Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 + Eiginmaöur minn, TORFI GUÐBJÖRNSSON, Barmahlfö 40, andaöist í Borgarspítalanum þann 18. mars. Rósa Jónatanadóttir. t Eiginmaöur minn, VALTÝR BJARNASON, fyrrv. yfirlæknir, Stigahlfö 85, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 23. mars kl. 13.30 e.h. Þeir sem vildu minnast hans eru beönir að láta Kapellu Landspítalans njóta þess. F.h. barna og annarra aðstandenda, Sigrföur Jóhannedóttir. + Útför mannsins míns og fööur okkar, ÞORKELSJÓNASSONAR, Áavallagötu 12, veröur gerö frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 22. mars kl. 13.30. Guörún S. Siguröardóttir og synir. + Móöir okkar, RÓSA ÁRNADÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 21. mars kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd aðstandenda Árni Björnsson, Mekkinó Björnsson, Sif Þórarinsdóttir. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, HELGU INGIBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Kristján Guölaugsson, Ástríöur Ólafsdóttir, Ásmundur Guðlaugsson, Ingibjörg Kristjónsdóttir, Aöalsteinn Guölaugsson, Eygló Viktorsdóttir, Jóhanna S. Guölaugsdóttir, Guömundur V. Jósefsson, og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og útför GUORÚNAR M. GUDJÓNSDÓTTUR, frá Framnesi Vestmannaeyjum, Sporðagrunni 4, Reykjavík. Einnig þökkum viö læknum, hjúkrunarkonum og starfsfólki öllu á Landspítaladeildinni aö Hátúni 10B, einstaklega góöa umönnun og hlýhug í veikindum hennar. Þóröur Guöbrandsson og börnin. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför elsku- legrar móöur, stjúpmóöur, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU GUOJÓNSDÓTTUR frá Patreksfiröi. Ragna Magnúsdóttir, Þórir Magnússon, Hrefna Magnúsdóttir, Jón Tryggvason, Sigríður Magnúsdóttir, Jóhann Árnason, Sveinn Magnússon, Kristjana Indriöadóttir, Soffía Magnúsdóttir, Helgi Kristjánsson, Karl Magnússon, Björg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir færum viö ættingjum, vinum og öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, fööur okkar, tengdaföður, bróöur og afa, HELGA T.K. ÞORVALDSSONAR, skósmföameistara, Langageröi 54. Ólafía Hrafnhildur Bjarnadóttir, Kristín Súsanna Elíasdóttir, Elín Kristín Helgadóttir, Benedikt Garöarsson, Anna Svandía Helgadóttir, Snæbjörn Stefánsson, Erla Hrönn Hetgadóttir, Margrát Helgadóttir, Erla Þorvaldsdóttir, Birgir Þorvaldsson, og barnabörn. In Memoriam: Ingibjörg Sigurðar- dóttir Magnússon Ég vildi, að hvert tárið mitt v*ri ordid steinn sem vatnsperla silfurhrein, þá skyldi ég flétta þér fagran krans fegurri en kórónu nokkurs manns. Hann skyldi ég hnýta í hárið þitt svarta og horfa á þá fegurð er vorsólin bjarta léti sín geislabörn leika þar dans. („Til móður skáldsins“ eftir Jóh. Sigurjónsson.) Frú Ingibjörg Sigurðardóttir Magnússon var fædd 3. júlí 1905, dóttir Sigurðar Björnssonar, brunamálastjóra í Reykjavík og Snjólaugar Sigurjónsdóttur frá Laxamýri, systur Jóhanns skálds Sigurjónssonar. Afi Ingibjargar, Sigurjón Jóhannesson á Laxa- mýri, var þjóðkunnur héraðshöfð- ingi, Snjólaug Guðrún Þorvalds- dóttir, kona hans, var ein af mörg- um dætrum Þorvaldar á Krossum við Eyjafjörð, af hinni kunnu Krossaætt. Hinn 12. febrúar 1927 giftist Ingibjörg Sigursteini Magnússyni frá Akureyri, síðast aðalræð- ismanni í Edinborg. