Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
Selamein finnst á íslandi:
Ástæða til að vara
veiðimenn við að taka
skolta úr skotnum selum
- segir í grein í Læknablaðinu
SELAMEIN er sjúkdómur, sem þekktur er meðal þeirra manna er selveiðar
stunda, og ekki er vafi á því að sjúkdómurinn finnst hér á landi, samkvæmt
upplýsingum er fram koma í grein Halldórs Steinsen í nýútkomnu tölublaði
Læknablaðsins. Sjúkdómurinn byrjar alla jafna sem fingurmein, og getur oft
verið þrálátur og erfiður viðureignar og hann getur valdið varanlegum ör-
kumlum sé ekki að gert, segir Halldór í grein sinni.
Síðar í greininni segir svo:
„Vanalega er sýkingarstaðurinn
smásár eða skursla á fingri þess,
sem kemst í snertingu við hrátt
selkjöt eða seltennur. Nokkrum
dögum síðar, vanalega þrem til
fjórum, mörk þó 1—30 dagar,
byrjar fingurinn að þrútna og
blároðna. Þessu fylgja miklir
verkir og er sjúklingurinn oft við-
þolslaus, sérstaklega þegar hann
kemur inn í hita. Sárið grær fljótt
en bólgan helst í sýkta fingrinum.
Breiðist ekki út á milli fingra, þótt
fleiri fingur geti stundum sýkst
samtímis. Þessari bólgu getur
fylgt sogæðabólga, sem breiðist
upp eftir handlegg. Væg tilfelli
stöðvast hér og batna sjálfkrafa, í
besta falli innan 7 daga. Engin
ígerð á sér stað ... Fæstir sleppa
þó svona auðveldlega. Sextíu og
þrír af hundraði ómeðhöndlaðra
sjúklinga fá sýkingar i liði, vana-
lega þá, sem næstir eru sýk-
ingarstaðnum, þótt fjarlægari
griplimsliðir geti bólgnað og
fjörutíu og níu af hundraði þeirra,
sem liðbólgur fá, bera varanleg ör-
kuml, þ.e. staurlið hafi þeir ekki
fengið lyfjameðferð."
í grein Halldórs kemur fram, að
fundin hafa verið lyf er gefa góðan
árangur í baráttu við sjúkdóminn.
Sem fyrr segir er talið sannað
Minningar frá
Afghanistan
DAGSKRÁ um Afghanistan verður
mánudagskvöldið 21. mars í kvik-
myndasal Menningarstofnunar
Bandaríkjanna að Neshaga 16 í
Reykjavík.
Ken Yates, forstöðumaður
Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna hér á landi, mun flytja erindi
um landið, landsmenn og menn-
ingu árin fyrir innrásina.
Ken Yates starfaði í Afghanist-
an á árunum 1976—1978 og mun
hann sýna litskyggnur og stutta
kvikmynd um þróunarverkefni í
einu af héruðum Afghanistan.
Dagskráin er öllum opin og
hefst klukkan 20.30.
að sjúkdómsins hafi orðið vart hér
á landi, og sjúklingur einn er kom
til meðferðar á Landspítalann gat
nefnt fjóra menn í Strandasýslu,
sem sumir eða allir bera stífa liði
eftir selamein. Þá segir einnig í
greininni að ástæða sé til að vara
menn við því að taka skolta úr
skotnum selum, en sú aðferð hafi
einmitt verið tekin upp hér á síð-
asta ári, þegar farið var að veita
verðlaun fyrir fellda seli. Á
Eystrasalti hafi sömu aðferð verið
beitt, þ.e. að taka skolta úr drepn-
um dýrum, og sé vitað um sela-
meinssýkingar af þeim sökum.
Álsteypa á Suðurlandi?
Reynslusigling
Eyvindur vopni á reynslusiglingu á Seyðisfirði. Skipið er smíðað hjá Vélsmiðju
Seyðisfjarðar fyrir Kolbeinstanga hf. á Vopnafirði og verður afhent eigendum innan
skamms. Morgunblaöið/Kristján Þ. Jónsson.
Ætti að vera góður grund-
völlur fyrir slíku fyrirtæki
- segir Þorsteinn Garðarsson, iðnráðgjafi SASS
SAMTÖK sveitarfélaga á Suður-
landi (SASS) hafa sett á fót
nefnd sem m.a. hefur það verk-
efni að kanna möguleika á því
að starfrækja álsteypu á Suður-
landi, en talið er að slíkt fyrir-
tæki gæti veitt 16—30 manns at-
vinnu við að framleiða steikar-
pönnur og fleira úr áli.
Þorsteinn Garðarsson, iðn-
ráðgjafi SASS, á sæti í þessari
nefnd. Sagði Þorsteinn í sam-
tali við Morgunblaðið að búið
væri að semja við danskt
ráðgjafafyrirtæki, Scankey að
nafni, um að gera arðsemis-
könnun á slíku fyrirtæki í
samráði við innlenda aðila.
Ennfremur kemur til greina
að Scankey gerist eignaraðili
að álsteypufyrirtæki hér á
landi ef til þess kæmi að það
yrði stofnað. Scankey hefur
góð markaðstengsl í Banda-
ríkjunum og hefur verið að
leita eftir samstarfsaðila. í
Danmörku er slíkt fyrirtæki
starfrækt og annar það ekki
eftirspurn.
Þorsteinn sagði að þessi
arðsemiskönnun væri fjár-
mögnuð af norræna Iðnþróun-
arsjóðnum, sem veitir áhættu-
lán, og Iðnþróunarsjóði Suður-
lands. Talið er að könnunin
muni kosta 150 þúsund dansk-
ar krónur.
