Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
61
Sem stendur á bankinn sædi úr 15 afburda vísindamönnum og stærdfrædingum og er þad
nóg til ad gera nokkur þúsund konur ófrískar.
FRJÓGVUN
M MATARÆÐI
Að éta sér til
gæfu og gengis
Vísindamenn hafa löngum sýnt
því lítinn áhuga hvaöa áhrif
einstakar fæðutegundir geta haft á
skapferli manna og hegðun en verið
getur, að brátt verði nokkur breyting
þar á. Við rannsóknir í Tæknistofn-
uninni í Massachusetts og öðrum
bandarískum rannsóknastöðvum
hefur nefnilega komið í Ijós, að það
hefur miklu meiri áhrif en nokkurn
grunaði hvað fólk lætur ofan í sig,
hvenær það gerir það og einnig hver
aldur neytandans er og kynferði.
Svefn, viðbragðsflýtir, sársauki,
þunglyndi, vinnugleði, skapbrigði
og jafnvel það hvernig við bregð-
umst við megrunarkúr fer að
nokkru eftir hvað við borðum.
Þess vegna væri t.d. hægt að setja
saman sérstakan matarlista fyrir
þá, sem þurfa á að halda óskertri
dómgreind í tiltekinn tíma, t.d.
flugmenn.
Rannsóknirnar benda til, að
einstakar fæðutegundir og nær-
ingarefni breyta framleiðslu heil-
ans á svokölluðum taugaboðefn-
um, en þau hafa bein áhrif á and-
lega líðan okkar og hegðun. Kol-
vetnarík fæða eins og sósur, sæt-
indi og kartöflur virðast t.d. ýta
undir framleiðslu serotonins, sem
veldur syfju og værð og dregur úr
sársauka og streitu.
Dr. Judith Wurtman, nær-
ingarsérfræðingur við Tækni-
stofnunina í Massachusetts og
sem ritað hefur bók um áhrif kol-
vetnanna, útskýrir tengslin á
þessa leið: „Serotonin verður til í
heilanum úr öðru efni, sem trypto-
phan heitir og finnst í kolvetna-
■ FYRIRBÆRI ■■
Undanfarnar sex vikur hefur
múgur og margmenni flykkzt
til þorpsins Ranschbah í Vestur-
Þýzkalandi í leit að undrum og stór-
mcrkjum. Þorpiö er nokkra tugi
kílómetra suðvestur af Mannheim
og í útjaðri þess er dálítil uppsprettu-
lind. Fregnir herma að fyrir þremur
misserum hafi blindur 16 ára gamall
unglingur fengið sjón sína eftir að
hafa drukkiö úr lindinni og laugað
augu sín upp úr henni. Fregnir þess-
ar fengu nýlega byr undir báöa
vængi og veldur það ásókninni til
þorpsins. Menn vilja sannreyna
töframátt lindarinnar.
Það var hið útbreidda blað
Bild-Zeitung, sem skýrði frá þess-
um atburðum, og síðan hafa rösk-
lega 50.000 manns lagt leið sína að
„töfralindinni". Fólkið hefur með-
ferðis flöskur, mjólkurbrúsa og
plastílát eða hvaðeina sem það
getur fyllt af vatni úr lindinni,
sem raunar er næsta bragðdauft.
Hér eru ekki einungis Þjóðverj-
ar á ferð. Bifreiðir með franskar,
belgískar og hollenzkar númera-
plötur standa við endann á mjóum
og hlykkjóttum vegi, sem liggur að
uppsprettunni og altarinu sem
helgað er „Okkar ástkæru meyju
frá Kaltenbronn“. Uppsprettan er
talin um 700 ára, en bílastæðið er
nýtt og gert af vanefnum til að
mæta skyndilegri gestakomu á
þessum kyrrláta stað.
Hinum liðlega 600 íbúum
Ranchack kemur ekki saman um
ágæti lindarinnar. Þeir fullvissa
að vísu gesti og gangandi um að
fyrrgreindur unglingur hafi hlotið
lækningu, eins og skýrt hefur ver-
ið frá. Sá atburður varð fyrir 18
mánuðum, en Bild Zeitung birti
söguna upp úr gömlu kvennablaði.
ríkri fæðu. Þegar við neytum
hennar eykst insúlínmagnið í
blóðinu og það auðveldar aftur
heilanum að breyta tryptophaninu
í serotonin. Því meiri sem sterkj-
an eða sætindin eru, þeim mun
meiri rósemi og værð færist yfir
fólk. Þetta kann einmitt að vera
ástæðan fyrir því að sumt fólk
reynir að éta sig frá áhyggjum og
kvíða."
í könnun, sem fram fór í Boston,
kom líka í ljós, að fullorðið fólk á
betur með svefn ef það borðar áð-
Lindin
kvað hafa
lækninga-
mátt
1 Bild Zeitung er kaþólski prestur-
inn á staðnum sagður hafa látið
eftirfarandi orð falla: „Ég tel
þetta kraftaverk." Nú segir hann
hins vegar: „Ég hef aldrei minnzt
á kraftaverk."
