breytingu til batnaðar.
Frá þjóöveginum upp í Hamragil
eru þrír kílómetrar.
Fluttu úr Bláfjöllum
„Viö höfum byggt þetta svæöi
upp á síöustu 6—7 árum, allt í
sjálfboöavinnu félaga í skíöadeild-
inni, nema veginn, viö fengum til-
boö í hann. Skálinn var aö vísu
kominn hér áöur, eöa fyrir 20 ár-
um. Viö fluttum í Bláfjöll þegar þau
opnuöu, en fluttum fljótt burtu, þar
var hreinlega ekki pláss. Fólks-
fjöldinn var svo mikill og þrengslin
svo yfirþyrmandi, aö viö sáum
strax fram á aö þar myndum viö
aldrei geta byggt upp neitt félags-
starf, og viö fórum á okkar gamla
svæöi aftur og hófumst strax
handa, og er uppbygging svæöis-
ins langt komin. Viö byrjuöum
strax á því aö kaupa eina lyftu, og
síðan hefur þetta prjónaö utan á
sig jafnt og þétt," sagöi Valur.
Valur Pálsson sagði aö skíöa-
svæöi ÍR-inga yröi opiö alla daga
frá klukkan 10 til 18, frá og meö
þessari helgi, nema þriöjudaga og
fimmtudaga, þá yröi opiö til klukk-
an 21.45 á kvöldin. Lýsing væri i
brekkunum á kvöldin. Sérstakar
feröir væru á skíöasvæöiö á veg-
um ferðaskrifstofu Úlfars Jakob-
sen á þriöjudags- og fimmtu-
dagskvöldum, og einnig um helg-
ar.
Skíðakennsla
Um helgar starfrækja ÍR-ingar
skíöaskóla á svæöinu sínu fyrir
byrjendur og þá sem lengra eru
komnir, börn og fulloröna. Nám-
skeiö eru frá kl. 12.30 til 15. hvorn
dag og stjórna þeim læröir kenn-
arar. Veröur þessi skíöaskóli starf-
andi í allan vetur og er innritun á
staönum. Að auki eru svo sérstak-
ar skíöaæfingar fyrir keppendur
ÍR, en þjálfun þeirra annast
Björgvin Hjörleifsson og Höröur
Sverrisson.
I skíöaskálanum er gistiaöstaöa
fyrir um 100 manns. Er hann leigö-
ur út um helgar, og skólanemend-
ur gista hann jafnan í miöri viku í
skíðaferöum skólanna, þannig aö
þar er jafnan fjölmenni, aö sögn
Vals.
Valur sagöi alla snyrtiaöstööu
vera í góöu lagi á svæöinu, og
einnig væri veitingarekstur í smá-
um stíl í þjónustumiöstööinni og i
skálanum. Tveir fastir starfsmenn
eru á svæöinu og sjá þeir um
rekstur skálans og um lyfturnar.
Sími er í skíöaskálanum.
Ókeypis í barnalyftu
Eins og áöur sagöi hafa ÍR-ingar
lagt lyftur frá botni Hamragils og
upp á tind Skarösmýrarfjalls og
þaðan er hægt aö renna sér niður
tveggja kílómetra brekku niöur í
giliö, meö 300 metra fallhæö. En
einnig hafa þeir komiö fyrir barna-
lyftu neöst á svæöinu, kaöallyftu,
sem börnin raöa sér í, aö sögn
Vals, og fá þau ókeypis afnot af
lyftunni. Sagöi Valur aö i framtíö-
inni stæöi til aö setja upp fleiri
barnalyftur á svæöinu.
„Þaö er út af fyrir sig mikill kost-
ur hversu þetta svæöi er nálægt
þjóðveginum; aöeins þrír kílómetr-
ar á malbikiö. Aökoman er nú orö-
in góð eftir endurbætur á vegin-
um,“ sagði Valur. Hann sagöi aö á
síöasta ári heföu framkvæmdir
Lokaspretturinn upp á tind Skarðsmýrarfjalls. Þessi lyfta er 750 metra löng, en að henni liggur önnur lyfta
neðan úr Hamragili. Á tindi Skarösmýrarfjalls opnast stór svæði, sem henta bæði göngumönnum og þeim
sem vilja bruna niður brattar brekkur.
ÍR-inga á svæöinu kostaöjjm þrjár
milljónir króna, þar af fóru 1,5
milljónir í lyftu og hálf í nýjan
brautatroðara.
Valur sagöi aö Reykjavíkurfé-
lögin (R, KR og Víkingur heföu
meö sér samstarf aö þvi leyti til, aö
árskort, sem þau seldu á svæöum
sínum, giltu á skíðasvæöum þeirra
allra.
í eigin landi
„Þetta er okkar eigið land,
Hamragilslandiö," sagöi Valur, „og
hér er elzta skíöasvæöi Reykjavík-
ur. Og reyndar eru fleiri lyftur en
okkar á landi ÍR, því Víkingar hafa
af því afnot og lyfta þeirra í
Sleggjubeinsdal er á okkar landi.
Þaö var í apríl 1938 að ÍR keypti
Kolviðarhól og byggöi þar fullkom-
iö skíðaheimili. ÍR-ingar voru þó
áöur en þeir keyptu Kolviöarhól
farnir aö stunda skíði, því þar
héldu þeir skíöanámskeiö um
páskana 1937, og aftur seinna. Þar
var komiö upp skíöalyftu, á Þver-
felli, og er þaö fyrsta skiðalyfta á
íslandi. Fljótlega hófust reglu-
bundnar skíðaferöir um helgar aö
Kolviöarhóli. Feröir voru meö
vörubifreiðum frá Þrótti, sem sett
voru á farþegaskýli. Seinna var svo
Kolviöarhóll seldur Reykjavikur-
borg, félagiö varö sér út um land í
næsta nágrenni, sem kennt er viö
Hamragil. Reyndar var þaö svo, aö
meöan fólagiö starfaöi á Kolviö-
arhóli, fóru margir inn í Hamragiliö,
en þaö fór heldur í taugarnar á
ýmsum hjá félaginu, sem endaöi
meö því aö Hamragilssvæöiö var
keypt," sagöi Valur Pálsson, for-
maöur skíöadeildar ÍR, aö lokum.
— ágás.
Uppdráttur af skíöasvæði ÍR-inga á Hamragilssvæöinu. Hæðarmunurinn frá þjónustumiðstöðinni við lyftuna
í gílsbotninum upp á tind Skarðsmýrarfjalls, en þar á milli hafa ÍR-ingar lyftuvætt, er 300 metrar. Lyftur
ÍR-inga geta flutt 2.600 manns á klst.
Skíöaskáli ÍR í Hamragili.