Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 48
^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 trjptiwMteMli SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Demantur 4$ íEiVitur C(\ilstcina - <£tt!l ^ é'tlfur Laugavegi 35 Forseti íslands: Opinber heim- sókn í Rangár- þing í dag Opinber heimsókn forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, í Kangárvallasýslu hefst í dag klukk- an hálf níu árdegis er Böðvar Braga- son sýslumaður og Gígja Haralds- dóttir kona hans taka á móti forset- anum á Þjórsárbrú. Þaðan verður ekið á Hellu og elliheímilið Lundur heimsótt, ver- ið við helgistund í Oddakirkju og Héraðsbókasafnið á Hvolsvelli heimsótt. Þá er hádegisverðarboð á Hvoli í boði sýslunefndar. Frá Hvoli verður haldið að Félags- heimili Vestur-Eyfellinga, og þar verður forsetinn viðstaddur hér- aðsvöku Rangæinga. Um kvöldið verður snæddur kvöldverður í Lambey í Fljótshlíð, og þaðan haldið aftur til Reykjavíkur er heimsókninni í Rangárþing lýkur, um klukkan 20 í kvöld. De Cuellar, aðalritari SÞ: Kemur hing- að 8. aprfl næstkomandi Osló, 18. marz. frá Jan Erik Lauré, fréttaritara MorgunblaósinH. AÐALRITARI Sameinuðu þjóð- anna, Javier Perez de Cuellar, mun koma í opinbera heimsókn til íslands þann 8. aprfl næst- komandi. Mun hann verða hér í fjóra daga en halda síðan til hinna Norðurlandanna. Að sögn talsmanns Samein- uðu þjóðanna, hefur aðalritar- inn mikinn áhuga á þvi að heimsækja Norðurlöndin til þess að láta í ljósi hrifningu sína á stuðningi þessara landa við starfsemi Sameinuðu þjóð- anna. Eins og áður sagði verð- ur de Cuellar á fslandi frá 8. til 11. apríl, í Danmörku 11. til 13., Finnlandi 13. til 16., Svíþjóð 17. til 19. og loks heimsækir hann Noreg. A meðan á dvöl hans i Noregi stendur mun hann með- al annars leggja blómakrans á leiði Norðmannsins Tryggva Lie, sem var fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hagnaður Eimskips var 7,9 milljónir króna 1982 Hagnaðurinn er tæpt 1% af heildarveltu ársins HAGNAÐUR af rekstri Eimskipafélags íslands á síðasta ári var um 7,9 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi, sem lagður verður fram á aðalfundi félagsins á morgun, mánudag. Árið 1982 er fyrsta árið um 5 ára skeið, sem hagnaður verður af rekstri félagsins. Hagnaðurinn er tæpt 1% af heildar- veltu. í ársreikningi hefur verið tekið tillit til allra rekstrargjalda árs- ins, fjármagnskostnaðar og áætl- aðra opinberra gjalda af rekstrin- um vegna ársins 1982. Afskriftir á árinu námu samtals 72 milljónum króna. Liðurinn fjármagnstekjur og gjöld var neikvæður um 113 milljónir króna, Á árinu 1981 var tap á rekstri fé- lagsins upp á 21 milljón króna. Heildarflutningar Eimskipafé- lagsins á árinu 1982 námu samtals 566 þúsund tonnum, en voru til samanburðar 676 þúsund tonn á árinu 1981. Samdrátturinn milli ára er því liðlega 16%. Samdrátt- urinn stafar annars vegar af því, að hætt var siglingum fyrir er- lenda aðila milli hafna erlendis, en hins vegar stafar minnkunin af samdrætti í útflutningi af sjávar- afurðum og áli á árinu. Heildar- innflutningur Eimskipafélagsins jókst hins vegar um 2% á sl. ári. Á síðasta ári hafði Eimskipafé- lagið 21 skip í rekstri. I árslok átti félagið 16 skip, en leiguskipin voru 5, þar af 2 íslenzk. