Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 1

Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 1
96 SÍÐUR 66. tbl. 70. árg. Fimm dæmdir til dauða í Guatemala Guatemala-borg, 19. mars. AP. LEYNIRÉTTUR, sem starfar vegna neyðarástandsins í Guatemala, dæmdi í gær fímm menn til dauða fyrir morð, nauðgun, mannrán og rán. Tveir hinna dæmdu eru fyrrum hermenn, en ekki var látið uppi hvort þeir hafí haft þann starfa er þeir frömdu glæpi sína. Sakborningarnir áfrýjuðu dómnum og því var aftöku- stundin ekki endanlega ákveð- in. 10 manns hafa verið líf- látnir fyrir glæpi og hryðju- verk í Guatemala síðan í sept- ember á síðasta ári, þar af sex dæmdir hryðjuverkamenn að- eins þremur dögum áður en Jóhannes Páll páfi II kom til landsins í opinbera heimsókn. Hann bað þeim griða, en því var ekki sinnt. Sovétmenn vara Bandaríkin við Moskvu, 19. mars. AP. „ÞAÐ VÆRI órökrétt að álykta að Sovétríkin myndu aðeins svara Vestur-Evrópu í sömu mynt ef til kjarnorkuátaka kæmi og láta Bandaríkin sleppa,“ sagði í frétt frá hinni opinberu fréttastofu Sovétríkjanna, Tass, í gær. Bætti fréttastofan við, að ef Bandaríkin létu ekki af þeim áformum sínum að koma fyrir hundruðum meðaldrægra kjarnorkuflauga í Vestur- Evrópu, yrði að ganga svo frá hnútunum að Bandaríkin sjálf yrðu sett í skotsigtið. 3>' Séð yfir Borgarnes á fögrum vetrardegi. Morgunblaðift/KEE. Mikil reiði á meðal gæsluliða í Líbanon Sífelld áreitni ísraela veldur Bandaríkjamönnum áhyggjum Ekki greindi Tass frá því með hvaða hætti gengið skyldi frá hnútunum, en Georgi Arbatov, sérfræðingur í bandarískum málefnum, sagði í viðtali við fréttastofuna Pravda, að Sov- étríkin sæju sig tilneydd að Handtóku 127 í bænahúsi Karachi, Pakistan, 19. mars. AP. LÖGREGLA gerði rnikié af vopn- um upptækt og handtók 127 manns cr hún réðst inn í bænahús í Karachi snemma í morgun eftir að átök höfðu brotist út á milli trúarflokka. Að sögn yfirvalda hófust átökin í gær þegar fundur í bænahúsinu snerist upp í ólög- lega mótmælaathöfn. Mótmæl- endur grýttu íbúa í nágrenninu og lögreglumenn fengu sömu móttökur þegar þeir réðust til inngöngu. fjölga meðaldrægum flaugum sínum, ekki bara í Evrópu, held- ur einnig miklu nær bandarísk- um landamærum. „Auk þess munu bandarísku flaugarnar nýju raska vopnajafnvæginu og auka hættuna á kjarnorku- stríði," bætti Arbatov við. Ummæli Arbatovs og Tass eru túlkuð sem liður í nýrri her- ferð sovéskra yfirvalda að æsa upp kjarnorkuandstæðinga í Bandaríkjunum. Sovétmenn hafa, að sögn vestrænna emb- ættismanna, gefið ótvírætt í skyn að þeir muni ekki gefa eftir í afvopnunarviðræðunum í Genf. Fregnir frá Washington benda til þess að Bandaríkja- menn kunni að bjóða upp á málamiðlun á næstunni, enda hafa ýmsir leiðtoga Vestur- Evrópulandanna þrýst á það. Larry Speaks, talsmaður Hvíta hússins, sagði hins vegar í gær, að Bandaríkjamenn myndu ekki koma með nýjar uppástungur þá tvo mánuði sem eftir eru af við- ræðunum áður en hlé verður gert. SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Beirút, 19. mars. AP. MIKIL reiði ríkir nú í röðum banda- rískra