Morgunblaðið - 20.03.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.03.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 25 Pltrguíi! Útgefandi nHfiMfe hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 15 kr. eintakiö. Um áratuga skeið hefur reynzt ókleift að fá dagblöð hér til þess að koma sér saman um upplagseft- irlit. Við og við hafa verið gerðar tilraunir til þess að koma slíku eftirliti á, en þær hafa jafnan runnið út í sandinn, síðast fyrir nokkr- um árum. í skjóli þess, að ekkert upplagseftirlit er til staðar, hafa mörg blaðanna gefið upp ýkta mynd af upp- lagi sínu, um leið og þau hafa haldið uppi, við og við, rangri upplýsingamiðlun um keppinautana. Sú iðja var stunduð á Vísi gagnvart Morgunblaðinu fyrir rúm- um áratug og síðan á Dagblaðinu gagnvart Vísi. Þessi vinnubrögð eru blöð- unum til lítils sóma og tími til kominn, að breyting verði á. Eftir síðustu fjölmiðla- könnun auglýsingastof- anna, hefur Dagblaðið Vísir haldið uppi kerfisbundnum skrifum, þar sem hvers kyns blekkingum er haldið uppi um stöðu Morgun- blaðsins og Dagblaðsins Vísis og víst er um það, að ekki er mikið að byggja á skoðanakönnunum þess blaðs, ef úrvinnsla þeirra er með svipuðum hætti og túlkun þess á niðurstöðum fjölmiðlakönnunarinnar. Þegar síðdegisblöðin voru tvö, var sameiginlegt upp- lag þeirra að eigin sögn um eða yfir 50 þúsund eintök á dag. Það er því fjarstæða að halda því fram, að Morgun- blaðið hafi verið „einokun- arveldi" á blaðamarkaðn- um, þótt blaðið hafi verið og sé langútbreiddast ís- lenzkra blaða og raunar út- breiddasti fjölmiðill lands- ins skv. fjölmiðlakönnun- inni. Þess má geta í þessu sambandi að útbreiðslu- aukning blaðsins síðustu misseri hefur verið meiri en árum saman. Skv. fjölmiðlakönnuninni er Morgunblaðið mest lesið íslenzkra dagblaða í aldurs- flokknum 13—15 ára, enn- fremur í aldursflokknum 16-19 ára. Þetta sýnir glöggt hvílík blekking er fólgin í þeim skrifum Dagblaðsins Vísis, að styrkur Morgunblaðsins liggi fyrst og fremst hjá eldra fólki! Þar að auki gefa skrif Dagblaðsins Vísis al- ranga mynd af stöðu þess- ara blaða í aldursflokknum 20—34 ára. í þessum ald- ursflokki eru fleiri áskrif- endur að Morgunblaðinu en nokkru öðru blaði. í þessum aldursflokki lesa fleiri helg- arútgáfu Morgunblaðsins en nokkurt annað helgar- blað. Fjölmiðlakönnunin leiðir í ljós, að lestur Dag- blaðsins Vísis er svo óreglu- legur, að það munar hvorki meira né minna en 12 pró- sentustigum Morgunblað- inu í vil á öllum lesendum alla virka daga. í forystugrein Dagblaðs- ins Vísis í fyrradag er Morgunblaðið enn einu sinni talið „flokksblað". Það er meira en tímabært, að Dagblaðið Vísir upplýsi les- endur sína um tengsl þess við einn stjórnmálaflokk- anna. Frá því að blaðið var stofnað hefur annar rit- stjóri þess átt sæti í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins og er nú í framboði fyrir þann flokk til Alþingis. Hvorugur ritstjóra Morgun- blaðsins, svo dæmi sé tekið, á sæti í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins eða á fram- boðslistum Sjálfstæðis- flokksins. Það fer náttúru- lega ekki á milli mála, að tengsl Dagblaðsins