Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Meinlaus þykir
mér maturinn,
sagði konan
Við leitum að sölumanni fyrir virt matvæla-
fyrirtæki. Starfið er talið henta mjög vel fyrir
konu sem getur unniö sjálfstætt og hefur
ánægju af að umgangast fólk.
Vinnutími 8.30 til 16.15.
Upplýsingar veitir Þórdís G. Bjarnadóttir í
síma 44033 milli kl. 10 og 12, mánudag til
miövikudags.
Ráðgjafaþjónusta
Stjórnun — Skipulag
Skipulagnmg — Vmnurannsókmr
Flutníngatakni — Birgöahald
Upplysmgakerfi — T0lvur4ðg|O<
Markaös- og toiuréögiot
Stjórnenda- og ttarlspiáifun
REKSTRARSTOFAN
— Samsfarf s)4l(staaðra rekstrarráögiafa 4 mismunandi sviöum —
Hamraborg 1 202 Kópavogi
Sími 91-44033
Óskum eftir að ráða
verkfræðing eða
tæknifræðing
sem framkvæmdastjóra við allstórt fyrirtæki í
Reykjavík.
Leitað er að manni sem hefur reynslu í skipu-
lagningu og rekstri.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi einnig
reynslu í starfsmannastjórn, og æskilegt er
að hann hafi haft umsjón og kostnaöareftirlit
með verklegum framkvæmdum, t.d. við
mannvirkjagerð á hálendinu.
í boði er ábyrgðarmikiö og sjálfstætt starf.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 25. mars
nk. merkt: „Framtíðarstarf — 3687“.
Vinnuveitendur —
starfsmannastjórar
Óska eftir starfi er tengist mannlegum sam-
skiptum.
Ég býö: Próf úr virtum breskum háskóla,
góða málakunnáttu, reynslu í fyrirlestrahaldi,
námskeiðsstjórn, skipulagningu og kynningu.
Mig vantar: Framtíöarstarf helst á sviöi
starfsmannahalds, kynningar- eða sölustarfa.
Heppilegast á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fyrirspurnir sendist Mbl. merktar: „Framtíö
— 339.
Utkeyrsla
Óskum eftir röskum manni til starfa við út-
keyrslu. /Eskilegur aldur 25—40 ára.
Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf
leggist inn á augl. Mbl. fyrir 23.3. merkt: „Út-
keyrsla — 009".
HAGKAUP
Skeifunni.
Sjúkraliði —
heimahjúkrun
Sjúkraliði óskast í hálft starf viö heimahjúkr-
un í starfstengslum við heilsugæslustööina
aö Reykjalundi.
Upplýsingar veitir Ingibjörg Bernhöft hjúkrun-
arforstjóri heilsugæslustöövar, viötalspant-
anir í síma 66100.
Heilsugæslustöðin á Reykjalundi.
Sænskur verslunarhringur með leiðandi
heimsumboð óskar eftir starfsfólki vegna
viðskipta á Islandi
Sölustjóri — Sjón-
vörp — Video —
HiFi
Viö leitum að sölustjóra sem getur sýnt fram
á reynslu sína á heimilistækjamarkaðinum og
hefur mjög góða framkomu til að sinna
viðskiptavinum okkar. Um er að ræða sjálf-
stætt starf og góð laun.
Sendið umsóknir með helstu upplýsingum til:
Composant ab, Box 49, s-132 Ó1 Saltsjö
-boo (Stockholm) eða hringið í Jan Winberg,
sími Sverige 08/715 01 50.
Sölustjóri á bíla-
og tómstunda-
vörum
Proffs-Unicar ab selur vörur sínar undir nafn-
inu „Proffs“. Stýri, hlífðarlistar, verkfæri,
aukaljós, sóllúgur, kerrur, tæki, ýmis efni og
reiðhjól.
Við leitum að reyndum sölustjóra á þessu
sviði til að sinna viðskiptavinum okkar á Is-
landi.
Hafir þú áhuga hafðu þá vinsamlega sam-
band við Lars Hallberg í Svíþjóö, sími 08/715
03 20.
Sækið um viðtal sem fram fer á sýningunni
Expo Sweden sem haldin verður í Sjölys-
centret í Osló 21,—24. mars.
Vélgæsla —
Vaktavinna
Viljum ráða vélgæslumann til starfa strax.