friðargæsluliða í Líbanon ( garð ísraelsmanna. Segja þeir fsra- elana hvað eftir annað hafa reynt að stofna til illdeilna og til þessa hafi það aðeins verið vilji þeirra til að halda frið, sem komið hafi í veg fyrir alvarleg átök á railli hópanna. „Auðvitað er það okkur þvert um geð að þurfa að kyngja því að vera vísað frá af ísraelskum her- mönnum að líbönskum borgurum ásjáandi þegar við erum á eftir- litsgöngu um borgina," sagði John M. Runge, einn liðsforingja bandaríska friðargæsluliðsins, í viðtali við AP-fréttastofuna. Sagði hann Bandaríkjamenn vera komna til Libanon til að halda frið og þeir gætu því ekki brugðist hlutverki sínu. „Við vorum á leiðinni til bæki- stöðva okkar þegar við vorum stöðvaðir af israelskum hermönn- um,“ sagði Runge. „Foringi hóps þeirra sagði okkur að við gætum ekki haldið ferð okkar áfram. Við sögðumst þá mundu snúa við. Hann bætti því þá við að það gæt- um við ekki heldur. Ég spurði hann hvort þeir hygðust reyna að halda okkur þar sem við vorum, en hann svaraði því neitandi. Þegar við gengum brott dundu á okkur háðsglósur.” Til þessa hafa friðargæslulið- arnir flokkað atvik, sem ofan- greint, undir mistök af hálfu ísra- ela. Síendurtekinni áreitni af hálfu ísraelanna hefur verið mót- mælt á æðstu stöðum og allt hefur verið með kyrrum kjörum síðustu Prentsmiðja Morgunblaðsins daga. Á hinn bóginn hefur málið ekki fengið endanlega lausn og á meðan svo er segjast bandarískir gæsluliðar búa sig undir áreitni i hverri eftirlitsferð sinni. Finnar ganga að kjörborði Helsinki, 18. mars. AP. FINNAR eanga að kjörborðinu á morgun. Ovenjumikill áhugi er á kosningunura að þessu sinni og höfðu yfir 300.000 manns greitt atkvæði utan kjörstaða í morgun og er það meira en nokkru sinni. Spáð er mjög tvísýnni bar- áttu í kosningunum og þá er það einnig talið munu geta sett mark sitt á kosningarnar, að mörg pólitísk hneykslismál hafa komið upp að undanförnu og dregið úr áliti almennings á stjórnmálamönnum. Talið er því, að margir kjósenda munu af þeim sökum verja atkvæð- um sínum á annan hátt en til þessa. Opnaði ástarbréfin en henti öllum hinum KÍNVERSKUR póstburðarmaður, Zhang Pingle, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa opnað 39 bréf, sem líkur bentu til að væru ástarbréf, og að hafa aldr- ei borið út yfir 10.500 bréf fyrir leti sakir. Það var opinbera fréttastof- an í Kína, Xinhua, sem skýrði frá þessu um helgina. Dómurinn yfir póstburðar- manninum var liður ( víðtækri herferð yfirvalda í að uppræta spillingu innan póstþjónustunn- ar. Voru m.a. nokkrir starfs- menn sektaðir fyrir að vera of lengi að sækja vörur, sem komu með járnbrautarlestum. Þá fengu yfirmenn nokkurra fyrir- tækja aðvaranir fyrir ringulreið í rekstri. Svo vikið sé aftur að Zhang var skýringin á því að hann opnaði bréfin sú, að hann lang- aði til þess að fræðast um hvern- ig fólk tjáði sig um ástina. Af bréfunum 10.500 er hins vegar það að segja, að þeim var ýmist hent eða þá þau voru geymd undir rúmi póstburðarmannsins. Kom nokkur hluti þeirra í ljós við húsleit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.