Vísis við Sjálfstæðisflokkinn eru sterkari en tengsl Morgun- blaðsins við þann flokk. Umræðurnar um fjölmiðla- könnunina sýna, að það er eðlilegt og sjálfsagt að blöð- in komi sér saman um upp- lagseftirlit. Þess vegna er það tillaga Morgunblaðsins, að Morgunblaðið og Dag- blaðið Vísir komi sér saman um slíkt upplagseftirlit, sem önnur blöð geta orðið aðilar að, ef þau óska. Til þess að útiloka strax hugs- anlegan ágreining um það, hvers konar upplag skuli miðað við, leggur Morgun- blaðið til, að upplagseftirlit gefi upp þrenns konar upp- lag blaðanna. í fyrsta lagi svonefnt „prentað upplag", en það upplag kveðst Dag- blaðið Vísir gefa upp nú. Þetta er sá eintakafjöldi, sem fer í gegnum prentvél- ina hverju sinni. í öðru lagi verði gefið upp „nettó- upplag", en það er sá ein- takafjöldi, sem fer út úr prentsmiðju. Á „prentuðu upplagi" og „nettó-upplagi" getur munað frá 1000 upp í 2000 eintökum, vegna þess hversu mörg eintök eyði- leggjast í prentun. í þriðja lagi leggur Morgunblaðið til, að þessi tvö blöð opni bókhald blaðanna fyrir upp- lagseftirliti, þannig að hægt verði að gefa upp selt upp- lag blaðanna, þ.e. hversu mörg eintök þau fá greidd, en það er auðvitað það upp- lag, sem máli skiptir og alls staðar er miðað við, enda geta blöð prentað eins mörg eintök og þeim sýnist, án þess að það gefi rétta mynd af raunverulegu upplagi þeirra. Morgunblaðið geng- ur út frá því sem vísu, að ekki muni standa á Dag- blaðinu Vísi að fallast á þessa tillögu. Staðreyndir um útbreiðslu fjölmiðla Hollenski listmálarinn Van Gogh var kunnugur fiskimönn- unum við Island. Reyndi meira að segja að ná til þeirra með málverki, þeim til hugarhægðar í stormum og stríði á íslands- miðum. Þetta kemur fram í bréfi frá Van Gogh til bróður hans, sem bi:t er í leikskrá Leikfélags Akr.ceyrar fyrir leikritið Bréf- b^rinn í Arles, er þeir leikfélags- menn fyrir norðan sýna um þessar mundir. En það fjallar einmitt um Van Gogh og síðustu ár hans í borginni Arles í Suð- ur-Frakklandi. Þetta þótti mér merkilegur bréfakafli og fór að velta fyrir mér hugsanlegum tengslum milli þessa merka mál- ara og sjómannanna á Islands- miðum. Bréfið er skrifað í mars- mánuði 1889. Og kaflinn, sem birtur er í leikskránni undir fyrirsögninni „Myndin sem mál- uð var fyrir sjómenn á íslands- miðum", hljóðar svo: „Ég held ég sé búinn að segja þér að fyrir utan þessar myndir hef ég striga með „La Berceuse", en það er einmitt verkið sem ég var að vinna að, þegar veikindin trufluðu mig. Ég á nú tvær gerð- ir af henni ... Ég var einmitt að segja við Gauguin um þessa mynd, að þeg- ar hann og ég vorum að tala um sjómennina við fsland, aleina i drungalegu hafinu, um sorglega einangrun þeirra og stöðugu lífs- hættu — já, ég var einmitt að segja við Gauguin að eftir þessi nánu samtöl við hann datt mér i hug að mála mynd, sem væri þannig að þegar sjómennirnir, sem eru börn og píslarvættir i senn, litu á hana i káetu sinni á fiskveiðibátunum á Islandsmið- um, liði þeim eins og þegar þeim sjálfum var ruggað í vöggu í frumbernsku og vögguvisurnar myndu hljóma á ný i eyrum þeirra ... Nú mætti segja að verkið liti út eins og ódýr