Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 26

Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir klukku" Laxness, en hann sagði um Guðríði: „Hún var hin mesta gribba og trássaði iðulega mót honum svo hann hafði þar stórt böl af.“ Guðríður hefur líklega verið einræn og dul og þá e.t.v. stundum byrgt of lengi, eins og slíku fólki er títt, það sem henni líkaði verr. Þess háttar persónur gjósa síðan rösklega þegar of mikil óánægja hefur safnast fyrir í of langan tíma. Sumir hafa viljað halda því fram að Guðríður hafi lítils metið ljóðsnilld Hallgríms og skáldskap hans. Ef hún hefur verið spör á hólið þegar hann sýndi henni ljóð- in sín, gæti slík afstaða hafa brýnt hann í ljóðafáguninni, því vafa- laust mat Hallgrímur Guðríði ávallt mikils. Erfitt er þó að ímynda sér að móðir vikni ekki inn í innstu kviku þegar Hallgrím- ur yrkir um Steinunni dóttur þeirra sem dó á hálfu fjórða ári: N*m, skynsöm, Ijúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíd hafði’ eg af þér, í minni muntu mér; því mun ég þig meé tárum þreyja af huga sárum, heim til þess hédan fer. Dóttir, í dýrðar hendi drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært; þú lifðir góðum guði, í guði sofnaðir þú; í eilífum andar friði ætíð sæl lifðu nú. þeirra öll. Hún dó í desember árið 1682, 84 ára að aldri. Aldarfarið 17. öldin var öld bælingar og óskoraðs valds embættismanna. Þessu aldarfari er ágætlega lýst í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur af „Jómfrú Ragnheiði" sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu: Brynjólfur er valdsmaðurinn sem bælir dótt- ur sína, bannar henni að hafa samband við barnið sitt og Daða, en það var ekki síst í kynferðisleg- um efnum sem bælingin og skömmin var sem mest á þessari öld: Stóridómur vofði yfir hór- drýgjendum eins og óhugnanleg vofa. Snilldarleg er uppbyggingin í þessari leikuppfærslu að þriðja versinu í sálmi Hallgríms Péturs- sonar „Um dauðans óvissan tírna". Andi og trú Hallgríms Pétursson- ar er á þessari sýningu: samúðin með lítilmagnanum í baráttu hans gegn óréttlátum valdbeitingum og ofríki. Og maður minnist ósjálf- rátt Jóns Hreggviðssonar og bar- áttu hans við yfirvöldin, en Lax- ness tókst að gera þessu efni svo góð skil að það stendur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þeirra sem lesa „íslandsklukkuna". Á slíkri öld gat boðskapur sá, sem Hallgrímur Pétursson boðar í Passíusálmunum, snúist gegn sjálfum sér. Hógværð, þolinmæði, auðmýkt, blygðun, tamning skaps- muna, þakklæti og góðlyndi gat Pieta eftir Morales. sneri í „Hugvekjusálma“;_ þriðja ritið var „Píslarsaltari" séra Jóns Magnússonar í Laufási, sálmar um píslarsöguna. Um efnið. og höfundarstöðu Hallgríms í Passíusálmunum far- ast Laxness m.a. svo orð: Sagan er fyrst og fremst af því hvernig Haligrímur fylgir Jesú fótmál fyrir fótmál í kvöl hans, útúr kvöldmáltíðarhúsinu, yfir lækinn Kedron, útí grasgarðinn, gegnum dómhúsið og þinghúsið, upp til aftökustaðarins þar sem hann er ásjáandi að dauðastríði hans, horfir á þegar honum er veitt síðusárið, fylgist síðan með þeim sem taka hann niðraf krossinum og situr að lokum ör- magna við gröf hans í aldin- garðinum og horfir á steininn. Um nálægð Hallgríms við Krist er þetta erindi úr 40. Passíusálmi ágætt dæmi: Alnakinn þig á einu tré út þínar hendur breiðandi, sárin og blóðið signað þitt sér nú og skoðar hjartað mitt. Snilldina í Passíusálmunum hefur mönnum gengið erfiðlega að festa hönd á, eins og títt er í af- urðaheimi snilldarinnar. Margt hjálpast að við að gera þetta verk ódauðlegt: Vald skáldsins á formi, efni og máli, einlægni og einfald- leiki í tjáningunni, trúarsannfær- ingin, mannþekkingin, sálmarnir eru heimur útaf fyrir sig og auk þess verður persónudramað svo lifandi fyrir lesandanum: Reiði og mildi föðurins, auðmýking, æðru- leysi og fórn sonarins og andakt Hallgríms