Kaþólski biskupinn í Speyer
ur mat, sem inniheldur mikið af
tryptophan. Tryptophan finnst
einnig í litlum mæli í eggjahvítu-
efnum en í þeim eru líka aminó-
sýrur, sem keppa við tryptophan-
ið. Kjúklingakjöt, hrátt kjöt og
önnur eggjahvíturík fæða heldur
serotonin-magninu lágu og þess
vegna er öllum hollt að hafa mat-
inn sem fjölbreytilegastan. Lítið
serotonin-magn getur verið ást-
æðan fyrir því, að þeir, sem neyta
mikillar eggjahvítu, eru oft taug-
astrekktir og pirraðir og eiga bágt
með svefn. Dr. Wurtman heldur
því fram, að megrunarsérfræð-
ingar, sem reka áróður fyrir miklu
eggjahvítuáti, taki oftast lítið eða
ekkert tillit til þessara aukaverk-
ana af megrunarkúrnum.
Merkasta niðurstaðan af þess-
um rannsóknum var e.t.v. sú, að
menn bregðast mjög misjafnlega
við fæðunni eftir aldri. í ljós kom,
að ef fólk, sem komið var yfir fer-
tugt, át mjög kolvetnáríkan máls-
verð, þá minnkaði athyglisgáfa
þess og því urðu á miklu fleiri mis-
tök en ungu fólki við úrlausn verk-
efna, sem kröfðust flókinnar vitn-
eskju og kunnáttu. „Þetta er sér-
staklega athyglisvert og sýnir, að
fólk, sem á allt undir því að standa
sig í starfi verður að gæta fjöl-
breytni og forðast einhæfan mat,“
sagði dr. Bonnie Spring, sem
stjórnaði rannsókninni.
Nokkur tími mun líða áður en
menn geta gert sér fulla grein fyir
áhrifum fæðunnar á líðan okkar
og hegðun. Dr. Richard Wurtman,
prófessor við Tæknistofnunina í
Massachusetts, sem efndi til ráð-
stefnu um þessi mál nú nýlega,
segir, að það sé þó uppörvandi, að
„í fyrsta sinn virtust allir við-
staddir vera sammála um, að unnt
væri að skýra þessa hegðunar-
þætti á vísindalegan hátt“.
- CHRISTINE DOYLE.
hefur einnig varað menn við öllu
kraftaverkatali. Sagt hefur verið
frá fleira fólki, sem á að hafa hlot-
ið lækningu, en engin staðfesting
hefur fengizt þar á. Pílagrímarnir
gera sér samt enga rellu út af því.
Yfirvöld í bænum hafa tekið
upp sérstaka póstþjónustu til að
veita aðstoð þeim, sem vilja njóta
lækningamáttar lindarinnar en
hafa ekki tök á því að koma sjálf-
ir. Sveitarstjórnin fær daglega um
1.000 bréf í litlu skrifstofukomp-
una sína og innihald þeirra allra
er það sama — það er verið að
biðja um að fá sent vatn. En bið-
listinn er langur, því að vatns-
streymið úr lindinni er aðeins um
15 lítrar á mínútu.
I þorpinu er engin aðstaða til að
veita viðtöku öllum þeim mann-
grúa, sem þangað leitar. Sveitar-
stjórinn hefur beðið fylkisstjórn-
ina í Mainz um fjárstuðning til að
bæta úr brýnustu þörfinni. Einka-
aðilar eru líka komnir í spilið og
lögð hafa verið drög að hóteli, sem
hýst getur 150 manns. Kostnað-
aráætlun við það er um 60 milljón-
ir.
Sveitarstjórinn hefur líka leitað
eftir því að „undralindin" fái
opinbera viðurkenningu sem
heilsulind. Heilbrigðismálaráð-
herra hefur heitið honum fulltingi
sínu, þótt niðurstöður heilbrigð-
isráðuneytisins í Mainz séu á þá
lund að vatnið í lindinni innihaldi
lítið af steinefnum.
En rannsóknir hafa líka leitt
annað í ljós, og ætti það að vera
nokkur huggun fyrir pílagrímana,
þótt lækningin láti ef til vill á sér
standa. Vatnið úr „undralindinni"
er sem sagt ekki heilsuspillandi.
- TONY CATTERALL.
AFTURHALD
Pakistankonur
bjóða klerka-
valdinu birginn
Herforingjastjórn Zia-ul Haq í Pakistan hef-
ur verið tiltölulega traust í sessi á undan-
förnum árum, en nú bregður svo við, að það
hriktir í stoðum hennar. Ástæðan er sú, að hreyf-
ingu kvenna í landinu vex stöðugt fiskur um
hrygg og mótmæla þær nú af mikilli heift nýjum
lögum í anda múhameðstrúar, en samkvæmt
þeim yrðu konur annars flokks borgarar í landinu.