Þá sagði Þorsteinn að í
fljótu bragði mætti áætla að
stofnkostnaður álsteypu, með
tækjum og húsnæði, væri á
bilinu 16—20 milljónir króna.
„En útflutningsverðmæti ætti
að vera í kringum 20 milljónir
á ári, þannig að það ætti að
vera góður grundvöllur fyrir
slíku fyrirtæki," sagði Þor-
steinn Garðarsson að lokum.
Ráðning félagsmálafulltrúa Selfosskaupstaðar:
Bæjarstjórn hefur endanlegt úrskurð-
arvald um ráðningu félagsmálastjóra
Félagsmálaráðuneytið hefur úr-
skurðað í máli sem reis innan bæjar-
stjórnar Selfoss, en ágreiningsefnið
var, hvort bæjarráð eða bæjarstjórn
hefði endaniegt úrskurðarvald um
ráðningu félagsmálastjóra.
Niðurstaða félagsmálaráðu-
neytisins var sú að bæjarstjórnin
hafi endanlegt úrskurðarvald um
hver verði ráðinn félagsmálastjóri
Selfosskaupstaðar, en um það
snérist deila bæjarráðs og bæjar-
stjórnar. Bæjarstjórn samþykkti i
upphafi þessa mánaðar að skjóta
ágreiningsefninu til félagsmála-
ráðuneytisins og komst ráðuneytið
að framangreindri niðurstöðu.
Segir í úrskurðinum að með visan
til sveitarstjórnarlaga og sam-
þykktar um stjórn bæjarmálefna
Selfoss, og með hliðsjón af þeirri
meginreglu að sveitarstjórn hafi
æðsta vald í málefnum sveitarfé-
lags, virðist Ijóst, auk þess að á
skortir um skýrleik samþykktar-
innar um stjórn bæjarmálefna
Selfoss, að bæjarstjórnin hafi ekki
framselt vald sitt til að ráða fé-
lagsmálastjóra bæjarins í hendur
bæjarráðs. Þetta gildi þrátt fyrir
að bæjarstjórn hafi áður staðfest
samþykktir bæjarráðs um ráðn-
ingu einstakra bæjarráðsmanna.
Fyrsti hluti deiliskipulags á
Grafarvogssvæði samþykktur
BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudagskvöld deiliskipu-
lag að fyrsta áfanga fyrsta hluta byggingarsvæðisins við Grafarvog, en
deiliskipulagið var samþykkt með 12 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 9
atkvæðura vinstri flokkanna. Jafnframt samþykkti borgarstjórn breytingu á
landnotkun aðalskipulagsins, sem felst í því að Grafarvogur verður næsta
byggingarland á Austursvæðum, en ekki Rauðavatnssvæðið eins og vinstri
meirihlutinn hafði ákveðið. Þessi breyting á landnotkun var samþykkt með
12 atkvæðum gegn 7 og sátu fulltrúar Framsóknarflokksins hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Að atkvæðagreiðslunni lokinni
óskaði borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, Sigurður E. Guð-
mundsson, eftir því að það yrði
fært til bókar að honum hafi „orð-
ið á í messunni" og greitt atkvæði
gegn breytingunni, en hann kvaðst
hafa ætlað að sitja hjá við at-
kvæðagreiðsluna, enda hafði sú
afstaða hans komið fram í umræð-
um.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður skipulagsnefndar, mælti
fyrir tillögu að deiliskipulagi og
tillögu að breyttri landnotkun og
reifaði hann í ræðu sinni þær
breytingar sem breytt fram-
kvæmdaröð aðalskipulags hefðu í
för með sér. Sagði hann að að því
væri stefnt að haga endurskoðun
aðalskipulags þannig, að henni
væri lokið árið 1986. Þá sagði
Vilhjálmur, varðandi gagnrýni á
að ekki stæði til að auglýsa breyt-
ingar á aðalskipulaginu, en
Kvennaframboð bar m.a. fram um
það tillögu, sem vísað var til borg-
arráðs, að þegar síðasti meirihluti
ákvað að byggja í Ártúnsholti og á
Selási, þá hefðu þær breytingar
ekki verið auglýstar. Vilhjálmur
benti og á að þegar það var gert,
hafi ekkert staðfest aðalskipulag
legið fyrir, enda hafi það ekki ver-
ið staðfest fyrr en tæpu ári síðar.
Nú lægi hins vegar staðfest skipu-
lag fyrir.
Borgarfulltrúar minnihlutans
gagnrýndu deiliskipulagið harð-
lega og sögðu það ekki faglega
unnið. Þá var bent á að forsögn
deiliskipulagsins væri í ýmsu
áfátt og gönguleiðir innan Graf-
arvogshverfisins væru of langar.
Var bent á vegalengdir í strætis-
vagna, í skóla og í ýmsa þjónustu í
því sambandi.
Markús örn Antonsson benti á
að aldrei hefði verið betur hugsað
um skólamannvirki en við skipu-
lagningu Grafarvogsbyggðar og
vísaði hann málflutningi vinstri
manna um óvönduð vinnubrögð
algerlega á bug.
Hitaveita
Rangæinga
komin í lag
HITAVEITA Rangæinga er
nú komin í lag, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk
hjá Jóni Þorgilssyni, sveitar-
stjóra á Hellu.
Sagði hann að stöðvunin
sem varð á dögunum hefði
orðið vegna bilunar í dælu-
búnaði. Nú væri talið að
erfiðleikarnir væru að baki,
en enn væri ekki fullkom-
lega vitað af hverju bilunin
hefði stafað. Sagði Jón að
hitaveitan hefði verið í
gangi í viku og ekki væri
annað að sjá en allt væri í
lagi.