Þarf helst að vera vanur vélum, aðeins reglu-
samur maður kemur til greina.
Upplýsingar í verksmiðjunni, en ekki í síma.
Efnaverksmiójan Eimur sf.,
Seljavegi 12.
Landsbanki Islands
vill ráða þrjá kerfisfræðinga til starfa. /Eski-
leg þekking á Cobol-kerfissetningu, þó ekki
skilyrði. Góö starfsskilyrði.
Væntanlegir umsækjendur hafi samband við
starfsmannahald bankans að Laugavegi 7, 4.
hæð, viö fyrsta hentugleika.
Starfsmannastjórinn.
Rafmagnsverk-
fræðinemi
við bandarískan háskóla (á 3. ári) óskar eftir
sumarstarfi. Hefur m.a. reynslu í hönnun og
meðferð örtölvukerfa. Upplýsingar í síma
27775.
Fatahönnuður
óskar eftir starfi á kvöldin og um helgar.
Margt kemur til greina. Tilboö sendist augl.
deild Mbl. fyrir miövikudaginn 23. mars
merkt: „F — 041“.
Lausar stöður
Fjórar stöður fulltrúa við embætti ríkisskatt-
stjóra, rannsóknardeild, eru hér með auglýst-
ar lausar til umsóknar frá 15. apríl nk.
Hér er um aö ræða tvær stöður löglærðra
fulltrúa og tvær stöður þar sem viðskipta-
fræðipróf er æskilegt, þótt einnig komi til
greina menn með Verslunarskólapróf eða
Samvinnuskólapróf og staögóöa þekkingu
og reynslu í bókhaldi.
Umsóknir meö upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist skattrann-
sóknarstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík, fyrir
11. apríl nk.
Reykjavík, 18. mars 1983,
skattrannsóknarstjóri.
BÓKHALDSTÆKNI
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
óskar eftir að ráða:
TÆKNITEIKNARA. Við leitum að starfs-
manni með reynslu í tækniteiknun og vélrit-
unarkunnáttu. Hér getur komið til greina
starf hálfan eöa allan daginn. Þarf að geta
hafið störf 1. apríl.
Umsóknareyðublöð á skriístoíu okkar.
Umsóknir trúnaðarmál ei þess er óskað.
káðningarþjónustan
SBÓKHALDSTÆKNI HF
Laugavegi 18 ÍOI Reykjavík
Deildarstjóri: Úlfar Steindórsson
sími 25255.
Bólchald UppgrjÖr Fjárhald Eignaumsýsla Rádningaiþjónusta
Skrifstofustarf
Óska eftir að ráöa starfskraft á skrifstofu í
afleysingar frá 1. apríl til 1. júlí. Vinnutími frá
kl. 1—5.
Starfssviö: Almenn skrifstofustörf. Reynsla
æskileg.
Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 25. mars
nk. merkt: „Skrifstofustarf — 009“.
Óskum eftir að ráða
markaðsfulltrúa
í tölvudeild
Starfið felst í eftirfarandi:
1. Hafa umsjón með uppbyggingu markaöar
fyrir einkatölvur (Persional Computers).
2. Standa fyrir kynningu á nýrri gerö tölva,
fyrir núverandi viðskiptavini fyrirtækisins.
3. Könnun á hugbúnaðarframboöi og aöstoð
við breytingar á hugbúnaði fyrir íslenskan
markað.
4. Sjá um samningagerð við væntanlega
umboðsmenn.
Starfiö krefst reynslu í sölumennsku, góðrar
þekkingar á einkatölvum, og tölvum almennt,
bæöi á vélbúnaöi og hugbúnaði, og góörar
framkomu.
Allar nánari upplýsingar veitir deildarstjóri
tölvudeildar fyrirtækisins. (Sími 24120).
Kristján Ó. Skagfjörð hf. hefur starfað á ís-
lenskum tölvumarkaði síðan 1975, og er ann-
að stærsta tölvufyrirtæki landsins í dag.
Fyrirtækið er umboösaðili fyrir Digital Equip-
ment Corp., (PDP-11 og VAX-11 tölvur),
Ericsson Information System og Tektronix
Ltd.
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRD HF
Hólmsqata 4- pósthólf 906- sími 24120 -121 Reykjavík