mynd úr búð. Grænklædd kona með appelsinu- gult hár fyrir framan grænan bakgrunn með bleikum blómum. Ég er búinn að mýkja þessi hvössu og ósamhljóma form, sem eru hrá i lit, bleik, appel- sinugul og græn, með rauðum og grænum flötum." Og það er alveg rétt sem höf- undur þessarar vönduðu og fróð- legu leikskrár segir, að skáld- saga „Les Pecheurs d’Islande“, um fiskimennina frönsku á ís- landsmiðum eftir Loti, varð strax afar vinsæl i Frakklandi og er ásamt höfundi sínum í há- vegum höfð þar í landi enn í dag. En þetta myndaði fleiri gárur i heilabúinu og þær urðu tilraun til að víkka svolítið útskýring- una. M.a. með því að fletta upp ártölum. Skáldsaga franska rit- höfundarins Pierres Lotis kom út 1886 og Van Gogh er að mála myndina, barnslega hrærður eft- ir að hafa lesið bókina, i mars- mánuði 1889. Hvernig komst hún i hans hendur? Mætti ég spinna svolítið? Málarinn segir beinlinis að hann hafi verið að tala um ís- landssjómennina við vin sinn listmálarann Gauguin. Hann dvaldi hjá honum í Arles um þetta leyti, en sambýlið mis- heppnaðist algerlega og Gauguin rauk i burtu. Við þessar upplýs- ingar rifjaðist upp að Gauguin hafði einmitt dvalið á Bretagne á þessum árum. Og rithöfundur- inn Pierre Loti var læknir i bæn- um Paimpol á norðurströnd Bretagne, þaðan sem flestir fiskimennirnir frönsku sigldu á miðin við ísland. Ég hafði komið í lítið yndislegt þorp með læk í gegn og myllu þegar ég var að aka um Bretagne fyrir nokkrum árum. Það heitir Pont-Aven og er m.a. frægt fyrir það, að þang- að söfnuðust listmálarar i sumardvöl og mynduðu hóp im- pressionista i kringum Gauguin og nefndu Pont-Aven-skólann. Einmitt i kringum 1888. Bærinn er ákaflega stoltur af þessum frægðartíma sinum. En Pont-Aven er bara á suðurhluta Bretagne-skaga, þar sem bærinn Paimpol er á norðurströndinni. En við svolitla athugun kom i ljós í gamalli bók um Paimpol og nágrenni, sem góð kona gaf mér þar sumarið 1982, að listamenn hafi einmitt sóst eftir að dvelja í fiskimannaþorpunum i kringum Paimpol á þessum tíma og að Gauguin hafi einmitt dvalið hjá einhverjum Leontine Helliox i litla þorpinu Longuvy og í Bre- hart rétt utan í Paimpol. Þeim hinum sama sem hýsti ekki ómerkari mann en Lenin. Gauguin kom í fyrsta skipti til Bretagne sumarið 1886, sama ár- ið og bók Lotis kom út, var þar aftur 1888, þ.e. áður en hann var með Van Gogh í Arles, og enn 1889—90. Raunar líka siðar, sem ekki kemur þessu máli við. Ein- mitt úr þessum litlu þorpum komu fiskimennirnir, sem fóru á íslandsmiðin þá, og eru það raunar enn fiskimannaþorp. Fyrir utan það að rithöf- undurinn Pierre Loti var frægur og vel metinn í þessum bæjum — bókin hans vakti strax athygli — hafa þessir listamenn ef til vill hist. Ér þá nokkuð líklegra en að Gauguin hafi farið með bókina til vinar síns Van Goghs til Arl- es og þeir orðið svona hrifnir að þeir ræddu hið erfiða líf sjó- mannanna á þessum hræðilegu höfum norður undir Islandi. Van Gogh málar fimm myndir af konunni sem ruggar — í ruggustólnum eða vaggar barn- inu. Það er konan sem á að veita huggun og frið. Hún er, eins og segir í leikskránni, róandi, vina- leg móðurímynd með hlýjan