Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 15
vanþroska tilfinningalega og skprtir alla eðlilega samstill- ingu líkama, vitsmuna og til- finninga ... Gurdjieff taldi að ef fólk hefði eðlisfræðiþekkingu Vesturlandabúa og tilfinninga- þroska Austurlandabúa, væru menn vel undirbúnir fyrir leit- ina miklu að sjálfsþekkingu og lífsfyllingu. Sigurður Nordal benti á þann mismun sem felst í því að trúa með hjartanu og að trúa með heil- anum. Hallgrímur Pétursson trúði bæði með hjartanu og heilanum og lífsstefna hans gæti að mörgu leyti verið fyrirmynd í lífsháttum ungs fólks í dag ef það þekkti Hallgrím og Passíusálmana betur. Biblía hins unga leitandi fólks í dag er „Litli prinsinn" eftir Saint-Exupéry, eins og fram kem- ur í kvikmyndinni „Týndur" sem sýnd er í Laugarásbíói um þessar mundir. Þessi indæla bókmennta- perla er aðgengilegra verk en Passíusálmarnir, en með sömu lífsspeki andlegrar upplifunar og þroska: Það sem mestu máli skipt- ir fyrir manninn er ekki það áþreifanlega í ytri heiminum, heldur það sem við upplifum innra með okkur. Sama sinnis var sálfræðingur- inn Jung en hann talaði um inn- antómleika kristinnar menningar þar sem ytra prjál trúarlífsins og innantómar vélrænar hefðir ríkja á kostnað innri ræktar við hið góða í manninum. Því er það að ljóðskáldið T.S. Eliot hittir hinn vestræna nútímamann í hjartað með orðum sínum: Vid erum holír menn llamtrodnir menn Hallreiatir saman Hausledur fyllt hálmi. (o.s.frv.) (Þýðing llelga Hálfdanarsonar) Og einn helsti spámaður Banda- ríkjamanna í þessum fræðum, há- skólakennarinn Leo Buseaglia, vitnar einmitt í Saint-Exupéry í metsölu bók sinni „Lífið, ástin og námið", en þessi bók kom út í fyrra. Saint-Exupéry segir: „Ef til vill felst ástin í því að ég leiði þig á kærleiksríkan hátt aftur að sjálfum þér.“ Af lífshlaupi nokkurra snill- inga 16. og 17. aldar Hallgrími Péturssyni var gefin snilligáfa skáldsins og hins and- lega lífs. Laxness hefur líkt snilld Passíusálmanna við snilld Ham- lets, sem Shakespeare skrifaði. Bæði verkin eiga sér fyrirmyndir og fyrirrennara en Hallgrímur og MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 grímur var ekki gjarn á að lýsa sjálfum sér í skáldskap sínum. Líklegt er að Hallgrímur hafi haft fyrirferðarmikla skapsmuni í æsku, en e.t.v. tamið skap sitt með áldrinum, svo út í öfgar hafi geng- ið hin efri ár hans. Þá hafi skaps- bælingin (og iðrunin) gert það að verkum að hann hneigðist' til þunglyndis, og þá ekki síst vegna holdsveikinnar. En sagan hefur e.t.v. skekkt dá- lítið myndina af Hallgrími því hann gat verið „glaðsinna og skemmtinn" samanber t.d. „Nú er ég glaður á góðri stund" og hinar fyndnu „Þráðarleggsvísur": Lært hef óg ekki' aö láta steininn synda, né lausamjöllina heim í reipum binda, ber ég mig heldur þó ad því, af þessu verki yrdi’ég frí, heldur en þennan þráðarlegg að mynda. (o.s.frv.) Sigurður Nordal segir um Hall- grím: Ýmislegt í kveðskap hans og æviferli ber því vitni, að hann hafi að upplagi, eins og skáldum er títt, verið örgeðja og við- kvæmur, en líka hispurslaus, orðskár og óvæginn, ef honum þótti sér misboðið eða menn stóðu vel til höggs. Algengt er um skapandi per- sónuleika að þeir eigi erfitt með að taka skólaaga. Ef greindarvísital- Minnismerki Hallgrfms Péturssonar eftir Einar Jónsson. an er mjög há, sér nemandinn Greftrunin eftir Titian. 63 hans, eins og sumir hafa viljað halda fram; Lausnara þínum læröu af lunderni þitt aö stilla, hógværöardæmið gott hann gaf, nær gjöra menn þér illa. Blót og formæling varast vel, á vald guös allar hefndir fel, beift lát ei hug þinn villa. í. „Trúarlíf síra Jóns Magnús- sonar" segir Sigurður Nordal um Hallgrím: Síra Hallgrímur á hvort tveggja í senn: hina óbifanlegu trúar- vissu, gjörtamningu hugsunar- innar, sem leyfir andagiftinni að njóta sín til þess að segja hið háleitasta með ótrúlega einföld- um orðum, — og þá heitu og lifandi guðsvitund, sem lætur orð hans ganga beint til hjart- ans, án þess þau verði nokkurn tíma ofklökk eða væmin. Passíusálmarnir eru ekki ríkir af sjálfslýsingum Hallgríms en það er aftur „Andlátssálmur" hans. Þar jaðrar