Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 14

Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir Að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Meö hik mitt og efa, hálfvolgu skoðun hugsjónaslitur, óljósu boðun kem ég til þín, að lágu leiði. Hér lyftist önd þín í vonbjart heiði. Þú namst þau orð sem englarnir sungu. Þú ortir á máli sem brann á tungu. Óttinn fangstaðar á þér missti. Alnánd: þú gekkst við hliðina á Kristi. Hanncs Pétursson eftir Árna Blandon Þegar ég lærði bænirnir mínar lítill drengur, gerði ég mér ekki grein fyrir því að margar þeirra voru úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Amma mín kunni alla Passíusálmana utan bókar (versin eru rúmlega 800) og móðir mín kenndi mér eftirfarandi 10 bænir úr þessum fögru sálmum: (4) Bænin má aldrei bresta þig. Búin er freisting ýmislig. I*á líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að drottins náð. Andvana lík til einskis neytt, er að sjón, heyrn og máli sneytt. Svo er án bænar sálin snauð, sjónlaus, köld, dauf og rétt steindauð. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (12) Ó, Jesú, að mér snú ásjónu þinni. Sjá þú mig særðan nú á sálu minni. Þegar ég hrasa hér, hvað mjög oft sannast, bentu í miskunn mér, svo megi ég við kannast. Oft lít ég upp til þín augum grátandi. Líttu því Ijúft til mín, svo leysist vandi. (17) Hveitikorn þekktu þitt, rí upp rís holdið mitt. bindini barna þinna bles.sun láttu mig finna. (44) Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Hönd þín, drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi. En nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína ég glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja. Meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Þessi snilldarlega einföldu og einlægu vers hafa að geyma marg- ar þær hugmyndir sem einkenndu lífsskoðun Hallgríms Péturssonar svo sem mátt bænarinnar, afstöðu til dauöans, hrösun og breysk- leika, auðmýkt, nálægð við Jesú o.s.frv. Því hafa einmitt þessi er- indi verið mér lykill að hinum fagra hugarheimi trúarvissu og mannbótahugsjóna Passíusálm- anna. Trúarlífs-sálarfræðin Heimspekingurinn Hume hélt því fram að aðaltilfinningahvat- inn að trúarþörfinni væri hræðsla. Því frumstæðari trúarbrögð þeim mun óraunhæfari og hjátrúar- fyllri hræðsla. Höfundur sálgrein- ingarinnar, Sigmund Freud, var á svipaðri skoðun en lagði áherslu á hjálparleysið sem frumhvata trú- arinnar, og veikleika eða mátt- leysi mannsins gagnvart máttar- völdunum og hvötum sínum. Auk þess lagði hann áherslu á þörfina fyrir agaða föðurhandleiðslu sem menn öðlast á táknrænan hátt í trúarbrögðunum. Sá þáttur, sem er ekki síst mik- ilvægur í trúarþörfinni, er andleg- leikinn, eða sambandið við eigin innri verund, hrynjandi náttúr- unnar eða yfirnáttúruleg fyrir- brigði. Um þessa hlið trúarinnar fjallaði Sigurður Nordal af djúp- um skilningi og mikilli andagift í bók sinni „Líf og dauði". Allar þessar hliðar trúarinnar sem fræðimennirnir fjalla um koma fram í Passíusálmunum hjá Hallgrími: (U) Sáð hef ég niöur synda rói, svívirðing mín er mörg og IjóL IJppskerutímann óttast ég, angrast því sálin næsta mjög. Sigrinum yfir kvíðanum lýsir Hallgrímur m.a. í síðasta versi 43. Passíusálms: Upp á þessi þín orðin traust óhræddur dey ég kvíðalaust, því sú frelsis fullkomnan þín forlíkað hefur brotin mín. Um vesaldóminn og máttleysið segir ellefti sálmur: Hryggileg hrösun henti heilagan drottins þjón. Syndin mjög sárt hann spennti. Sálar var búið tjón. Hvað mun ég máttarnaumur mega þá standast við, vangætinn, vesall og aumur, vélum og hrekkja snið? Sjöunda sálmi lýkur á lýsingu sem sýnir þörfina fyrir styrka og trausta föðurhandleiðslu: Hjálpa mér herra sæll, að halda krossbikar minn, svo mig ei undan mæli né mögli um vilja þinn. Ég bið: Almætti þitt vorkenni minni veiki, ef verða kann ég skeiki. Ilresstu þá hjartað mitt. Um hina djúpu andlegu innstill- ingu vitna Passíusálmarnir í heild sinni og svo öll lífsafstaða Hall- gríms, en hann var því sem næst tekinn í heilagra manna tölu (að hætti kaþólskra) um nokkurn tíma eftir að hann dó — auk þess sem Saurbær á Hvalfjarðarströnd Kristur syrgður eftir Carracci. HALLGRIMUR PETURSSON. •Sao/idn affKiMrM. H-Th- Hallgrímur Pétursson er einn heigasti sögustaður lands- ins. í fimmtánda Passíusálmi segir: „Heimur versnandi fer.“ Hall- grímur deilir á versnandi aldarfar og spillta valdastétt í Passíu- sálmunum og víðar í sínum kveð- skap lausn hans er alltaf sú sama: aukin andleg rækt við sjálf- an sig og aðra, með aðferðum trú- arinnar: Ef hver og einn bætir sjálfan sig, batnar allur heimur- inn. Trúarheimspekin hefur fengist við að finna yrðingar til að reyna að sanna tilveru guðs, en hvorki hefur fundist sönnun fyrir tilveru eða tilvistarleysi guðs í rökfræð- inni. í bók sem kom út í fyrra, „Um tilvist guðs“, segir Arnór Hannibalsson um hinn andlega heim og hinn skynsamlega: Hér lýstur saman tveim menn- ingum: Þeirri sem við þekkjum nú orðið mæta vel, hinni rök- lega-tæknilegu, sem setur skyn- semi mannsins í hásæti og segir: Maðurinn er herra jarðarinnar og ræður fyrir sér sjálfur af óumræðilegri skynsemi sinni; — og svo hinni sem segir: Veruleiki mannsins er andlegs eðlis, og við komumst ekki hjá því að skynja og skilja að kjarni hans er vera sem er til af sjálfri sér og er grunnur tilverunnar, hins góða, sanna og fagra. Og tilver- an er ein órjúfanleg heild, sem við nálgumst með virðingu og auðmýkt, ekki hroka og yfirlæti. Þrír af helstu trúarlífsspeking- um þessarar aldar, sálfræðingur- inn Jung, lífsspekingurinn Gurdji- eff og norrænufræðingurinn Sig- urður Nordal, hafa að því leyti verið sammála Hallgrími Péturs- syni að andleg sjálfrækt væri helsta leiðin til að bæta hinn versnandi heim. Þeir hafa bent tuttugustu aldar fólki á þá æva- fornu hefð austrænna trúarbragða að rækta hinn innri andlega mann og hvert andstæða þess, hin hrokafulla efnishyggja, hefur leitt vestræna menningu. í grein minni um Gurdjieff, sem birtist í Gang- lera 1980, segir: Gurdjieff gagnrýndi líferni manna á Vesturlöndum harð- lega og taldi menn lifa í algjöru ósamræmi við eðli sitt og upp- runa ...: Vesturlandabúinn er ofþroskaður vitsmunalega, en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.