og stóran barm, ákveðin, með sið- prútt andlit. Öllu fasi konunnar er stillt á myndrænan hátt gegn villtum og glaðlegum blóm- skrýddum bakgrunnum. Bak- grunnarnir eru eins og veggfóð- ur, þar sem blómin svífa sem i draumi, frjáls í kringum veruna með hlýjar hendur. Og hvað gæti svo sem verið meira huggandi fyrir sjómann á lítilli seglskútu að draga fisk í vetrarveðrum við fsland en svona hlý móðurleg mynd? En þótt enginn þessara sjó- manna hafi líklega fengið mynd- ina eftir Van Gogh sér til hugar- hægðar — í káetuna sina — þær eru á finum söfnum út um heim, ein á Staechelin-safninu í Basel í Sviss, og verða ekki keyptar fyrir of fjár lengur — þá hefur kannski einhver þessara sjó- manna, eftir að hafa orðið skip- reika á íslandsströnd, hitt svona hlýja móðurlega konu. Til dæmis strandaði birgðaskip i Meðal- landi og skipstjórinn og kona hans björguðust. Strandmenn voru á ýmsum bæjum. Ein kon- an hlynnti móðurlega eins mikið að skipstjórafrúnni og hún gat. Fátækt var mikil og hinar kon- urnar voru að segja að hún skyldi ekki eyða svona í hana. Þá sagði íslenzka bóndakonan og kom í ljós að vel hafði farið á með þeim: Af því ber ég enga sút, er mér bvttur skaðinn. Silfurakeió og silkiklút sit ég meó í staóinn. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ! Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 19. marz ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Hvaða hús- næðismála- stefnu vilja Íslendingar? Það er gömul saga og ný, sem reynslan hefur margsannað, að eftirspurn umfram framboð sprengir upp verð. Þetta hefur enn og aftur sagt til sín í verðþróun íbúðarhúsnæðis, bæði sölu- og leiguverði, í þeirri húsnæðis- kreppu sem hér hefur orðið til á sl. 3—4 árum. Hvað veldur? Hið almenna húsnæðislána- kerfi, Byggi ngarsjóður ríkisins, lánsfjármagnaði þá byltingu í húsnæðismálum þjóðarinnar, sem hér varð frá stofnun sjóðsins fram yfir miðjan sl. áratug. Rúmlega 90% íbúðarhúsnæðis, sem til varð á þessu tímabili, heyrir til fyrir- greiðslu úr hinu almenna húsnæð- islánakerfi. Það varð sá jarðvegur, sem framtak tugþúsunda einstakl- inga spratt úr, sem réðust í bygg- ingu eigin íbúðarhúsnæðis, en það framtak hefur skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið, langt umfram það sem ella hefði til orð- ið. Sjálfseignarstefnan í húsnæð- ismálum átti hinsvegar ekki upp á pallborðið hjá félaga flokksfor- manni, Svavari Gestssyni. Þess vegna var Byggingarsjóð- urinn sviptur megintekjustofni sínum, 2% launaskatti (af 3,5% launaskatti sem atvinnurekstri er gert að greiða), og sjóðurinn sett- ur í eins konar skammarkrók hjá fjárveitingavaldinu. Höfuðsmiður fjárlaga, sem lítt hefur virt Bygg- ingarsjóðinn, var síðan Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, flokksbróðir húsnæðismálaráð- herrans. Fyrir u.