meira að segja við sjálfsvorkunnartón enda er þá holdsveikin búin að þjarma illil- ega að honum. En líklega hefur hann ekki verið búinn að taka lík- þrána þegar hann yrkir Passíu- sálmana, eins og þjóðsagan vildi þó lengi halda fram. Ég læt hér fylgja ellefu af 45 erindum And- látssálmsins þar eð hann virðist ekki vera eins þekktur meðal fólks nú og Passíusálmarnir. í þessum erindum sjáum við skáldið sem kaunum hlaðinn píslarvott, sem fagnar því að komast á fund skap- ara síns: (>uö komi sjálfur nú meö náö, nú sjái guð þitt efni’ og ráö; nú er mér, Jesú, þorf á þér, þér hefi ég treyst í heimi hér. Líkaminn allur særður sótt, svitnar og drejfur af mér þrótt, einnij; þrengist um andardrátt, eg vænti minnar hvíldar brátt. Dofna varir og tungan treg, tala því ekki orka ég, hjartað svo margskyns mæöa lýr, mannleg hjálp öll sér frá mér snýr. Sárbeiöi’ eg guö af góöri lund: gef þú mér hæga dauöastund, ofbjóöa lát ei andláts deyö, aumka þig yfir mína neyö. Sæktu, minn guö, hvaö sjálfs þín er, sálina þá, sem gafstu mér, skildu hana nú hægt viö hold, hvílast lát þaö í jaröar mold. Af þrengslum minnar móöur lífs mig leiddir þú án dauöans kífs; leys nú af þrengslum líkamans lifandi sál til himna ranns. Svo láttu mína sálu nú sjá þig í einni réttri trú, vertu sjálfur Ijós-móöir mín, mín sál fæöist í hendur þín. Kristur á krossinum eftir Delacroix. Shakespeare gerðu „viðfangsefn- inu þau skil að bæði það sem ort hafði verið á undan og eftir varð hlægilegt“. Það er einkennilegt til þess að hugsa að þegar Shakespeare held- ur upp á fimmtugsafmælið sitt er Hallgrímur Pétursson eins árs. Þetta sama ár (1614) er einn mesti málari, sem heimurinn hefur alið, átta ára, en það er Rembrandt. Helsti heimspekingurinn, sem fæðst hefur, Dascartes, er tvítug- ur, en tónsnillingurinn Jóhann Sebastían Bach fæðist ekki fyrr en árið 1685, eða ellefu árum eftir að Hallgrímur Pétursson deyr. fljótlega í gegnum kennara sem er ekki jafn miklum hæfileikum bú- inn og nemandinn. Kennarinn hef- ur oft ekki annað forskot en að hafa lesið nokkrum blaðsíðum lengra í kennslubók. Snilligáfa Hallgríms hefur vafalaust þvælst fyrir undirgefni hans á skólaárun- um hér á landi, ekki síst vegna þess að sköpunargáfan fékk ekki verðuga útrás í námsbókastagli, — og fáir í kringum hann kunnað að vega, meta og rækta óút- sprungna snilld. Hversu mikill skapofsi Hall- gríms hefur verið, verður líklega aldrei hægt að fullyrða neitt um, Æviskeið snillinganna á 16. og 17. öld ÁRIÐ: 1600 1700 Shakespeare Descartes Rembrandt Hallgrímur Pétursson J.S. Bach Persónuleiki Hall- gríms Péturssonar Þegar leitað er í heimildum um upplýsingar sem gefa mynd af persónuleika Hallgríms Péturs- sonar, er ekki um auðugan garð að gresja. Þar við bætist að Hall- því síður að tala um „manísk köst hans“ af nokkurri vissu eins og Laxness gerir í inngangi að Passíusálmunum". En mér er þó nær að halda að lundernis-stilling sú sem um getur í 34. Passíusálmi beinist að geði Hallgríms sjálfs, en ekki að skapsmunum eiginkonu fc( bef svo marga mædu stund mænl eftir þínum dýröar fund, finndu mig nú, þó liggi’ eg lágt, lát mig ei ætíö eiga bágt. Lúinn anda ég legg nú af, lífinu ráöi sá sem gaf, í sárum Jesú mig sætt innvef, sálu mína ég guöi gef. Láttu mig, drottinn, lofa þig, meö lofí þínu hvíla mig; Ijósiö í þínu Ijósi sjá, lofa þig strax sem vakna má. Láttu mig færa fram þau hljóö fyrst og seinast, minn drottinn guö, aö lofa þig í heiöri hár, haldist þín dýrö um eilíf ár. Hjónabandið Flest er á huldu um líðan Hall- gríms og Guðríðar í hjónaband- inu. Hún var 16 árum eldri en hann og hefur það e.t.v. valdið erf- iðleikum í sambúðinni, ekki síst á efri árum. En „Hallgrímur varð ekki af því talinn" að eiga þessa konu sem hann átti von á barni með, og hann var staðfastur í vilja sínum. Þjóðsagan hafði tilhneigingu til að sverta mynd Tyrkja-Guddu, ef til vill m.a. til þess að mynd Hall- gríms yrði enn hvítari. Stóran þátt í að lítilsvirða persónu Guð- ríðar átti sá huglausi piparsveinn og kvenhatari Jón frá Grunnavík, sá hinn sami og er í „íslands- SJÁ BLS. 74-75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.