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau hjón í Reykavík, þar sem Sig- ursteinn var starfsmaður Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. Um 1930 varð Sigursteinn fram- kvæmdastjóri skrifstofu Sam- bandsins í Leith og síðan voru þau búsett í Edinborg. Kynni okkar Ingibjargar hófust síðla árs 1943 er við nokkrir skóla- piltar hófum nám við háskólann í Edinborg. Eftir viku siglingu frá Reykja- vík með brezku kaupfari á úrgum og nöprum haustdögum var komið til Leith í Skotlandi. Við höfðum naumast stigið af skipsfjöl er okkur var boðið á hlý- legt og fallegt heimili Ingibjargar og Sigursteins Magnússonar, ræð- ismanns, í Lygon Road í Edinborg. Þar var okkur tekið forkunnar vel af hinni alkunnu rausn og gest- risni húsráðenda. Frá þeim degi átti ég vináttu þeirra heiðurshjóna beggja, Ingi- bjargar og Sigursteins og óiofa tryggð í 40 ár. A þeim árum var skammtað naumt í Bretlandi og námsmenn fóru heldur ekki heim til íslands í fríum sínum, svo sem nú tíðkast, enda ekki hægt um vik. Heimilið í Lygon Road varð því smám saman okkar griðastaður og skjól. Þar biðu okkar ævinlega opnar dyr. Við vorum fáir námsmennirnir í Edinborg í þá daga, en héldum hópinn, svo sem títt er. í þeim góða hóp varð Sigursteinn Magn- ússon strax einn af okkur, ávallt hrókur alls fagnaðar „Primus Int- er Pares". Löngu síðar, er ég hafði eignast mitt eigið heimili og fjölskyldu, undraðist ég oft, er mér varð hugsað til Edinborgaráranna, hversu óumræðilegt umburðar- lyndi og takmarkalausa gestrisni, þau hjón, Ingibjörg og Sigur- steinn, sýndu okkur stúdentunum. Við áttum það til að taka hús á þeim á hinum ólíklegustu tímum, oft seint að kveldi þegar allt skikkanlegt fólk var gengið til náða, stundum um nætur, ef svo bar undir. Við röskuðum ró og friðhelgi heimilisins, en alltaf vorum við velkomnir, alltaf mætti okkur sama alúðin, hlýja viðmótið og gestrisnin, rausn og gleði. Man ég glöggt orð Ingibjargar oftsinnis er við kvöddum óvænt dyra: „Sigursteinn minn, dreng- irnir okkar eru komnir." Síðan skemmtu menn sér við gamanmál, söng og sitthvað fleira. Hver man ekki sönggleði húsbónd- ans? Ég hef orð kunnugra fyrir því, að ung að árum hafi Ingibjörg þótt allra kvenna vænst og for- kunnarfríð. Er kynni okkar hófust 1943 var hún gullfalleg, glæsileg, gædd óvenjulegum persónutöfrum, ynd- isleik og ljúfu viðmóti. Fyrir um þrem árum bar fund- um okkar saman í hinsta sinn. Blóminn frá ungum dögum hafði þá kannski fölnað eilftið, en „sjarminn" var enn hinn sami, hennar dýrasta djásn. Þessum fáu línum fylgja inni- legar samúðarkveðjur frá okkur hjónum til Margrétar, Snjólaugar, Sigurðar og Magnúsar og annarra ástvina. Við gamlir Edinborgarar, „drengirnir hennar Ingibjargar", minnumst hennar með virðingu og þökk. Hún var glitrandi perla. Friðrik Þorvaldsson, Akureyri. Minningarorð um hjónin Ingibjörgu og Sigurstein Magnússon Fædd 3. júlí 1905 Dáin 12. marz 1983 Fæddur 24. desember 1899 Dáinn 20. desember 1982 Það er ungum manni mikið happ, þegar hann heldur í fyrsta sinn út í hinn stóra heim til náms, að kynnast góðu fólki, sem fagnar honum og fleirum vel, greiðir göt- una og er sá bakhjarl, er leita má til, ef eitthvað bjátar á. Þegar þetta fólk er líka glaðvært og kátt og hefur ekki á móti því, að heill hópur ungra manna „detti inn“ úr dyrunum tl að taka lagið og skeggræða, og getur jafnvel lagt til ágæta undirleikara, þá er óhjákvæmilegt, að nokkur brestur verði í hjartanu, þegar þetta ágæta fólk deyr, þótt í allhárri elli sé, að maður harmi að hafa ekki sýnt þá ræktarsemi, er vert var. Þegar ég skrifa þessar línur um mína ágætu velgjörða- og vinkonu, Ingibjörgu Sigurðardóttur, finn ég, að þau hjónin, hún og Sigur- steinn Magnússon, aðalræðismað- ur í Edinborg, sem hún lifði aðeins rúma tvo mánuði, eru svo sam- antvinnuð í huga mér, að ég hlýt að minnast þeirra beggja í einu. Frú Ingibjörg lézt í Landspítal- anum laugardaginn 12. marz og verður jarðsungin á morgun, mánudaginn 21. marz. Eftir rúm- lega 50 ára búsetu í Skotlandi er hún alkomin heim, en þrátt fyrir þessa löngu búsetu erlendis varð maður þess alltaf var, að þar fór hreinn og ósvikinn fslendingur, sem Ingibjörg var, og hið sama var að segja um Sigurstein. Ingibjörg fæddist í Reykjavík 3. júlí 1905, dóttir Sigurðar