þ.b. 13 árum var svo komið, að lán hins aimenna hús- næðislánakerfis til húsbyggjenda námu 45—50% af byggingar- kostnaði. Ef fram hefði haldið, sem þá var að stefnt, næmi þetta hlutfall 70—80% í dag, samhliða verulegri lengingu lánatímans. En ráðherrar Alþýðubandalagsins höfðu annað í huga. Lánahlutfall Byggingarsjóðs er ekki 45—50% í dag, eins og fyrir 13 árum, heldur 15—20% af byggingarkostnaði. Þetta er eftirtektarverð öfug- þróun. En það er fleira sem hefur breytzt en lánahlutfallið. Árið 1978, á síðasta ári ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, var lánað til 1.883 íbúða. Árið 1981 var lánað til rúmlega 800 færri ibúða, eða aðeins 1.072. Ekki er tiltæk sam- anburðartala 1982, en líkur benda til að sú tala hafi enn skroppið saman. „íbúðaspá til ársins 1990“ (Áætlanadeild Framkvæmda- stofnunar ágúst/1982), sem byggð er á 1% árlegri fjölgun þjóðarinn- ar og miðuð við óbreytta meðal- stærð íbúða líðandi áratug, gerir því skóna að fullgera þurfi 2.100—2.300 íbúðir á ári til að mæta líklegri eftirspurn. Ef það á að takast þarf hvortveggja að koma til: 1) Endurreisn Byggingarsjóðsins, 2) Endurvirkjun þess hvata, sem í hvers manns brjósti blundar (þó slævður hafi verið í tíð núverandi ríkisstjórnar) — og var driffjöður húsnæðisbyltingar þjóðarinnar á liðnum áratugum. Sjálfgefið er að til staðar séu félagslegar íbúðir, svokallaðar, og að framboð á leiguhúsnæði, bæði í eigu sveitarfélaga og einstaklinga, sé við hæfi. Þessi valkostur verður að vera fyrir hendi, ef mæta á mismunandi óskum og lífsmunstri fólks. En megináherzlu ber þó að leggja á sjálfseignarstefnuna. Hún samræmist bezt íslenzkum þankagangi. Fyrirsjáanlegri eftir- spurn húsnæðis verður heldur aldrei fullnægt nema til komi það fjöldaframtak, sem bezt hefur reynzt þjóðinni. Húsnæðiskreppa, fylgifiskur ríkisforsjárstefnunnar, kemur og verst niður á þeim er sízt skyldi, leigjendum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur höfuðáherzlu á sjálfseignarstefnu. Hann vill byggja hið almenna hús- næðislánakerfi þann veg upp, að hækka megi lánahlutfall til veru- lega Iengri lánatíma. Alþýðu- bandalagið vill hinsvegar gera sem flesta landsmenn háða ein- hvers konar pólitískri skömmtun íbúðarhúsnæðis, þar sem kerfis- kallar deili og drottni í þessum mannréttindaþætti hvers ein- staklings, að hafa þak yfir höfuð- ið. Skattheimtan og ellilíf- eyrisþegar Á árabilinu 1977 til 1983 hefur skattheimta hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, aukizt um 6,5% af þjóðarframleiðslu, sem jafn- gildir 2.700 m.kr., eða 57.800 krón- um á hverja fimm manna fjöl- skyldu á verðlagi fjárlaga. Rúmlega átta af hverjum tíu krónum, sem ríkissjóður tekur af fólki í einni eða annarri mynd, eru óbeinir þ.e. verðþyngjandi skattar: söluskattur, vörugjald, tollar, toll- afgreiðslugjald, benzíngjöld, verð- jöfnunargjöld o.s.frv. Þannig koma góð 80% af tekjum ríkis- sjóðs eftir skattaleiðum, sem EKKI taka mið af tekjum eða efnahag fólks. Söluskatturinn í lifibrauði ellilífeyrisþegans er hinn sami og í neyzlu ráðherrans. Verð á benzíni, svo dæmi sé tekið, en tæplega 60% þess eru ríkis- skattar, er jafn hátt (einnig í rík- isskatti) til öldungsins og fjármálaráðherrans. Hinsvegar snýst dæmið við þegar vísitalan fer að mæia þeim, öldungnum og fjármálaráðherranum, verðbætur á lífeyri og laun vegna verðþróun- ar í landinu. Verðbætur hins fyrr- nefnda verða þá Vf til V6 af verð- bótum þess síðarnefnda, í krónum mældar.' Á síðustu dögum þings varð lítið