Samkvæmt ákvæðum her-
laga liggur blátt bann við
kröfugöngum og mótmæla-
fundum. Eigi að síður hefur
verið efnt til slíkra aðgerða í
mörgum borgum landsins. í Is-
lamabad hafa konur reynt af
mikilli ákefð að hafa áhrif á
stjórnskipaða ráðgjafanefnd
Majlis-e Shoora um „vitna-
lögin" svokölluðu, sem brátt á
að samþykkja. Ef lög þessi
ganga í gildi, þarf vitnisburð
tveggja kjvenna fyrir rétti, svo
að hann sé tekinn góður og
gildur, en eftir sem áður nægir
vitnisburður eins karlmanns.
Eru þessi ákvæði samkvæmt
fyrirmælum Kóransins.
Til mikilla átaka kom í La-
hore fyrir nokkrum vikum, þeg-
ar um 200 konur úr rúmlega 12
kvennasamtökum komu saman
fyrir framan dómshúsið í borg-
inni til að leggja fram bæna-
skrá varðandi „vitnalögin".
Hundruð lögreglumanna af
báðum kynjum, sem staðið
höfðu á verði umhverfis bygg-
inguna, réðust
skyndilega að
konunum og
beittu bamb-
usstöfum með
málmoddum.
Nálega hver
einasta kona í
hópnum hlaut
sinn skerf af
barsmíðunum
og fimm þurftu
að fara í aðgerð
á sjúkrahúsi.
Ryskingarnar
stóðu yfir nær-
fellt þrjár
klukkustundir,
því að konurnar
börðu frá sér,
þrifu kylfur af
lögreglumönn-
unum og létu dynja á þeim.
Slíkur atburður mun vera
einsdæmi í sögu Pakistan. Fjöl-
miðlar, sem eru stranglega rit-
skoðaðir, lýstu yfir megnri van-
þóknun, og þótt stjórnarand-
staða sé bönnuð, tókst henni að
koma viðbrögðum á framfæri.
Ekki nóg með það, — að berja
konur á almannafæri gengur
mjög í berhögg við boðorð mú-
hameðstrúar. Mahmood Har-
oon innanríkisráðherra bar í
skyndingu fram afsökunar-
beiðni vegna aðgerða lögregl-
unnar, sem mönnum ber saman
um að hafi verið algerlega
tilefnislausar. Enn ríkir reiði
og hneykslun vegna atburðar-
ins í Pakistan, og reyndir
stjórnmálafræðingar hafa
jafnvel látið þess getið að af-
taka Zulfikar Ali Bhutto fyrr-
um forseta hafi ekki kallað
fram þvílík viðbrögð.
Síðastliðin tvö ár hafa sam-
tök kvenna reynt með hægð að
hafa áhrif á ríkisstjórnina, svo
að hún láti ekki að kröfum
áhrifamikils minnihlutahóps
strangtrúarmanna. Þessi trú-
arsamtök vinna að því leynt og
ljóst að Pakistan lúti í einu og
öllu fyrirmælum múham-
eðstrúar, og eru þau reiðubúin
að koma sínum málum fram
með valdi, ef allt um þrýtur.
Konurnar hafa reynt ýmsar
leiðir til að koma andmælum
sínum á framfæri. Þær hafa
m.a. haldið sérstaka fræðslu-
fundi, reynt að fá inni í
fjölmiðlum og efnt til viðræðna
við stjórnmálamenn.
Þessir atburðir í Lahore hafa
enn á ný beint kastljósi líðandi
stundar að strangtrúar-
mönnum í Pakistan. En athygli
manna hefur einnig beinzt að
baráttu kvenna, og er nú leitt
að því getum, hvort ekki sé
unnt að sameina kvennabar-
áttu og stjórnarandstöðu í Pak-
istan. Strangtrúarmennirnir
hafa eindregið lagt að ríkis-
stjórninni að allar konur í
opinberum störfum og embætt-
um verði látnar
víkja, og að tek-
inn verði upp
alger aðskiln-
aður kynjanna í
skólum. Ríkis-
stjórnin hefur
þegar látið
undan sumum
kröfum þessa
áhrifamikla
hóps. Til að
mynda er al-
gerlega bannað
að konur syngi
og dansi opin-
berlega, en af
því hefur m.a.
leitt að
sjónvarps-
dagskrár eru
orðnar næsta
lítilfjörlegar og auglýsingatekj-
ur sjónvarps hafa minnkað að
sama skapi.
Vitnalögin fyrrnefndu voru
lögð fram að tilhlutan sérstaks
ráðs, er fjallar um íslamska
hugsjónafræði. Ráð þetta hefur
nú uppi hugmyndir um að
banna konum að aka bílum.
Ennfremur er það álitamál inn-
an ráðsins, hvort leyfa eigi kon-
um að kjósa í almennum kosn-
ingum í framtíðinni.
Herforingjastjórnin í Pakist-
an er milli steins og sleggju. Ef
hún heldur áætlunum sínum til
streitu getur hún átt á hættu
að kvennahreyfingin eflist
ásamt stjórnarandstöðuflokk-
unum, og ýmsir óánægjuhópar
taki höndum saman við kon-
urnar, þegar þær eru komnar á
skrið. En ef stjórnin lætur und-
an síga getur hún kallað yfir
sig reiði strangtrúarmanna,
sem hafa með sér herská og
þrautskipulögð samtök.
— JOHN STOKES