ásamt nálægð hans við Krist. Hin heiðríka persóna Hall- gríms í öllum sfnum breyskleika Sigurður Nordal bar það við „að láta Guðríði njóta sannmælis, ef henni hefur verið ómaklega borin sagan hingað til“. Hann segir í grein sinni „Tyrkja-Gudda": Það er ekki ótítt, þótt undarlegt réttlæti megi kalla, að konur þeirra manna, sem verða átrún- aðargoð heilla þjóða, gjaldi þess í munnmælum og sé fundið allt til foráttu. Eftir á þykir slíkum mönnum óvíða hafa verið full- kosta, enda koma yfirburðir þeirra oft betur fram í öðru en að velja sér konur. Þarf hér ekki annað en minna á slík dæmi sem Sókrates og Xanþippu, Gunnar og Hallgerði, Goethe og Kristíönu. Um kynni þeirra Hallgríms og Guðríðar í Kaupmannahöfn, þegar hún er komin heim úr þrælavist- inni í Alsír, fer Sigurður þessum fleygu orðum: Þegar þau kynntust, var hann óreyndur skólasveinn á örgerð- asta aldri, þyrstur í ástir og ævintýri. Hún var fullþroska kona á ástríðumiklu skeiði, sól- brennd og sólvermd, snortin af serkneskum munaði. Hún fór eldi um huga hans eins og höf- ugt, suðrænt vín. Og um þátt Guðríðar í skáld- skaparlist Hallgríms segir Nordal: Sálmar hans eru þrungnir ver- aldarþekkingu þess manns, sem bæði hafði reynt gildi og gjöld jarðneskrar hamingju. Án þeirrar reynslu hefðu þeir aldrei getað orðið íslenskri alþýðu það lífsins brauð, sem raun hefur á orðið. Guðríði verður að þakka, að hún lagði beinlínis og óbein- línis drýgsta skerfinn til þessar- ar reynslu. Hitt verður að virða henni til vorkunnar í staðinn, ef hún kann stundum að hafa verið dálítið örlynd, bæði með blíðu og stríðu. Það er ekki víst, að skáldgáfa síra Hallgríms hefði haldist betur vakandi í mollu og logni. Baráttan bugar lítilmagn- ann, en styrkir stórmennið, „eins og stormurinn slökkvir ljósið, en æsir bálið". Guðríður hefur vafalítið þjónað Hallgrími dyggðuglega í stríði hans við holdsveikina og hann ætíð mátt reiða sig á röggsemi hennar og ráðdeild. Hún var mikil lífsþróttarkona, lifði mann sinn (Hallgrímur dó sextugur) og börn gefið óprúttnum yfirvöldum færi á að misnota sér góðvild almenn- ings. Þá var ekki annars að biðja en að yfirvðldin væru alltaf sem sannkristnust og heiðarlegust: (»> Drottinn Jc*.sú, þú lífsins Ijós, lýstu valdstjórnarmonnum, svo þeir, sem ráóa yfir oss, eflist aó dyKtjóum sonnum. En ef að yfirvöldin voru slæm og óheiðarleg voru þau að sjálf- sögðu lítillar eftirbreytni verð: (22) Veraldard«min varast skalt, voga þú ekki að gjóra þaó allt, sem hófóinujarnir hafast aó, þó heimurinn kalli loflegt þaó. I>á blindur leióir blindan hér, báóum þeim hætt vió falli er. Ilver þig eggjar á illverk bráó, aldrei gakktu meó þeim í ráó. Vinn þú þaó ei fyrir metoró manns aó rnissa guós náó og vinskap hans, hvorugur annars bætir böl, þó báóir rati í straff og kvöl. Yfírmónnunum er því vant, undirsátarnir hnýsa grannt eftir því, sem fyrir augun ber. Auónæmast þó hió vonda er. Ilvaó höfóingjarnir hafast aó, hinir meina sér leyfíst þaó. Passíusálmarnir og trúin Tilurð og efnistök Passíusálm- anna eiga sér sína sögu í bók- menntahefð 17. aldarinnar, eins og Helgi Skúli Kjartansson sýnir fram á í bók sinni um Hallgrím Pétursson. Þrjú ritverk voru fyrir- mynd Hallgríms að Passíusálm- unum: „Eintal sálarinnar" eftir Martin Moller, en það fjallar um pínu og dauða Jesú Krists; „Hug- vekjur" Jóhanns Gerhard, sem Sigurður Jensson frá Presthólum blasir við okkur í Passíusálmun- um og „persónulegir töfrar mannsins sjálfs“. Hallgrími var mikið í mun að Passíusálmarnir brytu hvergi í bága við hinn lútherska rétttrún- að 17. aldarinnar sem Sigurður Nordal lýsir þannig: Það var eðli hins mikla rétt- trúnaðar að beygja hugsun, til- finningar og vilja einstaklings- ins undir kerfi kennisetninga og boðorða, forða honum frá villu- stigum með því að gefa geðþótta hans sem minnst svigrúm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.