frumvarp að lögum, sem Albert Guðmundsson (S) var fyrsti flutn- ingsmaður að en meðflutnings- menn úr öllum þingflokkum. Ekki mætti það þó hvarvetna vinum í varpa á stjórnarheimilinu. Þetta má! var og er öngvu að síður Al- þingi til sóma. Það felur í sér að helminga skuli skattstofn fólks sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir, þ.e. þær tekjur sem verða til á 12 mánuðum fyrir starfslok. Einnig er skattstjóra heimilt, ef um er sótt, að meta eignar- skattsstofn til lækkunar, þegar svo stendur á sem hér um ræðir. Það eru mikil viðbrigði, ekki sízt tekjuleg og fjárhagsleg, í lífi hverrar manneskju, er starfsævi lýkur og viðkomandi sezt í helgan stein. Það var köld kveðja frá samfélaginu að halda skattheimtu áfram af fullum þunga er tekjur iTTi n 1 I I" I s 1 1 * Dómkirkjan og Alþingishúsið. (Ljésm. Mbl. ÓI.K.M.) skruppu saman við starfslok, vegna aldurs. Ævistarf einstakl- ings er í öllum tilfellum verðugt þakklætis af öðrum toga. Þetta manneskjulega og sann- gjarna frumvarp, sem orðið er að lögum, fékk að visu aðeins 1 mót- atkvæði, en fleiri tóku því fálega. Skattahönnuðir kerfisins vildu gjarnan fá að blóðmjólka hinn aldna skattborgara meðan einhver dropi væri eftir í honum. Eftir sem áður sætir hinn aldni þegn verðþróun í landinu („niður- talning verðbólgunnar" heitir það á framsóknarmállýzku) og skatt- heimtu ríkissjóðs, sem kemur ekki sízt fram í verðsköttun nauð- þurfta. Eftir sem áður sætir hann Jöfnuðar„ við ráðherrann í mæl- ingu verðbóta á lífeyri og laun. Ráðherrasósíalisminn, sem er hinn rauði þráður í „kjarabaráttu" Alþýðubandalagsins, ríður ekki við einteyming, þó sumir séu Jafnari„ en aðrir eins og gengur! ,3arna- skattar" ólafur Ragnar Grímsson, Sel- tirningurinn sem býður sig fram til þings í Reykjavík, gerir harða árás á „Reykjavíkurihaldið" í til- efni þess, sem hann kallar „barna- skatta“. Þar á hann við gjaldtöku fyrir umönnun barna á gæzluvöll- um borgarinnar. Ingibjörg Rafn- ar, borgarfulltrúi, tekur ólaf Ragnar á hné sér í nýlegri blaða- grein og tætir málflutning hans svo í sundur, að ekki stendur steinn yfir steini. Ingibjörg Rafnar bendir m.a. á eftirfarandi staðreyndir: • 1) í landslögum er gert ráð fyrir því að foreldrar greiði 60% rekstrarkostnaðar leikskóla og 40% kostnaðar dagheimila. Verð- lagsstefna stjórnvalda hefur leitt til þess að þeir greiða nú um 51% kostnaðar við leikskóla og 25% við dagheimili. • 2) Hugmyndin um gjaldtöku á gæzluvöllum á upptök hjá fyrr- verandi borgarstjórnarmeirihluta, sem Alþýðubandalagið fór fyrir. Stjórnarnefnd dagvista, sem Guð- rún Helgadóttir alþingismaður var formaður í, ályktaði svo 12. febrúar 1982, að „tekið verði upp gjald fyrir börn á gæzluvöllum borgarinnar frá 1. april nk. (1982) og verði það nýtt til umbóta fyrir börnin og starfsfólkið á völlun- um“. • 3) Félagsmálaráð borgarinnar tekur málið fyrir 18. febrúar 1982 og þar „er samþykkt að taka upp gjaldtöku fyrir börn á gæzluvöll- um borgarinnar frá 1. apríl nk. (1982) ... “. Að þessari samþykkt félagsmálaráðs stóðu fyrir hönd Alþýðubandalagsins Þorbjörn Broddason, lektor, og Elín Torfa- dóttir, fóstra, varamaður Guðrún- ar