Björns- sonar brunamálastjóra, Sigurðs- sonar, frá Tjörn í Vindhælishreppi á SKaga, af Hafnarætt, og konu hans, Snjólaugar Sigurjónsdóttur frá Laxamýri, af Laxamýrar- og Krossaætt, systur Jóhanns skalds. Hún ólst upp í Reykjavík, gekk í Kvennaskólann og var einn vetur á skólanum í Sorö í Danmörku. Hún starfaði síðan í Verzlun Har- aldar Árnasonar, en árið 1927 giftist hún Sigursteini Magnús- syni, Jónssonar, ökumanns og bónda í Garði á Akureyri, og Margrétar Sigurðardóttur. Hann t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og jaröar- för BRYNJARS ÞÓRS INGASONAR, Hátúni 32, Keflavík. Guömunda og Charles Shaelford, Viktoría Sigurjónsdóttir, Díana Eirfksdóttir, Þorleifur Gestsson, Debbý Shaelford, Sigurður Þorleifsson. hafði hafið störf hjá KEA að loknu gagnfræðaprófi, en hélt síð- an til Kaupmannahafnar og lauk þar prófi frá Niels Brocks Hand- elsskole 1922. Hann hóf síðan störf hjá Sambandi islenzkra sam- vinnufélaga í Reykjavík. Árið 1930 tók Sigursteinn við skrifstofu Sambandsins í Leith og fluttust þau hjón þá til Edinborg- ar með þrjú elztu börn sín, Sigurð, nú yfirlækni og prófessor við Há- skóla íslands, Margréti, húsmóður í Edinborg, og Magnús, rithöfund og sjónvarpsmann, en yngsta barnið, Snjólaug, húsmóðir og vararæðismaður, fæddist í Edin- borg. Barnabörnin eru orðin 16 og eitt barnabarnabarn. Fyrstu árin bjuggu þau Ingi- björg og Sigursteinn á tveimur stöðum í Edinborg, í Craigmillar og Portobello, en árið 1935 fluttust þau í 5 Lygon Road og bjuggu þar fram um 1960, er húsið var orðið of stórt, börnin farin að heiman. Þau fluttust þá í Orchard Brae, og stóð heimili þeirra þar síðan. Þetta er í stórum dráttum æviskeið Ingibjargar, en eins og oft vill verða, tekst illa að tjá í slíkri upptalningu þá þýðingu, sem góð kona hefur fyrir umhverfi sitt, eiginmann, börn og gestkom- endur, áhrif, sem aldrei verða að fullu skýrð eða til fullnustu metin. Þegar ég kynntist Ingibjörgu og Sigursteini fyrst, haustið 1945, nýkominn til náms í Edinborg, fannst mér þau í fyrstu allólík: Hún var falleg og glöð og tók manni eins og eigin syni, hann var mikilúðlegur og töluvert strangur á svip, skorinorður og afdráttar- laus, ekki laust við að maður hefði af honum nokkurn beyg í fyrstu. En þegar umgengnin jókst og maður tók að kynnast þeim hjón- um betur, kom sannarlega í ljós, að allur beygur var ástæðulaus, þetta var yndislegt fólk, hjálp- samt, glaðvært og gott og höfð- ingjar heim að sækja. Kannski var hrjúfleiki Sigursteins sá skrápur, sem eðlisfeimnir menn stundum brynja sig með. Það kom I ljós, að þau hjón höfðu mikið yndi af söng og mús- ík, og þegar við strákarnir reynd- umst hafa gaman af að syngja og raddir okkar féllu þar að auki vel hver að annarri í rödduðum söng, var ekki að sökum að spyrja, við vorum alltaf velkomnir I Lygon Road. Ekkert ríkti nema gleði, glaðværð og gæzka, þegar lagið var tekið og Didda eða Lóló spil- uðu undir. Svo mikils mátum við Sigurstein, að við tókum okkur leyfi til að útnefna hann heið- ursstúdent á fundi í stúdentafé- laginu í Ye Olde Sheip’s Heid Inn árið 1946. Og svo vel fannst hon- um við syngja, að hann fékk einn fremsta söngvara i Edinborg, Philip Morrison að nafni, til að þjálfa kvartettinn okkar. Lengi mætti halda áfram að rifja upp endurminningar um Ingibjörgu og Sigurstein frá þess- um árum, en hér skal látið staðar numið. Með þeim hjónum eru gengnir tveir góðir Islendingar af hinni traustu aldamótakynslóð, sem unnið hefur svo mörg þrekvirki fyrir þessa þjóð. Þeirra og jafn- aldra þeirra verður lengi minnzt í þjóðarsögunni, en mér er efst í huga að hylla peráonulegan vel- gjörðarmann, þakka honum allt gamalt og gott og síðast, en ekki sízt, Ingibjörgu, hve hún var hon- um og okkur góð. Guðni Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.