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins var að meðaltali 745 á árinu 1982. Þá má geta þess að aðalfundur Eimskipafélagsins verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu á morgun, mánudag, og hefst hann klukkan 14.00. Hraðfrystihús Keflavíkur: Keflvíkingur seldur Vinna í frystihúsinu hefur legið niðri frá áramótum STJÓRN Hraðfrystihúss Keflavík- ur hefur ákveðið að selja nótaskip Steingrímur Hermannsson: Gefa þarf út bráðabirgðalög — svo ríkið geti tekið lán til aðstoðar fyrirtækjum í sjávarútvegi „ÞAÐ eru allar Ifkur á því að gefa þurfi út bráðabirgðalög til að veita ríkisstjórninni heimild til lántöku að upphæð um 100 milljónir króna, sem síðan verði notaður til að endurlána fyrirtækjum í sjávarútvegi. Það hafa um 40 fyrirtæki sótt um lán að upphæð hátt á annað hundrað milljónir króna og það er stefnt að því að mál þetta verði endanlega leyst á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag,“ sagði sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermannsson, er Morg- unblaðið innti hann eftir stöðu þessara mála í gær. „Þessar aðgerðir eru framhald þess, sem unnið var að í fyrra, en þá voru veittar 73 milljónir, sem ríkissjóður útvegaði og byggða- sjóður endurlánaði til fyrirtækja í sjávarútvegi. Því var þá ekki að fullu lokið og var talið að meiri fyrirgreiðsla væri nauðsynleg. Nú standa yfir viðræður við Seðla- bankann um lántöku þar og von- umst við til, að það mál leysist á mánudag, en einnig kemur erlent lán til mála, en ekki til að byrja með. Taki ríkissjóður lánið eru allar líkur á því að ríkisábyrgðar verði krafizt og þá verður að gefa út bráðabirgðalög, þar sem þetta er hvorki inni á fjárlögum né lánsfjáráætlun. Að öllum líkind- um fara þessar lánveitingar í gegn um Fiskveiðasjóð." Er ekki hæpið að lánsfé með nú- verandi tilkostnaði komi fyrir- tækjum, sem í erfiðleikum eiga, að fullum notum? „Það er auðvitað spurning. Hjá mörgum fyrirtækjum kemur full- verðtryggt lán að notum. Hvert einstakt fyrirtæki hefur verið skoðað og er þetta mjög breytilegt frá einu til annars. Sums staðar þarf mjög lítið til að bæta úr, sum eiga í vanskilum á erfiðum vöxt- um og þá getur lán til skuldbreyt- ingar bjargað miklu. Þá er einnig um fyrirtæki að ræða, sem ekkert hafa með viðbótarlán að gera vegna þess hve mikið hvílir á þeim. Eg Iegg áherzlu á að þeim fyrirtækjum verði hjálpað, sem rekstrargrundvöll hafa. Onnur fyrirtæki verður að athuga betur. Skilyrði fyrir lánveitingu eru þau, að viðkomandi fyrirtæki hafi rekstrargrundvöll og veð fyrir skuldum og oft skilyrði um aukið eigið fjármagn og fjárfestingu til aukinnar framlegðar. Ekki hefur verið gengið frá endurgreiðslufyr- irkomulagi." sitt, Keflvíking, vegna rekstrar- örðugleika. Fyrirtækið á einnig tvo togara, Bergvík og Aðalvík. Vinna hefur legið niðri í hrað- frystihúsinu frá því um áramót og hafa togararnir siglt með afla sinn. Að sögn Guðmundar Marías- sonar, framkvæmdastjóra hraðfrystihússins, hefur lausa- fjárstaða fyrirtækisins verið mjög erfið undanfarið og komið í veg fyrir að endurbætur til aukinnar framleiðni gætu átt sér stað. Salan á Keflvíkingi, sem var á síldveiðum í janúar og síðan á línu og hefur lagt upp í Garðinum, er þáttur í endur- bættum rekstri, en að sögn Guð- mundar, er nauðsynlegt að frek- ari fyrirgreiðsla fáist til að framtíð fyrirtækisins verði tryggð. Sagði hann, að ljóst væri að rekstrargrundvöllur væri fyrir hendi, fengist lánsfé til hagræðingar. Fyrirtækið gæti þá hafið vinnu í landi að nýju og farið að skila einhverju af sér. Vonaðist hann til að lausn feng- ist mjög fljótlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.