Helgadóttur í ráðinu. • 4) I fjárhagsáætlun Akureyrar- kaupstaðar, þar sem Alþýðu- bandalagið stendur að meirihluta, er gert ráð fyrir að tekin verði upp gjaldtaka á gæzluvöllum þar í bæ, kr. 10,- fyrir hverja heimsókn. • 5) Er skýringin á skyndilegum áhuga Seltirningsins á verðlagi gæzluvalla í Reýkjavík tengd því að hann beið lægri hlut fyrir Guð- rúnu Helgadóttur í forvali Al- þýðubandalagsins í Reykjavík? Er hann að hefna harma sinna á henni vegna tilurðar „barna- skatta" í Reykjavík?! Jónas Guðmundsson, rithöfund- ur, fjallar líka nýverið um ólafs- þátt Ragnars í gæzluvallarmálum Reykvíkinga, og spyr: „En af hverju verður maður utan af landi svona reiður út í hækkanir í Reykjavík? Er honum ekki ljóst að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar er nú alfarið að verða verkefni verðlagsstjóra og lögreglunnar?“ Hér víkur Jónas glettnislega að öðrum þætti mála, ekki veiga- minni, sem hér verður ekki frekar ræddur, en varðar sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og sveitarstjórna og ágang hins miðstýrða ríkisvalds í heima- stjórnun staðbundinna verkþátta, sem sveitarstjórnir verða að bregðast við af fullri einurð. Surtar- brandur Allt frá því að olíuverð tók að stíga, eihs og flugvél sem „klifrar" til himins, í október 1973 hafa þjóðir heims reynt að finna elds- neyti sem gæti komið í stað olíu, a.m.k. að hluta til. Augu manna hafa í ríkara mæli beinzt að kol- um, sem mikið er til af í heimin- um, en svaraði ekki kostnaði að vinna meðan olían var í verðlægð. Danir hófu kolanýtingu í miklum mæli, breyttu t.d. flestum sem- entsverksmiðjum sínum til kola- nýtingar. Tæknin hefur og gert það auðveldara að nýta kol en áð- ur (fluidized-bed-tækni), jafnvel kol með lægra brunagildi en venjuleg kol, eins og brúnkol (surtarbrandur), mó, sag, viðar- kurl o.fl. Það er stefna okkar íslendinga að gera okkur eins óháða innflutt- um orkugjöfum og frekast er unnt. Það gerum við með því að virkja fallvötn og jarðvarma. En orkan, sem fæst eftir þessum leiðum, verður ekki af tækni- og hag- kvæmniástæðum notuð til allra þarfa. Þannig hefur rafmagn ekki enn verið hagnýtt til rekstrar þurrkara í fiskimjöls- og loðnu- verksmiðjum — eða Sementsverk- smiðju. Vestfirðir eru verr settir með vatnsafl og jarðvarma en aðrir landshlutar. En þar finnast víða surtarbrandslög.. í Stálfjalli f Vestur-Barðastrandarsýslu er tal- ið að 180 milljónir tonna af surt- arbrandi séu til staðar, „og mundi það nægja 600 MW rafstöð í 60 ár. Hér er um að ræða álíka mikið uppsett afl og nú er samtals í öll- um vatnsaflsvirkjunum landsins," segir í greinargerð með þingmáli Þorvalds Garðars Kristjánssonar. Hann er fyrsti flutningsmaður að þingsályktun, sem felur Orku- stofnun og Rannsóknaráði ríkisins rannsókn á surtarbrandi á Vest- fjörðum og könnun leiða til nýt- ingar hans til orkuframleiðslu og iðnaðar. Skal verkefni þessu hrað- að svo sem verða má. Hafa skal samráð við Orkubú Vestfjarða um aðgerðir. Hér er um stórt og áhugavert athugunarefni að ræða, sem Vest- firðingar hljóta að hafa sérstakan áhuga á — og raunar landsmenn allir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.